Fálkinn - 07.11.1936, Qupperneq 1
45.
Reykjavík, laugardaginn 7. nóvember 1936.
IX.
Síðastliðinn vetuv var óvenju gott um skíðafæri á Hellisheiði og í Hengli, enda mun þátttaka í skiðaferðum hafa verið margfalt
meiri en nokkurntíma áður. En það var eigi aðeins veðráttan og snjórinn sem átti þátt i þessu. Hitt hefir eigi síður ráðið miklu,
að nú hafði sldðafólkið eignast þak yfir höfuðið uppi í sjálfum snjónum: hinn fagra og vandaða skíðaskála í Hveradölum, sem
Skíðafjelagið hafði komið upp með miklum dugnaði. Hefir hann htotið miklar vinsældir, enda er aðbúð þar hin besta og skálinn
sjálfur hinn vistlegasti. Það er mikill fengur skíðafólki er það kemur úr löngum göngum, að geta sest inn í funheitar stofur og
hvílt sig áður en það fer í bifreiðarnar og ekur heim til sín. Og enn meiri er sá munur, að geta verið nætursakir við snjóinn, ef
fleiri dagar eru til umráða. Nú vantar aðeins góða stökkbraut við skálann en hún er væntanleg á næsta ári. Hjer að of-
an er mynd af skíðaskálanum, tekin kl. ti um kvöld á afmæli fjelagsins þann 26. febrúar af Carli Ólafssyni tjósmyndara.
Skíðaskálinn í Hverad’ölum.