Fálkinn - 07.11.1936, Side 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sínii 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—G.
Skrifstofa í Oslo:
A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14.
Blaðið kemui' út hvern laugardug.
Askriftarverð er kr. 1.50 á rnáiuiði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraþankar.
Útlendur fræðimaður, Hákon Sliete-
liglig prófessor frá Bergen var hjer
á ferð nýlega. Hann er fornfræðing-
ur og færasti maður Norðmanna í
rannsóknum á fornmenjum Noregs,
þeim sem eldri eru en söguritun a
Norðurlöndum. Og eins og nærri má
geta kom hann á Þjóðmenjasafnið
hjer, oft og inörgum sinnum.
Ætla mætti, að honum hafi ekki
fundist mikið til um það, sem hann
sá þar, þessum forstöðumanni besta
fprnminjasafnsins í Noregi. Flestir
fslendingar munu giska á það, þvi
að okkur hættir fremur til að líta
niður á þau söfn, sem hjer eru, enda
eru þau flest litil. En þessi útlendi
sjerfræðingur varð forviða. Bæði .i
ýmsum innlendum munum, sem liann
sá á safninu og ekki sist á því, live
afar merkilegt safn kirkjugripa Þjóð-
menjasafnið ætti og safn af allskon-
ar erlendum skartgripum og völund-
arsmíði frá fyrri öldum, og sem
sönnuðu, live mikil viðskifti íslend-
ingar liafa átt við erlendar þjóðir
fyrrum.
En á einu furðaði hann þó mest.
Því hve ljeleg og ótrygg húsakynni
safninu eru ætluð. Hann ljet svo um
mælt, að menn vissu ekki, hvað
safnið væri, úr þvi að þar yrði að
þjappa öllu saman. Hinir einstöku
dýrgripir gætu ómögulega notið sín
fyrir augum skoðandans, vegna þess
að þeim væri raðað saman í sýning-
arpúlt, þar sem engin tök væri á að
láta skýringar fylgja þeim, eða hægt
væri að skoða gripinn eins og skyldi.
„Ef safnið ætti að njóta sín þyrfti
það að minsta kosti tíu sinnum
stærra rúm en það liefir nú“, sagði
hann. „Og ef íslendingar liefðu al-
ment hugmynd um, hvilíkir þeir fjár-
sjóðir eru, sem safnið hefir að
geyma, þá mundu þeir ekki sofa
vært eina einustu nótt, af ótta við,
að eldurinn gæti farið með það for-
görðum. Jafnvel þeir, sem leggja
peningamælikvárðann á alt, mundu
ekki sofa. Því að þarna er sægur af
munum, sem hægt væri að selja,
hvar sem Væri utan landsteinanna,
fyrir jjúsundir og tugi þúsunda
króna“.
En við sofum vel. Þessi dýri fjár-
sjóður gamallar menningar, þeirrar,
sem þjóðin byggir menningarlegan
tilverurjett sinn á, er í voða og van-
hirðu, vegna þess að eigandinn, þjóð-
in sjálf vill ekki hýsa hann. Hann
getur farið forgörðum á einni nóttu.
Er ekki umtalsins vert að afstýra
þvi. Er ekki ástæða til, að menn
fari að rumska og láti ekki staðar
numið fyr en þeir annaðhvort eru
orðnir andvaka eða húsið yfir safnið
komið upp?
TÖFRANDIÚTVARPSRÖDD.
Þessi stúlka heitir Alice Faye og
er fyrir skömmu farin að skemta
Bandaríkjamönnum í útvarpinu.
Heillar liún hlustendur svo mjög, að
útvarpsstöðvarnar keppast um að fá
hana og borga henni of fjár.
Nýstárleg málverkasýning.
Þau hjónin Karen Agnete og
Sveinn Þórarinsson halda um þess-
ar mundir sýningu á fjölda mál-
verka í Good-Templarahúsinu. Sýnir
frúin sex olíumálverk og þrjár
vatnslitamyhdir en Sveinn 33 oliu-
málverk og 18 vatnslitamyndir, svo
að alls eru málverkin (50. Flestar
myndirnar eru landslagsmyndir, en
af slóðum, sem Reykvíkingar hafa
ekki átt kost á að kynnast af mál-
verkum, sem sje bernskustöðvum
Sveins sjálfs, en hann er Þingeying-
ui’ að ætt og þau hjónin búsett
nyrðra. Þarna er fjöldi mynda frá
Jökulsá og fossunum i henni, æfin-
lýralegar myndir af liinni tryltu nátt-
úru og viltum fossum, t. d. Víga-
bjargafossi, Hafragilsfossi, flúðum í
Öxnadalsá, bergmyndunum við
Hljóðakletta, þar sem sjer ofan í
gljúfur Jökulsár, úr Kelduhverfi eru
ýmsar fallegar myndir og Ásbyrgi
og nágrenni þess er þarna á ýmsum
myndum. Er sjerkennilegur blær yf-
ir myndum þessum öllum. Athygli
munu vekja hinar stóru myndir
Sveins „Við slátt og rakstur“, sem
er stærsta myndin á sýningunni.
„Kvöld á engjum“ prýðilega falleg
mynd með töfrandi litblæ og „Á
engjum“. En Sveinn kann líka tökin
á fallegum mannamyndum, eins og
hin stóra mynd hans af Benedikt
ÁGENGNI JAPANA.
Meðfram Pei-Ning járnbrautinni i
Kína eru nú sett upp japönsk nöfn
á stöðvunum jafnframt þeim kín-
versku. Hjer sjest maður vera að
mála japanska heitið á stöðinni Shan
Hai Kwan.
frá Auðnum ber vott um, og önnur
mynd er þarna einnig gullfalleg, af
Vilhjálmi í Hliðskjálf. Þá er og mynd
þarna af Guðmundi á Sandi. Haust-
litamyndir hans eru einnig sjerstak-
lega fallegar og lýsa mikilli kunnáttu
og sjálfstæði listamannsins.
Myndir frúarinnar eru miklu
færri, en hún Velur sjer yfirleitt önn-
ur viðfangsefni. Stærsta mynd henn-
ar heitir „í baðstofunni", stór oliu-
mynd, sem sýnir fólk í baðstofu við
vinnu sína. Þá eru á sýningunni
þrjár mannamyndir, með oliulitum,
atlar einstaklega vet gerðar, ein lands
lagsmynd frá Danmörku og önnúr
frá Ásbyrgi, allar með óliulitum, og
þrjár litlar vatnslitamyndir.
Það' eru ný landsvæði sem opnast
á þessari sýningu þeirra hjóna. Og
bæði eru þau svo valinkunn sem
listamenn, að fólk sem vill fylgjast
með öllu því nýju í málverkalist,
sem gildi hefir, ætti ekki að gleyma
að koma á sýninguna. Hún verður
opin til 10. þ. m. — Iljer að ofan er
ljósmynd af einu málverki Sveins;
Dettifossi.
Þann 5. þ. m. áttn giillbrúdkauj hjónin Maria ísaksdóttir og
Þórður Úlafsson fijrv. prófastur að Söndum í Dýrafirði, nú
til he'imilis á Framnesveg 10.
Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Ketill Gíslason, fyrrum búandi í
Vnnarholtskoti í Árnessýslu, nú til heimilis Laugavegi 130 hjer
í btv, eiga 50 ára hjúskaparafmæli mánudaginn 9. nóvember
næstkomandi.