Fálkinn - 07.11.1936, Side 7
F Á L K I N N
7
Karlmaður. Hann lá þarna hreyf-
ingarlaus. ÞaS var dr. Sandor.
Jeg gat hvorki hreyft legg nje lið.
Var hann dauður? Hann lá þarna
með hendurnar niður með mjöðmun-
unum og boginn í hnjánum. 1 sam-
kvæmisfötum. Bjarmann frá hvíta
lampanum lagði beint á andlitið á
honum. Þykku ljótu varirnar voru
kreistar saman en augun galopin. Og
jafn ógeðsleg og endranær. Jeg gat
ekki liugsað, alt var á ringulreið.
Hvað liafði skeð?
Hafði liann verið myrtur?
Loks heygði jeg mig og hristi hand-
legginn á honum. Hann hreyfði sig
ekki. Andlitið var stirðnað og ógn-
andi. Jeg vissi ekki, hvernig átti að
sannreyna það, — en dauður hlaut
hann að vera.
í íbúðinni minni. Og læstur inni i
skáp.!
Jeg leit kringum mig yfirkomin
af viðhjóði, eins og jeg byggist við
að finna fleiri lík, horfði á glugg-
ann, reyndi að sjá gegnum myrkrið
úli, svo horfði jeg meðfram veggj-
uiium. Svipurinn á Riclielieau var
eins og hann vildi segja: Nú kemur
næst að þjer! Maria Stuart kipraði
saman varirnar, eins og hún vissi
eitthvað, litla maramarastyttan vat-
ísköld og dauð. Og það glampaði á
plötuna á skrifborðinu.
Hver hafði drepið hann? Var
morðinginn kanske hjérna ennþá?
Jeg þorði ekki að hugsa þá hugsun
til enda. Hvað átti jeg að gera?
Þarna! eitt augnablik stóð lijartað
i ntjer kyrt. Það var 'gamla klukkan
sem sló hálftólf. Jeg varð að hringja
lil lögreglunnar. Það var maður van-
ur að gera við svona tækifæri. Svo
kæmi hún með lækni. Kanske var
maðuiinn ekki dauður ennþá.
Alt í einu varð mjer ljóst, að jeg
hafði farið afturábak út úr stofunni.
Jeg þorði ekki að rannsaka, livorl
nokkur hefði falið sig þar inni, og
varð feginn, þegar hurðin lokaðist
eftir mjer. Síminn var í ganginum.
Jeg fjekk samband undir eins. Lög-
reglan kæmi eftir tíu mínútur.
Fyrst þegar jeg hafði hringt varð
injer Ijóst að aðstaða mín var ekki
góð. í fyrsta lagi var jeg vegabrjefs-
laus flóttamaður, í öð'ru lagi var það
einmitt dr. Sandor, sem hafði verið
myrtur. Jæja, það færi einhvern-
veginn. Bara að jeg gæti skilið eitt-
Iivað í þessu. í svefnherberginu fann
jeg skammbyssu vinar míns, jeg opn-
aði varlega dyrnar inn í stofuna, úti
á götunni gekk fólk hjá, jeg heyrði
raddirnar. Stofan var jafn dauð og
áður, jeg læddist varlega inn, forð-
aðist að líta á líkið.
Það var orðið kalt í stofunni. Jeg
ýtti við messingplötunni á reykborð-
inu, er jeg hristi öskuna af sígarett-
unni. Það glamraði i henni og jeg
hrökk við. Jeg var víst liræddur.
jeg varð að viðurkenna það sjálfur.
Það var fyrir sig með liættur, sem
maður vissi um, en hjer vissi maður
ekki neitt. Og jeg var of þreyttur
til að hugsa.
Jeð Jirökk við. Var lögreglan kom-
in. Þetta var hurðarskellur. Jeg hlust-
aði en ekkert heyrðist. Aðeins klukk-
an sem sagði tikk-takk. Jeg sat og
starði á dr. Sandor.
Hann hafði breytt stöðu! Nú lá
liann alveg á bakið, rauða lampa-
ljósið skein á Iivíta skyrtuna hans.
Og vinstra meginn stóð hnífur á
kafi í bringunni á honum. Hnifurinn
minnl Hann var kominn þarna með-
an jeg símaði. Morðinginn hlaut að
vera lijer enn.
Jeg starði kringum mig einu sinni
enn. Hönd mín með skammbyss-
unni skalf. Mig langaði til að líta
á skrifborðið en þorði það ekki. Ef
jeg liti þannig undan væri jeg alveg
varnarlaus. Annars gat enginn verið
þarna. Það lilaut að hafa verið morð-
inginn sem fór, þegar jeg heyrði
luirðarskellinn.
En jeg slepti ekki skammbyssunni.
I>að sem jeg hafði liðið síðasta árið
hafði gerskemt í mjer taugarnar. Það
marraði í gólfinu, svo að það var
raun að hreyfa sig. Regndropar
runnu niður rúðuna.
Verst var að jeg botnaði ekki í
neinu.
Þarna lá dr. Sandor með hnífinn
minn í lijartanu.
Nú kæmi lögreglan bráðum. Jeg
settist aftur í öngum minum. Þurkaði
mjer um ennið. Það var vott af
svita. Hvað ætti jeg að segja lög-
reglunni? Jeg myndi verða grunaður
um morðið.
I>að mundi reynast ljett að finna
átyllu fyrir því. Ætti jeg að vera
hreinskilinn yrði jeg að viðurkenna
að morðið liefði verið mitt einasta
úrræði. Dr. Sandor var umboðsmaður
fyrir þá liergagnaverksmiðju hjer í
landi, sem endilega vildi kaupa upp-
götvunina, en jeg vildi bara ekki
selja liana til slikra þarfa. En dr.
Sándor hefði haft tök á að þvinga
mig. Jeg þekti sambönd lians hjá
stjórninni. Hann hafði sjálfur Jjent
injer á þau. Eitt orð frá lionum
liefði nægt til þess að láta framselja
mig og flytja mig heim til ættjarð-
aririnar og þar vissi jeg hvað beið
mín.
Jeg yrði sakaður um morðið. Og
hvað liafði jeg til varnar? Ekkert.
Jeg gæti sagt sögu, sem enginn
myndi trúa. Að jeg liefði fundið
hann myrtan í skáp og svo fleira.
hvað öðru ósennilegra. Jeg kveikti
í sígarettu. Tók mjer teyg og fleygði
lienni. Hún brendi liægt og liægt gat
á diikinn. Jeg ljet hana gera það.
Grannur reykjarstrókur steig upp.
I>etta var mjög dýr dúkur.
Bara að jeg liefði skilið þessa at-
burði, sem jeg hafði komist í.
Hvernig hafði dr. Sandor konrisl
inn í íbúðina. Hvernig hafði morð-
inginn komist inn. Hver var morð-
inginn? og hversvegna hittust þeir
lijerna?
Jeg leit á klukkuna. Lögreglan
kæmi eftir þrjár mínútur. Og
FJanna, livað mundi Iriin segja? Mjer
gekk afar erfiðlega að hugsa, jeg
reyridi að velta þessu fyrir mjer
fram og aftur, jeg varð að ráða gái-
una, lnigsa mjer ýmsa möguleika og
liafna þeim, jeg flutti til öskubakk-
ana þrjá, svo að þeir myndfaðuj jafn-
hliða þrihyrning, ljet þá svo mynda
livassan þríhyrning, ýtti þeim saman,
slóð upp og dikaði um gólfið, stóð
kyr og glápti á mynd af flónslegum
faraó, settist aftur — —
Jeg gat aðeins fundið1 þá einu skýr-
ingu, að morðinginn hafði ekki að
eins ætlað að ná sjer niðri á dr.
Sandor heldur líka á mjer. Láta
dæma mig fyrir morðið. Dr. Sandor
hafði verið tældur hingað og morð-
inginn liafði biðið eftir honum. En
hvernig gat hann vitað, að jeg var
úti? Því allar líkur voru til að jeg
væri heima einmittt á þeim tíma. En
hvað sem þessu leið þá gat morð-
inginn aðeins komið úr einni átt:
frá nýju stjórninni heima í ættlandi
mínu. Þá var tilgangurinn skiljan-
legur: Jeg var landráðamaður, sem
þurfti að refsa, og dr. Sandor var
hættulegur stjórnmálalegur andstæð-
ingur.
Mjer kom ægileg hugsun í hug,
það lá við að jeg dytti um líkið,
þar sem skyrtubrjóstið sást enn, án
nokkurs blóðdropa. Jeg opnaði skeft-
ið á hnífnum. Það var tómt.
Tólf ára slrit til einskis. Verra en
einskis. Jeg var fórn morðfýsnar
og spellvirkja. Hvað átti jeg nú ti)
að berjast fyrir? Yrði jeg lijer leng-
ur mundi jeg verða dæmdur sem
morðingi. Jeg ákvað að flýja. Heldur
vildi jeg lifa sem umrenningur i fjar-
lægu landi. Jeg athugaði, hve mikið
jeg liefði af peningum. Það var held-
ur smátt.
Lögreglan kæmi á hverri stundu
Jeg fór út„ lokaði útihurðinni var-
lega á eftir mjer og fálmaði fyrir
mjer niður dimman stigann. Vertu
sæl, Hanna.
Það var úðaregn. Votan og hress-
andi kaldann lagði á móti mjer. Fyr-
ir framan inig var koldimm gatan.
aðeins kirsuberjatrjen iðuðu eins og
lýsandi eyjar í myrkrinu. Á stölui
stað i fjarska sáust ljós í glugga.
Jeg bretti upp jakkakragann og
flýtti injer áfram. Jeg mintist fyrra
skiftisins, sem jeg flúði, fyrir sex
vikum. Þá var örvænting inin samt
ekki eins mikil og nú. Mundi jeg
nokkurntíma fá ráðningu á þessari
gátu, sem jeg var að flýja frá?
Jeg staðnæmdist í svip á gatnamót-
um, gat ekki enn áttað mig á, livar
jeg var. Þarna ók bifreið upp göt-
una sem jeg hafði gengið, — máske
var það lögreglan.
Hver gat vitað að jeg geymdi teikn-
inguna í hnífnum. Að því er jeg besl
mundi hafði jeg ekki sýnt hann
neinum nema Hönnu. Hanna, hv;.ð
mundi hún hugsa? Að þetta skyldi
koma einmitt nú, þegar líf mitt var
að eignast tilgang í fyrsta sinn.
Jeg var kominn inn á upplýstu
strætin í miðbænum. Tiott að hann
rigndi svo að jeg hafði ástæðu til
að bretta upp kragann og þrýsta
hattinum niður á ennið.
Jeg gekk eins og i svefni. Þetta
hafði komið svo óvænt og óskiljan-
lega að það lamaði mig. Jeg vissi
það eitt að jeg varð að flýja. Jeg
gekk og gekk. Sveigði inn i nýjar göt-
ur, vjek úr vegi fyrir fólki sem jeg
hitti. Þetta voru þá lokin. Fyrir
klukkutíma var jeg sælasti maður í
heimi, en nú var jeg eftirlýstur
morðingi.
Jeg mintist þess, að dr. Sandor
hafði gengið fram hjá mjer þegar jeg
var á heimleiðinni i kvóld. Þá liafði
hann verið á leiðinni heim til mín.
Hefði hann ekki gengið svona fljótí
þó hefði hann þekt mig og ekkert
hefði skeð. Og þó — fyr eða síðar
hefðu þeir náð sjer niðri á mjer,
jeg hafði vanmetið hina hræðilegu
andstæðinga mína.
Göturnar voru enn fullar af fólki.
Regnið sló niður regnhlífunum. Úr
pollunum á götunni endurvarpaðisl
grænt, rautt, gult og blátt geislaflóð
ljósauglýsinganna. Þarna kom ungur
rithöfundur sem jeg þekti. Jeg leit
til hinnar hliðarinnar. Þetta var ætt-
ingi Hönnu. Jeg varð að hugsa til
hennar. Nei, jeg mátti ekki hugsa til
hennar.
Klukkan var fimm mínútur yfir
tólf. Eftir tiu mínúfur færi nætur-
lestin. Jeg varð að greikka sporið.
Hugsaði til Hönnu. Reyndi að
muna andlitið á henni eins og það
var þegar við skildum í kvöld. Ó.
já, það var þegar jeg sýndi henni
dr. Sandor. Jeg mundi glottið á vör-
um hennar þegar liún sagði-----------
Alt í einu stóð skýr mynd fyrir
mjer. Atvik í fordyri leikhússins.
Jeg hafði eiginlega ekki tekið eftir
])ví, en nú mundi jeg það greinilega.
Þegar Hanna liafði gengið að spegl-
inum til þess að setja á sig hattír.n
liafði hún orðið að troða sjer fram-
hjá dr. Sandor, og mjer sýndist þáu
skiftast á nokkrum orðum.
Hanna og dr. Sandor. Bulll
En samt var eins og járngreip
kreysti innyflin í mjer.
Vindurinn og rigningin höfðu
hvorttveggja aukist þegar jeg beygði
inn á járnbrautartorgið. Jeg varð
að halla mjer á móti slagveðrinu.
Bara að jeg'kæmi i tæka tíð!
Straumur af liugsunum mæddi á
mjer, á móti vilja mínum.
Hanna hafði lykil að ibúðinni
minni.
Hanna ein vissi, að jeg ætlaði að
sitja á kaffihúsi um stund.
Hanna ein vissi hvar teikningin
var geymd.
Og samt — mikil fásinna að láta
sjer detta i hug, að Hanna — Hanna!
Jeg keypti mjer farseðilinn. Jeg
átti samt sem áður að fá að vita
hvernig í þessu lá, óður en jeg færi.
Jeg gekk hægt niður þrepin að
brautarstjettinni. Eftir tvær mínút-
ur færi lestin.
Tíu skrefum fyrir framan mig
gekk stúlka í gulri regnkápu. Það var
Hanna. Jeg gleymdi þegár öllu því
sem jeg hafði verið að hugsa. um og
herti á mjer til þess að ná í hana.
Jeg átti þá að fá að kveðja hana áður
en jeg færi. Kveðja liana í liinsta
sinn.
Mjer datt nokkuð fáránlegt í liug.
Kanske hún vildi koma með mjer?
Hanna leit á stöðvarklukkuna og
greikkaði sporið. Meðfram vagnalest-
inni. Hvað var hún eiginlega þarna
að vilja.
Gat legið svona í þessu?
Með þessari lest var liægt að koni-
ast heim til ættjarðar minnar. Það
var aðeins skift um lest á fjarlægri
stöð.
Var þetta þá satt? Jeg mundi
hvernig við höfðum liitst, livort öðru
gjörókunnug. Það var eins og henni
væri um að gera að kynnast mjer.
Og „Egypt“-sígaretturnar. Hún vissi
hvar jeg geymdi þær!
Og kventaskan á skrifborðinu!
Hanna staðnæmdist við póstvagn-
inn og tók upp brjef. Jeg læddist
varlega að baki henni. Þegar liún
ætlaði að stinga brjefinu í rifuna
Ias jeg:
Tii fiugmálaráðuneytisins.
.4 síðasta augnabliki hrifsaði jeg
brjefið. Hún náfölnaði er liún sá
mig. Svo sem sekúndu stóðum við
titrandi og horfðumst i augu. Lestin
var byrjuð að hreyfast. Alt i einu
sneri Hanna undan og lioppaði upp
í vagninn.
Ljósið á aftasta vagninum hvarf i
myrkrinu. Jeg liorfði á brjefið. Það
var sönnunargagn til þess að fá mig
sýknaðan af morðinu. Ef jeg færi
til lögreglunnar undir eins mundi
Hanna verða tekin föst á landamær-
unum.
Jeg gekk hægt inn eftir stjettinni.
En jeg ákvað að láta það bíða
nokkra klukkutíma að fara til lög-
reglunnar.
CHARLES BOYER
liinn alkunni franski leikandi, sem
margir íslendingar þekkja úr kvik
myndum hefir starfað í Bandarikj-
unum síðastliðið sumar en er nú
fyrir nokkru kominn til París. Hjer
sjest hann þar á járnbrautarstöðinni
að vera að tala í útvarp, en kvik-
myndatökumenn þyrpast að lionum,
til að taka myndir af honum „ó-
keypis".