Fálkinn - 07.11.1936, Blaðsíða 8
8
F Á L K I N N
Pardusdýrið er eitt útbreiddasta
dýrið af kattarættinni og lifir um
nálega alla Afríku og allan suðaust-
urjaðar Asíu. Þó að það lifi mest-
megnis á stórum spendýrum ræðst
það ekki nema sjaldan á konur og
börn og nær aldrei á fullorðna karl-
menn. ()g það er fremur auðvelt að
temja það. Myndin til hægri sýnir
bvernig dýratemjari einn hefir gert
pardusdýrin elsk að sjer. Maður
skyldi halda, að það væru kettir, sem
hann er að leika sjer við.
Hvarvetna á dýrasýningum þykir
fólki gaman að því að skoða smá-
grísina. Þannig vöktu þessi systkini,
sem sjást á myndinni hjer að neðan
óskifta athygli á sýningu einni ný-
lega.
Þessir tveir litlu hestar á myndinni
hjer að ofan þóttu fríðustu gripirnir
á hrossasýningu sem haldin var í
Bristol í haust. Takið eftir hve líkir
þeir eru íslenskum hestum i sköpu-
lagi, bæði á hausinn, bringuna og
makkann, og hve þeir bera líkt fæt-
urna. Þeir eru af smáhestakyni frá
Norður-Skottlandi.
Myndin til vinstri er af heræfingum,
sem nýlega fóru fram við Englands-
strendur. Hermennirnir eru látnir
vuða í land úr bátunum, en twer
þeirra verður að hafa reiðhjólið sitt
með sjer!