Fálkinn - 07.11.1936, Page 9
FÁLKINN
9
Hvergi í heiminum hafa vjelarnar verið teknar í þjónustu land-
búnaðarins eins og í liandaríkjum Ameriku. Þar má heita að
mqnnshöndin snerti ekki á uppskerunni frá þvi á akrinum og
pangað til hún er komin í hlöðu. Myndin sýnir nýtísku þreski-
vjet. er hellir úr sjer hreinsuðu korninu, líkt og sanddæla dælir
sandi í hafnaruppfyllingar.
Fimleikaflokkar Þjóðverja vöktu mikla athygli á Olympsleik-
unum síðastliðið sumar og unnu mörg einstaklingsafrek en hitt
þótti ekki siður um vert, hve vel þeir voru samæfðir og hve
fallegt vaxtarlag þeir höfðu. Hjer á myndinni sjest hópur þýskra
fimleikamanna er sýndi sig á leikunum.
Kúreki einn frá Texas kom í haust til New York á klárnum sín-
um en lenti í vandræðum með að koma honum fyrir. Loks fjeklc
hann að hafa hestinn uppi á þaki á gistihúsinu, sem hann var í
um nóttina.
Hjer á myndinni sjást nokkrir spánskir hermenh úr stjórnar-
hernum. Þeir hafa lent í skærum við andstæðinga og unnið sigur
eru nú að láta í Ijós yleði sína yfir sigrinum.