Fálkinn - 02.01.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
Úr lsta þætti.
yiKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
fíitstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Vskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura miltimeler.
Herbertsprent prentaði.
Skraddaraþankar.
Við hver áramót mætist í hugum
manna fortíð og framtíð, fortíðin
með sínum minningum, ljúfum og
sárum, og framtíðin, liin óráðna
gáta, með sínum vonum og þrám.
Hugurinn reynir að átta sig, gera
sjer g'rein fyrir því, hvað rikast
verður í vitundinni, og oft fer þá
eins og skáldið segir:
En nxig kalla tvennar tíðir,
og togar hvor, sem má..
Ljúfsárt tekur hið liðna;
líður þin fram með grun
um óþekktar úthafsstrendur
og ókenndra fossa dun.
Þó að ininningin um liðna árið veki
rnörgum sárar kenndir, þeimi er beð-
ið hafa skiphrot sinna fegurstu vona,
og þeir e(ru enn sem fyr margir
nú um þessi áramót, þá er það
drengilegt að herða huginn og
vænta sér góðs af komanda ári.
Þjóð vor og einstaklingar þurfa að
ástunda bjartsýni, trú % guð sinn,
l;nd sitt og sjálfa sig:
Sú þjóð, sem i gæfu og gengi vill húa,
á guð llljnin og land sitt skal trúa.
Aldrei lröfiun vér íslendingar haft
meiri þörf fyrir trú en einmitt nú.
Trú, sem gerir mennina meiri og
betri, vekur þeim traust og djörf-
ung, leiðir lil vaxtar og þroska. Ótal
öfl hafa staðið að verki til þess að
draga úr trú og bjartsýni þjóðarinn-
ar á síðustu tímum, fjárkreppa, at-
vinnubrestur, ójxjóðlegar stefnur, svo
að eitlhvað sé nefnt. Alt þetta getur
orðið hreinsunareldur þjóðinni ef
hún tekur jxví á rjettan hátt, tekur
því eins og þroskuð og sjálfstæð
þjóð. Tekur hinum ytri erfiðleikum
með meira starfi og meiri fórnar-
lund, en lætur hið óþjóðlega verða
til þess að benda sjer á ennþá meiri
þjóðleg verðmæti og þjóðlegar
dygðir. Látum liið nýbyrjaða ár
verða gott ár i sögu þjóðar vorrar.
Græðum saman mein við mein,
metumst ei við grannann,
fellum saman stein við stein,
styðjum hverir annan.
Að svo mæltu óskar Fálkinn öllum
lesendum sínum fjær og nær árs og
friðar.
Leikfjelag Reykjavíkur:
Hvenlæhnirinn.
Gamanleikur i 3 þáttum eftir
P. G. WODEHOUSE.
Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE.
Jólasýning Leikfjelags Reykjavík-
ur var að þessu sinni af ljettari teg-
undinni, meinfyndinn gamanleikur
eftir „fyndnasta mann Englands“
P. G. Wodehouse. Unnendum ljettra
Ragnar Kvaran og
Sigríður Helgadótlir.
gleðileikja gefst hjer kærkomið til-
efni til að skemta sjer í skammdegis-
myrkrinu, en þeim sem fitja upp á
trýnið að öllu „ljettmeti", sem þeir
kalla svo, verður ekki betra ráð gef-
ið en halda sig sem lengst frá Iðnó
þessa dagana
Engum kemur á óvart, að gaman-
leikur saminn eftir sögu eftir Wode-
house sje skemtilegur. Hjer á landi
fer þeim dagfjölgandi, sem sækjast
eftir að lesa skáldsögur hans og
smásögur, sem iðulega birtast í ensk-
mn tímaritum, svo sem „The Strand
Magazine", og viðkynningin við per-
sónur eins og hinn óviðjafnanlega
Psmidt og Arcibald hinn heimska er
öllum til ánægjuauka. í leikritinu
„Kvenlæknirinn“ bregður fyrir slík-
um persónum og í meðferð Indriða
Waage hefir ein þeirra a. m. k.
„kristaliserast“ á mjög skemtilegan
hátt, hefir þessum leikara varla tek-
fírynjólfur Jóhannesson og
Þóra fíorg.
isl betur meðferð á hlutverki nú um
langa liríð. Drgnjólfur Jóhannesson
og Þóra Borg fara og mjög laglega
með það sém þeim er í hendur falið,
en af nýliða Leikfjelagsins, Sigríði
Iielgadótlur, sem leikur sjálfan
kvenlækninn verður varla kraf-
ist þeirrar þjálfunar, sem birtist í
leik hinna, hinsvegar verður að
benda á, að sú ráðstöfun, að fela
nýliða jafn vandasamt hlutverk og á-
berandi, verður að teljast í meira
lagi vafasöm, þar sem kostur var á
hæfari leikkonu til að leika hlutverk-
ið. Leik hinnar ungu stúlku var
i flestu ábólavant livað málfæri og
hreyfingar snerti, en það kann að
hafa lamað getur hennar nokkuð, að
mótleikarinn, fíagnar Kvaran, var of
roskinn fyrir sitt hlutverk og snögg-
ar, ósjálfráðar hreyfingar persónunn-
ar tilorðnar „par force“ en ekki
sprottnar upp í persónunni sjálfri.
Hjer hefði Brynj. Jóhannesson verið
hlutgengari og er þó langt frá sagt,
að leik Kvarans hafi i öllu verið
ábótavarif, jafn leikvönum manni.
Aðrar persónur koma ekki við sögu.
Leikurinn er vel þýddur, liver sem
það hefir gert, um það er ekki getið
í leikendaskránni, og er vöntun. Að
öllu samanlögðu hafa menn náægju
af að sjá leikinn og þá alveg sjerstak-
lega hinni ógleymanlegu „fígúru“,
sem Indriða Waage hefir tekist að
, framleiða" hárrjett eftir forskrift
liinna óviðjafnanlegu smásagna P. G.
Wodehouse‘s. c. g.
Frá Helga Árnadóttir, Árbliki
Seyðisfirði, verður 65 ára þ.
6. ,þ. m.
Guðrún Kr. Jónsdóttir, Ásvalla-
götu 75, varð 75 ára 26. des. s. I.
í dýragarðinum í London er björn,
sem var keyptur þangað sem ungur.
Var reynt að setja hann til annara
bjarndýra á sama reki, til þess að
honum skyldi ekki leiðast, en hann
tók þvi illa og öskraði í sífellu þang-
að til hann var kominn í einkabúr
aftur. Var hann svo látinn vera einn
framvegis og dafnaði vel. Nú ný-
lega var reynt að setja hann til
hinna bjarndýranna en það hepnað-
ist illa. Hann varð hamslaus og linti
ekki látum fyr en hann var kominn
i búrið silt aftur. Hann vill um fram
»lt vera einn. Og þessvegna hefir
hann nú verið skírður Garbo.
Indriði Waage og Þóra fíorg.