Fálkinn - 02.01.1937, Blaðsíða 5
F Á L K i N N
5
Hlíðarendi í Fljótshlíð.
Merkjárfoss'. Uppi með Merkjá, inni
á hciðum, segir sagan að fíjarni
Tlwrarensen hafi villst þegar hann
var barn.
Belgiska stjórnin hefir lagt fyrir
jjingiö frumvarp um almenna náö-
un sakamanna, er dæmdir hafa ver-
iö til refsingar fyrir politiskar sakir.
Meðal þeirra eru ýmsir, sem uppruna-
lega voru dæmdir til dauða fýrir
landráð en fengu dómi sínum síðar
breytt i æfilangt fangelsi. Meðal
þeirra er Borms sá, sem heitti sjer
fyrir aðskilnaði Flandérns frá Belgíu
og ýmsir, sem á stríðsárunum fengu
dauðadóm fyrir að hjálpa Þjóðverj-
um, er jieir höfðu tekið mestan hluta
Belgí.u herskildi.
Mgndin tekin þegar höllin stóð i Ijósum logiim, og má hjer sjá bál
eitl hið óskaplegasta.
Þeyar Kristalhðllin I London brann.
Framhlið hallarinnar.
Mary Pickford, sem mörgum mun
koma á óvart að sje ekki nema 43
ára — svo langt er síðan hún varð
heimsfræg leikkona, hefir nú trú-
lofast hljómsveitastjóranum Charles
Bogers, sem venjulega er kallaður
.,Buddy“ og er aðeins 32 ára. Það
eru finun ár síðan Mary skildi við
Douglas Fairbanks.
hann tók því. Bestu vinir hans
syðra munu liafa verið þeir
Oddur Hjaltalín, Þorgrímur
Tómasson og Hallgrímur Scliev-
ing. -Það er ekkert oflof, þar
sem Bjarni sagði tun sjálfan sig:
Ungur þótli eg með söng
gndi vekja’ i sveina giaumi.
því að hann var söngmaður
liinn hesti, eins og ýmsir föður-
frændur lians. ..“ Bjarni var
smiður ágætur; smíðaði einkum
og gróf signet, sem hann gaf
ættmönnum sínum“.
Þessi lýsing Einars H. Kvar-
an gefu'r nokkur deili á mann-
inum, sem orkti „Eldgamla ísa-
fold“. Hefðarmanninum á „jök-
ultindinum", þar sem ekki er
„liolt að hafa ból“. Listamann-
inum, sem jafnan sat í virðing-
armestu embættum landsins en
orkti samt svo dýrmæt ljóð, að
þau lifa í fullu gildi enn í dag.
Hjer verður þvi miður ekki
rum til, að lýsa skáldskap
Bjarna Thorarensen. En að lok-
um verður að minnast á aðra
hlið þessa stórmerka manns,
þátt í eðli hans sem lýsir vel
hve langt hann var á undan
sinum tíma. Það eru afskifti
hann af fjallvegamálunum. Ó-
ljygðabrautryðjandinn er ekki
almenningi eins kunnur og amt-
maðurinn og skáldið. Hjer er
vitnað i grein, sem birtist í Ár-
Ijók ferðafjelagsins 1931. Þar er
þessi tilvitnun úr „Klaustur-
póstinum“ frá 1823:
„Loks lýsir Klausturpóstur
þessi að bón Sýslumannanna
Hra Jóns Espolín og Blöndal,
þeirri opinherri þökk til Ilra
Assisor B. Tliorarensen vegna
sýslubúa þeirra, sem ferðast
kunna um Iíaldadalsveg, fyrir
góða vegabót, er hann á eiginn
kostnað hefir látið gjöra með
ruðning á þessa dals óvegs parti
Skúlaskeiði nefndum“.
Drengurinn, sem varð „berg-
numinn" í æsku ljet ryðja fyrsta
kaflann, sem ruddur liefir ver-
ið á íslenskum fjallaleiðum. Og
árið 1831 stofnar hann „Fjall-
vegafjelag íslands“ ásamt nokkr
um vinum sínum. Þetta fjelag
bygði vörður á Holtavörðuheiði
og gerði sæluhús í Forna-
hvammi, ruddi Þorvaldsháls og
veg frá Surtshelli að Hólma-
kvísl. Einnig á Grímstungna-
lieiði og fyrir Ok. Gerði út
menn til þess að finna nýjar
leiðir um óbygðir milli lands-
fjórðunga. En þegar frá leið
rjenaði áhugi almennings fyrir
þessu nýmæli og fjelagið logn-
aðist útaf, vegna fjárskorts.
Fræðafjelagið í Kaupmanna-
liöfn hefir nýlega minst Bjarna
Thorarensen veglega, með hinni
ágætu útgáfu af ljóðum hans,
sem dr. Jón Helgason prófessor
hefir sjeð um. En þjóðin sjálf
á eftir að þakka honum fyrir
þjóðsönginn og öll fögru ljóð-
in sem hann gaf. Væri ekki vert
að athuga hvort þjóðin vill nú
á afmælinu sameinast um, að
koma upp líkneski Bjarna Thor-
arensen, veglegu svo að honum
sómi. Það ætti að standa fall-
gert rjettum hundrað árum eft-
ir dauða hans, 24 ágúst 1941!
Þegar Kristalshöllin i London
brann til kal,dra kola aðfaranólt
hins 30. nóvember, varð eitt-
hvert hið stærsta hál, sem kom-
ið liefir fyrir í heimshorginni,
og mega þó Lundúnabúar marg-
an stórhrunann niuna.
Kristalshöllin var uppruna-
lega reist eftir teikningu Sir
Josep Baxtons árið 1851 og þá
í Hyde Park. Þar fór fram al-
heimssýning nokkru siðar og
sóttu liana um (5 miljónir
manna. Að sýningunni lokinni
var tilætlunin að glerhöllin yrði
rifinn, en nokkrir mætir borg-
arar stofnuðu með sjer í'jelag
í þeim tilgangi að koma því til
vegar að höllin fengi að standa.
Það var þó eigi komandi riærri
því að bæjarstjórnin í London
vildi leyfa að liöllin stæði á-
fram í Hyde Park. Fjelagið
keypti höllina til niðurrifs, en
ljet endurreisa liana á öðrum
stað í útjaðri lieimsborgarinn-
ar, á Syhdenhamhæðinni og
þar varð liið mikla hál, sem
eyddi henni og nokkrum fleiri
byggingum þar á staðnum. —
Allir Lundúnabúar voru
stoltir mjög al' þessari merki-
legu byggipgu, sem var ein-
göngu úr járni og gleri gerð. Og
sá þótti ekki hafa „sjeð“ Lond-
on, sem ekki liafði verið í gler-
höllinni. Þar voru oft lialdnar
sýningar, hljómleikar og alls-
konar samkomur, því höllin
rúmaði óhemju af fólki. Eftir
heimsstvrjöldina, eða árið 1920
var hersafni Breta komið fyrir
í liöllinni og mátti þar sjá ýiris
hergögn, bæði ný og gömul.
Þetta safn brann auðvitað all
lil kaldra kola og er skaðinn al-
veg ómetanlegur líka að því
leyti.
Nú er lalað um að reisa nýja
glerhöll á sama stað. Ekki er
þó að vita hvort úr því verður,
eða þá hvaða lag kann að verða
a hinni nýju höll. En hún getur
aldrei orðið það sama og fvrri
liöllin fyrir Lundúnabúann eða
Bretann vfirleitt. Því gamla höll
in var einkennilegasta bygging
heimsborgarinnar.