Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 2
GAMLA BÍÓ
NÝJA BÍÓ.
SNYRTISTOFA
LAUFEYJAR BJARNADÓTTUR
Austurstræli 20. — Opið frá 10—12 ob 3—7
(Hressingarskálanum uppi. (Pantanir í síma
4344 frá 12—1).
var opnuð síðastliðinn fimtudag
Nýjustu áhöld og aðferðir til viðhalds hörund-
inu. Andlitsböð, — öll andlitssnyrting og hand-
snyrting (Manicure).
Top Hat.
Mest umtalaða dansmynd síð-
asta árs og ein með þeim íburð-
armestu sem sýnd hefir verið.
ASalhlutverk:
FRED ASTAIRE og
GINGER ROGERS.
Sýnd þessa dagana.
í rauninni er óþarfi að segja ann-
að um þessa mynd en það, að hún er
leikin af Fred Astaire og Ginger
Rogers, því þá vita áhorfendur livað
klukkan slær. Þó er rjett að drepa
örlítið á lielstu atriði leiksins.
Ilorace Hardwick er Ameríkumað-
ur, sena er í London að kioma upp
revýuleik. Hann mælir sjer mót á
klúbb einum við vin sinn Jerrg Tra-
uers, frségan steppdansara, sem á
að dansa í leiknum, fer síðan með
liann á gistihúsið með sjer og vill
að hann setjist þar að, því að heimilis-
ástæðurnar eru þannig hjá Harwick,
að hann er orðinn ósáttur við hinn
óviðjafnanlega þjón sinn, fíates, sem
er svo virðulegur, að hann segir alt-
af ,,vjer“ þegar hann talar um sjálf-
an sig.
Madge, kona Hardwicks, dvelur í
ítalíu, en hefir símað manni sínum,
að hann verði fyrir hvern mun að
koma þangað fljúgandi um einhvérjá
helgi, með Jerry vin sinn, sem hún
vill fyrir hvern mun koma saman
við stúlku, Dale Dremont, sem ann-
ars (lvelur, sem stendur, á sama
gistihúsi og þeir fjelagar. Hcfir frú
Hardwick beðið mann sinn, að' sýna
þessari vinkonu sinni einhverja nær-
gætni.
Þegar þeir kunningjarnir eru
komnir upp i gistihúsherbergið, fer
Jerry þegar að „steppa“, svo konan,
sem býr í herberginu fyrié neðan þá,
liringir i gistihússtjórann og kvartar.
Þegar það ekki stoðar, fer hún upp
og hittir sökudólginn Jerry, sem
verður þegar bálskotinn. Enda þótt
Dale sje reið, er framkoma Jerrys
þannig, að hún er ekki laus við að
vera „snortin“.
Næsta dag reynir Jerry að efla
kunningsskapinn, með því að klæða
sig sem leiguvagnstjóra og aka þann-
ig út með Dale. Þá lendir Dale i
þrumuveðri í garði einum, og ekki
líður á löngu að Jerry kemur þang-
að, sem hún hafði leitað skjóls. Til
þess að skemta henni fer Jerry að
„steppa" og ekki líður á löngu áður
en hún er farin að líta hann hýru
auga í fullri alvöru.
En nú er sá gallinn á, að Dale
lieldur, að Jerry sje Hardwick og því
eiginmaður bestu vinkonu hennar.
Þetta verður til þess, að þegar henni
finst hann fara að gerast of nær-
göngull, gefur hún honum „einn á
hann“, að gestunum ásjáandi ........
Mynd þessi er sýnd þessa dagana
í GAMLA BÍÓ.
Jóhann Eijjólfsson fyrv. alþm..
Sjafnarg. 8, verður 75 ára 13.
þ.'m.
Jón Sigurðsson vjelam. Rán-
arg. 5, starfsm. við Regkjavík-
urhöfn, verður 50 ára 12. þ. m.
Frakkar þykjast finna, að krepp-
unni sje að Ijetta hjá sjer. Marka
lieir það meðal annars á því, að
frönsku járnbrautirnar höfðu 52.000
fleiri vöruvagna í ferðum milli
slöðva í október síðastliðnum en í
sí.ma mánuði árið áður og sýnir það
aukna verslun. Stórverslanirnar í
París höfðu líka 15—20% meiri við-
skifti í síðastliðnum oktober en í
sama mánuði fyrra árs.
R. P. Leví kaupmaður, verður
55 ára 13. þ. m.
í ár eru 200 ár liöin síðan hinn
frægasti fiðlusmiður heimsins, Ant-
onio Stradivari dó. og í tilefni af
því eru mikil hátíðahöld fyrirhuguð
í fæðingarbæ hans, Cremona á Ítalíu.
Stradivari og fiðlur hans eru oft-
ast kölluð Stradivarius, sem er hið
latneska heiti. Stradivari lærði
smíðalistina af öðrum gömlum
meistara Amati að nafni. En leyndar-
dómur Stradivari var í því fólginn,
að honum tókst að setja saman nýja
tegund af lakkfernis, er hann notaði
á fiðluna og gáfu henni fegurri hljóm
hreim en nokkrum liefir tekist að
ná, hvorki fyr eða siðar. Auk þess er
lögun Stradivari-fiðlanna sjerstak-
lega listfeng og falleg. Allir fiðlu-
smiðir eftir Stradivari hafa reynt að
stæla hann, en engum hefir tekist að
gera fiðlur, sem standa jafnfætis
hinum gömlu Stradivari-fiðlum, enda
kosta þær of fjár. — Það er Musso-
lini sjálfur sem verður öndvegismað-
ur hátíðanna í ár. Standa þau yfir
frá því í maí og þangað til í októ-
ber en framkvæmdastjóri þeirra
hinn frægi meistari Farinacchi. Hann
hefir nýlega lagt hátíðaskrána fyrir
Mussolini. Þar verður m. a. sýning
á fornlist og á allskonar strokhljó-
færum, ennfremur tvö stór þing og
fjöldi af hljómleikum, þar sem ein-
göngu verður leikið á Stradivari-
hljóðfæri: fiðlur og knjefiðlur.
----x-----
Cirknskapplnn.
Skipuleg cirkusmynd, þar sem
aðalhlutverkið er leikið af
HARRY PIEL.
í mynd þessari eru margar
undraverðar dýrasýningar.
Sýnd bráðlega.
Þessi mynd er að því leyti merki-
leg, meðal annars, að hún er „af-
mælismynd“ þ. e. hundraðasta mynd-
in, sem Harry Piel, cirkushetjan
heimsfræga, leikur í. og er þá ekki
ástæða lií að halda, að ef til vill
hafi eitthvað verið gert að gera hana
óvenjulega?
Hinn mikli cirkus „Tivoli“ er að
æfa nýtt „númer“. Aðalmaðurinn í
því er hinn heimsfrægi fimleikamað-
ur Harry Peters. Ekki einungis er
hann heimsfrægur, heldur eru dýrin
hans það líka, og það er alkunna,
hve ant hann lætur sjer um þau og
sjer vel um þau, að þeim líði sem
hest. Hann er öllum stundum hjá
clýrunum, og þar er Hella litla Sloll
hans hægri hönd. Ilún er dóttir
hringleikahússtjóra, sem Ilarry vann
einu sinni hjá, en þessi húsbóndi
hans lirapaði á fimleikasýningu, á-
samt konu sinni og dóu bæði. Síðan
hefir Harry gengið Hellu litlu í föö-
ur stað.
Daginn, sem frumsýningin á að
fara fram, liittast allir hringleikar-
arnir.Margir eru kunningjar frá fyrri
dögum og endurnýja kunningsskap-
inn eða eignast nýja lcunningja.
Gamli trúðurinn, Franz Hofer, sem
nú er orðinn umboðsmaður hring-
leikahúsa, liefir áður unnið með
Harry hjá foreldrum Hellu. Hann
sjer þegar í stað, að stúlkan elskar
Harry, og finst Harry gera rangt,
er hann umgengst hana eins og hún
væri krakki.
Frumsýningin tekst með afbrigð-
um vel. Meðal áhorfenda er , illi and-
inn“ i myndinni, kona að nafni Vera
Leandgr. Svo stendur á, að einu sinni
fyrir mörgum árum hefir Harry
bjargað henni frá druknun, og nú
tælir liún Harry í samkvæmi, sem
hún ætlar að vera í um kvöldiö, und-
ir því yfirskyni, að frægur vísinda-
maður ælli að lialda þar fyrirlestur
um sálarlif villidýra i Indlandi.
Harry vill hvorki heyra hana nje sjá,
en hún linnir ekki fyrr látum en hún
getur vafið honum um fingur sjer.
Eftir þetta eru þau saman á liverju
kvöldi; Harry fer að vanrækja vinnu
sína og loks er svo komið, að liann
kemur of seint til sýninga, með þeim
afleiðingum að „númer“ hans er æpt
niöur af áheyrendum........
Harry Piel liefir oft lirifiö áhorf-
endur sína með cirkusmyndum sín-
um — þar sem hann er bæði leikari
og leikstjóri — en hjer nmn óhætt
að fullyrða, að hann fari fram úr
sjálfum sjer.
Myndin verður sýnd á næstunni i
NÝJA BÍÓ.