Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 6
F Á JL K 1 N N HULDA: SÍÐH Niðurlag. „Rístu upp, ungi maður!“ — Hver var að kalla? ,,Statíu upp, Pjetur Eysteinsson og fylg mjer heim til bæjar“. Pjetur reis upp og sá hvar Síðhetta stóð, í klausturbúningi sínum, en nú hafði hún eigi kertaljós i liendi, enda var þess eigi þörf í Jónsmessuljómanum. Pjetur sá að það var hin feg- ursta sumarótta og geislarnir glóðu i Ijósgullnum smálokkum, er gægðust framundan liöfuð- húningi Síðhettu og krossinn á hrjósti hennar sýndist loga. „Ger svo vel og fylg mjer heim til klaustursins", mælti hún enn — og sneri sjálf áleiðis til fagurrar byggingar, eða öllu heldur byggingaþorps, er Pjetur sá örskamt þar frá. Hann reis þegar á fætur og fylgdi Síðhettu. En laversu undurslegin voru eigi augu lians yfir öllu sem hann leit! Hversu ólíkt var eigi alt því, sem það liafði verið fyr- ir skemstu. Algróið land, skóg- ar í hlíðum og fossinn i grænni hæjarbrekkunni — klaustur, kirkja og ótal önnur hús. Pjetur fylgdi Síðhettu eftir. Nú gengu þau ofurlitla útskoma trjebrú er lá yfir bæjarána, sem kom forsandi ofan brekkuna, vafðist um klausturþorpið og rann síðan lygn og blá, ofan dal- dragið. Gráar og hvitar heim- gæsir voru að stinga sjer og busla ofan við hrúna á ánni. Og marglit hænsni höðuðu sig í sólheitri moldinni í einurn ysta húsagarðinum, svínin rýttu í stí- um sinum og fjöldi dúfna flögr- aði inn og út um dúfnahúsið, sem stóð á gildum stólpa eitt sjer í grænum grasgarði. Undr- aðist Pjetur það nrjög, því að hann hafði aldrei á æfi sinni sjeð þannig bygt hús. — Fegri og stærri urðu húsin, þvi innar sem dró í bæjarþorpið. Þarna var kirkjan með blýgreyptum gluggarúðum og logagyltum krossi, og þarna —, já þetta lilaut að vera klaustrið sjálft, þessi stóra fallega bygging með breiðri steinstjett alt í kring, út- skornum bustum og blaktandi vindhönum. Aðaldyrnar stóðu opnar. Við þær staðnæmdist Síðhetta og leit til Pjeturs. „Fylg mjer til gestaherbergis“, mælti hún vingjarnlega. og Pjetur hlýddi. — Þau komu inn í víð- áttumikinn forsal, þaðan lágu ótal leiðir inn í klaustrið. „Til hægri liandar“, mælti Siðhetta án þess að líta við og Pjetur fylgdi henni inn í stofu nokkra, lága en viðkunnanlega. Þar voru borð og liægindi. ETTA „Hvíl þig nú, sveinn“, mælti hún og benti á eitt hægindið. Sjálf settisl liún beint á móti honum, brosti og tók svo til máls: „Pétur Eysteinsson, — af öll- um þeim, sem jeg hefi fylgt yf- ir eyðilandið, ert þú hinn fyrsti, sem jeg get sýnt minn forna bú- slað og birt sögu mína. Þú ert eklci í likama þínum þessa stund, hann hvilir í náðum lijá hestinum þínum hjerna örskamt frá og mun hvergi saka. Þú ert einn þeirra fáu manna, er hafa frá náttúrunnar hendi þann eiginleika að geta horfið yfir tíma og rúm. — Mæli jeg nú svo um, að þú munir alt sem jeg tala við þig, er þú vaknar, en ekki skaltu hirta það neinum manni nema Rakel heitkonu þinni, þegar þú keinur aftur á hennar fund. Þjer mun jeg segja sögu mína og þú munt skilja hana, því að hjarta þitt hýr yf- ir þeirri ósk, sem er sterkari en allir örðugleikar jarðar. Heill og hamingjuríkur munt þú aft- ur koma til átthaganna. Og hlýð nú sögu minni: Jeg heiti rjettu nafni Herdis Hámundardóttir og var ahbadís hjer i klaustrinu. Hamingjan var mjer góð. Ung geklc jeg á fund Drottins míns inn í þetta friðsæla og fagra klaustur. Ætt- ingjar mínir og vinir höfðu bor- ist á banaspjótum. Mjer ægði griind og ofsi heimsins. En lijer var friður. Og svo liðu mörg ár, að jeg undi mjer við orð Guðs, fagrar listir og ræktun jarðar. Jeg ávann mjer hylli og hlaul abbadísartign. Þetta voru sak- leysis og friðarárin mín. En þau tóku enda“. Síðlietta studdi oln- bogum fram á borðið, andvarp- aði og liuldi ásjónu sína með hvítum og smáum höndum sín- um. „Já — þetta voru friðarárin“, endurtók hún lágt. „Svo komu sælu og sorgarárin. Sunnan úr löndum þar sem sólin brennir, allskonar undursamleg aldin vaxa og hlóð mannanna er eld- heitt — kom sá er svifli mig hjartarónni. Hann var íslend- ingur eins og jeg, en hin suð- ræna sól hafði fylt æðar hans hrennheitu blóði og orð hans voru sæt eins og þrúguvín og sólbornir ávextir. Hann var þjónn Drottins, en sál hans var þrungin jarðneskri sæluleit, engu síður en himneskri. — Jeg elskaði hann — um leið og jeg leit í augu hans“. — Síðhetta Lrá höndum frá andliti sjer, signdi sig ákaft og andvarpaði. Síðan mælti hún: „Alt frá æsku liafði hjarta mitt sofið, eins og barn í reif- um. Hið hlessaða Guðs orð, hannyrðir og blóm, gæska við gest og gangandi og' liin sak- lausu dýr, hafði svalað sál minni, gefið mjer heilbrigða þreytu og sætan nætursvefn. En nú kom þessi yndislegi gestur og svifti mig öllu öllu. Alt var gleymt, nema þetta eina: Jeg elskaði. Og það því heitar og ljúfar sem sál mín hafði úr ósnertum brunnum að ausa. Jeg unni vini mínum með reynslu- lausu sakleysi sautján ára meyj- ar og dýpt og styrk fullþrosk- aðrar konu. Suma'rlangt dvaldi hann hjá mjer. Þá fyrst sá jeg til fulls hve tryggar og raungóðar meyjar mínar voru — hve trútt og gott alt mitt lieimilisfólk var, alt frá svínahirðinum og smalanum til ráðskonu og ráðsmanns. Eng- inn kærði mig. Um veturinn fæddi jeg son og var óviðjafnanlega sæl. En Guði þóknaðist að taka soninn til sín, vikugamlan. Mjer lá við sturlun af sorg og söknuði. Jeg gerði ekkert til þess að hylja brot mitt. En svo elskaði heim- ilisfólk mitt, mig óverðuga, að það levndi öllu og breytni mín varð aldrei lýðum kunn. Jeg náði mjer smátt og smátt, naut virðingar allra, æðri sem lægri og lifði í allmörg ár eftir þetta. En jeg skriftaði aldrei ást mína.Mjer var ómögulegl að nefna sælu mína synd, hvorki fýrir Guði nje mönnum. Aldrei baðst jeg svo fyrir eftir þetta, að jeg þakkaði ekki skapara mínum af öllu hjarta fyrir ást- arreynslu mína. Á hverju vori fanst mjer fuglarnir syngja um mína liðnu sumarsælu. Og þeg- ar stjörnurnar tóku að birtast á haustin fanst mjer þær allar segja: Þú átt engil á himnum. Og sorg og gleði fyltu augu mín sætum tárum. Já — jeg þakkaði Guði af öllu hjarta og hann fyr- irgaf mjer, hreysku barni sinu. En á herðum mjer hvíldi önn- ur hyrði. Jeg naut virðingar, sem jeg átti ekki með rjettu í mannheimi. Menn bentu heim til klaustursins og sögðu: Sjá, þarna býr ein af göfugustu kon- um landsins, hin skírlífa og guðrækna abbadis Herdís Há- mundardóttir sem aldrei liefir hrasað. Skáldin fluttu mjer kvæði og hörpuslagararnir sungu þau. Allir klerkar og ábótar landsins, með biskupana i hroddi fvlkingar lofuðu mig og lilóðu á mig og mitt klaustur auðæfum lieims og sæmd. -— Æ, þetta varð mjer þung bvrði — í lifi og dauða. I livert skifti sem einhver vitnaði i sakleysi mitl og sóma var sem steini væri lient afafli í hjarta mitt. Je,g dó — og kom fyrir hástól Guðs. Ekkert þyngdi sálu mína, nema oflofið, sem liafði verið á mig borið, bæði lífs og liðna. Jeg liafði aldrei skriftað fyrir D.einiim manni. En sannleikur- inn á að skína, hæði á himni og jörðu. Nú var jeg dáin og gat ekki hirst hræðrum niínum og systrum i draumi. Jeg iiað til guðs og sagði: Faðir, leyf mjer að vinna sjálf af mjer þessa þungu byrði. Leyf mjer að njóta auðmýktár á jörðu. —- Og skapari niiun aumkvaðist vfir mig og svaraði injer: Þú skalt verða ein af þeim hinmesku verum, sem hjarga og leiðlieina án þess að nokkíir maður viti hverjar þær eru, eða geti goldið þeim i nokkru jarð- nesku. Lít þú niður til þíns forna heimkynnis á jörðu. Sjá, nátl- úruöflin liafa leikið hrika- leik í ættlandi þínu. Þú skalt verða dis vatna og sanda og hjarga mannslífum. í hvert sinn sem þeir þakka mjer af lijarta lifgjöfina skal hvrði þín ljettast Og að lokum munt þú finna ein- livern þann, sem getur hlustað á skriftamál þitl og sagt börn- um sinum hversu hin göfuga IJerdis Hámundardóttir var i jarðlífi sínu. Jeg þakkaði skapara inínum og flaug til jarðar. Æ, sú hrygðarsjón, sem við mjer hlasti hjer! Hvar var klaustrið mitt fagra? IJvar voru hinar berjasælu hirkihlíðar? Hvar voru grænar grundir, þaktar saklausum hjörðum og hláar bergvatnsárnar fullar af laxi og urriða? Hvar voru reyni- trjen og gullgulur víðirinn? Hvur var hjeraðið mitt? Náttúrulögmálið verður ekki brotið. EldfjöIIin gjósa þegar þeirra tími er kominn. Eitt gos- ið i ættlandi mínu hafði sópað á burtu lieilu lijeraði. Jeg reik- aði friðlaus um svarta sanda og eitruð vötn. Veslings mennirnir, þeir þurftu að fara ferða sinna jirátt fyrir torfærurnar og jeg fjekk brátt tækifæri til þess að bjarga fyrstu ferðamannalest- inni, sem lagði út á eyðilandið. Mennirnir lofuðu guð og byrði min ljettist. Þannig liðit ár og aldir. Þunginn á lierðum minum ljettist sifelt. Himinn Guðs stóð mjer opinn. Barnið mitt beið mín í sælu hólpinna sálna. En jeg liafði ekki ennþá fundið neinn þann, meðal jieirra sem áðu lijer á hæðunum, er gætu farið úr líkama sínum, fylgt mjer lil klaustursins liorfna og lilustað á skriftamál mitt fyr en nú í nótt. — Pjetur Eysteins- son, þú ert sá sem hefir frels- að mig úr eyðimörk þagnar- innar. Je,g liefi skriftað fyrir þjer“. Siðlietta leit upp og' var sem himnesk birta og friður færðist yfir svip hennar. Framh. á bh. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.