Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
5
um tíma, í heftum á ári hverju,
vera hugsuð með framtiðina
fyrir augum. Að öðrum kosti
hlýtur altaf eitthvað að sitja á
hakanum. En lil þess að hægt
sje að koma þessu i fram-
kvæmd, verður fjelagsskapur
að standa á hak við, sem trygg-
ir nægilega kaupendatölu rits-
ins.
Aðeins eitt slíkt fjelag er nú
starfandi hjer á landi, en það
er fjelagið Ingólfav, sem hefir
það að markmiði að gefa út
gamlan og nýjan fróðleik um
landnám Ingólfs Arnarsonar,
þar á meðal Reykjavík og aðra
kaupstaði á landnáminu. En
landnám Ingólfs náði eins og
kunnugt er yfir Gullbringu- og
Kjósarsýslu og Árnessýslu vest-
an Ölfusár, Sogs og Þingvalla-
vatns, en þetta landnám mun
vera víðáttumest allra, þótt
mikið af því hafi aldrei hyggi-
legt verið, og þar býr nú meira
en þriðjungur allra landsmanna.
Fjelagið er aðeins tvegg'ja ára
gamalt, en hefir þó aðhafst
allmikið. Það liefir gefið út
Lýsingu Gullbringu- og Kjósar-
sýslu eftir Skúla Magnússon
landfógeta, merkilegt rit og fróð
legt, og er það fyrsta ritið af
eldri heimildarritum um land-
námið, sem fjelagið hefir gefið
út. Jafnframt hefir það gefið út
hefti með nýjum ritgerðum,
sem er upphaf að áframhald-
andi ritgerðasafni um ýnrislegt
gamalt og nýtt úr landnáminu.
í hefti þessu er yfirlitsritgerð
mn landnám Ingólfs eftir mag-
isler Guðna Jónsson, Hversu
Seltj arnarnes hygðist eftir pró-
fessor Ólaf Lárusson og um
Engey og Laugarnes eftir pró-
fessor Finn Jónsson. I ágúst-
mánuði í fvrra sumar gekkst f je-
lagið fyrir sýningu á
Reykj avíkurmyndum í
Miðbæj arskólanum.
Fyltu myndirnar þrjár
stofur, og var sýning-
in opin j liálfan mán-
uð. Var hún fjölsótt
mjög og vakti mikla
athygli bæjarhúa, ekki
síst eldra fólks, sem
kom til þess að rifja
upp gamlar bernsku-
minningar um óttliag-
ana, bæinn, sem lekið
liefir svo stórfeldum
breytingum síðustu ára-
tugi, að fá dæmi munu
til slíks. Ennfremur
hjelt dr. Jón biskup
Helgason tvö erindi
með skuggamyndum á
vegum fjelagsins í des-
embermánuði sama ár.
Fjölluðu bæði erindin
um Reykjavík á fyrri
timum.
Stærsta rit, sem fje-
lagið Ingólfur hefir
gefið út, eru Þættir
úr sögu Reykjavíkur,
sem út komu skömmu
fyrir jólin i tilefni af
150 ára afmæli kaup-
staðarins. Ritið er tæp-
ar 300 hls, að stærð í
stóru broti og vandað
að öllum frágangi. í
bókinni eru 11 ritgerð-
ir um ýmisleg efni úr
sögu bæjarins, tvær
ritgerðir eru um eldri
byggingarsögu hans,
þá er ritgerð um fisk-
veiðar Reykvíkinga á
opnum skipum, um
verslun, iðnað, land-
búnað, livernig Reykja-
vík varð höfuðstaður,
Framh. á bls. lí.
Veslnrliluti Hafna'rstrœtis um 18(Ft.
Austurhluti Hafnarstrætis um 1864-.
Miffbær ug Ingólfs-
brekka um 1808.