Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.01.1937, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. IUtsljórur: V’ilh. I’inscn otí Skúli Skúlason Franikuæmilastj.: Svavar Hjalleslcd. ,V ðulskrifstofu: Bankaslræti 3, Reykjavík. Simi li2ln Opin virka daga kl. 10—12 og I—(i. Skrifstofu i Osln: A n I <i n S c h j ö I li s g a d c 1 I. Blaðið keinur út livcrn laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á niánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiöist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþaikar. Það heyrist oft, jafnvel hjá ment- uðu fólki, að þjóðsögur sjeu harla lítils virði, þær sjeu hjegilja ein og hafi meira að segja ill áhrif á les- endur, sjerstaklega börn og unglinga. Ekki skal fullyrt um það, hvort nokluir hæfa sje í því, að þær hafi ill áhrif á einhverja, en hitt er víst, að það er hinn mesti misskilningur að telja þjóðsögur yfirleitt lítils eða einskis virði, enda ganga þeir lengst i slíku, sem virðast eiga sjerstak- lega erfitt með að skilja annað en það, sem verður málum mælt, eða tölum talið. Þjóðsögur eru þjoðar- skáldskapur, og spegla þær þvi á margvislegan hátt menningu þjóðar- innar á liðnum tímum. Þær lýsa sið- um fólksins og háttum þess, daglegu lífi manna og störfum, trú og hjátrú margs konar. Þeir sem lesið hafa hið ágæta yfirlitsrit síra Jónasar frá Ilrafnagili, íslenskir þjóðhættir, munu vafalaust liafa tekið eftir því, hversu íslensk þjóðsagnasöfn verða honum drjúg heimild i öllum þáttum bókar- innar. í engin rit er jafnoft vitnað sem í þjóðsögurnar. Og þó fer því fjarri, að efnið sje þurrausið. Þegar ritað verður um íslenska þjóðarsál- fræði, verða þjóðsögurnar enn ein af aðalheimildunum. Ótalinn er þó enn allur sá mikli fróðleikur, sem í sög- unum felst, um persónusögu, staða- lýsingar og ótal margt fleira. Þá má ekki gleyma því, að óvíða eða livergi er jafnauðug heimild um íslenskt al- þýðumál eins og i þjóðsögum vorum. Þær eru að jafnaði skráðar af vör- um alþýðu; i þeim streymir því lind alþýðumálsins í sinni hreinustu mynd. Þá má og eigi heldur gleyma hinum mörgu vitnisburðum um dul- arfull fyrirbrigði, sem sögurnar hafa að geyma, því að margar þeirra eru vottfastar svo seni verða má best, og mun engínn gætinn maðúr leyfa sjer að neita því, að ýmsir slikir fyrir- burðir hafi gerst, enda þóll sjálfur hafi hann ekki orðið fyrir samskon- ar reynslu. Vjer verðum að viður- kenna, að lil er ótalmargt i náttúr- unni, sem vjer skiljum ekki nje skynj- um, og svo er með margt af því, sem þjóðsögur vorar ségja frá. Loks má ekki gleyma ævintýrunum, hinum fagra skáldskap, sem felst í mörgum þeirra. Fram úr þeim hefir jafnvel liinum hestu snillingum ekki lekist að fara. Það er mikið óráð að halda þjóðsögum og ævintýrum frá börnum og unglingum. Þær birta þeim nýja hugmyndaheima, glæða ímyndunar- afl þeirra, vekja þau til umhugsunar um tilveruna, þroska þau og auðga. Leikfjelag Reykjavíkur fjörutíu ára. Ragnai' E. Kvaran, formaður. „Fálkinn" birtir i dag nokkrar myndir af leikúrum i Leikfjelagi Keykjavíkur í tilefni af þvi að þessi merki fjelagsskapur er fertugur á mánudaginn kemur, 11. jan. En á- stæðan fyrir því, að hjer verður ekki rakin saga fjelagsins eða gerð grein Þeir, sem kunnir eru ástæðum öll- um og örðugleikum þeim, sem á þvi eru að halda uppi samfeldri leikstarf- semi í Reykjavík, líta svo á, sem það gangi kraftaverki næst, að hafa ekki látið fánann falla úr liendi í fjörutiu vetur. Enda er sannast af þvi að Hallgrímur Bachmann gjaldkeri. Það hefir ráðist í hin örðugustu við- fangsefni og það er beinlínis þvi að þakka, að íslenskar bókmentir hafa auðgast af sumum hinna ágætustu ís- lenskra leikrita. Það er eftirtektarvert, að Leikfje- lagið hefir öll þessi fjörutíu ár starf- að i sama húsinu — Iðnó. Þegar leikirnir hófust munu íbúar bæjarins hafa verið um 2—3 þúsund manns. Síðan hafa allir hlutir breyst, og verð ur ekki annað sagt, en að það fari nú ekki að verða vansalaust, ef ekki fást Gestur Pálsson. Marta Indriðadóttir. Þorst. Ö. Stephensen. Indriði Waage. Þóra Borg. Arndís Björnsdóttir Valur Gislason. fyrir margháttuðu starfi þess um þennan langa tíma, er sú, að stjórn Leikfjelagsins hefir ákveðið að halda minningarár þetta hátíðlegt siðar á vétrinum með sjerstakri hátiðasýn- iiigu og mun þá jafnhliða birtast hjer i blaðinu itarlegt yfirlit starf- seminnar. segja, að það hefði orðið bæjarbúum yfirleitt hið mesta harmsefni. Ekkert einstakt fjelag hefir gert eins mikið að því að halda uppi listrænni starf- semi í bænum eins og Leikfjelagið. veglégri húsakynni og lientugri að- stæður fyrir leikstarfsemi í höfuð- borginni en þau er við þótti unandi í litlum bæ fyrir fjörutíu árum. Ætti þetta fertugsafmæli Leikfjelagsins að verða (il þess, að skriður kæmist á að gengið yrði frá hinu fagra þjóð- ltikhúsi, svo eigi yrðu hinir ytri veggir jiess einir bæjarprýði, heldur fyltist það lífi og list. Haraldur Björnsson. Gunnj). Halldórsd., Friðf. Guðjónss. Ving Stefúnss. og Soffía Guðlaugsd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.