Fálkinn - 15.05.1937, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
------- GAMLA BlÓ -----------
Revykonungnrinn
Ziegfeld.
Maðurinn, sem hefir skapað
heimsfrægð fjölda dans og leik-
konum. Myndin sýnir fjölda af
skrautlegustu revyunum, sem
hann hefir skapað og er um leið
æfisaga þessa heimsfræga leik-
hússtjóra. Aðalhlutverkin leika:
WILLIAM POWELL,
MYRNA LOY,
LOUISE RAINES.
Sýnd annað í hvítasunnu.
Hin svonefndu „shows“ eru, að
kvikmyndunum undanteknum rík-
asti þátturinn i skemtilífi Ameríku-
manna, Og af öllum ,,shows“ stöð-
um er Ziegfeld Follies í New YorK
merkastur, ekki aðeins í Ameríku,
heldur tekur hann fram því besta
sem París og London hafa að bjóða.
Myndin „Ziegfeld revykonungur“
er æfisaga mannsins, sem stofnaði
Ziegfeld Follies. Hún hefst árið 1890,
jægar Ziegfeld er að byrja feril sinn
sem skemtihússtjóri, og hefir fengið
aflraunamanninn Sandow í þjónustu
sina og sýnir hann i tjaldi vestur í
Chicago. Sandow varð síðan heims-
frægur maður og kraftæfingabönd
hans eru víðkunn. Ziegfeld fer til
Evrópu til þess að svipast þar um
eftir fólki, sem hann geti fengið tiJ
að sýna í Ameríku og samskipa
honum er Billings kunningi hans og
keppinautur, því að hann er líka
„showman“ eins og Ziegfeld, og
lánar honum peninga þegar fýkur
i skjólin. I ferðinni nær Ziegfeld í
frönsku söngkonuna Önnu Feld, sem
Biliings hefir ætlað að ráða til sin,
og fer með hana vestur um haf og
þau giftast. En Ziegfeld er hverf-
ull í kvennamálum og Anna Feld
skilur við hann, er henni þykir
hann kominn í fullmikið vinfengi
við Audrey Drey (Virgina Bruce).
í annað skifti giftist hann Billie
Burke (Myrna Loy) en deyr frá
henni, sem fátækur maður. Hann
hefir lent í kauphallarbralli og mist
aleigu sína og treystir sjer ekki til
að byrja á nýja leik.
Ziegfeld var meiri listamaður en
kaupsýslumaður. Myndin sýnir vel,
hve mikill augnabliksmaður þessi
fagnaðarhrókur Ameríkumanna hef-
ir verið og hve lukkan hefir verið
mislynd við hann. En í skemtilifi
Ameríkumanna verður hans jafnan
minst, sem konungsins í ríki sínu.
Enginn hafði áræði til að gefa sýn-
ingum sínum jafn glæsilega umgerð
og Ziegfeld og hefir hann skapað
tímamót í öllu því, sem „revy“
heitir. Miljónum króna fórnaði hann
stundum í útbúnað á einni lítill
sýningu, sem stóð aðeins örfáar
mínútur, og svo glöggur var hann
á að finna altaf það sem fólkið
vildi sjá, að sú manneskja sem var
ráðin til Ziegfeld hafði tryggingu
fyrir að geta valið úr skemtihúsum
eftir það, meðan kraftar og útlit
*
I næsia blaoi
„FÁLKANSW
verffur saffa eftir norska rithöf-
undinn Ove Ansteinsson. Heitir sar,-
an ELÍAS í BÚÐ off segir frá ferö
bónda eins í kaupstaffinn og hvern-
ig honum gekk aff reka erindi sín
þar. Sagan er lærdómsrík fyrir bænd
ur, og sjálfsagt fyrir þá aö lesa hana
áður en þeir fara i kaupstaðarferff-
ina núna um iestirnar. Ansteinsson
er vinsæll höfundur og skemtileguv
og hefir m. a. samið bráðfjöruc.t
leikrit, um kaupstaðarstúlku, sern
fer í vist upp í sveit, og verffur sjcr
og öðrum til ama og háðungar.
Myndir af Elíasi og ýmsum kunn-
ingjum hans, fylgja sögunni.
Þá verffur og í næsta blaði sönn
saga af dularfullu fyrirbrigði, sem
gerðist í Skotlandi endur fyrir löngn.
Söguhetjan fjell í orustu vestur i
Ameriku og sá skygnt fólk i Skot-
landi þennan atburð og lýsti honum
löngu áffur en frjettin barst austur
nm haf.
Allur þorri landsmanna mun hafa
fylgst meff krýningunni í London í
útvarpinu á miövikudaginn var. En
úr því aö sjónvarpið er ekki komið
cnnþá mun Fálkinn leitast vifí að
flytja lesendum sinum sem full-
komnast úrval mynda af athöfninni.
Hvort þær verffa komnar svo snemma
aff þær geti komið i næsta blaffi, er
cnn óvíst, en í næstu blöffum munum
vjer birta fjölda mynda af krýn-
ingunni og segja frá ýmsu í sam-
bandi viö hana, sem blöff hafa eigi
áffur sagt frá.
Vegna krýningarinnar og ríkis-
stjórnarafmæli konungs varff greinin
nm svifflugiö að bíða í þetta sinn.
En i næsta blaöi kemur hún áreiff-
anlega.
Ef rúm verffur til mun einnig
birtast i blöffunum grein meff mörg-
utn myndum, sem heitir „Kreppa
auðkýfinganna". Segir þar frá hvern-
ig kreppuástand siðustu ára hefir
komi&jiiður á ýmsum ríkustu mönn-
um heimsins.
Vegna breytingar á lokunartíma
sölubúða og skrifstofa, sem væntan-
lcga gengur i gildi um næstu mán-
aðarmót, verður útkomudagur Fálk-
ans færður til. Þau rúm 9 ár, sem
Fálkinn hefir komið út hefir hann
undantekningarlaust komið út alla
laugardaga ársins nema þann síö-
asta. En úr því að öll viðskifti i
bænum hætta kl. 1 á laugardögum,
þykir rjettara aö láta blaöið koma
út á föstudögum framvegis. Eru les-
endur beðnir að athuga þetta og
eins öll börnin, sem selja Fálkann d
götum Reykjavíkur.
Hinn frægi ameríkanski stjórn-
málamaður Elihu Root andaðist í
febrúar 92 ára gamall. Hann fjekk
friðarverðlaun Nobels 1913, einkum
fyrir það að sætta Spánverja og
Ameríkumenn i deilum þeirra um
Cuba og Filippseyjar, og fyrir hans
forgöngu gerðu Bandarikin gerðar-
dómssamninga við ýmsar þjóðir, svo
sem Japana, Spánverja, Breta og
Frakka.
entist. Og enginn var jafnsnjall og
Ziegfeld í því, að velja fagrar kon-
ur að leikhúsi sínu. Sjálfur var
hann mikill „charmör“ sem heillað’
kvenfólkið. Það elti hann á röndum.
Myndin er afariburðarmikil,
söngur og hljómsveitir fyrsta flokks
og William Powell leikur Ziegfeld
meistaralega
Sigurður Grímsson, prentari,
Skólavörðustíg 15, varð 70 ára
í gær.
Jöhann P. Jónsson skipherra
verður fimtugur 20. þ. m.
Rfkisstjórnarafmælið.
í tilefni af rikisstjórnarafmælinu
í dag verður endurvarpað hjer ýmsu
af hátíðahöldunum í Kaupmanna-
höfn, en hjeðan verður útvarpað
minningarguðsþjónustu og flytur bisk
up ræðuna. Ennfremur verður út-
varpað ræðu, sem Hermann Jónas-
son forsætisráðherra heldur fyrir
konungi og verður henni endur-
varpað í Danmörku. Þá verður og
endurvarpað söng og ýmsu öðru.
Danir hjer i bæ hafa hádegis-
veislu í tilefni af deginum, fyrir
meðlimi danska fjelagsins í Reykja-
vík.
Þá hefir ísafoldarprentsmiðja gef-
ið út mjög skrautlegt minningarrit
um konung. Flytur það hátt á ann-
að hundrað ágætra mynda af ýms-
um atburðum úr lífi konungs, þar á
meðal fjölda mynda frá komum
konungshjónanna hingað. Prentun
myndanna er ógæt. En framan við
myndirnar er æfisaga konungs og
raktir þar helstu atburðir úr lífi
hans, einkum þeir, sem sjerstaklega
snerta hann sem lconung íslarids.
Er þessi æfisaga hin fróðlegasta þó
hún sje ekki löng. Hefir Guðbrandur
Jónsson prófessor ritað hana. Frá-
gangur bókarinnar mun fara fram
úr þvi besta, sem áður hefir verið
gert í prenliðn hjer á landi og mun
mörgum þykja fengur að bókinni.
Nýja Bii.
Myndin gerist i Finnlandi í ólg-
unni, sem var þar gegn stjórn
Rússa um síðastliðin aldamót. Rúss-
ar kúguðu Finnlendinga á alla lund
en að sama skapi óx sjálfstæðishug-
ur þeirra og Ung-Finnafjelagsskap-
-------- nýja biö. --------------
Svartar rósir.
Miltilfengleg og fögur þýsk kvik-
rhynd frá UFA, með hljómilsl
eftir finska tónskáldið Jean
Sibelius. Þar á meðal Valse
Triste og kafla úr tónverkinu
Finlandia. Aðalhlutverkin leika
eftirlætisleikarar allra kvik-
myndavina:
LILIAN HARVEY
og
WILLY FRITSCH.
Sýnd annan hvítasunnudag.
urinn var stofnaður til jjess að
hrista af landinu rússneska okið.
Rússneski landstjórinn var mýrtur
af ungum föðurlandsvini, en þetta
morð varð auðvitað til þess, að hert
var á þrælatökunum.
Það eru þessir atburðir, sem
liggja til grundvallar fyrir mynd-
inni, þó að elcki sjeu þeir raunveru-
lega raktir i henni. Aðalpersónurn-
ar i sögu myndarinnar eru finski
myndhöggvarinn Erkki Collin
(Willy Fritsch), dansmærin Marina
Feodorovna og rúsneski landstjór-
inn Aharoff fursti. Collin fer huldu
höfði um skógana, særður og hungr-
áður er hann sjer vagn renna fram-
hjá, og hengir sig í hann. lvemst
hann inn í garð skrauthýsis eins
i útjaðri Helsinki; jjað er höll land-
stjórans. Þar glaumur og gleði:
gestaboð inni og dansmærin Marina
er að skemta gestunum. Landstjór-
inn er ástfanginn af henni og vill
fá liana fyrir konu, en hún þekkist
hann ekki. Þegar hún kemur í her-
bergi sitt finnur hún Collin þar;
hann liefir flúið inn um glugga.
Hún verður ástfanginn af honum
þegar í stað og leynir honum um
sinn, en furstinn finnur hann og
íætur flylja hann á burt. Siðar verð-
ur CoIIin viðriðinn samsæri gegn
landstjóranum. Ung-Finnar hafa af-
róðið að taka hann höndum ó leik-
hússýningu, en ráðagerðin kemsi
upp. Og nú liggur ekkert fyrir Coll-
in nema dauðinn. Myndin segir frá
því, hverju Marina fórnar fyrir elsk-
huga sinn, en þau sögulok verða
ekki sögð hjer.
Mynd jjessi er tekin af UFA og er
meistaraleg að leik og frágangi.
Hinir frægu aðalleikendur eru hver
öðrum betri og umhverfið háfinskt, .
enda er mikill hluti myndarinnar
tekinn í Finnlandi. Þess verður sjer-
staklega að geta, að aðaluppistaðan
í hljómleikum þeim, sem fylgja
myndinni eru hin heimsfrægu og
stórfenglegu tónverk Jean Sibelius:
alse triste og Finlandia, í umbúnaðj
Kurt Schröder. Tónlistin í myndinni
á ríkan þátt í að auka áhrif hennar
og fellur vel saman við þann þunga
og l)á raunlegu sögu, sem myndm
segir frá. — Svartar rósir verða
sýndar í NÝJA BÍÓ í fyrsta sinn á
annan í Hvítasunnu.