Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1937, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.05.1937, Blaðsíða 12
12 F Á L Ií I N N DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. „Jeg skil það ofur vel“, sagði jeg og kall- aði á Noru. Þau kvöddusl með handabandi, hún og Macaulay og skjölluðu hvort annað; svo gaf liann sig að tíkinni og sagði: „Þú kemur eins snemma og þú getur“, og svo fór hann. „Þarna fór íshockeymótið út um þúfur“, sagði jeg, „nema þú getir fengið einhvern lil að fara með þjer“. „Misti jeg af nokkru?“ sagði Nora. „Ekki neinu sjerstöku“. Jeg endurtók það, sem Macaulay hafði sagt. „Og spurðu mig ekki um hvaða álit jeg hafi á því. Jeg hefi ekki hugmynd um það. Jeg veit að Wynand er brjálaður, en hann hagar sjer hvorki eins og hrjálaður maður nje morðingi. Hann liagar sjer eins og maður, sem er að spila eitthvað spil. En það veit hamingjan út á hvað spilið gengur“. „Jeg held hann sje að hilma yfir með ein- hverjum öðrum“. „Hversvegna heldur þú ekki að hann hafi gerl það sjálfur?“ Hún leit forviða á mig: „Vegna þess að þú heldur það ekki“. Jeg sagði að það væri fullgild ástæða. „En hver er svo þessi hinn?“ „Jeg veit það ekki ennþá. Þú mátt ekki gantast að mjer. Jeg hefi hugsað mikið um jjetta. Það getur ekki verið Maeaulav, því að hann notar hann til þess að hjálpa sjer að hvlma yfir með þeim seka, hver sem það nú er, og —“ „Og það gctur ekki heldur verið jeg, því að hann vill fá mig í lið með sjer líka“, sagði jeg. „Það er rjett“, sagði hún, „og þú verður mjög kindarlegur, ef þú liæðist að injer, og mjer teksl svo að geta upp á þeim rjetta á undan þjer. Og það getur heldur ekki verið Mimi eða Jorgensen, því að hann reyndi að leiða gruninn af þeim. Og það getur ekki heldur verið Nunheim, því að sennilega hef- ir sami maðurinn drepið liann og auk þess þarf liann ekki á vörn að lialda lengur. Og það getur ekki verið Morelli, því að Wyn- and var hræddur um kvenmanninn fyrir lionum, og þeir höfðu átt í illdeilum“. Hún ógnaði mjer: „Þú æltir að reyna að grafast betur fyrir um feita manninn, sem þeir kölluðu Sparrow, og um stóru stelp- una rauðhærðu“. „En hvað segirðu um Dorothy og Gil- bert?“ „Jeg ætlaði einmitt að fara að minnast á ])au. Heldurðu að hann beri nokkuð sjer- staklega heita föðurást til þeirra “ „Nei“. „Líklega setur þú ])ig út til þess að draga úr mjer kjarkinn“, sagði hún. „Jæja, þegar maður þekkir þau, þá á maður erfitt með að ímynda sjer að þau gætu verið sek, en jeg hefi reynt að halda persónulegum til- finningum mínum í þeirra garð, fyrir sig og lála rökin ráða. Áður en jeg fór að sofa í nótt bjó jeg til lisla yfir alla þá.—“ „Það er ekkert eins gotl við svefnleysi eins og krossgátur. Það er eins og —“ „Þú skalt ekki vera að gera lítið úr mjer. Þú hefir ekki ástæðu til að hreykja þjer af árangrinum að svo stöddu“. „Mjer datt ekki í hug að erla þig“, sagði jeg og kvsti hana. „Langar þig i nýjan kjól?“ „Nú, svo þú hleypur úr einu í annað, rag- geitin þín!“ XXVII. Uiidir eins eftir hádegi fór jeg á fund Guild og tók til óspillra málanna undir eins og við höfðum lekist i hendur. „Jeg liafði ekki málaflutningsmanninn minn með mjer. Mjer fanst það líta betur út, aðjeg kæmi einn“. Hann hnyklaði brúnirnar og hristi höf- uðið, eins og jeg hefði barið hann. „Jeg meinti ekkert i þá átl“, sagði hann auð- mjúkur. „Frá mínu sjónarmiði var það nú samt eitthvað i þá ált“. Hann andvarpaði. „Ekki hefði mjer dott- ið i lnig, að þjer mynduð gera yður sekan i sömu skissunni og svo margir aðrir, að hara af ]>ví að við þjer skiljið, við verðum að líta á málin frá öllum hliðum, mr. Chárles“. „Þetta er sama gamla stefið. Nú, livað er það þá, sem þjer viljið vita “ „Það eina sem jeg vil vita er, hver drap Júlíu Wolf — og Nunlieim“. „Revnið að spyrja Gilbert“, sagði jeg. Guild setti á sig stút. „Hversvegna ein- mitt hann?“ „Ilann hefir sagl systur sinni, að hann viti, hver drap stúlkuna, og hann sagði henni, að hann hefði sjeð Wynand“. „Þjer meinið, að hann hafi sjeð gamla manninn ?“ „Hún segir að hann segi það. Jeg hefi ekki haft tækifæri til að spyrja hann um það“. Hann ranglivolfdi til min vatnsbláum augunum. „Hvaða hreiður er þetta eigin- lega, mr. Charles?“ „Jorgensens-fjölskyldan? Þjer vitið ]>að víst eins vel og jeg“. „Nei, jeg geri það ekki“, sagði liann. „Það er staðreynd. Jeg' botna ekkerl í því fólki. Þessi frú Jorgensen lil dæmis, hverskonar manneskja er ])að?“ „Ilún er ljóshærð“. Hann kinkaði kolli, þungbúinn. „Jú víst er það það er lika alt og sumt sem jeg veit. En heyrið þjer, þjer hafið þekt þetta fólk lengi og eftir því sem liún segir, þá haf- ið þjer og hún verið —“ „Já, og dóttir hennar og jeg líka“, sagði jeg „og Júlía Wolf og jeg og frú Rockefeller jeg er afleitur hvað kvenfólkið snertir“. Hann lvfti hendinni. „Það eru ekki mín orð að jeg trúi öllu sem hún segir, en það er engin ástæða til þess að hlaupa upp á nef sjer af þessu. Þjer takið þessu á vitlaus- an hátt, afsakið að jeg segi yður það. Þjer liagið yður eins og þjer hjelduð, að við vær- um á höttunum eftir yður, en það er alveg rangt lireinl og beinl rangt“. „Það gelur vel verið, en þjer hafið verið svo tvöfaldur gagnvart mjer, altaf siðan seinast —“ Hann hvesli á mig vatnsbláu augun og sagði rólega: „Annaðhvorl er jeg lögregln- maður eða jeg er það ekki, og jeg hefi mín- ar skyldur“. „Það er ekkert við því að segja. Þjer sögð- uð mjer að koma hingað í dag'. Hvað viljið þjer mjer?“ „Jeg' sagði yður ekki að koma. Jeg hað yður um það“. „Gott og vel. Og hvað viljið þjer mjer þá “ „Jeg vil að minsta kosti ekki þetta hjernu“ sagði hann. „Alls ekkerl í þá átt. Við höfum lalað saman eins og maður við mann þai'g- að til alveg nýlega og jeg vildi helsl að það gæti haldið áfram“. „Það erlið þjer, sem hafið skifl um ton“. „Ekki get jeg kannast við að það sje rjett. Hevrið þjer nú. mr. Charles, gæluð ])jer svarið, eða sagt mjer blátt áfram, að ])jer sjeuð ærlegur gagnvart mjer?“ Það var engin ástæða lil að segja já, því að hann hefði ekki trúað mjer samt, svo að jeg sagði: „Raunverulega talað“. „Raunverulega talað, já víst“, murraði liann, „allir hafa „raunverulega talað“ sagt mjer allan sannleikann. En mig langar mest lil að tala við einhvern óraunverulegan peja, sem spýtir öllum sannleikanum út úr sjer“. Jeg hafði samúð með honum. Jeg skildi lilfinningar hans. Jeg sagði: „Það er vísl að þjer hafið ekki ennþá hitt þann mann, seni veit allan sannleikann“. Hann varð ólundarlegur. „Það er vísl rjelt svo sem? Hlustið l)jer nú á, mr. Char- les, jeg hefi talað við hvern einasta mann, sem jeg gat fundið. Ef að þjer getið bent mjer á fleiri, þá skal jeg líka lala við þá. Yður dettur Wynand í hug? Ilaldið þjer ekki að við höfum liafl öll spjót úti dag og' nólt til þess að finna liann?“ „Svo er það hann sonur hans“, sagði jeg. „Já, svo er það hann sonur hans“. Hann kallaði á Andy og svartan, hjólbeinóttan mann, sem hjet Kline. „Náið þið i hann unga Wynand fyrir mig — fíflið — jeg vil gjarn- an tala við hann“. Þeir fóru. Hann sagði: „Já, það er satt, jeg vil ná í fólk, sem jeg get talað við“. Jeg sagði: „Taugarnar í yður eru í ólagi í dag, er það ekki. Látið þjer sækja Jorgen- sen til Boston?“ Ilann vpti breiðum öxlunum. „Mjer finst Iiann liafa fengið fullgilda skýringu. Ilvað á maður að segja? Viljið þjer segja mjer álil vðar á henni “ „Jeg er fús til þess“. „Það er satt, að jeg er liálf óstyrkur i taugununi í dag“, sagði hann, „mjer kom ekki dúr á auga í nótt. Það er hræðileg til- vera. Jeg skil ekki hvervegna jeg þrauka í þessari stöðu. Hjer er liægt að fá lóðarblett og vírnet og nokkra silfurrefi, og — jæja, sleppum nú þvi. Þegar þjer og fleiri lirædd- uð Jorgensen 1925, þá sagðisl liann liafa flúið lil Þýskalands og skilið konuna eftir hann lalaði nú reyndar ekki mikið um ])að og breytt um nafn, svo að það yrði erfiðara að finna hann, og af söniu áslæðu er hann hræddur við að leita sjer atvinnu í sinni iðn -— liann kallar sig vjelfræðing eða eitthvað þessháttar — svo að hann á erfitt uppdráttar. llann segir að hann hafi lekið því sem að kjafti kom, en eftir því sem jeg kemst næst, var hann oftasl atvinnudánsari, ef þjer skiljið hvað jeg meina, cn hitti sjald- an kvenfólk, sem átti peninga. Jæja um 1927 eða 28 er hann i Mílano — það er bær á Ítalíu og hann sjer í Parísarútgáfu New York Herald, að þessi Mimi Wynand er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.