Fálkinn - 17.07.1937, Side 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BÍÓ
Þrjú lif fyrir eitt.
Efnisrík og afarspcnnandi mynd
frá Vesturheimi. Aðalhlutverkin
leika:
LEWIS STONE.
CHESTER MORRIS,
WALTHER BRENNAN,
IRENE HERVEY.
Myndin er tekin af MetroGold-
wyn Mayer.
Verður sýnd bráðlega.
Þelta er Melro-Gold-wyn mynd úr
„The Wild West“ og hinn mikli
snillingur Richard Boleslavski hefir
sjeð um töku hennar En efnið er
eftir skáldsögu einni, sem kunnur
höfundur, Peter B. Kyne, hefir sam-
ið. Gerist mest af myndinni úti í
eyðimörkum Vestur-Bandaríkjanna,
þar sem sólin svíður allan gróður
jafnóðum og hann fæðist og þar
sem vatnið er eitrað og þorstinn er
mesti meinvættur ferðamannsins.
Það eru þrír hófar og ein góð
stúlka, sem þarna koma mest við
siigu. Bófarnir eru Bob Sangster, hið
mesta fúlmenni og hrappur, „Doc"
Undervvood, mentaður maður og
hefir góðar taugar þó hann sje þorp-
ari og Gus, sem hvorki kann að lesa
nje skrifa, en er gamansamur og veit
ráð við öllu og hlýðir „Doc“ i
blindni. Með þessum þremur er
ungur mexíkani, Pedro að nafni,
sem er einskonar vikadrengur Bobs.
Þessir fjórir eru nú á leið til bæj-
arins New .lerúsalem í þeim erind-
um að ræna þar bankann, en frá
þeim bæ er Bob ættaður og jjekkir
þar flesta, þ. á. m. Molly dóttur
prestsins, en henni hefir hann verið
trúlofaður áður en hann fór úr
bænum. Þetta er um jólin og nú
vill svo til að presturinn heldur
jólaboð fyrir þorpsbúa kvöldið sem
þeir koma. Eru þeir allir gestir þar
i lioðinu og þar hittir Bob Molly
vinkonu sína, sem nú er trúlofuð
Frank Benson, sem er gjaldkeri í
bankanum. Bob leggur hana í einelti
og um stund gerist hún talhlýðin
við hann, en brátt sjer hún að hann
er ekki ástar hennar verður.
Daginn eftir ræna þeir fjelagar
bankann og Bob skýtur á Frank fje-
hirði en banar honum þó ekki. Þorp-
ararnir leggja á flótta en bæjarbúar
elta flóttann og drepa Pedro, en
hinir komast undan út i eyðimörk-
ina. Nú byrjar hinn átakanlegasti
hluti myndarinnar er bófarnir fara
stað úr stað til að leita að vatni, eii
hvergi er vatn að fá nema jiar sem
aðvörun stendur um, að vatnið sje
eitrað. í þessari ferð rekast þeir á
lík af inanni og nokkru síðar finna
l>eir vagn með konu og barni og
er konan að dauða komin af þorsta.
En meðan J>eir eru að stumra yfir
henni komast hestar þeirra i eitrað
vatn og drepast allir. Bob vill gera
út af við barnið, en Doc ræður því,
að l>að er ekki gert. Sögulokin verða
á þann veg sem fæsta grunar, en
svo fer að þorpararnir þrír týna
lífi en bjarga barninu. Á hvern hátl
það gerist, segir myndin best sjálf.
I mæsta blaði
„FÁLKANSU
er saga eftir Kristen Gundelach:
,,F ramhaldssagari'. Þar segir frá
kornungum ritstjóra aö stjórnarblaði
og heitmey hans og tildrögunum til
jiess, aö ágæt neöanmálssaga veröur
til. Sagan er bráöskemtileg og spenn-
andi.
-------- NÝJA BlÓ. -------------
Hðsakbahðlðin olnn
Tarass Bulba.
Frönsk stórmynd eftir sam-
nefndri sögu skáldasnillingsitis
N. Gogol, gerð undir stjórn rúss-
neska leikstjórans Alexander
Granovski. Aðalhlutverkið leik-
ur, af frábærri snild frægasti
skapgerðarleikari Frakklands
HARRY BAUR.
Ennfremur: Danielle Darriaux
og Pierre Aumant.
í síðasta blaði Fálkans var greinl
nokkuð frá hinu merkilega rússneska
skáldi Nikolas Gogol, sem varð braut
ryðjandi í bókmentum 19. aldar i
Rússlandi. Nú vill svo lil að Nýja
Bíó sýnir merkilega kvikmynd á
næstunni, sem gerð er eftir einni
af sögum hans, og heitir Tarass
Bulba. Gefur myndin því gott tæki-
færi til að kynnast því umhverfi,
sem Gogol lýsir i ritverkum sínum
og aldarhættinum í Rússlandi um
miðja 19. öld.
Tarass Bulba er Kósakkahöfðingi,
sem óvingast við pólska landstjói-
ann sem yfir hann er settur. Hann
á tvo syni, sem hafa gengið i há-
skólann i Kiev og þar hefir annar
þeirra, André, trúlofast ungri og
fallegri stúlku, Marinu. Það kemur
ur seinna á daginn, að hún er dótl-
ir hins pólska landstjóra. Nú fer
Tarass Bulba með her manns á hend-
ur landstjóranum og hygst að taka
vígi hans. André kemst á snoðir um
hvar Marina er og sendir fyrir henn-
ar orð vistir inn í vígið sem faðir
hans er að reyna að svelt út. Þetta
lcemst upp og Tarras Bulba skýtur
sjálfur son sinn fyrir landráð. En
þar með er sagan ekki öl 1 sögð. Við-
ureign þeirra höfðingjanna er ekki
þar með lokið, þeir eiga ennþá eftir
að berast á banaspjótum. Og æf:
hins aldna Kósakkahöfðingja Tarass
Bulba lýkur á mjög áhrifamikinn
hátt, er hann helsærður lilnefmr
hinn eftirlifandi son sinn til „het-
manns“ yfir Kósakkana sína.
Þetta er frönsk mynd og tekin
undir stjórn Alexanders Granovski.
Frakkar hafa á síðustu árum tekið
hverja myndina annari betri og ef
góð kvikmynd er til þá er þessi það.
Líf þessara hólftryltu berserkja, Kós-
akkanna, sem aðeins þekkja eitt liig-
mál: stríð, er svo meistaralega mál-
að, að myndin festist í hugann. Og
meðferðin á hlutverki Kósakkahöfð-
ingjans er þannig, að manni liggur
við að segja, að aðeins Harry Baur
geti leikið þennan mann. Því að
j>að er þessi mikli og töfrandi leik-
höfðingi, sem leikur Tarass Bulba.
Þó að Baur sje kominn yfir sextugl
bætir hann við sig hverju hlutverk-
inu eftir annað og er i sífelduin
vexti í listinni. Marine, dóttir pólska
landstjórans, er leikin af Danielíe
Darrieaux, sem flestum er i fersku
minni úr mynd, sem hún ljek í ný-
lega. Hjer sjest hún í öðru hlutverki,
sem er fjarlægt hinu fyrra, en tekur
það sömu meistaratökunum. - Þessi
ágæta mynd verður sýnd á næstunni.
júní og var komin til Batavia, en á
leiðinni þaðan austur yl'ir Kyrrahaf
týndist hún. Hefir hennar verið leit-
að árangurslaus siðan, bæði al' her-
skipum og um 60 flugvjelum og er
talið að leitin hafi kostað yfir miljón
krónur á dag. Er nú vonlítið orðiö
um, að hún sje á lífi.
Amelia Earhart var frægasta flug-
kona veraldar, og flug hennar meiri
afrek en flugkonunnar Amy Jolin-
son Mollison. Hún varð 38 ára göin-
ul, fædd í Kausas í Ameríku. A
stríðsárunum var hún hjúkrunar-
Frh. á bls. 15.
ÁttræÖar uröu síöastliöinn miÖvikudag si/sturnar Sólveig og Þórlaug
.lónatansdætur, Reykjavíkurvegi 30 í Hafnarfiröi, fæddar l't. júlí 1857
ii Hjaröarbóli i Eyrarsveit. Lengst af æfinni hafa j>ær átt heima vestra
en flnttust lil Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum. Myndin til vinstri er
af Þórlangu en sú til hwgri af Solveigu.
Þá er grein um ríkisþing Svía,
sem er elsta þing norrænna þjóða
og þó helmingi yngra en Alþingi.
Sænska þingið á sjer merkilega sögti
og lýsir greinin því hverjar orsalcir
lcgu til stofnunar þess og uppreisnar
Engilbrekts Engilbrektssonar, sem
er meö rjettu talinn þjóðfrelsishetja
Svía.
Þá er grein um Henrik lbsen.
frægasta leikritaskáld Noröurlanda.
í greininni er rakinn i stuttu máli
æfiferill þessa stórskálds sem barðist
gegn þröngsýni þjóöar sinnar og
sem á sannaðist þaö, aö „enginn ev
spámaður i sínu föðurlandi“. Nú er
Ibsen dáður um altan heim, m. a.
af íslendingum, sem sjeð lmfa ýms
verk hans leikin, eða hafa lesiö
veigameslu rit hans „Brand' ‘ og
„Per Gynt“ i hinum snildarlegu þýö-
ingum Mátthiasar og Einars Bene-
diktssonar. Og hversu margir kann-
ast ekki við Matthíasar-þýðinguna
a „Þorgeiri í Vik“?
Fálkanum hafa borist mörg til-
mæ.li um, aö hafa lengri ’kafla i einu
af nýju neðanmálssögunni, því aö
hún þykir svo spennandi. Því mið-
ur er ekki hœgl aö talca lengri kafla
i einu, sökum rúmleysis. En að
gefnu þessu tilefni, þykir rjett að
minna þá, sem ekki hafa lesiö sög-
una frá upphafi, á aö ná sjer i
byrjunina og fytgjast síðan með í
henni. Sagan byrjaði i 2.5. blaöi.
Frú Kristín Árnadóttir, Skóla-
vörðust. 8, varð 60 ára 12. />. m.
Ólafur H. Jónsson kaupmaður
Hafnarfirði verður 50 ára 17.
þ. m.
Amelía Earhart flugkona.
Siðasta hálfa mánuðinn hefir eigi
verið um annað meira talað um all-
an heim en hvarf hinnar frægu am-
erikönsku flugkonu Ameliu Earhart,
sem hvarf nálægt Howlandseyjum í
Kyrrahafi þ. 30. júní. Hafði hú.i
lagt upp í flug kringum hnöttinn 1.