Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Side 5

Fálkinn - 17.07.1937, Side 5
FÁLKINN 5 mjög frjósamt — víðáttumiklar grænar grundir, akrar með kartöflum, líni og soyjabaun- um, stórt fljót með gulbrúnu, frjóefnaríku vatni, búsældarlegt og fallegt land, einkum þegar fer að líða á sumarið, en þó ekki það land, sem Japanar kjósa sjer helst. Þeir þrá suðr lægari lönd, þar sem hægt er að rækta risgrjón og hómull. Það eru lokuðu dyrnar i Kaliforniu, Havaj og Ástralíu, sem hafa neytt þá til þess að flytja tit liins norðlæga Mandsjukuo, sem þeim finst svo víðáttumikið, strjálbygt og vetrarkalt. Norð- úr-Kínverjar eru hinir rjettu í- búar þessa lands og Japanar standast ekki samkepnina við þá, hvorki við bændurna nje við daglaunamennina kulí- ana — sem koma gangandi i hópum til þess að leita sjer at- vinnu eftir því, sem árstíðin segir til um þörfina. — Þeir fá 30 sen i kaup á tlag og fara með kaupið nær óskerl til Kína aí'tur. Sveitaþorpin, sem maður sjer úr járnbrautargluggunum, eru öll með kínversku sniði: kínverskir moldarkofar. Það eru allar horfur á því, að sveit- irnar í Mandsjukuo lialdi áfram að verða kínverskar i fyrirsjá- anlegri framtíð. Ýmsir eru þeirr- ar skoðunar, að þetta muni verða þröskuldur í vegi yfirráða Japana í Mandsjukuo — en af viðtali við almenning á þessum slóðum, verður lielst ráðið, að fólkinu standi alveg á sama tiver fer með völdin, hara að það sje látið nokkurnveginn í friði og sje ekki þrautpínt með sköttum. El' japönsku húsbænd- urnir kunna sjer hóf, eru allar þorfur á, að þeir þurfi ekki að óttast neitt af Kínverjunum í Mandsjukuo, og að alt fari bet- ur en óvinir Japana spá, AÐ ER í bæjunum, einkum þeim stærri, Mukden, Hsing- ing og Harbin, sem maður verð- ur mest var við Japanana. Þar eru þeir i svo stórum hópum, að manni gefsl kostur á að sjá, hvernig yngsta stórvetdi heims- ins fer að þvi að nema lönd. Allstaðar hafa Japanar hafið baráttuna fyrir því, að ná á- góða af öllu fjenu, sem þeir liafa ausið í Mandsjukuo og er það ekki nema eðlilegt. í bæj- unum blasa við spánýjar búðir, lieilar götur eru þar með jap- önsku sniði og' vörur frá Osaka og Tokio eru iálnar lokka vegfar- endurna, í raflýstum gluggun- um. Furðulegur fjöldi af verk- smiðjum hefir risið upp í Mand- sjukuo, enda eru vinnulaunin enn Jægri þar en i Japan. Afar mikið er bygt af liúsum. Eink- um er lagt kapp á húsabygging- ar í hinum nýja liöfuðstað lands- ins, Hsinking (sem áður hjet Changchun) og liggur inn í miðju landi. Þar býr Kangte keisari (Pu-Yi ríkiserfingi frá Kina) i fremur óásjálegri liöll gaddavísgirðing ofan á, og seg- ir sagan, að girðingin sje raf- mögnuð, eins og á vígstöðvum. Það er ætlunin að gera þessa fornu miðstöð soyabaunanna að risavaxinni stórborg, með stjórn arbyggingum, hermannaskálum og stórum verslunarhúsum. I ski])ulagsuppdrættinum að borg inni, er gert ráð fyrir að íbúa- talan verði um tvær miljónir! Þar hefir meðal annars verið mælt fyrir heilu liverfi, þar sem væntanlegir sendiherrar er- lendra rikja geti bygt hallir sinar, þegar vesturlandaríkin hafa liugsað málið, og viður- kent Mandsjukuo sjerstakt ríki! r IIINU nýja Mandsjukuo er all gert með vesturlandasniði. Japanar hafa fiutt þangað nýj- ungar evrópeiskra og ameri- kanskra húsameistara og tækni vesturlanda, svo að vesturlanda- búamnn finst liann vera heima tijá sjer þegar hann sjer þessi furðuverk. Til dæmis um þetta má nefna „Yamato“-gistihúsin, sem stofnuð hafa verið af suð- ur-mandsjuriska járnbrautar- fjeláginu. Uppi á þakinu á Yamato-gistihúsinu i Mukden voru veitingar i hinum fegursta blómagarði og var hvert borð setið þar, ágústkvöldið, sem jeg kom þangað. Eintómir Japanar. Karlnlennirnir flestir í Evrópu- klæðnaði en kvenfólkið í jap- önskum búningi. Það má segja fólkinu það lil liróss, að það liafði sig ekki mikið í frammi. en þó duldist engum, að Japan- arnir höguðu sjer eins og sá sem vald hafði, enda hafa japönsku embættismennirnir í Mandsu- kuo þrefalt liærri laun en í Jap- an. Þjónarnir áttu fult i fangi með að hafa við að al'greiða og mesl var drukkið þarna af hin- um alþjóðlegasta allra drykkja: ölinu. Sægur af ljósum frá hin- um óleljandi tjósaauglýsingum borgarinnar l)lasti við auganu livar sem litið var og hljóm- sveitin ljek „Glöðu ekkjuna“ eftir Lehar - maður gat haldið að maður væri staddur í mið- biki Evrópu, i hinni glöðu Wienarborg, eins og hún var fyrir ófriðinn. En gengi maður úl að þakbrúninni og liti niður yfr bæinn og sljetturnar alt í kring, fanst manni likast þvi að maður væri á þilfari í mikilli ljósadýrð, eða einskonar eyju i eyðilegu hafi, i einskonar ev- rópeisku gerfi-.Tapan (eða jap- aniseraðri Evrópu) mitt úti i ókunnri Asíu. Jafnvel innan hæjarlandsins er það ekki ör- ugt, að fara um kinverjahverfin á daginn, og á kvöldin er það beinlínis hættulegt. Maður venst fljótt af þeim sið í Mandsjukuo að „ganga túr“ á kvöldin. Landið htefir nefnilega alls ekki verið hreinsað fyrir bófum og hatursmönnum Japana enn- þá. Þarna eru stjórnmálabófar, sem tiafa stot'nað voldug fjelög og stjórna þeim, eins og hverjir aðrir bershöfðingjar. Annars getur livaða meinleysisbóndi sem er, liaft það til að bregða sjer í bófalíki, þegar honum býður svo við að horfa. Ef að sultur er i búinu leggur hann upp í ránsferð — það er sjálf- sagður siður í landinu. Enginn staður er tryggur i Mandsjukuo nema þá helst ræmurnar með- l’ram járnbrautunum, því að þar er eftirlitið best. Járnbraut- arstöðvar og brýr eru undir gæslu, eins og þetta væru vígi, og alvopnaðir hermenn eru í hverri einustu járnbrautarlest. í klefum þeirra sá jeg vjelbyss- ur, handsprengjur og ýmislegt annað, sem nægði til þess að skjóta hverjum meðalbófa skelk í bringu. Afleiðingarnar hafa lika komið í ljós, því nú er orð- ið langt slðan ráðist hefir verið á brautarlestir í Mandsjukuo. Nú er farið að láta járnbraut- irnar ganga á nóttunni en það er nýmæli i Mandsjukuo og lik- lega líður ekki á löngu þapgað til brautirnar þar standa á sporði bestu járnbrautum í Ev- rópu, og geta boðið farþegun- um ekki lakari öryggi en járn- brautir vesturlanda. Bófafárið er vfirleitt alls ekki vandasamt viðfangsel'ni lengur í Mandsjukuo. Þar stendur Ivina miklu framar. En það hafa skapasl ný viðfangsefni. Hvítir menn eru farnir að flytja til bæjanna í Mandsjukuo, einkum Rússar. Og það má búast við, að Japönum revnist torveldara að lialda í himilinn á þeim, en gulu J)ræðrunum sínum. ---x---- Nenn sem lifa. 15. Fjodor M. Dostojevski Dostojevski er talinn einn skarpasti sálfræðingur sem heimsbókmentirnar hafa af að segja. Hann var slavasinni, þ. e. a. s. var andvígur áhrifum Vestur-Evrópuþjóðanna á rúss- neska menningu og var af hug og sál rússneskur þjóðernis- sinni. Dostojevski liefir sjer- stöðu i heimsbókmentunum og er talinn með djúpsæustu skáld- um, sem uppi hafa verið. Hann fæddist í Moskva, en þar var faðir hans tæknir á sjúkrahúsi. IJann fjekk mentun sem her-verkfræðingur, en sagði sig úr herþjónustu aðeins 23 ára, til þess að geta gefið sig allan við ritstörfum. Pyrsta bók hans, sem út kom 1816 hjet „Fátækt fólk“, og lýs- ir fólki meðal hinna lágsettu embættismanna í St. Pjeturs- borg. Sagan er mikið meistara- vei'k og fjekk óskift lof liins á- hrifamikla gagnrýnanda Bjel- inskij. Segir bókin frá tveimur ungum elskendum, sem unnast en vita að þau fá aldrei að gift- ast. Næstu árin skrifaði hann ýms- gr skáldsögur, en i april 1849 urðu þeir atburðir, sem sviftu hann vinnufriðnum um sinn. Hann var sakaður um að hafa tekið þátt í samsæri ýmsra bylt- ingamanna og var settur í fang- elsi en dauðadómur fjell á liann um jólin sama ár. Hann var færður úr fangelsinu á Semion- ovskij-torgið og þar átti að skjóta hann ásamt ýmsum öðr- um, en á síðustu stundu var dómnum brevtt í átta ára vist í Síberíu og á aðfangadagskvöld- ið 1819 lagði Dostojevski upp þangað, með fangalest lil Omsk. Eftir fjögra ára þrælkunarvinnu i Síberíu var hann náðaður, það er að segja, að honum var lieim- ilað að gegna hermannsstörfum í Síberíu, þangað til loks að hann var leystur þaðan árið 1859. En þessar tíu ára þjáningar Framh. ú bls. VA.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.