Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Qupperneq 7

Fálkinn - 17.07.1937, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 Hann virtist alls ekki vera hrifinn af tilverunni. „Hrós- aðu Hajipi sjálfur“, sagði hann. „Þú liefir líka góða stöðu og þú ert þinn eigin herra. Þú get- ur komið og farið eins og þjer likar best sjálfum, þú þarft ekki að taka tillit til neiniia, þú erl frjáls“. Ilann þagði um stund, en hjelt svo áfram. Svo sagði hann hægt og fast: „llugsaðu þig vel um, áður en þú giftir þig“. „Ert þú þá ekki farsæll i hjónahandinu?“ spurði jeg dá- lílið forviða. „Þú sagðir mjer einu sinni, að þú giftist vndis- legustu stúlkunni í heimi, og satl að segja, þá held jeg að þú háfir haft rjett fyrir þjer. Kon- 'á'n þín er vernlega töfrandi. „Jú, víst er hún lagleg og góð og skyldurækin og þar fram eftir götunum. Það er aðeins það, að — skal jegsegja þjer — að hún er altof góð, allof fullkom- in. Við eigum ekki saman. Jeg er eins og fólk er flest og hefi ekki dvgðir í varasjóði. Jeg hefi lílið vit á hljómlist, málverkum, hókmentum og þesskonár, en jeg liefi gaman af að skemta mjer. Við lifum livort í sínum héimi. Það gæti nú gengið, en hún er svo fín, að hún g'etur alls ekki skilið mig. Jeg skal nefna þjer dæmi. Jeg hefi gam- an af að dufla við annað kven- fólk, vitanlega í mesta saklevsi, skilurðu. Ileldur þú, að hún skilji það? Nei, hún lekur það altsaman í blákaldri alvöru. Giftur maður á að láta sjer nægja sína eigin koriu, segir hún. Einn góðan veðurdag fer þetta all í mola, sannaðu til. Svona er hjónahandið“. „En í rauninni hefir hún rjetl fyrir sjer“, tók jeg fram í. „Þú gelur ósköp vel látið það ógert að dufla við aðrar konur, úr því að herini þykir það miður. Svo miklu verður maður að fórna fyrir hjúskaparfriðinn, sjerstaklega þegar maður hefir gift sig af ást“. Jeg kunni ekki við hreiminn i röddinni, þegar hann svaraði: „Ast! hvað vitum við eiginlega um ástina? Við köllum það ásl, þegar við verðum hrifnir af einhverri manneskju, dreymir jafnvel um að hún muni endast alla æfi. Svo tengist fólk sam- an i hjónabandinu og bráðum afhjúpast hlekkingin. Mann- eskjan sem við mátum svo mikils sýnir sig' að vera ósköp hlátt áfram, hafa fáa kosti en því fleiri galla. Hjúskapurinn verður fangelsi að minsta kosti annar aðilinn þráir, að hann gæti farið frjáls ferða sinna og verði sjálfum sjer nógur“. Það kom á mig. Jeg skildi að hann var óhamingjusamur í hjónabandinu og spurði sjálf- an mig: „Hvort á sökina?“ Það var um haustið, sama ár- ið. Sverre hafði hringt til mín og beðið mig urn að koma inn í bæinn. Það átti að halda grímuball í verslunarmannafje- laginu. Hann hafði náð í miða handa mjer og lofaði mjer skemtilegu kvöldi. Og það var skemtileg sam- koma. Sverre var klæddur sem munkur, en var svo ærslafeng- inn og kátur, að hann hafði víst alveg gleymt klausturheitinu. Það har á því, hve oft hann dansaði við stúlku, sem virtist jafn ljelt í skapi og hann sjálf- ur, og duflaði mikið við hana. Kona Sverre var líka á dans- leiknum og mjer fanst jeg verða þess áskvnja, að hún væri tæp- lega ánægð með þetta sam- kvæmi. Það hæfði ekki geðslagi hennar, hve alt var þarna frjálslegt og óstýrilátt. Hún var klædd sem indversk furstafrú og húningurinn fór henni eink- ar vel. Jeg reyndi að sinna henni eins vel og jeg' gat, þvi að mjer virtist Sverre hafa gleyml henni. Þegar leið á nóttina fór hún að kvarta um höfuðverk og vildi fara heim. Sverre skemti sjer prýðifega og langaði ekkert lil að verða samferða, svo að hún fór ein heim í bíl. Jeg fór líka úr samkvæminu áður en því lauk. Jeg þekti svo fáa og var svo illa upplagður, mig langaði mest til að fara að sofa og lók mjer híl heim á gistihúsið. Hálflun mánuði seinna fjekk jeg eilt af venjulegu stuttu hrjefunum frá Sverre. Það var enn styttra en vant var. Það stóð aðeins: „All í uppnámi heima. Þarf ráð' og hjálp. Komdu ’hið fljót- asta. Sverre“. Sverre var einn heima, þegar jeg kom. „Hvar er Jennv?“ spurði jeg og fór undir eins að gruna margt'. „Við látum svo heita, sem hún sje í heimsókn hjá móður sinni. En hve lengi sú heimsókn stendur, veit að minsta kosti ekki jeg. Líklega kemur hún aldrei aftur“. „Þykir þjer það sárt, eða ertu ánægður? Nú hefirðu fengið frjálsræðið, sem þú saknaðir svo mik.ið“. Hann virtist alls ekki vera ánægður. „Maður getur hafa sagt svo margt, sem ætti að vera ósag‘t“, svaraði hann. „Enginn veit, hvað átt hefir fyr en mist hefir“, hætti hann svo við. „Jeg hefi verið flón, hreint og' heinl fífl, og nú er ef til vill of seint að gera við því. ,Talaði| ljósar“, sagði jeg. „Hvað er að og hvaða heimsku- pör hefir þú gert“. „Þú manst víst grímudans- leikinri. Jeg hitti þar stúlku, verulega hrifandi stúlku. Hún var jafn ljettúðug og hún var falleg og' jeg var ofurlítið hreif- ur. Jeg- náði í bil handa henni og ók með henni heim. Jeg þarf víst ekki að lýsa því út i æsar. Jeg fór með henni inn og það var langt þangað til jeg kom heim til konunnar minn- ar“. „Já, er þetta ekki frámuna- legur kjaflakindabær. Það er óráðin gáta hvernig hún hefir frjett það, en hún veft alla sög- una“. „Það voru makleg mála- gjöld“, sagði jeg. „Þetta er mjög raunaleg, en mjer finst henni vera mesl vorkunnin, en ekki þjer“. „Sparaðu þjer öll orðatil- læki“, svaraði hann þungbúinn. „Reyndu heldur að gefa mjer heilræði. Hvað á jeg' að gera?“ „Hefirðu ekki gert nóg?“ sagði jeg. „Nú hefirðu fengið óskir þinar uppfyltar. Þú hefir fengið frjálsræðið“. En það lá ekki þannig á hon- um, að liann vildi láta hugga sig á þennan hátt. „Flónska!“ sagði hann reið- ur. „Skilurðu ekki að mjer þvk- ir vænt um hana enn. Jeg get ekki verið án hennar“, sagði hann. „Gefðu mjer ráð, maður“. „Hefir þú játað heimsku þina?“ spurði jeg. „Hefirðu viðurkent nokkuð, reynt að af- saka þig“. „Heldurðu að jeg' sje alveg vit-tórulaus? Auðvitað hefi jeg neitað öllu, sagt að ságan væri lygi og uppspuni, én hvað stoð- ar það? í þetta sinn trúði hún mjer ekki“, bætti hann við þungbúinn. Jeg var orðinn alvarlegúr. ,.Þú talar um hjálp og ráð“. sagði jeg. „Jeg skil ekki, hvers þú væntir þjer af mjer. Jeg sje enga leið út úr þessu, og jafn- vel þó jeg gæti hjálpað þjer í þetta sinn, þá væri það ekki nema stundarfrestur. Þú verður endilega að dufla við- kvenfólk, getur ekki stilt þig um það, hún þolir það ekki og vill ekki sætta sig við það. Hjónabandð á ekki við breyskleikamenn eiiis og þig“. „En skilurðu ekki maður, að jeg elska hana enn? Auðvitað verður þetta í síðasta sinn, ef hún kemur aftur. Jeg hefi verið flón, verra en flón, en nú skil jeg sjálfur, að hún hafði rjett fvrir sjer“. „Má jeg trevsta því? Ertu viss um sjálfan þig og viss um að sagan endurtaki sig ekki?“ „Heldurðu að jeg mundi vilja eiga þetta á hættu aftur? Nei, vertu viss um það. Slíkt skal aldrei koma fyrir aftur“. „Hlustaðu þá á það sem jeg segi. Þú fylgdir alls ekki stúlk- unni heim nóttina sælu. Þú fórsl með mjer heim á gisti- húsið og þar sátum við lengi og töluðum saman, eins og þú manst. Gefðu mjer nú heimilisfang konunnar þinnar og svo skrepp jeg og tala við hana. Það verður lygasaga, sem jeg segi hcnni, en hún trúir mjer, og ef þú efnir það, sem þú hefir lofað, þá mun jeg ekki iðrast eftir það, sem jeg geri“. Svo fór jeg til hennar sam- dægurs. Jeg sagði lygasöguna mína i fvlstu alvöru og hún trúði mjer. Jeg hefi aldrei halt ástæðu til að iðrast þeirrar lygi. Sverre varð allur annar maður eftir þann dag og síðan hafa þau húið saman í mestu far- sæld. Jeg kem oft til þeirra. Þau l;afa eignasl son, sem er auga- steinninn þeirra beggja, hafa lært að skilja livort annað, og mismunurinn á lundarfari þeirra aðskilur þau ekki fram- ar, heldur bindur þau enn fast- ar saman. Og nú spyr jeg vður, herra rektor. Gerði jeg rangl, þegar jeg laug að konu Sverre, eða er stundum hægt að afsaka lyg- ina“ Horn rektor hristi höfuðið. „Hvað á maður að segja?“ sagði hann. „Jeg verð visl að svara með gömluni niálshætti: Alt er gott el' endirinn er góður“. I’RJÁR KVIKMYNDASTJÖRNUR. Hjer á myndinni sjást Gary Cooper, Carol Lombard og Shirlev Temple vera að tala sáman í livíld- artímanum frá leiknum. Þau leika saman í stórri kvikmynd, sem bráð- um er fullgerð. í mörgum þjóSfjelögum hefir al- menningi verið bannað aS ganga í hjónaband. HjónabandiS var eins- konar forrjettindi, sem aSeins veill- ust tignu fólki og riku. Um 300 ár- um f. Kr. var ibúatala Grikklands um 500.000 manns, en aSeins 9.000 eSa fimtugasta hver manneskja hafSi rjett til að gifta sig. I hittifyrra var sett upp tánn- lækningastofmm í París, sem kost- aSi 4% rniljón króna og er hún sú fimta í röSinni af visindalegum tannlækningastofnunum, sem aúS- kýfingurinn George Eastman hefir gefiS fje til, en liinar stofnanirnar eru í London, Róm, Bryssel og Stokkhólmi. Eastman græddi auS- æfi sín á Kodak-filmunni og tjós- myndavjelum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.