Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Side 12

Fálkinn - 17.07.1937, Side 12
12 F Á L K I N N Ránfuglar. Leynilögreglusaga. 4. ei'tir JOHN GOODWIN — Þella er fangavörður, livíslaði Jeff í eyrað á henni og nú kom niaðurinn lil þeirra. — Það er skylda mín að stöðva all- ar bifreiðar, sagði hann afsakandi. Jeg vona að þið hafið ekki á móti því, að jeg rannsaki bifreiðina ykkar? Jeg er hræddur um, að það beri líl- inn árangur, sagði Jeff og brosti. En gerið samt skyldu vðar. Jeg geri ráð fyrir, að þið liafið mist einhvern fangann frá Dartmoor. .íá, sagði fangavörðurinn og leit inn í bifreiðina. — Það hurfu tveir fangar í þok- unni í dag. Hún varð alt í einu svo þjett, og ])á liafa þeir sætt lagi. Þeir voru horfnir áður en nokkuð varð að gert. Það munu ekki hafa verið tveir af þeim sem unnu við mótekjuna? Fangavörðurinn varð forviða. Jú, visl var það svo. En hvernig stendur á þvi, að þjer eruð þessu svona kunnugur? -— Frú Nishet og jeg sáum, þegar fang- arnir voru á leiðinni inn og við námum staðar og horfðum á þá, sagði Jeff. Hann sneri sjer að Joyee: - Það skyltli þó aldrei hafa verið Dench, vinur okkar? Hann starði á stúlkuna. — Það líður ekki á löngu, þangað til við höfum uppi á þeim. Riflamennirnir eru að ellast við þá núna. En levfið mjer að gefa yður eitt lieilræði, frú. Akið beinl heim til yðar og farið ekki út, fyr en þjer frjeltið, að flóttamennirnir hafi verið hand- samaðir. Þjer ættuð ekki að eiga á hæltu að liitta mann eins og Dench! 4. Joyce kemur ráð í hug. — Joyce hugsaði sig um eitt augnablik. Svo hló hún og án þess að svara losaði hún hemilinn og ók áfram. Hún leit á Jeff og það var ekki á honum að sjá, að hann hefði heyrt aðvörunarorð fangavarðarins, en þó virlist honum vera talsvert órótt. Væri ekki besl að þjer sneruð við og færuð heim? sagði hann. Því skvldi jeg gera ])að? svaraði Joyce. — Ekki fer jeg að snúa við, þó að fangagarmur sje hundeltur eins og tófa, og auk þess þarf jeg að segja yður nokkuð. Hún þagði um stund. - Svo það var Dench. Já, það hlaut að vera hann, úr því að það var nokkur. Jeg vona að l)ann kom- ist undan. Það eru býsna lítil líkindi lil þess. Já, vísl er það. En jeg hefi samúð með manninum. Aður en Jeff gat svarað, kom drengur á rauðmáluðu pósthjóli i augsýn. Joyce stöðvaði bifreiðina og benti drengnum að nema staðar. - Hann er líklega á leið til Deeping, og' þá er hann með símskeyti til mín, sagði hún. Drengurinn staðnæmdist og tök sím- skevli upp úr tösku sinni; hún braut það sundur og las. „Þvi miður get jeg ekki komið fgr en með sömu lest á morgun. Jenkins". Og á morgun frjettir maður líklega, að liann geti yfirleitt alls ekki komið, sagði Joyce gröm. Hún gaf drengnum einn shill- ing og stakk simskeytinu í vasann. Jeg ætla að aka yður heim samt, herra Ballard. En þokan, sagði Jeff. Það er betra að jeg gangi hjeðan. —< Nei, sagði Joyce ákveðin og jók hrað- ann. Þokan er ekki hættuleg og mjer er ekkert áhugamál að komast snennna lieim, eins og á stendur. — Hún stalst til að líta á Jeff, en sá eitthvað það i andliti hans, að hún lijelt áfram: Þjer sjáið, að það fer ekki hjá því, að við lendum í rifrildi, ])egar heim kemur — og jeg hata rifrildi. Jeff hafði breytt um svip. Er yður alvara, að þjer ætlið að fara að ráðum mínum? spurði hann óðamála. Er vður alvara, að losna við Daltons- feðgana? Ekki í einu vetfangi, sagði Joyce og hló. En jeg ætla að gefa þeim í skyn, að það verði heppilegast að þeir flytji. Hún ók áfram og kom að hliðinu á steingirð- ingunni. Hjerna er vðar heimkynni, er ekki svo? Já, þetta er Wonnacot, sagði liann. Má jeg ekki bjóða yður að koma inn og líta betur á híbýlin? Hún hristi höfuðið. Nei, þakka yður fvrir, jeg vil ekk'i koma inn núna. Wonnacot, jeg kann vel við það nafn, sagði hún og rendi augunum ii])]) að húsinu, sem aðeins var liægt að greina efst uppi í ásnum. Þetta er yndis- legur staður. Jeff var kominn út úr bifreiðinni, en í stað þess að kveðja stóð hann kyr hjá henni. Hann langaði lílið til að skilja við liana og það stafaði ekki eingöngu af að- drátlarafli því, sen) hún Iiafði, heldur fann hann lika að hún var þrevtt og honum var ])að ömurleg tilhugsun, að hún ætli að koma ein á fund Daltons aftur. Engin gleði hefði verið honum meiri en að fara með henni til haka og berjast við hlið henni, en honum var hinsvegar ljóst, að það náði ekki nokkurri ált. Hann hafði engan rjett lil ])ess að sletta sjer fraih í hennar mál- efni. Nei, þetta er alls ekki afleitur staður, sagði hann. Það er hægt að gera talsvert úr honum með penihgum. Peningum, endurtók Joyce og gagn- stætt eðli sínu virtist hún beisk í huga. — Já, peningarnir geta gerl undraverk, en stundum finst mjer þeir leiða af sjer bölv un. Míni,r peningar hafa veitt mjer yndis- legt heimili og allskonar óþarfa, en þeir hafa Iíka fært mjer allskonar amstur og kvíða. Stundum liggur mjer við að óska ])ess, að jeg hefði aldrei kynst Charlie og ekki erft eignir hans, þvi að þegar öllu er á botninn hvolft hefði jeg vel gelað komist af með þessi tvö hundrúð á ári, sem faðir mínn ljet eftir sig. Jeff, sem hafði hallað sjer áfram til hennar, sagði all í einu: — Vitið þjer livað jeg gæti gert, ef það væri lilfellið — cf þjer hefðuð aðeins tvö hundruð pund á ári ? Hann hinkraði við, en Joyce sagði ekki neitt, svo að hann hjelt áfram: — Þá mundi jeg biðja yður að giftast mjer. Joyce virtist verða hvert við i svipinn, en það hvarf brátt. Hversvegna? sagði hún. Af að þjer eruð hryggur mín vegna? Jeff horfði beint í augu hennar: - Af því að jeg elska ])ig, sagði hann. Þú heldur auðvitað, að jeg sje ekki með öllum mjalla, hjelt hann áfram, en jeg hefi ekki vitað það fyr en í dag, að neitt væri til í heiminum jafn guðdómlegt og ])ú ert, og jeg mun aldrei finna neitt, sem likisl þjer. Hann gal varla náð andan- um meðan hann horfði á hana, og ællaði varla að trúa sinum eigin augum, þegar hann sá, að hún brosti. Mjer detlur ekki i hug, að þjer sjeuð ekki með öllum mjalla, sagði hún, en máske eruð þjer nokkuð fljótfærinn. En ef jeg tek yður nú á orðinu ? Því að svo mikið veit jeg, að það gæti farið svo, að jeg misti Nisbet-auðæfin. Það eru ýn)sar ástæð- ur til þess að það gæli komið.fyrir. Granl Dalton, sem þekkir betur til ástæðua minna cn jeg geri sjálf, hefir gefið það í skyn. Jeff svaraði fljótt og ókaft: Ef það kæmi lil þá veistu, að jeg híð þin, ef þú vilt hafa mig. En ef jeg niissi ekki eignir mínar, hvað þá? spurði Joyce. — Heldur þú að ])ú spvrjir mig samt? Jeff brá við og livassi ákefðarsvipurinn hvarf af honum. Nei, Joyce, fátæklingur eins og jeg getur ekki gifst ríkri konu eins og þjer. Það kemur ekki lil mála. Jeg gæli ekki verið háður gjafmildi konunnar minnar, og lát- ið kalla mig glæframann, sem hei'ði gift sig lil fjár. Jovee hló. Já, hvað þetta er líkt karl- mönnunuin. En, vinur minn, samningur er ekki neinn samningur, ef Iiann er ekki viðurkendur af báðum aðilum, og jeg get lekið þig á orðinu, ef jeg vil. Hún bjóst við að hann mundi svara, en hann sagði ekki neitt. En all í einu hvarf gleðin af andliti hennar og augun urðu svo alvarleg. — Er þjer alvara með þetta, Jeff? sagði hún og var svo raunamædd að hann komst við. Þú veisl að mjer er alvara, sagði Jeff rólega. Ilún kinkaði kolli. - Viltu þá gera nokk- uð fyrir mig, spurði hún. Nei, svaraðu ekki strax, því að þelta er alvarleg spurn- ing, og ef til vill nokkuð, sem slúlka aldrei mundi biðja karlmann um. Það er ekkerl til, sem er of mikið til ])ess að ])ú getir ekki bcðið mig um það, Joyce, sagðl Jeff. Hún Ijet dragast að segja það, sem hún ællaði að segja og hún liorfði á hani) með efa í augnaráðinu, en svipur hans ýtti und- ir hana. Hún fann hve hann var sterkur og huggaði sig við það. Heyrðu þá, sagði hún. — Jeg vil að við sjeum opinberlega trúlofuð, svo að þú getir hjálpað mjer i viðureigninni við Dallons-feðgana, ef þeir ybba sig. Jeg verð að hafa lijálp. Jeg er svoddan einstæðing- ur. Það gefur þjer rjett til að liafa afskifti af mínum málefnum. Ef alt gengur vel ætla jeg að gefa þjer Deeping Royal. Og jeg ætla að gefa þjer frelsið aftur, ef þú biður

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.