Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Síða 14

Fálkinn - 17.07.1937, Síða 14
14 F Á L K I N N BÚNAÐARFJEL. ÍSLANDS 100 ÁRA. Framhald af bls. 3. arlögin komu til sögunnar. Sigurður SígurSsson varð einskonar frarn- k væmdarstjóri fjelagsins og síSan búnaðarmálastjóri, en sjerstök stjórn var kosin fyrir fjelagiS jafnframt. Tryggvi heitinn Þórhallsson var þá kosinn formaður fjelagsstjórnarinn- ar og gegndi því starfi til dauða- dags, 1935, en síðan hefir Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum ver- iS formaður. Núverandi búnaðar- málastjóri er Steingrimur Steinþórs- son alþingismaður, en um skeiS voru búnaðarmálastjórarnir tveir og gegndi Metúsalem Stefánsson þá'ann- ari stöðunnj og um tíma var hann einn búnaðarmálastjóri. — Þetta er í sem stystu máli saga fjelagsskap- arins frá öndverðu til þessa dags. En innan skamms mun þeim sem óska veitast kostur á, að lesa itaríega sögu fjelagsins og búnaðarframfara á íslandi, þvi að í tilefni af afmæt- inu hefir Búnaðarfjelagið látið skrifa afmælisrit stórt og vandað, sem væntanlegt er á bókamarkaðinn á næstunni. Er ritverk þetta í tveimur bindum og segir annað þeirra sögu Búnaðarfjelagsins sjálfs og er samið af dr. Þorkeli Jóhannessyni. En hitt bindið ritar Sigurður Sigurðs- son búnaðarmálastjóri og segir þar frá merkustu búnaðarframförum á íslandi á þeirri öld, sem búnaðar- fjelagið hefir starfað. Sjálf afmælishátíðin fór fram í Alþingishúsinu fyrra fimtudag og hófst kl. 1 síðdegis. Flutti formaður stjórnarinnar, Magnús Þorláksson þar itarlega ræðu um fjelagið, en Hermann Jónasson landfiúnaðarráð- herra hjelt ræðuna fyrir minni fje- lagsins. Hinir útlendu gestir töluðu og fyrir fjelaginu, de Fontenay sendi- herra fyrir Danmerkur hönd, Ole Herzog flutti kveðju norska „Sel- skabet for Norges Vel“ en Winther Liitzen kveðju frá Búnaðarfjelagi Færeyja. Hallgrimur Þórarinsson flutti kveðju frá Búnaðarsambandi Austurlands og afhenti Búnaðarfje- laginu að gjöf fagurt málverk af Snæfelli, eftir Finn Jónsson málara. Og Árni Eylands forstjóri flutti kveðju frá þýska fjelaginu 1. G. Farbenindustrie og Norsk Hydro og las upp gjafabrjef frá þessum fyri.r- tækjum, þar sem þau ánafna Búnað- arfjelaginu 3000 krónur er renni til stofnunar sjóðs, sem skuli varið tii þess að veita verðlaun ungum mönn- um, sem skari fram úr öðrum í námi sinu í búfræði. — Athöfnin stóð yfir i rúma tvo tima og lauk með því að Karlakór Reykjavíkur söng þjóðsönginn. Síðan skoðuðu gestir hina nýju rannsóknardeild Háskólans i þágu atvinnuveganua og voru síðan gestir forsætisráð- herra i kaffidrykkju. Og um kvöldið var fjölment samsæti á Hótel Borg. Næstu daga var gestunum boðið í skemtiferðir austur um sveitir, en b.inum útlendu gestum var ennfrem- ur boðið i skemtiferð norður í land. ----------------x—— ÚTBREIÐSLA ÍSL. FUGLANNA. f rh. af bls. 11. þeim á Tjörnina í Reykjavik, og döfnuðu ungarnir þar fljótt og vel. Báðar þessar síðast- nefndu tegundir verpa í Græn- landi og Norður-Ameríku, hús- öndin í nyrstu löndunum þar. að austan og vestan. En straum- öndin hefir einnig numið land frá Ameríku vestur á bóginn og er í Síberíu og vestur að Baikalvatni. Kringum alt norðurhvelið eru einnig snjótitlingur og auðnu- titlingur (hinn síðarnefndi held- ur sunnar), en báðir skiftast í margar undirtegundir. Skyldar legundir af rjúpum eru um alt norðurhvelið norðantil, og auk þess liátl til fjalla í Ölpunum og Pyrenafjöllum. Bjúpur eru ekki í Færevjum, en þær voru fluttar þangað frá Grænfandi vorið 1890, alls 10 eða 11 hjón. Loks má nefna tildru og selling, sem eru hringinn í kringum norður- hvelið; tildran er hánorrænn fugl, sem hefir hjer suðurtak- n örk varpstaða sinna, en fer langt suður á vetrin (Suður- Afríku), en sellingurinn er hjer arsfugl. Allmargar tegundir sjólugla eru beggja megin við Atlantshaf nyrst, svo sem hafsúla, langvia, stuttnefja, teista, álka, haftirðill og lundi. Sumar þeirra (eða náskyldar tegundir) eru einnig nyrst i Kyrrahafi, svo sem stutt- nefja, álka og lundi. Að síðustu má geta, að sumir fuglar eru útbreiddir yfir til- tölulega lítið svæði. Þannig verp- ir veiðibjalla (svartbakur), að- eins nvrst á Rússlandi, nyrst i Skandinavíu og lítilsháttar í Færeyjum og við Skotlands- strendur, auk þess sem liún verpir hjer. Skúmurinn hefir ennþá takmarkaðri úthreiðslu. Ilann verpir ekki, það menn vita með vissu, nema á Hjalt- landi, í Orkneyjum, i Færeyjum og hjer. En sumir halda að hann muni einnig verpa við Hudsonflóa i Ameríku. Ólafur Fridriksson. ----x ENSKIR PENINGAR með mynd Georgs 6. voru settir í umferð skömmu fyrir krýninguna í vor Sjest hjer mynd af enskum penny. Það er siður i Englandi, að nýr konungur er jafnan látinn snúa i aðra átt á myndinni en fyrirrenn- ari hans. Georg 6. horfir til vinstri eins og faðir hans, en á peningunum sem gerðir voru af Játvarði 8. og aldrei komu í umferð sneri myndin lil hægri. ----x——— Hefst notkun veiðifálka á ný? Fyrrum voru íslenskir fálkar flutt- ir úr landi hjeðan í stórum stíl. Yoru það Danakonungar, sem sótt- ust mjög eftir þessum fögru fuglum og ljetu temja þá til veiða og notuðu ýmist sjálfir eða gáfu þjóðhöfðingj- um suður í Evrópu, sem þeir vildu vingast við, fuglana. Þóttu engar gjafir betri i þá daga en veiðifálkar frá íslandi. Fyrir meira en hundrað árum lagðist þetta að miklu leyti niður og fálkaveiðarar konungs hurfu úr sögunfii og fálkahúsin — eitt þeirra var við núverandi Hafnars- stræti í Reykjavik — lögðust niður. En þar voru fálkarnir geymdir með- an jieir biðu skipsferða til útlanda. Á síðustu árum mun talsvert hafa verið um það, að fálkaungar væru teknir í hreiðrum og seldir úr landi, en lítið hefir verið um það talað, og Hestir af þessum ungum munu hafa drepist von bráðar. En í vor komu hingað tveir erindrekar frá Þýskalandi til þess að kaupa íslenska fálka. Heitir sá dr. Heinz Brúll, sem fyrir förinni var og fjekk hann alls 12 fálkaunga hjer á landi, ýmist á Austurlandi, Norðurlandi og Vest- fjörðum, og hafði með sjer til Þýskalands. Tilefnið til þessara fálkakaupa er l>að, að á ýmsum stöðum i Þýska- landi eru menn farnir að tíðka tamningu fálka og nota þá til fugla- veiða eins og í garnla daga. Meðal annars hefir Göring mikinn áhuga á þessum veiðum og fær eitthvað af fálkum þeim, sem dr. Brúll hefir fengið hjer. Þjóðverjar hafa stundað þetta fálkauppeldi eftir strangvis- indalegum reglum og þessi fálkakaup þeirra nú, eiga að skera úr því, hvort íslensku fálkarnir þoli suðrænna loftslag en hjer er, en á því hefir þótt leika nokkur vafi, vegna þess hve margir hafa drepist á undan- förnum árum af þeim, sem fluttir hafa verið til Englands og Þýska- lands. Er þess að vænta oið þessi tal- raun takist vel, því að íslenskir fálkar fnundu minna á ísland er- lendis. En hitt ber að athuga, hvort ekki væri rjett að hafa eftirlit Ineð því, að fálkastofninum í landinu verði ekki bfgert. Engan mun langa til þess, að fuglinn, sem prýddi liið gamla skjaldarmerki þjóðarinnar, verði aldauða á íslandi. x- HITLER SKRIFAR NAFNIÐ SITT. Á siðasta afmælisdegi Hitlers ljet hann það boð út ganga, að ölluni væri heimilt að koma til sín og skyldi hann skrifa nafnið sitt fyrn’ þá. Hjer á myndinni sjesl hann umkringdur af rithandasöfnurum. ----x---- í sumar, liegar innbrotsþjófnaðirn- ir voru svo algengir, meðan fólkið var uppi i sveit í sumarleyfinu, fann maður nokkur, þegar hann kom heim um kvöldið, miða límdan á dyrnar hjá sjer með svolátandi áritun konunnar sinnar: „Kæri Gúsi- af! Jeg skrapp til hennar mömmu og hefi falið lykilinn svo enginn finni hann. Hann liggur undir gólf- mottunni til hægri.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.