Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1937, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.07.1937, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ATLANTIS Æfintýralandið sem sökk í sjó. Fjöldi vísindalegra og óvísindalegra rila hefir verið skrifaður um ATLANTIS, landið, sem átti að hafa Iegið í miðju Atlantshafi fyrir tugum alda. í grein þessari er sagt frá niðurstöðum ýmsra höfunda um Atlantis og rökum þeim, sem fram hafa verið borin fyrir kenningunni um Atlantis. Fjöldi landfræðinga og jarðfræð- inga viðurkenna líkurnar fyrir því, að áður fyr hafi mikið land verið i miðju Atlantsliafi. Þetta byggja þeir á því, að við botnrannsóknir i hafinu, sem gerðar hafa verið af ameríkönskum, enskum og þýskurn rannsóknaskipum, hafa fundist stein- tegundir, sem talið er að ekki geti myndast undir vatni. Þetta signa iand er sporöskjumyndað og nær nokkru fyrir suðvestan England, nið- ur með Pyrenaskaga og Vestur-Af- ríku vestur undir Vestur-Indíur og Brasilíu. Á þessu svæði er hafsbotn- inn þannig gerður að margir vís- indamenn neita því að hann hafi getað fengið „sköpulag" sitt á hafs- botni. Þar eru fjöll og dalir, sem iíkiegt þykir að aðeins hafi getað myndast við veðrun lofts og áhrif rennandi vatns. Þýski náttúrufræð- ingurinn W. Bölsche heldur þessu t. d. mjög ákveðið fram, eftir rann- sóknum þeim, sem hann hefir gert á hafrannsóknarskipinu „Meteor“. Á safni einu í Paris er moli af hraungrýti, sem tekinn er upp af hafsbotni á 3000 metra dýpi um 900 km. fyrir vestan Azoreyjar. Þetta hraun er af nákvæmlega sömu gerð og það, sem storknar undir beru lofti. Hraun sem hefði storknað und- ir þrýstingi 3000 metra hárrar vatns- súlu mundi eflaust hafa fengið á sig alt aðra mynd. Franski jarðfræðingurinn Devigne kemst að þeirri niðurstöðu, eftir kenningum fræðimannsins Germaine að snemma á fjórðu jarðöld hafi Azore.yjar, Kararieyjar, Madeira og Kapverde-eyjar verið samfast land og áfastar Vestur-Afriku og á þriðju jarðöld hafi land þetta einnig verið áfast við Spán. Skeldýr og ýms gróð- ur á eyjunum virðist staðfesta þetta. En hvernig hefir þetta mikla iand lílið út? Landið, sem menn kalla Atlantis og sumir vilja halda, að hafi verið vagga siðmenningarinnar. Samkvæmt fornum sögnum átti Atlantis að hafa verið feikna stórt land — „stærra en öll Asía og Libya til samans“ (þess ber að geta að þegar þetta var sagt höfðu menn ekki hugmynd um hve stór Asía var), og kölluðu menn land þetta hina „týndu Paradís“. Þar áttu landgæði að hafa verið meiri en í nokkru öðru landi heims, þar voru víðir skógar, fjöll full af dýrum málmum og aldingarðar þar sem trjen svign- uðu undir safamiklum ávöxtum. Og l'ólkið var liraustbygt mjög og rauð- jarpt á hörund. Það var gáfað og atorkusamt, trygt guðum sínum og trúarbrögðum, kunnandi og áræðið til sjómensku, listfengt í málmsmiði, kunnandi í iandbúnaði og þar voru ágætir byggingarmeistarar, iæknar og stjarnfræðingar! í Atlantis var fjöldi borga en aí þeim fór einkum orð af „hinum sjö l)orgum“ sem voru sannkallaðar æf- intýraborgir, þar sem borgarmúr- arnir voru „gagnsæir og hliðin úr gulli“. Og upp á ' hæðunum voru musterin miklu, einnig með gagnsæ- um múrum og prýdd hinum ágæt- ustu standmyndum úr skíru gulli og þaðan steig eimur brennifórnanna upp til himna. Fólkið sem bygði þetta mikla land var á afarháu menningarstigi. Það hafði mikla lieri og fullkomna flota. Prestastjettin var mjög lærð. Prest- arnir þektu hina rjettu lögun jarðar- innar, fjarlægð hennar frá sólinni og lengdina á ummáli jarðarinnar á miðjarðarbaug. Atlantisbúarnir reistu risavaxna pýramída, sem þeir húðuðu að utan með „gullnu stein- lími“ og þeir bygðu tröllaukna múra, sem þeir þöktu með bronse. Tíðum fóru Atlantisbúar í ferðalög til ann- ara landa bæði sjóleiðis og land- leiðis, og þeir rjeðu yfir öllum eyj- um í Atlantshafi og menning þeirra hreiddist út til Asíu, Evrópu, Afríku og Ameríku. Og eins og áður var nefnt var land þeirra frábært að fegurð og frjósemi. Þar voru beiti- lönd ágæt, sem allskonar fjenaður gekk sjálfala á og í loftinu sveimaði fjöldi fugla af ýmsum litum. Þetta var Atlantis — keisaradæmi sólarinnar, bronseríkið, land guð- anna, drottning heimshafanna, vagga allra vísinda — miðdepillinn, sem ltiftraði menningunni til allra landa og þjóða veraldar. — EN SVO bar það við eina nótt, er bænir hinna trúuðu liðu upp til himna og stjörnurnar blikuðu með kynjabjarma, að jörðin fjekk mesta áfall, sem hún hefir fengið tii þessa. Atlantis — „stærra en Asia og Libya lil samans“ — Ijek alt í einu á reiðiskjálfi og um hundrað eldgígir byrjuðu samtímis að gjósa, með ógurlegum gauragangi. Himiu- inn varð fyrst svartur og síðan rauð- ur sem blóð — landið lyftist alt og vaggaði eins og skip á sjó. Svo slengdist það i loft upp og steyptist svo í einu vetfangi í hafið með all- ar þær C4 miljónir manna er þar lifðu. Þessi upplýsing er úr ind- versku maya-riti. Og af frjósamasta landi veraldar stóðu aðeins eftir nokkrir fjallatindar, þar sem nú eru Kanarieyjar, Azoreyjar o. s. frv. Lýsing þessi er elcki ósvipuð lýsing- unni á Krakatoa-gosinu 1873, þar sem sprengigos eyddi stóru landi og var þar eftir gígur, er áður hafði verið frjósamt land, en útskefjarnar stóðu eftir. Þannig hljóða sagnirnar um þetta æfintýraland. Á maður nú að halda að þetta sje ekkert nema æfintýri og hugarburður? Það er tæplega for- svaranlegt að stimpla þetta sem ein- beran uppspuna. En hve mikið af því sje sannleikur — hve miklu megi trúa, það er rannsóknarefni fjölda manna enn i dag. Sagnir þær, sem menn hafa af aldingarðinum í Eden og flestir þekkja úr bibliunni, eiga rót sina að rekja til þjóðflokka, sem lifðu ein- hverntíma i forneskju, og að því er menn hyggja gætu hafa haft ein- hverskonar samband við Atlantis- menninguna. Gyðingarnir segja t. d.: „Forfeður vorir komu frá hinum undursamlega aldingarði í Eden og voru reknir þaðan með logandi sverðum". Og Indíáni i Mið-Ameríku sagði svo frá, þegar hvilir menn komu þangað fyrst: „Yagga jsjóðar vorrar stóð ekki hjerna. Við erum komnir af mikilli þjóð í austri". Og um Monte- zuma sagði við Ferdinand Cortez: „Sjá, feður mínir eru ekki fæddir hjer. Þeir eru frá fjarlægu landi, sem hjet Aztlan, þar sem þeir bygðu sjer himinhá fjöll og dýrðlega garða, þar sem guðirnir áttu heima“. Þá ber eigi síður að leggja sjer það á minni, sem ítarlegast hefir verið sagt frá Atlanlis og kemur frá eigi ómerkari manni en sjálfum Platon, hinum ódauðlega spekingi Grikkja. Platon segir frá því, að Solon spekingur hafi átt tal við prest einn egyptskan, er hafi sagt honum frá landi einu miklu sem hjeti Atlantis og lægi alla leið fyrir vestan „Súlur Herkúlesar“ (við Gíbraltar) og hafi land þetta sokkið í sjó fyrir 9000 áium. Segir Platon að það hafi ver- ið prestur frá Sais, sem hafi sagt Salon þetta og gefið það í skyn-um leið, að þekking Grikkja á heimin- um væri býsna bágborin, enda væri þeir ung þjóð. Ilinsvegar væru Egyptar gömul þjóð og hyggju livorki í fjalllendi eða við sjó og væri þvi ekki í hæltu fyrir eldgosum nje syndaflóðum. „En þau hafa • mörg gengið yfir heiminn og i einu þeirra fórst Atlantis‘“. TNDVERSKAR þjóðsagnir segja frá ijórum stórkostlegum áföllum, sem heimurinn hafi orðið fyrir. Hið fyrsta varð fyrir 900.000 árum, þeg- ar heimskautin færðust úr stað vegna sjerstakrar afstöðu, sem þá varð milli jarðar, lungls og sólar. Hið annað var 200.000 árum síðar og hið þriðja 80.000 árum síðar en hið siðasta 9564 árum fyrir Krists burð og í þeim látum sökk Atlantis eða leifarnar af Atlantis, segir Evelino Leonardi. Ummæli Platons, þau sem að of- an getur, standa í „Timæus“. En í öðru riti, „Kristias“, ritar Platon nieira um Atlantis og þar segir hann frá því, að elsti sonur Poseidons, sjávárguðsins, hafi verið nefndur Atias, og að eftir honum hafi hið mikla land, sem þá hafi verið all mjög gengið saman af fyrri jarð- skjálftum, verið skýrt Atlantis. Eft- irkomendur hans ríktu í margar ald- if og voru voldugir höfðingjar og í miklu áliti. Þeir herjuðu á önnur lönd af miklu kappi og freistuðu þess að ná allri Evrópu á sitt vald Here men siy .the mariner compa'ss ICEL^ND s, faileth ' Al iHrfp O1 There toashere dn ]SLE. c/as turned oO beíullof Demorv* ■TIBF* ubifcb ci IPLPCTO fdia 'go\d '&l <<v ^ . rUh fpices */****> p O cto Catba/ f^lvase^o ~ „ c . ^ i X-'TÍ(C< Enskur uppdráttur frá 1500, sem sfjnir Atlantis — og margt fleira skrítið,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.