Fálkinn - 31.07.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Heimagerð „Qlettuskæri".
HEIMAGERÐ „GLETTUSKÆRI".
Það er ekki mikill vandi að smiða
þessi skæri, sem þið hafið eflaust
sjeð einhverntima. Þið sagið ykkur
marga smálista úr vindlakassatrje,
tólf stykki er hæfilegt og eiga styklc-
in að vera 2 sentimetrar á breidd og
20 á lengd, eins og sýnt er á 1.
myndinni, en Idó má hafa listana
lengri, ef þið viljið ná langt með
skærunum. Listarnir eiga að vera
nákvæmlega jafnlangir, því að ann-
ars verða skærin ekki góð. Þið legg-
ið þá saman þegar þið hafið sagað
þá og bindið vel utan um þá eða
setjið þá í skrúfstykki og borið svo
þrjú göt á þá, alla í einu (mynd 2).
Götin eiga ekki að vera stærri en
svo, að venjuleg pappírsklemma
(mynd 4) komist gegnum þau. List-
arnir eru nú settir saman með
klemmunum eins og mynd 3 sýnir,
Hver veit nema þið hafið eitthvert
leynifjelag eins og frímúrarar — og
hver hefir ekki það — svo að þið
viljið skrásetja ýmislegt, sem allir
mega ekki vita. Þá er gott að búa sjer
til „duhnálsritvjel“, sem eflaust kem-
ur ykkur að miklum notum. Það er
hægt að breyta dulmálinu frá brjefi
til hrjefs og það geta ekki aðrir les-
ið brjefið, eða ráðið það, en þeir,
sem hafa áhaldið. Þið búið ykkur til
tvær pappírsskífur, eins og þær sein
eru sýndar lijer á myndinni og fest-
ið þær saman með pappírsklemmu,
stærri skífan á að liggja neðar og á
brúnina á henni, sem útundan stend-
þar sýna svörtu deplarnir klemm-
urnar, sem halda saman listunum.
Það má ekki vera of fast á klemm-
unum, því að þá verða skærin stirð
í liðamótunum, en þeir eiga að geta
dregist sundur og saman, alveg eins
og harmonika. Svo skuluð þið klippa
skemtilega mynd, t. d. eins og þá
sem sjest hjerna, út úr myndablaði,
líma hana á pappa og festa á ann-
an oddinn á skærunum, eins og sýnt
er á mynd 5. Ef þið eruð dugleg að
teikna þá getið þið búið ykkur til
skrípamynd sjálf og málað hana með
litum. Og svo eru glettuskærin til-
búin. Maður heldur á þeim eins og
sýnt er á mynd 6 og þegar maður
þrýstir listaendunum saman, eins
og þegar klipt er með skærum, kem-
ur hausinn þjótandi út i loftið, á
ótrúlega löngum hálsi. •
ur á maður að skrifa alt stafrofið,
með jöfnu millibili milli stafanna, og
í rjettri röð eftir stafrofinu. Á litlu
skifuna skrifar maður lika alla staf-
ina á jaðarinn, en ekki í stafrófsröð
heldur á ruglingi, eins og sýnt er á
mynd 2. Ef maður býr til skífur
handa mörgum meðlimum i sama fje-
laginu verður röð stafanna á litlu
skífunni vitanlega að vera eins, því
að annars er ekki gagn að henni.
Mynd 3 sýnir hvernig skífurnar eru
festar saman; milli þeirra er ofur-
lítill pappírshringur, svo að þær nú-
ist ekki saman.
Þegar þið svo skrifið dulmálsbrjef
þá snúið þið litlu skifunni í ákveðna
afstöðu til hinnar, svo að t. d. bók-
s.tafurinn P komi beint inn af A á
stóru skifunni. Og nú skrifið þið á-
fram, þannig að þið notið altaf
stafinn sem stendur fyrir innan
rjetta stafinn í stað þess rjetta. Á
þennan hátt verða það skrítin orð
sem þið fáið, en ef sendandi brjefs-
ins skrifar aðeins A=P í hornið á
brjefinu, þá veit viðtakandinn hvern-
ig hann á að stilla sína skífu og get-
ur svo ráðið brjefið.
Ef þið hafið litlar hálmpípur (strá)
getið þið spreytt ykkur á að reyna
að lyfta fjórum stráum og einuin
peningi með einu strái. Það virðist
enginn hægðarleikur, en þó er það
hægt, ef þið farið að eins og mynd-
in sýnir. Brjótið hálmstráið í fjóra
parta, um 10 sentimetra langa og
reynið svo listina. Þetta er líkast
eldspýtnaþraut, en það er ekki hægt
að nota eldspýtur samt, þvi að þær
eru ekki nógu sveigjanlegar.
----x----
Kakettu-biíreið.
Það er orðið algengt að búa til
litla leikfanga-bíla úr blýi. Þeir
eru skemtilegir, en hafa einn galla:
þeir hreyfast ekki nema því aðeins
að ýtt sje á þá eða þeir látnir renna
ofan í móti. En nú skuluð þið heyra:
Sumir af þessum blýbílum eru í lag-
inu eins og kappakstursbilar. Ef þið
borið svolitla holu aftan í svona
bifreið og stingið svo litlum „kin-
verja“ í gatið, þá er billinn orðinn
„rakettubíll“. Setjið hann á gólfið,
helst í löngum gangi og kveikið á
,,kínverjanum“ og þá sjáið þið, að
billinn getur tekið sprett. Það er
líka hægt að binda „kínverjann“ á
bílinn, til þess að þurfa ekki að
bora gatið, en það er ekki eins gott.
Hvað segið þið um að efna til
kappaksturs með svona rakettu-bif-
reiðum?
Tóta frænka..
Ráðningin á þrautinni í næstsíð-
asta blaði: Pjetnr er 10 ára og faðir
hans þrjátíu.
Nokkrir ferðalangar sátu saman og
gortuðu af æfintýrum sinum. Þá
tók Níels til máls: „Þegar jeg var
vestur í Klettafjöllum var jeg van-
ur að stinga hausnum út undaii
tjaldskörinni áður en jeg fór að
sofa á kvöldin og kalla: Vaknaðu
Níels! Og þá vakti bergmálið mig
stundvíslega klukkan sjö morgunin
eftir“,
Skák nr. 26.
Drotningarbragð. Miinchen 1936.
Hvítt: Einar Þorvaldsson (ísland).
Svart:Gulbrandsen (Noregur).
1. d2—d4, Rg8—f6; (Svart leikur
oft þannig á móti drotningarpeði í
von um að hvítt leiki 2. Rgl—f3 af
ótta við Búdapestarvörnina, en þá
kemst svart út i gott afbrigði af
Drotningar-indversku); 2. c2—c4,
e7—e6; 3. Rbl—c3, d7—d5; 4ó. Bcl
—g5, Bf8—e7; 5. Rgl—f3, Rb8—d7;
(þetta afbrigði af drotningarbragði
er nefnt Orthodoxafbrigði — ortho-
dox = hinn rjetti — og er talin
einhver sterkasta vörn svarts við
drotningarbragði. Byrjunin krefst þó
nákvæmrar þekkingar frá svarts
hálfu og er ástæða til að vara þá
menn við að tefla þessa byrjun, sem
ekki kunna hana til fullnustu); 6.
e2—e3, c7—c6; Venjulegra og betra
er 6..... 0—0. Svart hefir þegar
aukið á sína örðugleika. í skákinni
Kmoch—Mattison Debreczin 1925
varð framhaldið á þessa leið: 7 Ddl
—c2!, 0—0; 8. 0—0—0, d5xc4; 9.
Bflxc4, Rf6—d5; 10. h2—h4, Kf8—
e8; 11. e3—e4, Rd5xc3; 12. Dc2xc3,
b7—b5; 13. Bc4—b3, Bc8—b7; 14.
Kcl—bl, Dd8—b6; 15. Bg5—e3, c6
—c5; 16. d4—d5— og hvitt stend-
ur betur) ;7. Dd.l—c2!, 0—0; 8. Hal
—dl, Hf8—e8; 9. a2—a3, a7—a6;
10. Bfl—d3, Rd7—f8; Þessi leikqr
tryggir að vísu reitinn h7 en veikir
aftur á móti reitinn f7); 11. 0—0, Rf6
—d7; 12. Bg5—f4, d5xc4; 13. Bd3x
c4, Rd5—b6 (Svart hefir nú leikið
drotningarriddaranum tvisvar og
konungsriddaranum þrisvar áður en
hann hefir leikið út drotningarbisk-
upnum. Slíkt er óhóf, sem svart hefir
aldrei efni á, þó í lokaðri stöðu sje);
14. Bc—a2, Rb6—d5; 15. Bf4—g3,
Be7—d6; 16. Rc3—e4, Bd6xg3; 17.
Re4xg3! (Hvítu riddararnir eru nú í
mjög góðri sóknaraðstöðu); 17....
Bc8—d7; 18. e3—e4, Rd5—e7; 19.
Rf3—e5, Dd8—b8; (Ljótur leikur);
20. f2—f4, Hé8—d8; 21. f4—f5, Bd7—
e8;
22. f5xe6!, f7—f6; (Svart getur ekki
drepið peðið á e6. T. d. 22.......
Rf8xe6; vinnur hvítt auðveldlegn
við Dc2—f2! Ef 22.......f7xe6; þá
23. Hflx f8f, Kg8xf8; 24. Hdl— flt
o. s. frv.); 23. Rg3—f5! Sterkt og
fallega leikið. Ef 23...f6xe5 mát-
ar hvítt i öðrum leik við Rf5xe7f
og ,Hflxf8 mát. Ef 23......... Re7x
f5 þá 24. e6—e7t Be8—f7; 25. e7xd8
D, Db8xd8; 26. Re5xf7, o. s. frv.);
23...... Dh8—c7; 24. Dc2—c5!,
Be8—h5 (Svart gat eins vel gefið);
25. Dc5xe7, Dc7xe7; 26. Rf5xe7t,
Kg8—h8; 27. Re5—f7t, Bli5xf7; 28.
e(ixf7, gefið. — Gulbrandsen er einn
af sterkustu skákmönnum Norð-
manna og verður væntanlega mætt-
ur fyrir þeirra liönd í Stokkhólmi
núna um mánaðarmótin.
— Hvað eruð þjer að glápa á,
spurði bifreiðarstjórinn bóndann,
— er þetta kanske fyrsti bíllinn
sem þjer hafið sjeð á æfinni.
— Nei, það er það ekki — en
hann er alveg eins og hann.
Ritvjel með leyniletri.