Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
5
fljulgá^Íengra. Eiiginn 1‘lug-
mánnanna skildi neitt i ensku.
en þrjú orð liafcSi Gromov revnt
að láta skilja: Baú, mat, rúm!
Þeir höfðu enga uppdræfti af
yesturströnd Ameríku, þar sem
þeir voru komnir, og má þaö
lieita lieþpni, að! lendingin gekk
slysalaust. Vjelin staðnæmdist
'aðeins fáa metra frá skurði,
sem hefði getaö orðið henni að
skakkafalli.
Flugmennirnir höfðu i fyrstu
ætlað sjer að lenda á flugvell-
inum við Oakland, en gátu ekki
fundið liann. Ólag var komið á
loftskeytasambandið, svo að
þeir gátu ekki fengið neina
íeiðheiningu. Og svo flugu þeir
áfram fram hjá flugvellinum í
San Diego og sömuleiðis vfir
Marchfieldflugvöllinn, sein er
stærsti herflugvöllur á vestur-
strönd Bandafikjanna. Tuttugu
kilómetra fyrir sunnan hann er
San Jacinto, þar sem þeir lentu.
Tvo sólarhringa, 14 tíma og
20 mínútur samfleytt höfðu þeir
verið á flugi og flogið samtals
10.870 kíómetra þegar reiknuð
er bein lína milli endastöðv-
anna. En sjeu taldir með krók-
arnir sem þeir fóru, verður
flugið vitanlega miklu lengra.
Þeir hafa þannig flogið um 2000
kílómetrum lengra en Codos og
Rossi og með um 180 km. hraða
á klukkustund að meðaltali.
Eins og' menn muna voru
Rússar áður búnir að fljúga yf-
ir norðurhvel jarðar til Amer-
íku og' komust þeir til Vancou-
ver. En sá staður er miklu norð-
ar en San Jacinto.
Eins og nærri má geta fögn-
uðu Rússar hinum mikla sigri
landsmanna sinna. Bárust þeiin
kveðjur frá stjórnarherrunum
og verkfræðingur sá, sem smíð-
að hafði Ani -25 var kvaddur
í viðtal við Stalins og sat hjá
honum þrjá klukkutíma. Frí
var gefið í öllu.m verksmiðjum
í Moskva og fagnaðarópunum
á .eötunum ætlaði aldrei að
linna.
Og nú er sa,gt, að Rússar ætli
að gera út nýjan flugleiðangur
og efna liið bráðasta til áætlun-
arferða frá Moskva yfir norð-
urskautið og til Bandaríkja.
Ennfremur að þeir hafi í
hvggju að koma á flugsamhandi
milli Ameríku og Evrópu um
ísland.
Sex vjelar kváðu veraferðhún-
ar til þess að fara í þessi flug.
Rússar hafa orðið lil þess aÚ
„opna“ nýja heimsleið i flugi
og það er eðlilegt, að þeir leggi
nú kapp á, að lialda þeim sigri
á komandi árum.
Hún: — Þegar við eruiri gifl máttu
ekki búast við, að jeg leggi niður
alla siðina sem jeg hefi haft meðan
jeg var ung stúlka. ,
Hanh: —■ Nei, góða mín. Mjer finst
heilaráð að jni haldir sunnim' jieirra
áfram. Til dæmis væri gótt að þú
hjeldir áfram að fá vasapeninga lijí
honum pabba jnnum.
EYRARSUNDSVIKAN
er merkasta kapþsiglingamót Dana
og taká erlendar þjóðir einnig þótt
í hemii. Myndin hjer að ofan er frá
Furðulegar frjettir hafa á
síðastliðnu ári borist utan úr
heimi um ræktun jurta án
jarðvegs — ræktun þeirra i
vatni eingöngu.
En lijer er raunverulega um
Ivær ólíkar aðferðir að ræða.
Annað er ræklun skepnufóð-
urs, i einskonar dragkistum, og
er aðferðin sú, að inais eða
annari korntegund, er sáð í
draghólf (eða skúffur), og lát-
in vaxa þar i næringarvökva,
sem blandaður er við liæfi teg-
undarinnar, svo lnin getur við-
stöðulaust tekið við lfonum.
Með ]tví að hafa hitann jafn-
framl eftir þvi, sem besl á við
hverja tegund, vaxá ungu jurt-
irnar svo ört, að fengin er á
fáum dögum margfalt fóður-
magn, iniðað við kornið, sem
sáð var, og eru jurtirnar i heilu
lagi (ræturnar líka), gefnar
skepnum. Má á þennan hátt,
úr korni, framleiða ógrynni
skepnufóðurs á skömmum
tíma, og er sagt að fóður frain-
leitt á þennan hátt sje ódýrt.
þar sem korn er ódýrl og kol,
(eða annar hitagjafi). Það er
þýskur vísindamaður, er Iióf
tjlraunir Jiessar.
Hin aðferðin, sem á rót sína
að rekja til Bandaríkjanna, er
fullkomin ræktun, þ. e. jurt-
irnar eru látpar licra fræ eða
ávöxt, eftir því til hvers leik-
urinn er gerður, og má á þenn-
an liátt rækta af jurtunum kyn-
slóð fram af kynslóð, án þess
að neinn jarðvegur sje notaður.
Það var kennari einn, dr. W„
F. Gericke að nafni, við Ríkis-
mótinu i sumar og sjesl þar snekkja
Kristjáns konungs I. v. e« hann er
jafnan einn af þátttakendunum i
mótinu.
Ólaf Friðriksson.
háskólá Kaliforniu, í horginni
Berkeley, sem hóf þessar til-
raunir fvrir tíu árum, en um
þær liafa menn lítið vitað, fyr
en nú upp á síðkastið. Jurtirnar
eru látnar vaxa í kerum eða
trogum, sem eru um það bil
spannar djúp (15 cm.). Yfir
þau er þanið virnel, en ofan
á það er látin gisin bast-fljetta,
og þar ofán á sag. En í það er
svo fræunhm sáð, eða kártöflur
látnar, ef þær á að rækta. En
i kerunum er næringarlögur,
sem nær til þess að gera sagið
rakt, og er í legi þessum efni,
sem jurtirnar venjulega fá úr
jarðvegi þeirn, er þær vaxa i.
Jafnskjótt og jurtirnar fara
að vaxa, koma ræturnar niður
í næringarvökvanu, og ná þeg-
ar í slað svo mikilli næringu,
að þær geta farið að vaxa upp
á við, af miklum þrótti, og
miklu liraðar en jurt, sem vex
í mold, og þarf.að mynda nokk-
uð stórt rótarkerfi, til þess að
hún nái í næga næringu úr
jörðinni. Jurtir sem ræktaðar
eru á þennan hátt, þurfa því
ekki nema mjög litla ról, svo
þær þurfa ekki að verja nema
litlum hluta af lifsorku sinni
í rótarmyndun, og geta varið
þess meira i gróðurinn ofan-
jarðar.*)
'), Jeg vökvaði í sumar daglega,
með næringarvökva lil vatnsræktun-
ar, nokkrar fræplöntur af jurt frá
Bandaríkjunum, er jeg ætlaði síðar
að gróðursetja á bersvæði. Þær uxu
ágætlega, en þegar ég gróðursetti
þær úti, kom í ljós, að þær höfðu
sáralilla rót. Þær höfðu ekki þurfl
að mynda svo sem neitt rótarkerfi
i næringarvökvanum.
Tvent einkennir jurtir þær,
er á þennan liátt eru ræktaðar:
Annað er það, að þær þurfa
minna rúm til þess að vaxa
á, eða ekki rneira en það, að
þær fái næga birtu, og er það
mikilsvert atriði við alla gróðr-
arhúsarækt, þar sem hver fer-
metri er dýrmætur. Hitt, og það
sem enu meira er um vert, er
að jurtirnar ná á þennan liátt
langtum meiri þroska, verða
slærri og veigameiri, og Jiera
langtum meiri ávöxt. í gróðr-
arhúsumvið háskólann i Berke-
Iev, kom ávöxtur á svo að segja
livert blóm, er tómötu-jurtirnar
háru, er gerð var tilraun með,
voru 15 tit 25 tómötur i liverj-
um klasa. Dr. Gericke liafði
ker með tómötum 25 ferfet
iivert (2% fermeter), og fjekk
upp úr því kerinu, sem l)est
var vaxið i 301 enskt pund, þ.
e. yfir 58 kíló af fermetra. Af
jarðeplum fengust 25 tunnur, af
jafn stóru svæði og venjulega
fengust af 2 til 4 tunnur, en i
afbragðsárum 10 tn. Jarðeplin
voru ræktuð úti, því þó tilraun-
ir þessar færu í fyrstu eingöngu
fram i gróðrarhúsum, hafa þær
á síðari árum einnig farið fram
undir beru lofti, og er talið að
])ær eigi mikla framtíð úli, í
töndum, sem hafa hlýtt loftslag,
án mikilla árstíðaskifta, en í
svalari löndum auðvitað ein-
göngu í gróðrarhúsum.
Dr. Gericke hefir gert til-
raunir með fjölda jurta, síðan
liánn hóf rannsókn þessa árið
1927, og hefir gengið úr sluigga
um, að rækta má á ábatasaman
hátt margar nytjajurtir, svo
sem tómötur, jarðarber, lauka.
káltegundir flestar, og jarðepli.
og það á þann hátt, að ágætan
arð gefi. Kostnaðurinn af nær-
ingarvökvanum, og umbúnaði
l'ians, er ekki nema lítill liluti
andvirðis uppskerunnar. Aftur
á móti verður kornrækt of dýr
a þennan liátt, og ])á auðvitað
grasrækt líka.
Einkennilegt er, að þessar til-
raunir dr. Gericke grundvallasl
á þekkingu, sem er nær áttatiu
ára gömul. í hverri almennri
jarðræktarfræði má lesa um.
livaða efni jurtirnar þurfi að
geta náð til sín með rótunum,
til þess að geta vaxið. Þessu til
sönnunar er svo skýrt frá,
hvernig menn liafa komist að
þessu: með því að rækla jurt-
irnar í valni, og reyna sig
áfram með hvaða efni væru
nauðsynleg. Tilraunir ])essar
gerði Þjóðverjinn Justus von
Liebig, einn af velgerðarmönn-
um mannkynsins. En þó þessi
þekking væri búin að vera
þannig öllum bóklesandi jarð-
ræktarmönnum kunn á þriðja
mannsaldur, hafði engum dott-
ið í hug, fyr en dr. Gericke
hugkvæmdist það, að rækta
mætti þannig jurtir á hagnýtan
hátt. Framtiðin mun vafalausl
Framh. á bls. ít.
Ræktun án jarðvegs.
(Vatnsræktun).
Eftir