Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
ö
VNO/fW
L£/CNbWRNIR
Hiernig i N ganga Irá bakpokanum?
Mynd 1 sýnir bakpoka, eins og
hann þarf að vera til ferðalaga.
Þar er sjálfur pokinn eitl stórt hólf
og utan á honum hylki eða vasar,
fyrir smádót, sinn á hverri hlið. Á
miðjunni er lágur vasi, sem er
hentugur til þess, að stinga í ýmsu
smádóti, sem maður þarf að not'a
þar sem maður staðnæmist títið og
hefir ekki tíma til að taka upp úr
pokanum sjálfum. Grind úr ljettum
inálnii er undir pokanum, og þótti
það framför, þegar byrjað var að
búa til poka með grind. Hún gerir
það að verkum, að þungi pokans
dreifist jafnt á bakið, og að pokinn
liggur ekki fast að bakinu, svo að
maður verður ekki votur undan
pokanum sjálfum, þó að maður
svitni. Það var norsk sportvöru-
verslun, sem héitir Bergans, sem
fyrst gerði þessa poka, og .munu
vera um 20 ár síðan að þeir fyrstu
kömust í notkun hjer á landi. Síðan
hafa komið aðrir norskir pokar,
mjog likir að gerð hinum fyrri, og
lí'ka með grind undir, sem auðsjá-
anlega er stæld eftir Bergans-grind-
inni. Og nú á síðasta ári hefir ís-
lenskt fyrirtæki farið að búa til
svona poka. Jeg hefi reynt þá, . og
þeir eru góðir. Svo að innflutn-
ingshöftin þurfa ekki að banna ykk-
ur að eignast góðan bakpoka. Það
er víst Lóðarbelgjagerðin, sem býr
þá tiL
Það er hægt að fá miklu ódýr-
ari bakpoka, grindarlausa, en þess-
ir eru. En jeg skal ráðleggja ykkur
það, að ef liið viljið eignast góðan
bakpoka, sem á að endast lengi, þa
skuluð þið fremur bíða eitt árið
enn og eignast grindarpoka, fremur
en að kaupa grindarlausan poka.
Því að hann þreytir ykkur á göngu.
Það er áreiðanlegt, að 30 punda
þungur poki á grind þreytir mann
minna en 12 punda þungur pausi,
grindarlaus.
En hvað þurfið þið svo að láta
í pokann? Takið nú vel eftir!
Fyrst og fremst verðið þið að
muna, að hafa með ykkur hlifðar-
liggi úti. — Ódrasta vörnin gegn
kulda, þegar þið komið í nætur-
stað. Manni hættir svo við að
gleyma þessu á morgnana, þegar
maður leggur upp í góðu veðri. En
þvi aðeins er maður ánægður með
1'erðalpgiTS eftirá, að maður verði
.hvorki gegndrepa, nje að manni
yerði kalt í næturstað, þó að máður
liggi úti. — Ódýrasla vörnin gegn
rigningunni er sítt regnslag, sem
nær manni niður á hnje. Það er
betra en stakkur eða kápa að því
leyti, að manni hitnar ekki eins
mikið í því á göngu. Svo er það
minna fyrirferðar en kápa með
ermum, og ágætt til þess að breiða
undir sig í tjaldstað. Það er hægt
að setja þetta undir lokið á bakpok-
anum, ef ekki er rúm niðri fyrir,
og eins má spenna það i ólar undir
pokanum, en það þykir sumum
niiður, eínkum þeim, sem eru litlir
vexti.
Svo komum við að skófatnaðinum.
Gönguskórnir þurfa aldrei að koma
i bakpokann, því að þeir fara á
fæturnar áður en haldið er af stað.
Iin það er hyggilegt, að hafa i bak-
pokanum sínum ljetta og voðfelda
skó, til þess að geta brugðið þeim
á sig, þegar maður kemur í nætur-
stað. Því að stundum veður maður
í lappirnar á leiðinni, og jafnvel
jíó maður geri Jiað ekki, finst flest-
um gott að liafa sokkaskifti að
kvöldi, og losa hesta postulanna úr
stóru, þungu stigvjelunum, svo að
hörundið á fótunum fái að ,,anda“.
Takið Jjessvegna með ykkur ljetla
strigaskó (leikfimisskó — þeir kosta
lílið), eða íslenska sauðskinnsskó,
sem eru bæði fallegir og Jijóðlegir.
Það hlýtur að vera hægt að fá þá
einhversstaðar, og þeir eru miklu
fallegri inniskór en þeir útlendu.
Myndin (2) sýnir skó með stifum
hæl og gerir ráð fyrir, að poki úr
þunnum ljereftsstriga sje utanum
hvorn skó. Skór með stífum hælum
taka miklu meira rúm í pokanum
en íslensku skinnskórnir eða leik-
fimisskórnir. Jeg ræð ykkur þvi
fremur til að nota ]iá. Því að J)að
munar um livert pundið, sem mað-
ur ber. Munið líka að taka skó-
reimar til vara, í göngustígvjelin,
Qg áburð á þau.
Munið Hka að hafa með ykkur
nægilega marga vasaklúta, liví að
þegar maður lendir í rigningu er
liver og einn fljótur að fara. Og
svo verðið Jiið altaf að liafa með
ykkur heilan nærfatnað, til þess
að vera við öllu búin. Þið gangið
vel frá því, en helst ekki í pappírs-
umbúðir heldur í ljereftsstykki eða
poka, sem geta enst ferð eftir ferð,
í stað pappírsumbúðanna, sem
aldrei endast nema einu sinni, og
eru altaf lil leiðinda á morgnana,
því að maður þarf að taka þær upp
Jiegar maður cr að fara úr áfanga-
stað.
Svo er Jiað svefnpokinn. Ef jiið
hafið legið úti, hafið þið sjálfsagt
tekið eftir Jiví, að Jiað er jarðkuld-
inn, sem vekur mann helst á nótt-
inni. En ef þið eigið vindsæng,
þurfið þið ekki að kvíða jarðkuld-
anum. Manni líður betur á vind-
sæng með tvö Álafossteppi en í
góðum svefnpoka, því að það er
bæði hlýrra og mýkra. En best er
að hafa bæði vindsæng og svefn-
poka. Þá sefur maður fyllilega eins
vel og i meðalrúmi á gistihúsi, og
dreymir betur, vegna liess að mað-
ur veit, að þetta á maður sjálfur.
Á íslandi eru búnir til bestu svefn-
pokar í heimi, önnur tegundin er
úr dún og þjettu ljerefti af góðri
tegund, og með olíudúk utan urn,
til Jress að verja dúnsængina vætu.
Þessi tegund svefnpoka er hentug-
ust öllu göngufólki, Jrví að hún er
svo ljett. Hitt eru pokar úr gæru-
skinnum. Þeir eru afar hlýir, en
hafa þann eina galla, að þeir eru
nokkuð þungir i vöfunum. En í
góðum íslenskum gæruskinnapoka
getur maður sofið hlýrra en i hvaða
rúmi, sem vera skal, Jró að sængur-
botninn sje jökull. Þriðja legund
svefnpoka er til. Hún er ódýrari
en þær tvær, sem nefndar voru.
Þar er notaður voðardúkur og
stoppað á milli með ull, eða efni,
sem kallað er „kapolc“, og er eins-
konar vattull. Þesskonar poka ættu
íslendingar einnig að geta búið til
betur en nokkur þjóð í heimi, og
notað í hana togið, sem Jiykir eklci
góð ull, en hentar best af öllu til
siiks, vegna Jiess hve hún er fjaður-
mikil og geymir vel loft. Friðþjófur
Nansen hafði nærföt úr íslenskri
ull, er fór í Jjað ferðalag, sem
gerði hann fyrst frægan.. Og Svi-
arnir, sem voru með Jóni Eyþórs-
syni á Vatnajökli í fyrra, frelsuð-
ust úr öllum kuldakvölum, er Jjeir
höfðu fengið nærföt úr íslenskri
ull suður í Hornafirði. Mjer er sagt
að C. Mannerfelt, sem var einn
kiðangursmannanna, hafi sagt frá
J;essu á prenti i árbók „Förening-
ens för Skidfrámjandet“ í Svíþjóð,
og að ]iá hafi ýmsir orðið til liess.
af útilegugörpum Svíþjóðar, að
skrifa hingað og falast eftir íslensk-
um nærfötum til kaups, en að þeir
hafi ekki getað fengið þau. Jeg veit
ekki, hvort það er satt, en þið sjáið,
krakkar, að íslenska ullin er líka
einhvers virði.
Þið skuluð muna að hafa með
ykkur nál og enda, hvenær sem liið
frrið í ferðalög. Það tekur ekkert
rúm ög gerir enga þyngd. En gamla
sagan segir okkur það, að ef ein-
hver rifa kemur á fatnaðinn, þó
ekki sje nema saumspretta, þá
heldur hún áfram að stækka, meðan
ekki er gert við hana. Mynd 3
sýnir litið veski úr striga, sem er
hentugt fyrir „saumaverkstæðið".
Munið þið svo, að hafa með ykkur
3 eða 4 pör af sokkum, ef þið ætlið
í vikuferð, eða Joó minna sje. Það
þarf engan ferðamann til þess að
uppgötva, að sokkarnir verða fyrstir
til að vökva, og svo vitið þið kan-
ske hitt, að það er óholt að standn
í votu, eftir að maður er kominn á
leiðarenda. Og veðrið ræður þvi,
hvort sokkarnir, sem þið fóruð úr
i gærkvöldi, eru Jjurrir, Jjegar Jiið
ætlið að halda af stað á morgun.
Treystið aldrei veðráttunni, en trú-
ið á hana fyrir því. Gott er að hafa
með sjer fingurtraf og eitthvað
sótthreinsandi, það fer litið fyrir
þvi. Og gleymið aldrei sjálfskeið-
ingnum, uppdrættinum og áttavit-
anum.
Ef þið farið hjólandi, þá festið
bakpokann altaf á' hjólið, það er
lýjandi að hjóla með pokann á
bakinu.
/•?+£=// c
/2 • 9 + 3 =///
/23-9 +4=////
/£34-9 +5=/////
/2345-9 +6=//////
/23456- 9 +7 =///47/
/234567‘ 9+8 =////////
/2345678' 9+9 =////////
Tölugaldur.
Ykkur finst tölurnar leiðinlegar.
En litið þið nú á myndina hjerna,
þar sem altaf er margfölduð santa
lalan, niu, og með tölum sem fyrst
byrja á 1, svo með því að bæta 2
og svo 3 .... og svo framvegis. Og
lítið þið svo á útkomurnar, t>egar
maður bætir við einni tölu — hækk-
andi um einn, i rjettri röð, og byrj-
ar með 2.
----x----
ÞægilEgf hlífðarfat
Hjerna er hlífðarfat, sem gott er
að liafa í útilegu. Það er gert úr
rjetthyrndu stykki af vaxbornum
dúk, sem gerður er vatnsheldur, sjá
myndina t. h. Teikningin á mynd-
inni er af kraga, sem saumaður er
á dúkinnl og svörtu deplarnir eru
„smellur“ til að festa kragann ,á
sig með, en svarta strikið er rifa
í dúknum. Maður fer i kápuna með
því að stinga höfðinu gegnum rif-
una og svo festir maður hana með
mittisól
----x-----
Kantu að smíða skip?
í Reykjavík eru ýmsir drengir til,
sem hafa smiðað sjer lítil seglskip
sjálfir og halda svo kappsiglingar
með þeim á Tjörninni. Ef þú hefir
áhuga fyrir Jiesskonar siglingum jia
skaltu klippa myndina, sem hjer
fylgir, út úr blaðinu og líma hann
á pappa, þvi að af henni geturðu
lært að haga seglum eftir vindi, og
undir því er kappsiglingin komin.
Seglin á skipinu eru merkt A og B,
en myndirnar eru fjórar og sýna
hvernig liaga skal seglunum i hverri
vindátt fyrir sig. Svörtu örfarnar
sýna vindáttina. En sjálfir verðið
|>ið að prófa, hvernig hentugast er
að hafa stýrið í hverju einstöku til-
felli. Og nú getið þið sjeð, hvernig
seglunum er hagað eftir vindátt-
inni. 1. mynd sýnir vindinn nálega
beint á móti og þá er sigldur beili-
vindur. Mynd tvö sýnir vindáttina
á hlið, 3 sýnir hann skáhalt á eftir
en 4 beint undanhald.