Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 15

Fálkinn - 14.08.1937, Blaðsíða 15
F A L K I N N 15 HORNSTEINN var nýlega lagður að nýrri kirkju i Virum á NorSur-Sjálándi. A i: yndinni sjest Caroline Mathilde vera a'ð leggja fyrsta steininn en jiann næsta lagði Fuglsang Dam- gaard Sjáiandsbiskup. Kirkjan er eingöngu bygð fyrir samskot ein- stakra manna. Úr sögu olerauguanua. Það er ekki fyr en um aldamótin 1300 að getið er um gleraugu, i þeirri merkingu, sem það orð er venjulega notað. Þess er að vísu getið í æfagömlum kínverskum rit- um, að menn hafi notað gler til að horfa gegnum, en ftestir hyggja, að jjetta hafi aðeins verið hlífðargler gegn ryki, regni og sandfoki, en ekki til læss að rjetta sjóngalia. Fönikíumenn þektu gler og kunnu að liræða það. Og um Forn-Róm verja vita menn, að þeir notuðu mislita krystalla til þess að hafa fyrir augunum, þeim til hlífðar. En livorug þessara þjóða kunni að nota hogmynduð gler til að hlífa sjón- inni. Og það kom , sjer illa. Því að jjessar gömlu menningarþjóðir höfðu engu betri augu en við. Hinir al- kunnu vísindamenn Rómverja, sem sátu yfir bókfellum sínum og lásu og skrifuðu urðu flestir á ungd aldri svo slæmir í augunum, að þeir urðu að fá sjer aðstoðarmenn.. Þeir leigðu sjer skrifara eða keyptu. En þeir urðu sjóndaprir og augnveikir lika. Þegar rithöfundurinn fór á þrælamarkað til þess að gera kaup, var það fyrsta krafan, að þrællinn sem hann keypti hefði góða sjón. Þetta kemur meðal annars fram i ýmsum dómsskjölum frá Rómverj- um. Þau sýna að stundum hafa orð- ið málaferti lit úr því, að augun i þrælnum voru ekki eins góð og selj- andinn hafði sagt. Og stundum gengu kaupin til baka af þeim ástæðum. Það er ekki kunnugt hver varð til þess að finna upp gleraugun. A 13. og 14. öld voru ýmsir „ljósfræð- ingar“ uppi, sem lögðu sig i bleyti III jiess að finna ráð við sjóndepru og sjónskekkjum. Þeir fundu, að sumir menn sjá vel frá sjer þó þeir sjái illa það sem nær þeim er, og nú hugkvæmdist þeim að bæta úr þessu með stækkunar- eða smækk unarglerjum, sem gerðu hluti skýra í ákveðinni fjarlægð þeirri fjar- lægð sem venjulega sjáandi maður þefir að jafnaði milli augnanna og bókarinnar sem hann les eða blaðs- ins sem hann skrifar á. Þeir nær- sýnu fengu innhvelfd (konkav) gler lil þess að horfa gegnum en þeir fjarsýnu stækkandi gler kúpumynd- llð. Þessi gler voru vitanlega ófuil- komin, þvi að hvorutveggja var, að menn þektu þá mjög litið ýms lög- mál ljósfræðinnar sem nú eru kunn, vantaði tæki til þess að mæla mis- smíði sjáaldursins og kunnu illa að slípa gler. En margir urðu saml til þess að kaupa gleraugun og þau bæltu talsvert úr skák. En framan af reyndu ýmsir að spilla fyrir gler- augunum og reyna að fá þau bönn- uð. Þeir töldu að þau kæmu í bág við náttúrulögmálið og gerðu lítið úr þeim. Frá þeim tima er sú á- krörðun til, að maður sem notaði gleraugu, varð að taka þau ofan þtgar hann talaði við húsbónda sinn. ÞÝSKI FLOTINN í MIÐJARÐAU- HAFI. Þjóðverjar hafa undanfarnar vik- ur haft mestan liluta flota síns á vakki við Spánarstrendur. Þessi floti er allur smiðaður eftir ófrið- inn, því að sem kunnugt er voru öll herskip aí þeim tekin með Ver- salasamningunum. Hin nýju þýsku skip eru ekki eins stór og herskip hinna stórveldanna, en kváðu standa þeim framar um flest. Þau eru ekki yfir 10.000 smálestir að stærð, en eru „stærri en þau sýn- ast“, að því er gagnsemi i sjó- ht-rnaði snertir. Meðal skipa þeirra, stm Þjóðverjar sendu til Miðjarð- arhafs og Spánarstranda eru ,,Ad- miral Scheer“, „Köln“, „Karlsruhe", „Núrnberg“ og „Leipzig". Myndin hjer að ofan er af beitiskipinu „Núrnberg“. • • • • • • • • ! Gagnfræðaskólinn í Reykjavík | starfar eins og að undanförnu frá 1. okt. til 1. maí. Nýir nemendur, sem óska að setjast í 2. og 3. bekk, verða prófaðir í byrjun skólaársins. EKKERT SKCLAGJALD Vegna þrengsla þurfa umsóknir að koma tímanlega, eða í síðasta lagi fyrir 15. sept. ViðtaJstími kl. 7—9 síðd. Ingimar Jónsson, VITASTlG 8 A. SlMI 8763. «••••••••••••••••••••«••••••••«••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Látið TIPogTOP þvo alt fyrir yður svo sólin fái notið sín i stofunni. Mdna bón

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.