Fálkinn - 11.12.1937, Page 4
4
F ÁLKl N N
Reynistaðarbræður
Enginn finna okkur má
nndir fanna-hjarni.
Dagana þrjá ijfir danðum ná
rlaijur xal hann fíjarni.
I klettaskorn krepptir erum iud báðir
'en í tjaldi áður þar -
allir vorum fjelagar.
í þessar tvær draumavísur
hefir íslensk alþýða ofið sögu
þeirra Reynistaðarbræðra og fje-
laga þeirra, sem úti urðu á fjöll-
um með sviplegum hætti fyrir
rjettum 157 árctin síðan. Það
sem gert liefir þennan atburð
minnisstæðan og (dramalískan)
harmrænni heldur en flesta aðra
mannskaða, sem árlega hafa
orðið og verða lijer á landi, er
einkum tvent:
í fvrsta lagi vila menn ekkeri
um síðustu ferðalok þeirra fje-
laga. Þeir burfu út i sortann
sem lá á fjöllunum með lest
siiia og fjárhóp en komu þaðan
ekki aftur. Tvö líkin fundust
næsta vor, tvö eflir 65 ár og eitt
aldrei.
í öðru lagi risu langsótt og
harðsnúin málaferli út úr hvarfi
þeirra þar sem þrír menn voru
bornir sökum um líkrán. Mun
það vera fágætt sakarefni í is-
lensku rjettarfari. Það fjekst
heldur ekki úr því skorið til
fulls, hvort þeir væru sekir eða
saldausir.
Þessir atburðir og sá óhugn-
aður sem þeim fylgdi gróf sig
svo djúpt í hugskot samtíðar-
manna, að ferðir tókust því nær
af upp frá því um hina fornu
þjóðlcið yfir Kjöl.
Jeg mun nú leitast við að
rekja aðalþáttinn í sögu Reyni-
staðarbræðra. Aðalheimildir mín
ar eru söguþáttur Gísla Kon-
ráðssonar og þingbækur Hegra-
nesþings um vitnaleiðsluna í
líkamálinu. —- Ef til vill finst
injer þessir atburðir liggja nær,
heldur en þeir gera í raun og
veru, og það er þá vegna þess,
að jeg lieyrði ömmu mína oft
segja frá þeim, þegar jeg var
að alast upp, en móðurfaðir
hennar var bróðir þeirra Reyni-
staðarbræðra, Rjarna og Einars,
sem úti urðu.
Sagan hefst vorið 1780. Þá
bjuggu að Reynistað i Skaga-
firði Halldór Bjarnason sýslu-
manns á Þingeyrum og Ragn-
heiður Einarsdóttir frá Söndum
í Miðfirði. Ragnheiður þótti
skörungur og vel viti borin en
Halldór mun hafa verið heldur
lítill fyrir sjer, enda fjekk liann
ekki Ragnheiðar meðan faðir
liennar var á lífi. Þau giftust
1756 og eignuðust 9 börn, sem
upp komust.
Um þessar mundir var sauð-
fátl mjög á vestur og norður-
landi vegna fjárkláða og niður-
skurðar á undanförnum árum.
Um fjársýki þessa, segir Jón
Espólín, að bún hafi borist liing-
að með enskum hrút, sem flutt-
ur var að Leirá í Borgarfirði
1760. Um 1766 er sagt að sýkin
hafi eytt mestöllu fje á svæð-
inu frá Sólheimasandi að Öxna-
dalsheiði, að Vestfjörðum und-
anskildum.
Sýkin lýsti sjer á ýmsan hátt.
A sumum kom hún út með þurr-
um kláða, vosum og skurfum
svo klippa varð ullina. Á öðr-
um kom bleytusuddi um bcrða-
kambinn, svo og á brygg og síð-
ur í gegnum ullina. Síðan losn-
aði ullarkápan af hörundinu í
einu og varð vot kvikan.
Árið 1770 var að konungs
boði beðið á móti fjársýkinni
af öllum prjedikunarstólum
landsins á hverjum sunnudegi
en ekkert dugði.
1772 var farið að skera niður
og alment framkvæmt í öllum
hjeruðum þar sem sýkin var, á
árunum 1772—’79. Eftir það
tóku menn að keppast um að
kaupa fje í skarðið af ósýktum
svæðum, aðallega af NA. og SA-
Iandi.
Það varð nú á Reynistað, að
þau hjónin sendu til fjárkaupa
í Skaftafellssýslu Bjarna son
sinn, sem þá var um tvítugt,
skólasveinn á Hólum og Jón
Austmann, sem var að nokkru
Ieyti ráðsmaður á staðnum,
maður harðgerður, en heldur ó-
væginn við klausturlandseta.
Þeir riðu suður Kjöl, sem þá
var titt og höfðu með sjer all-
mikið fje í peningum, kven-
silfri og öðrum varningi. í vitna
leiðslum síðar er upplýst að
þeir liafi hafl 196 rd. krónur í
varningi og 20 rd. krónur i pen-
ingum.
Seinna um sumarið undir
sláttarlok sendu þau suður til
aðstoðar Sigurð frá Daufá og
son sinn Einar, 11 vetra. Það
er sagt, að Einar færi mjög
nauðugur og bæði móður sína
grátandi að láta sig ekki fara,
því hann mundi ekki aftur
koma. En gamla konan vildi
ekki láta undan og á Einar þá
að hafa skift leikföngum sínum
milli annara barna á klaustr-
inu. Þeir hjeldu svo suður Kjöl
til móts við Bjarna og Austmann.
Lítið er vitað um ferðir þeirra
syðra. Þeir fóru suður í ÁJfta-
ver og munu hafa lialdið sig
nokkuð á Þykkvabæjarklaustri
Þeir komu og að Hlíðarenda í
Fljótshlíð og e. t. v. í Skálholt. Að
minsta kosti er sagt að Bjarni
hitti skólameistara Bjarna Jóns-
son, sem þá var i Skálholti, og
kom til orða að hann tæki þar
skólavist um veturinn. En þeim
nöfnum hafði orðið sundurorða,
svo ekkert varð úr þeirri ráða-
gerð. Það lítur út fyrir að
Bjarni frá Reynistað hafi verið
örorður, nokkuð hvepsinn og
mikill fyrir sjer. Heima á Réyni-
stað er sagt að hann hrekkjaði
gamlan og haltan prest, sem
söng tíðir og fjekk um leið mál-
tíð matar. Bjarni setti graut úr
spæni prests, en honum varð
skapfátt og sagði: „Þú skalt
ekki fá graut Bjarni, þú skalt
deyja úr hungri Bjarni“.
Önnur sögn er það úr suður-
förinni, að Bjarni kæmi til
prests eins, sem var að slá járn
í smiðju og kastaði Bjarni fram
stökubyrjun:
Tvíllaust. þetta tel eg stál
tólin prests eru komin á ról.
En prestur hjeit að liann væri
að sneiða að sjer og mælti:
Ýli þín af sulti sál
sólarlaus fyrir næstu jól.
Eftir rjettir um haustið liöfðu
þeir fjelagar keypl um 180 fjár,
flest eða alt í V.-Skaftafells-
sýslu. Hafa þeir sennilega rekið
það úr Skaftártungu að fjalla-
baki og niður á Land. Þaðan
bafa þeir farið yfir Þjórsá,
sennilega á Gaukshöfðavaði yf-
ir í Hreppa. Til fylgdar höfðu
þeir bætt við sig fimta manni,
Guðmundi Daðasyni, prests í
Reynisþingum.
Þegar hjer er komið sögunni
var komið fram yfir veturnæt-
ur. Töldu flestir óráð að leggja
á Kjalveg svo síðla, en Jón
Austmann vildi áfram halda og
fara skemslu leið.
Kjölur lieitir spildan milli
norðurenda Langjökuls að vesl-
an og Ilofsjökuls að austan. Þar
deilir vötnum milli Norður- og
Suðurlands. Fellur Blanda norð
ur en Hvítá og Jökulfallið suð-
ur. A miðjum Kili er Kjalhraun.
,,Líkaborgin“ er fje og hestar fíegni-
staðarbrœðra fenti við, og má enn
sjá hvit og skinin bein i brekkunum.
I suðurjaðri þess stendur Kjal-
fell, en við norðurjaðarinn eru
Ilveravellir og fjarlægðin á
milli um 15 km. Kjalvegur ligg-
ur um austanvert hraunið fram
hjá Kjalfelli eða fyrir vestan það
eftir þvi sem beinast liggur við.
Vegurinn um Ivjalhraun er
rúml. 600 m. yfir sjó.
Þeir Staðarmenn voru vel í
sveit setlir að því leyti, að sunn-
an frá áttu þeir aðeins yfir
Jökulfallið að sækja, sem ekki
ei nein stórá að haustlagi, og
svo Blöndu, þegar norður af
hallar.
Það varð svo úr, að þeir
lögðu upp úr Hreppúm 2. laug-
ardag í velri, sem mun hafa
verið 28. okt., ineð fje sitt og
16 liesta, þar af 5 undir reið-
ingi með nesli, tjöldum og rúm-
fötum. Eftir því sem síðar er
vitnað hafði Bjarni á sjer um
20 rd. í reiðu fje og nokkur
lujef og reikninga.
Daginn sem þeir lögðu upp
var vindur SA-stæður og gerði
regn með kvöldinu samkv. veð-
urbólc Ilannesar Finnssonar bisk
ups í Skálholti. Daginn eftir og
p.æstu daga var NA-átt með
2—3 st. hita og nokkru regni
eða snjókomu í Skálholti, en
veðrátta þó allgóð mestan liluta
mánaðarins. Hinsvegar segja
söguritarar á Norðurlandi að
skönnnu eftir að þeir félagar
lögðu upp úr byggð gerði snjó-
hríð mikla, er ekki rofaði i
hygð á mörgum dægrum en
varaði þó lengur á fjöllum. Er
það vitanlega algengt að NA.
Iiríðar nái lítt til Suðurlands.
Slóð þeirra Staðarmanna
vcrður ekki rakinn. Það mætti
ætla að þeir hefðu Iagt upp frá
Tungufelli eða Hamarsholti, sem
nú er eyðibýli nokkuð fyrir
ofan Gullfoss. Það mætti giska
á að þeir hefðu komist upp i
Svínárnes í fyrsta áfanga gegnt
BJáfelli. I öðrum áfanga hefðu
þeir átt að komast yfir Jökul-
fallið og í haglendi norður við
Lanlin við „Líkaborgina“ á Kili þ'.r sem tjöld fíegnistaðarbrwðra stóðn