Fálkinn


Fálkinn - 11.12.1937, Page 6

Fálkinn - 11.12.1937, Page 6
(i F Á L K I N N Vladimir Semitojov: Nafnlausir snillingar. T)Ai) VAR kæfandi liiti út í garð; ■^intim, en á svölunum þar sem hægt var að sitja í forsæluniji, var rjett svo að maður gat dregið and- ann. Gluggarnir á svölunum voru alþaktir laufi vínviðarins og brenn- andi sólgeislarnir sem komust gegn- um laufiö, teiknuðu hinar fáránlcg- ustu myndir á dúkinn á borðinu og á gólfið. A svölunum sátu þrír menn og hölluðu sjer makindalega aftur t bak i hægindastólunum; einn teygði frá sjer langar og mjóar lappirnar. hallaði snoðkliptum hausnunt upp að stólbakinu og Ijet handleggin t lafa niður með stólbríkunum. Hann var rithöfundur, alkurinur i Rúss- landi og Vestur-Evrópu. Kinnar voru sognar og órakaðar, tiefið uppleit- andi og sviplaust og maðurinn virt- isl vera örmagna. Við samóvarinn sat langur maður með svipmikið andlit og langt hár — tónsmiður, sem var alkunnur bæði i Evrópu og Ameriku, öðrumegin við borðið, og hinumegin dottaði alkunnur rúss neskur leikari og söngvari. Þetta gerðist i bæ einunt i Mið- Hússlandi eilt sumar fyrir þrjátíu til fjörutiu árum. Þessir þrír menn voru nýlega farnir tið vekja eftir- lekt. Það var mikið talað um þá og skrifað, en sjálfir voru mennirn- ir lítl kunnir. Rithöfundurinn teygði úr sjer og geispaði, svo að hrakaði í kjálkun- unt. Það segi jeg þjer, Fedja, sagði hann við söngvarann, ;ið ]ni get- ur haldið áfram að syngja eins og þig lystir, en enginn kærir sig neitt um þig. Fólkið .... þínu fólki stendur á sama um all .... Settu frægan mann fyrir framan trýnið a því, jú, þá situr það og gapir :if að- dáun. Eftir tíu ár þá kemur það kanske að hlusta á þig, en nú .... Ilver trúir á snilling, sem gengur í slitnum frakka og með bætta skó, Serega. Serega var þessa stundina önnum kafinn við að hella teinu í bollana og .... horfa á sig í spegilfægðum samóvarnum. Toginleita andlitið með íbogna nefið var fallegt og eðlilegt í speglinunt. Ertu nú að dást að sjálfum þjer, rjett einu sinni, Serega? Þú átt gott, sem gelur orðið fallegur I samóver, en mig .... bilur enginu spegill á .... Söngvarinn Fedja raulaði nokkra bassatóna úr horninu sínu, glösin i borðinu titruðu litið eitt undan diúpum hljóðöldunum, hið ótrúlega slóra brjóst hans og víðar nasirnar, þöndust enn meira, er hann dró andann. Heyrið þið, piltar, sagði rit- liöfundurinn, langar ykkur til að gera ofurlilla tilraun? Skamt hjeðatt er stórbýli. Það er rikt fólk, sem i heima þar. Dóttirin leikur á píano, sonurinn er við nám á háskólanum, (.11 fjölskyldan talar frönsku, óðals- berrann sjálfur ferðasl mikið um Vestur-Evrópu, hann er frjálslynd- ur, Irúir á menningu og upplýsingu og er hrifin af hæfileikamönnum, hverrar þjóðar sem eru. Það skemti- legasta sem hann veit, er að hitta rússneska bændur sem eru skynugir. Hann dregur þá með sjer heim til sin, eys i þá peningum til að menta þá .... Þangað skulum við fara. Þú Serega, getur farið að leika á hljóðfærið þar eins og af tilvilj- un, Fedja syngur og jeg get lesið eitthvað uþp að gainni mínu .... En hvernig eigum við að fara :;ð komast inn þar? Eigum við kan- ske að láta sem við sjeum i atvinnu- leit ? Við hjálpum honuin við hey- skapinn. Það er einmitt mesti anna- timinn núna og nógar hefir hann slægjurnar .... Þykir þjer ckki garnan að slá, Serega? Jeg hefi aldrei reynt það. — Jæja, þá getum við Fedja tek- ið orfin, en þú rakar á eftir okkur. Daginn eftir fóru þeir allir í hóp heim á aðalssetrið. Þar busluðu end- ur og gæsir í pollunum, kvenfólkið óð forina berfætt, kalkúnar og hænsni spigsporuðu við eldhúsdyrn- ar og í steikjandi sólskininu lá gris í forarpolli, sem var næstum þorn- aður ui)|). Þeir spurðu eftir óðalsherranum. Far ]ni á undan, Lexei, sagði Fedja. Allir þrír voru þeir i grófgerðum skyrtum, með bastskó á fótunum og gamla sefhatta á höfðinu trosnaða i jaðrana. Oðalbóndinn kom úl. Þeir þrifu lil höfuðfatanna, allir þrir. Góðan daginn, piltar, hvaðan ber ykkur að? Við göngum milli bæja og leit- um okkur atvinnu. Atvinnu hefi jeg sjálfsagt handa ykkur, en hvað kunnið þið? Við gerum alt sem fyrir kemur. Jæja, jeg þarf að láta gera við lystihúsið lijerna i garðinum og svo verðið þið að flytja píanóið; það er afmælisdagurinn hennar dóttur minnar hinn daginn. Þeir fóru út í lystihúsið allir þrír. lil þess að Iíta á það. Það þurfti að setja í það nýtt gólf, skinna upp slólpan tindir því og svo varð að hreinsa alla gangana í garðinunt. (Vðalsbóndinn gat þess að þa'ð inundu koma margir gestir. Haldið þið að þið getið koinið ]>essu af á tveim dögum? Já, okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því. Við mundum geta komið því af á einunt degi. Svo tóku ]teir til starfa .... Að kvöldi sí'ðari dagsins höfðu þeir borið píanóið út í lystihúsið og Sergei settist á stól við þa'ð og sló upp lokinu. Tónskáldið sat þarna við hljóð- færið og Ijet langa mjúka fingurn- ar lí'ða yfir nóturnar. Hljóðfærið var mjög illa stemt. Sergei fitjaði upp á trýnið óg tók nokkur grip á það. Spilaðu sónötu, sagði rithöf- undurinn. Nei, þar ómögulegt, Alexei. Við verðum að stemma það fyrst. Nú gat söngvarinn Feodor ekki setið á sjer lengur og sendi frá sjer nokkrar bylmingsstrokur út i nátt- myrkrið. Þá sást alt í einu ljós á svölunum, einhver kom út og faldi sig bak við lystihúsið. Haltu áfram! haltu áframi livæsti rithöfundurinn. Sergei Ijek enn nokkra tóna. Skugg inn kom að lystilnisinu .... Það var óðalsbóndinn sjálfur. .4 eftir honum komu kona hans og dóttir. Og það mátti grilla í ljósa frakkann stúdentsins upp við húsið. hver var þetta? spurði óðals- herrann Jtegar liann kont inn i Jysti- húsið Leikið þjer á hljóðfæri? - Það var bara ofurlítil tilraun, svaraði Sergei. En þnð þarf að slemma hljóðfærið. - Getið þið gert það? Sækið þið lykilinn. Hann er í stofunni ininni, uppi á bókaskápnum .... Og hver ykkar er það sem syngur? Jeg heyrði einhvern vera að syngja rjett áðan. Það er hann þarna, hann syng- ur ofurlítið — með sínu nefi. Það voru tónskáldið og rithöfundurinu, sem bentu á Feodor. Blessaðir syngið þjer eitthvað l'yrir okkur, jeg hefi svo gaman af rússneskum þjóðlögum .... Jcg get gjarnan sungið eitl- hvað, en þá má enginn taka það alvarlega. MM! KOM cinhver með ljós, Sergei tók píanólykilinn og festi upp lokið á hljóðfærinu. Hann reyndi einn tóninn. Hálfan lón upp, Fedja? Feodor kinkaði kolli. Óðalsbóndinn og fólk hans bo-'o þolinmótt meðan þeir voru að stemma. Stundum varð Feodor að sytigja rjettu tónana. Rithöfundur- inn Alexei stóð álengdar fjær með hendurnar í buxnavösunum. Óðals- bóiidinn leit við og við undrandi augum til konu sninar. —- Hvilík raust! Með þessari rödd gætuð þjer sungið i óperunni, vinur minn. Hvar hafið þjer lært að stemma hljóðfæri? Það hefi jeg iært af sjálfum mjer þegar svo bar undir. því að við höfðum engan lil að segja okkur til .... en það er nú enginn galdur, því að ef einhver strengurinn er falskur þá herðir maður bara á honuin. En hvernig getið þjer vitað. bvað átt er við með heilum og hálf- tim tón? Við lærðum það af hringjaran- imi heima i þorpinu, það kom stund- um fyrir að við fengum líka að syngja í kirkjusöngflokknum. Óðalsbóndinn leit á konu sína og dóttur. Þarna eru piltar með hæfileika sagði hann lágt. Þeir vita ekki hvílíka fjársjóði þeir eiga. Hann var afar hugfanginn af þess- ttm nýju verkamönnum sínum. Þeg- ar þeir höfðu stemt hljóðfærið fór Sergei að spila rússneskt þjóðlag. Fedja söng með, lágt i fyrstunni, en smámsaman hreifst hann með og söng af fullum hálsi. Meira, meira! bað óðalsherr- ann. Þjer verðið að mentast, ungi vinur .... Þjer getið orðið fyrsta flokks söngvari tiieð tímanum. Kunnið þjer ekki neitt fleira? Hann söng nokkra söngva í við- bót. - Marusja, heyrðu .... jeg ætla að gera boð eftir honum prófessor Nikolai Ivanovitsj undir eins á morgun .... Við verðum að láta hann heyra þetta .... Það er und- i rsamlegt. Og þið, piltar góðir, þi'ð verðið hjá okkur á morgun, þið get ið l'engið herbergi í útúrbygging- unni, og svo getið þið sungið og spilað fyrir okkur á morgun. Það skal verða gaman að heyra, hvað prófessorinn segir .... Þið verðið endilega að læra .... og sá ]triðji ykkar — kann hann nokkuð? Jeg get lesið upp kvæði, sagði höfundurinn úr sínu horni. Já sjáum til. Þetta er alveg fyrirtak. Þá getið þjer lesið upp fyrir okkur á morgun. Yrkið þjer sjálfur eða lesið þjer eingöngu upp vtrk annara? — Jeg yrki sjálfttr, sagði Alexei lctilega. Lesið þjer eitthvað upp fyrir mig núna. Hann trúir mjer ekki, skálk- tirinii, hugsaði Alexei með sjer og las svo, hálf nauðugur, upp kvæði eftir sig, sem enn var óprentað. Meðan hann las sat óðalsherrann kyr, og undrunarsvipurinn fór si- vaxandi á andlitinu á lionum. Þarna er hann kominn, þjóð- si illingurinn, hvíslaði hann á l'rönsku. Það er það sem jeg hefi altaf sagt, að meðal almúgans dyljast á- \alt hæfileikamenn, hópum saman. Ágætt, sagði hann við rithöfundinn. sem nú hafði lokið upplestri sinum. Maður ætti eiginlega að táta prenta þetta, sem þjer fóruð með. Hafið þjer nokkurntima leitað fyrir yður hjá blöðunum? Nei, það hel'i jeg ekki. En hafið þjer haft nokkurn kennara? Enginn hefir kent mjer neitl, jeg lauk ekki cinu sinni barnaskól- anum heima. Merkilegt! Jæja .. við höldum þá hljómleika á morgun, piltar, ])ið eigið að spila, syngja og lesa. Gest- irnir okkar mega til að fá heyra ,\ kkur .... F)AI) VAR líf og ljör í herhergimi í utbyggingunni ttm kvöldið. Sjáðu til, Fedja, að á morgun verður nostrað við okkur eins og hvítvoðunga. Hann lá á grófgerðri hálmdýnu og rabbaði. Þú hefir ekki hugmynd um, hvað svona fólki þykir gantan, þegar það fær tæki- færi til að gerast verndarar óviður- kendra listamannsefna. Og hvers vegna, heldurðu? Til ]iess að gela gortað af því eftir: það var jeg sem varð fyrstur til að vekja athygli a honum og hjálpa honum, skilurðu? S.vngdu söng eða lestu upp vers, og þá hremma þeir ])ig undir eins og stilla þjer upp á pall til sýnis, al- veg eins og dýr í búri. Sjáið þið hjerna, gott, fólk .... snillingur úr hópi almúgans. En til hvers eigum við þá að lííma hjerna? sagði tónskáldið. Komdu, Fedja. Við skulum fara . . . En hlutverkin, sem þeir höfðu lekið að sjer að leika voru í raun- inni bráðskemtileg, svo að þeir urðu ásáttir um, að leika þau lil enda. jTjAGINN EFTTR var fjöldi gesta á J()ðalssetrimi. Gestir af nágranna- hýlunum og úr bæjunum. Prófess- orinn hafði verið boðinn tii ao lilusta á |)essi þrjú viðundur. Frá því snemma um morguninn hafði kvenfólkið staðið kófsveitt við að steikja hænsni og kalkúna i eld- húsinu, en kunningjarnir þrír vorti ekki látnir matast me'ð gestunum heldur fengu þeir matinn í útbygg- ingunni. Dunja. rjóð og mjaðmabreið vinnukona bar þeim matinn og skríkti: „Komið þið með mjer inn i eldhús, |)á slepp jeg við að’ bera matinn alla leið hingað. Já, því ekki það, strákar, kom- ið þið, við skulum fara með henni inn í eldhús. Þar stóð langborð sem vinnufólk- ið mataðist við. Nokkrar flöskur af brennivíni og glös með agúrkum höfðtt verið sett fram. Digur og götnul eldakona með andlit sem var eldrautt af hitanum, stóð við elda- vjelina með skaftpott í hendinni. Loftið i eldhúsinu var þykt og þungt af matarlykt, Sergei fitaði upp á Irýnið. Þeim var tekið með mestu virktum, öllum þremur og fólkið færði sig saman, svo að það yrði rúm handa þeim við borðið. Elda- konan virtist vera óánægð með eilt og annað og gaf þeim óhýrt auga. Má jeg spyrja, eruð þið úr kirkju-söngsveitinni? spurði hún. Eftir tvo snapsa fór Feodor að

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.