Fálkinn - 11.12.1937, Síða 9
F Á L K I N N
9
Það er átrúnaður en ekki heilbrigð
skynsemi, sem kemur mönnum til
að leggja út í stríð. Sumir kunna að
segja, að það sje iilfinning, sem sje
æðri bæði átrúnaði og heilbrígðri
skynsemi, sem eggjar menn út í
styrjöldina, nefnilega ættjarðarást-
in, sem knýr menn til þess að verja
land sitt gegn þess eigin borgurum
og ganga til víga gegn þeim og
drepa þá, skjóta í rústir ýmsa bestu
menningarfjársjóði þjóðarinnar og
því um líkt. Er það heilbrigð skyn-
semi. Er það ekki fremur átrúnað-
ur, stefnur, sem ekki eiga rót sína
i uppruna manneðlisins. Iljer sjest
á myndihni t. v. upptaka liðsfor-
ingja hjá Franco suður á Spáni.
Þeir kyssa fánann um leið og þeir
vinna eiðitm. í herbúðum hinna,
sem telja sig stjórnendur Spánar og
eru það, samkvæmt lögum landsins,
sjást hermenn stundum vinna eið
að fána annars ríkis, er þeir ganga
i lierinn. Hvorugir hafa rjett fyrir
sjer en báðir skaða þjóðina. Spánn
hefir orðið fyrir meiri limlestingum
í borgarastyrjöldinni, en hann jafn-
vel varð fyrir á dögum hinnar ill-
ræmdu „inkvisitionarsem náði
liámarki sínu á Spáni.
Gulu piltarnir hjer á myndinni eru
japönsku flugmennirnir Masaaki
tnnma og Kenji Tsukagoski, sem
flugu síðastliðið vor frá Tokio til
London og varð sii ferð licimsfræg,
því að hún tök fram þeim metum
‘ langflugi, sem þá höfðu verið sett.
Síðar kom Rússinn Gromov og fje-
lagar hans, sem komust langsam-
lega fram úr því, sem lengst hafði
verið gert í langflugi, bæði að því
er snerti vegalengdina sjálfa og
flughraðann■ En það sem gerði för
Gromovs eftirtektarverðasta var, að
hann lagði leið sína yfir sjálft norð-
urheimskautið, og sannaði með því
kenningu þá, sem Vilhjálmur Stef-
ánsson hafði flutt fyrir 12 árum■
Iljer á myndinni til hægri sjást þeir
japönsku fjelagarnir vera að tala i
lítvarpið í London og skýra löndum
sínnm í Japan frá fluginu, i út-
varpinu.
Það er gamall og góður siður skóla-
barna í Þýskalandi, að þau byrja
viðkynningu við hin börnin í slcól-
anum með því, að koma með
kynstrin öll af góðgæti í fyrstu
kenslustundina, sem þau eiga að
sitja í skólanum. Skólastjórnin leiyf-
ir þetta, og er það vísl ekki illa til
fallið, því að á þennan hátt kynnast
börnin þegar í stað, og verður kom-
ist hjá ýmsri misklíð og óþægindum
fyrir börnin sjálf, sem hlýtst af því,
að þan kynnast ekki þegar í stað.
tljerna á myndinni sjást börnin
vera að koma í skólann, og sýnir
myndin til fullnustu, að það er ekk-
ert smáræði, sem þau hafa með sjer
til þess að bjóða slcólasystkinum
slnum npp á.