Fálkinn - 11.12.1937, Side 10
10
F Á L K I N N
Nr. 470. Adamson er bókavinur.
S k r í 11 u r.
FfílMERKJASAFNAfílNN:
— Hvaöa vandrœði. Hefi jeg nú
ekki neitt frímerki?
Þegar pabbi var látinn hátta hann
dengsa litla.
— Hvert í heitasta. Er nn búið að
'aka mig fastan aftur?
í sumar stóð klausa í blaði einu.
í Skjaldarvíkurfjöru er öllum bann-
að að baða sig, að viðlagðri krónu
sckt. Fjelög og stórir hópar fá af-
slátt.
— Það er sama hvað jeg geri, kon-
an mín verður verri og verri.
— Mikill heppnismaður ertu. Mín
getur ekki orðið verri.
■—■ Maðurinn sem gengur þarna er
kallaður Lúðvík fjórtándi.
— Af hverju kemur það?
— Af þvi að hann heitir Lúðvík
og er aldrei boðinn í samkvæmi
nema þrettán sjeu til borðs fyrir.
----------
— fííöiö þjer allra snöggvast -
jeg er aö hlusta á annari línu!
NÝTÍSKULIST
fíara aö jeg gœti málaÖ eins
og þjerl En á myndunum mlnum
þekkist altaf hvaö hver hlutur á að
vera.
John gamli Iíoppelmayer, sem er
72 ára stóð nýlega fyrir rjetti í
Manhattan, sakaður um að liafa kast-
að flösku á eftir konunni sinni.
Hann fuilvissaði dómarann um, að
hann elskaði kerlinguna af öllú
hjarta, en það hefði hlaupið i sig
eitt kvöldið, þegar hann kom fullur
heim, og hún fór að jaga hann.
— Hvernig getur það samrýmst,
að þjer elskið konuna yðar en kast-
ið samt flöskum i hana? spurði
dómarinn.
— Flaskan var tóm, dómari góður,
svaraði Koppelmayer.
— Varstu á veiðum i gær?
— Já.
—• Fjekstu nokkuð?
— Já. Þrjá snapsa með morgun-
matnum, hálfa portvínsflösku um
hádegið og þrjá whiskysjússa i gær-
kvöldi.
Á kjörfundi í Danmörku stóð upp
ræðumaður, sem skammaði and-
stæðing sinn niður fyrir allar hell-
ur og lauk máli sinu með því að
segja, að hann gæti aldrei skilið neitt.
Andstæðingurinn var viðstaddur og
gieip fram í af mikilli gremju.
— Viljið þjer halda því fram, að
jeg sje fullkominn fábjáni.
— Nei, enginn maður er fullkom-
inn, svaraði hinn. En fólkið hló.
Frúrnar tvær sátu yfir kaffi og
voru að tala um mennina sína. —
Maðurinn minn er svoddan slóði.
Hann er altaf að missa af sjer
hnappana, bæði af jakkanum og
vestinu.
— Það hlýtur að koma af því,
að þeir eru illa festir, svarar hin.
— Já, það er einmitt það. Hann
ftstir þá svo iila.
Aftonbladet sænska segir þessa
sögu nýlega: — Það gerðist á járn-
brautarlínunni milli Eslöv og Hals-
ingborg á dimmu haustkvöldi. Braut-
arvörðurinn er á eftirlitsferð og sjer
svart hrúgald á öðrum teininum.
Hann sparkar í það.
— Æ, lofið þjer mjer að liggj i
hjerna, kveinar hrúgaldið með karl-
mannsrödd. Jeg er svo ógæfusamur
og get ekki lifað lengur. En bráðum
kemur lestin frá Malmö og þá lýkur
mínu stríði.
— Malmö? segir brautarvörður-
inn. Þá eigið þjer ekki að liggja
hjerna. Þjer eigið að liggja á hinu
sporinu!
— Hann Lalli kysti mig i gær.
Og hann sagði að það væri yndisleg-
asti kossinn, sem hann hefði nokk-
urntíma fengið.
— Jæja, þá hlýtur það að hafa
verið áður en hann kysti mig i gær-
kvöldi.
tenf
NANO
P.I.B
Þorskurinn var bú
inn að bíta á.
Þetta gengur seint.
Jæja, loksins tekur þá á.
Þaö munar um hann þennan. En þvi miöur er hann i háf.