Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N Caruso sem Canio i „Töfraflautunni" eftir Mozart. scm þjer skuldið mjer fyrir kvöldið. En upphæðin verður að svara til þess kaups, sem jeg fæ nú, nefni- lega tvö þúsund dollara. Það er ódýrt, þvi að þá söng jeg í átta tíma en nú syng jeg aðeins i þrjá fyrir þessa borgun. Og þessvegna verð jeg að fá 20 ára vexti af upp- hæðinni“. Baróninn varð að láta í litla pok- ann. Hann slepti tilkalli til frakk- ans og kvaðst ánægður ef hann fengi rithönd Carusos. Caruso sendi hon- um undir eins áritaða ljósmynd og lævirkjam.vnd úr silfri. C'FTIR ÝMSA örðugleika og mis- K heppnaðar tilráuiiir fjekk Car- uso loks að syngja opinberlega í óperunni „L’Amipo Francesco“. Frumsýningin fór illa, en nú hafði Caruso náð ifótfestu á leiksviðinu. Hann fjekk ýms hlutverk en sigur- inn kom ekki og áheyrendurnir ekki lieldur og margan morguninn vakn- aði Caruso svo, að hann vissi ekki hvar hann ætti að fá aura fyrir morgunverðinum. Leikhúsið fór á hausinn og eftir fjögra vikna söng kom Caruso lieim til Neapel með 2 centisima í vasanum. En Caruso var eins og Micawber i „David Copperfield“ altaf viss um, að „eitthvað hlyli að ske“ — og nú varð tenórsöngvari Bellini-óper- unnar skyndilega veikur, er hann átti að syngja i „Faust“. Caruso var ráðinn í hlutverkið fyrir 25 lírur. Það var hæsta kaupið, sem hann hafði nokkurntíma fengið, og í sig- urvímunni keypti hann sjer undir eins livíta hanska og hvíta silkisokkn. Micawber hafði aldrei ]>essu vanl 'rjett fyrir sjer. „Faust" og Caruso gerðu lukku, og hann var ráðinn tii fjögra vikna. Eftir að hann liafði sungið i „Bigoletto" var hann ráð- inn lil eins mánaðar til Kairo fyrir (iOO lirur. Það voru auðæfi i þá daga! Og riú var isinn brotinn. Með ótrúlegri ástundun hafði honum nokkurn veginn tekist að sigrast á vandkvæðunum með háu tónana og i Ivairo söng hann aðalldutverkin i ýmsum óperum. Þegar hann kom þaðan aftur voru honum boðnar 750 lírur á mánuði undir eins og hann steig upp á bryggjuna. En erfíðleikarnir voru ekki búnir. Sönglist hans fann ekki náð i aug- um söngdómaranna. Caruso var af- fluttur i blöðunum. Ráðning hans var á enda og hann var einmana og atvinnulaus á ný. Mánuðir liðu en enginn kom til hans og vildi ráða hann. Samt fjekk hann stuttar ráðningar við og við, en háu tónarnir, sjer- staklega í „BIóma-aríunni“ í Carmen bökuðu honum enn erfiðleika. Rödd- in brast, og allir voru i öngum sín- um —— ekki sist hann sjálfur. Lom- bardi kennari hans reyndi með öllu móti að laga þella. Alt viðvikjandi andardrættnum var gefið lionum inn í smáskömtum, hann lærði að láta kjálkana slapa, beygja höfuðið og spyrna bakinu upp að vegg. Svo brýndi hann röddina af alefli og loks fór þetta að bera ávöxt. Eftir nokkra mánriði var það orðið sjald- gæft að röddin brysti, en alla tíð síðan beygði Caruso höfuðið, þegar hann tók háan lón. Þegar hann hafði vald á tóninum kastaði hann höfðinu aftur og ljet tónana berast út i geiminn, betur en nokkur ann- ar gat. T}Ó að söngvarinn væri enn ungur ^og liefði ekki náð fullum list- þroska, hafði hann þó lært margl af reynslunni. Ilann lærði eitthvað af hverjum ósigri. Hann var heil- brigður og ljek á als oddi og lukkan virtist vera að nálgast hann. En ennþá fjekk hann ekki nema 20 lírur fyrir hvert söngkvöld og hafði lítið að bíta og brenna. En svo var hann ráðinn lil Livorno og sjálfur telur hann listferil sinn byrja þar. Puccini hafði nýlega lokið við óper- una „La Boheme" og ákvað að Car- uso skyldi syngja hlutverk ltod- olphes. Óperan vann stórsigur. Car- uso gat neytt allra hæfileika sinna í hlutverkinu, og signora Ada Giac- hetti, sem söng hlutverk Mimi á móti honum, varð siðar konan hans. Nú vann hann sigur eftir sigur á söngferðum sínum um ítalíu. Vitan- lega átti hann við brellur og and- stöðu að stríða eins og allir söngv- arar, en liann sigraðist á því öllu, með sinum frábæra söng og leik. Tilboðunum rigndi yfir liann. Hann gat valið úr og fór nú fyrst til Russlands fyrir 0000 líra mánaðar- kaup. Hann vann stórsigur í St. Pjelursborg og var kyntur keisaran- um eftir hljómleika, sem hann hjelt í Vetrarhöllinni. En heldur , þótti honum lítið til keisarans koma. Caruso var nú 20 ára og var sem óðast að verða fullþroska listamað- ur. Hann sat yfir óperuhlutverkum sinum dag og nótt, því að honum fanst ekki bjóðandi nema það bcsta. Og aldrei bcitti hann neinuin brögðum til þess að losna við baga- lega ráðningarsamninga, sem hann liafði gert. Nú fór gengi Carusos sívaxandi. Hann var ráðinn til Shður-Ameríku og nú var kaupið 45.000 lirur á mán- uði. Þaðan aftur til Ítalíu og söng þar á öllum heldri söngleikahúsum. Hann lærði ný hlutverk og innan skamms hafði hann 00 stórhlutverk jafnan á takteinum. En aðrar bækur opnaði liann aldrei. „Jeg læri af líf- inu en ekki af bókum“ var orðtak lians. Hann kunni líka lítið í tungu- máluin, cn gat eigi að síður sungið flest blutverk stórlýtalaust á lieims- málunum. Hann var vakinn og sof- inn i söngnum og sístarfandi. Jafn- vel á ferðalögunum vann hann eftir strangri áætlun. Hann fór aftur til Buenos Aires en var af einhverjum ástæðum tek- ið fálega. Hann var nú orðinn svo stór upp á sig, að hann ákvað að fara umsvifalaust til ítaliu aftur, ef hann fengi ekki góðar viðtökur. En fyrsta kvöldið sem hann söng ætlaði alt af göflunum að ganga af fögn- uði, svo að gera varð hlje á sýn- ingunni. enda hafði hann lagt sig allan fram til þess að heilla fólkið, sem hann vissi að var andstætt honum. Áriö 1901 söng hann í l'yrsta sinn á Teatro alla Scala - Skala- óperunni í Mílano, sem er frægasta söngleikahús heimsins. Hann sigraði og varð uppáhaldsgoð Toscaninis, hljómsveitarstjórans mikla. Nú hafði liann unnið fullnaðarsigur og aldrei lcið honum belur a æfinni en nú. Hann naut lífsins og át og reykti „eins og svampur“. Læknar og aðrir voru forviða á hver kynstur Caruso gat reykt án þess að röddin liði við það. Hann var óstjórnlegur reykingamaður. Eitt sinn stóð hann reykjandi bak við leiktjöld Berlinaróperunnar og reykti. Brunávörður kom að og sagði, að það væri ekki leyfilegl að reykja þarna. „Þá fer jeg!“ svar- aði Caruso. Brunavörðurinn hljóp til leikhússtjórans og liann til Carusos og það varð að samningum, að Car- uso mætti reykja ef brunavörðurinn vildi fylgja lionum eftir, með vatns- fötu i hendinni. Frá þeim degi gekk Caruso bak við tjöldin með sígarettu í munninum og bruna vörð með skjólu í hendi á hælun- um. í desember 1901 álti Caruso að syngja í fæðingarborg sinni, Neapel. En þar voru ýmsir á móti bonum, einkum di Castagneto jirins, sem miklu rjeði. Caruso gat auðvitað vingast við hann, en kunni ekki við það. Hann ætlaði að láta rödd- ina sigra prinsinn. En hann beið ósigur. Caruso var „píptur niður“ i fyrsta og síðasta skifti á æfinni. Hann uppfylti samning sinn en söng aldrei framar opinberlcga i Neapel. Enginn er spámaður í sinu föður- landi. Uppfrá þessu söng hann mest er- lendis, i Monte Carlo, París, London, Berlín og umfram alt í New York. Og allstaðar sigraði hann. Nú voru ekki aðfinslurnar hjá söngdómur- unum — þeir voru í vandræðum með að finna nógu sterk lofsyrði. Caruso varð heimsborgari, hætti að ganga eins og ítalskur sveitamaður, og tekjur lians voru stórkostlegar. Hann keypti sjer óðal i Ítalíu fyrir 2 miljón lírur, át eins og glimu- kappi og reykti „eins og skorsteinn", hann söng svo að allir sem gátu borgað hlustuðu á hann — miðarnir voru dýrir — hárin sá dyr liimn- anna opnast fyrir áheyrendunum, en sjálfur stóð liann fyrir utan. Caruso var einmana og enginn gæfumaður. Ivonan hans hafði farið frá hon- um og Caruso, sem var heimakær að eðlisfari, var lítil uppbót i gleði- drósunum. Heilsan fór að bila svo að oft varð að fresta sýningum á Metropolitan í New York, þar sem hann söng nú að staðaldri. Vinir hans reyndu að hafa ofan af fyrir honum en hann sat þó mest einn i tómstundum sínum — og teiknaði. Þegar hann auðgaðist fór hann að kaupa litlar myndastyttur og átti heilt safn al' þeim að lokum. Og stundum var liann timunum saman að skoða þessa gripi. En hann gleymdi aldrei skyldum sínum. Grammófönfjelögin gerðu honum kostaboð og liann var stund- um svo vel upplagður, að hann gat sungið tíu óperulög á plötur sama daginn. Hann græddi alls um tvær miljónir dollara á þessari „auka- vinnu“. Hvað listina og fjárhaginn snerti voru mótlætistímarnir löngu liðnir. Hann gifti sig aftur og þó að hann eignaðist ágætt lieimili var liin forna gleði liorfin honum. Læknarnir rjeðu honum til að hreyfa sig meira og borða minna. En liann hafði ekki dug í sjer til að hlýða Jiessu en hjelt áfram kyrsetunum og að kýla vömbina. 5 lÍR ALÞJÓÐAHVEFINU i Shanghai er myndin lijer að ofan. Þar s'jást enskir liermenn, en þó að þeir hafi haft nóg að hugsa undan- farnar vikur, gefa þeir sjer samt tíma til að spjalla við stúlkurnar, bak við varnargarðana, scm þeir hafa gert úr sandpokum. SAIJI KATSUKI heitir hæstráðandi japanska herliðs- ins i Kína. Þessi mynd af honuin er tekin, þegar liann er að líta eftir í sjúkraskálunum við norðurvigstöðv- arnar. Og hann eltist fyrir ár fram. Einn dag er liann var i bílferð með konu sinni fjekk hann ákafan skjálfta. Hann háttaði undireins og liann kom heim en liafði mikinn hósta og kastaði upp. Samt rjetti liann svo við aftur, að liann söng á Metro- politan 8. desember 1919 i „Ba- jasso“. Röddin brast, en liann söng hlutverkið á enda, þó fárveikur væri. lvvöldið eftir liafði liann fengið brjósthimnubólgu og svo bættist lungnabólga ofan á. Það var gerður á honum uppskurður. Caruso lá meðvitundarlaus i marga daga, en jafnaði sig svo. Og heknirinn sagði honum að fara til ítaliu sjer til heilsubótar. Hann dvaldi uin tima i Sorrent við Neapel og rjetti við. Þá fór hann til Pompeji og ofraði 10.000 lírum á altari Pompej-mærinnar í þakklætis skyni fyrir heilsugjöfina. En jiessi ferð reið honum að fullu. Hann dó 2. ágúst 1921, aðeins 48 ára gamall. Á banastundinni hjell hann báðum höndum um hönd konu sinnar og kallaði í sífellu: „Doro — Iloro — láttu mig ekki deyja!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.