Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Vegna ástandsins á Spáni.og Aust- ur-Asíu ber minna á því, sem ger- ist í Landinu helga um þessar mundir. Þó að sjaldan berist stór- tíðindi þaðan, þá er það ekki af því, að alt sje orðið kijrt. Þvert á móti má heita svo, að sífeld upp- reisn sje í landinu\og eiga Bretar i vök að verjast, því að bæði Arabar og Gyðingar eru óánægðir með þá. Myndin til hægri er fcá Jerúsalem. Sjást þar enskir hermenn að Iiorfa á reykinn af sprengingu, sem gerð hefir verið í borginni. Japanar noluðu flugvjelar mikið, er þeir voru að ná Shanghai á sitt vald og gerðu þær mikil spellvirki líka i hinu svonefnda alþjóða- hverfi borgarinnar. Kviknaði í borg- inni af sprengjum flugmannanna. A myndinni hjer að neðan sjest reykurinn af bálinu. 1 janúai' fór fram í Aþenu brúð- kaup Páls krónprins Grikkja og Friðriku prinsessu af Brúnsvík. Eru brúðhjónin bæði barnabarnabörn Kristjáns konungs níunda, og var Knútur Danaprins og kona hans meðal veislugesta. Ennfremur Mich- ael krónprins Rúmena, sem fór með herskipi af stað, 'en við sjálft lá að skipið færist í Svartahafi. Hjer á myndinni að ofan sjest athöfnin i dómkirkjunni i Aþenu og sjást brúðhjónin fremst á myndinni. A myndinni til vinstri sjest japönsk herdeild eftir nýunninn sigur í Norður-Kína. Einkennisbúningar Japana eru mjög líkir þeim, sem Evrópumenn notuðu í heimsstyrj- öldinni. M. a. hafa Japanar tekið upp stálhattana, sem Frakkar inn- leiddu í ófriðnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.