Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N MIKILMENNIÐ getur orðið frœgt i lifanda lífi, en oftast kemur við- urkenningin ekki að fullu fyr en maðurinn er dáinn. — Enrico Car- uso var að vísu dáður í lifanda lifi, en þó skildist heiminum ekki til fulls hvilíkur maður hann hafði verið, fyr en hann var horfinn. — Caruso var átjánda barn foreldra sinna, af 21 og fæddist 27. febrúar 1873 í Neapel. Samt lifði hann nokk- Ur ár án þess að eiga nokkur syst- kin, því að þau sautján, sem fædd- ust á undan honum dóu öll korn- ung. Foreldrarnir ætluðu varla að trúa sínum eigin augum, er þau sáu Enrico litla dafna og vaxa. En þegar J)etta undur gerðist og dreng- urinn var kominn á ]iriðja árið varð mikil gleði i koti Marcellino Caruso og Önnu konu hans. Bernskuár Enrico voru svipuð flestra fátækra barna í Neapel. Hon- um gekk vel í skólanum, en skar- aði alls ekki fram úr. En umfram alt var hann góður sonur, og meðan foreldrar hans lifðu sýndi hann þeim jafnan ástúð og nærgætni. Hann fann snemma til ábyrgðar um velferð móður sinnar og líðan hennar. Að vísu var ekki hægt að segja, að drengurinn væri heimilis- faðir. En skyldurnar hvíldu samt á honum, Pvi að Marcellino Caruso, föður hans Jiótti gott í staupinu og eyddi oftast frístundum sínum á veitingakránum. Hin nána um- gengni Enricos við móður sína hafði snemma áhrif á hið næma skap hans. Og sú umgengni varð meðal annars til þess að venja hann á þá reglusemi og hreinlæti, sem ávalt einkendi söngvarann síð- an. Hann lærði l)etta i barnæsku. En utan heimilisins — á götunni og í skólanum — var hann mesti æringi og átti upptökin að margvis- legum- brellum. Sjerstaklega gekk söngkennaranum í skólanum illa að tjónka við hann, því að Enrico hafði það til að vera með kenjar og dutlunga í söngtímanum, þó að hann síðar væri manna lausastur við slíkt. En kennarinn þurfti ekki annað en vitna til betri tilfinninga hans og þá fjell alt í ljúfa löð. En ef hann reyndi að beita hörðu þá kom þráinn upp í Enrico — eips og í primadonnu! Fyrstu einkatilsögn i söng og hljómlist fjekk Caruso hjá Aless- andro Fasanaro, sem brátt tók eftir raddfegurð drengsins og leikara- hæfileikum. Áhugi kennarans vakn- aði og hann gaf móðúrinni eftir bær fiinm lírur, scm hún átti að borga fyrir kensluna á inánuði og reitti saman ineð súrum sveita. En- rico miðaði vel áfram fyrir ástund- un, alúð og stundvísi hans og eftir Caruso hafði frú barnœsku gamctn af að teikna og iðkaði leikningu alla æfi. Þessa skopmynd gerði hann af sjálfum sjer — sem Bajazzo! ARUSO barnshjartað. ENRICO C listamaðurinn með Þó að sextán ár sjeu liðin síðan Caruso dó, er snild hans enn kunnari og viðurkendari nú, en meðan hann lifði. Otvarp og grammó- fónn gerir góðsöngvarana ódauðlega. mikið starf varð hann loks fyrsti einsöngvari i drengjasöngflokki kirkjunnar. Fasanaro var eiginlega ágjarn maður, en stundum fjekk Caruso l)ó nokkrar lírur fyrir söng sinn. Það kom líka fyrirr að prestar sem dáðust að söngnum gáfu hon- um kökur eða nokkra skildinga. Þetta nægði til þess að gleðja drenginn, en sjaldnast eyddi hann þessu í sjálfan sig, því að undir eins þá kom það á daginn, að það var „gat á vasa“ Carusos, eins og ítalir segja. Þó að Enrico væri harnslegur og hiátt áfram var hann ekki eins og börn flest fyrir því. Hann hafði teiknikennara sem hjet Spasiano og uppgötvaði hann brátt, að drengur- inn liafði óvenjulega teiknigáfu. Þeg- ar „Carusiello" — eins og kennarar lians kiilluðu hann, sat yfir teikni- blaðinu, gat liann jafnvel gleymt hljómlistinni. Söngkennarinn notaði sjer þessa leikni Carusos og Ijet hann afrita nótur fyrir sig. Þetta kom Caruso að miklu gagni siðar, þvi að hann lærði lög og texta i óperuhiutverkum sínum um leið og hann afritaði þau. A ÐEINS 10 ára gamall varð Enrico 'fl'að fara að vinna fyrir lieimilinu. Hann varð að liætta skólanáminu og segja skilið við kennarana og fje- lagana og gerast iðnnemi á vjela- vinnustofu Salvatore de Lucas‘. Launin voru 7 aurar um tímann. En samt hafði drengurinn altaf tíma og peninga til þess að fá sjer kenslu í söng og sýndi nú þegar þá ótrú- legu iðni, sem síðar í lífi hans þótti ekki einleikið um. Iijarta hans og hugur var ein- göngu hjá hljómlistinni, og það var ekki ástin heldur nauðsynin á þvi að eignast peninga, sem knúði hann til að standa undir gluggunum hjá ýmsum ungum stúlkum og syngja þar kvöld eftir kvöld. Því að eilt- hvað varð hann að liafa til þess að læra fyrir. Hinn ungi söngvari með munarblíðu röddina bjóst aldrei við öðru svari við ástarljóðum sínum en einni eða tveimur lírum. Stund- um fjekk hann líka að syngja i samkvæmum eða við kirkjulegar há- tiðir. Hann átti hinn heilaga eld hins fædda listamanns og aldrei kendi hann þreytu eftir langa vinnu dagsins, ef söngurinn var annars- vegar. Á næstu árum varði Caruso öllum frístundum sínum til söngs og auka- starfa með þeirri elju sem honum var eiginleg. Hann var altaf i ágætu skapi og áhyggjulaus, en þó injög næmur fyrir dómum annara. Ilann forðaðist allar deilur og reyndi að koma sjer hjá óþægindum —• hið sama einkendi hann mjög eftir að hann var kominn á manndómsárin. En hvar sem hann fór þá söng hann, söng sig inn i allra hjörtu, og vann sjer ofurlitla vasapeninga. En samt var líf hans enginn dans á rósum og það var inargt sem særði viðkvæma lund hans. Og engum — ekki heldur honum sjálfum — datt í hug að hann ætti það eftir að verða óperusöngvari. Það var til- ■viljunin sem rjeð örlögum Caruso, og sú tilviljun varð á stundu, sem hann mintist jafnan með viðkvæmni. Hann hafði verið beðinn um að syngja við „maí-messu“ i Neapel. Caruso nokkrum úrum fyrir danða sinn, á leið inn á skrifstofu granunó- fónfjelags. Hann græddi um tvær miljónir dollara á þvi að syngja á grammófónskífiir. Það var hátíð sem haldinn var Maríu mey til vegsemdar. Caruso lcom ekki, og þegar söngstjórinn barði á dyrnar hjá lionum þá var það skjálfandi og raunamæddur drengur, sem kom til dyra. Móðir hans var fárveik og hann vildi ekki fara frá henni. En lnin taldi hann á að fara, og drengurinn fór grát- andi til St. Severino-kirkjunnar, þar sem liann — eins og hann síðar komst að orði, ljet rödd sína hljóma guði til vegsemdar fyrir það að liann hefði gefið sjer svo góða móður. Allir voru hrifnir, drengur- inn var söngvari og listamaður af guðs náð. Það var hrifning i kirkj- unni en alt í einu varð hlje á guðs- þjónustunni. Það hafði komið orð- sending til kirkjunnar um að Anna Caruso væri dáin. Drengurinn hafði niist móður sína í söniu andránni og hann vann fyrsta sigurinn á listamannsbrautinni. J^RENGURINN fimtán ára var yfir- ■L,bugaður af sorg. Hann stundaði vinnu sína en lagði sönginn á hill- una og listamannsdraumar hans voru orðnir að reyk. En það óhjá- kvæmilega varð fram að koma. Æskuþorið sigraðist á sorginni. Móðirin var dáin en söngur sonar- ins liafði ávalt verið mesta unun hennar og mundi eflaust gleðja hana þar sem hún var nú. Rödd Caruso liafði þroslcast. Úr altrödd drengsins var nú orðinn veikur lenór, sem oft heyrðist á kirkjuhljómleikunum í Neapel. Þessi rödd veitti honum frægð þar á staðnum og nokkrar lírur. Vinnustofan kunni að meta start' Carusos og iðjusemi og nú var hann gerður að einskonar bókhaldara. Hann gekk ekki síður upp í þess- ari iðju en liinni fyrri og fjekst við tölur frá morgni til kvölds en í frí- slundunum söng hann á kaffihúsum og í sundlaugunum. Caruso sótti um að verða læri- sveinn hins fræga söngkennara Vergine. Eftir prófið sagði Vergine að röddin væri litil og Jiljómurinn eins og þegar vindur hvín í skjá“. En eigi að siður var Caruso tekinn og sairiningur gerður við Vergine. Samkvæmt þeim samningi átti Ver- gine að fá 25% af tekjum þcim, sem Caruso hefði af söng sínum fimm fyrstu árin eftir að hann væri orðinn útlærður. Caruso losnaði við þennan samning árið 1899 með því að borga Vergine 20 þúsund lírur. C EX ÁR stundaði Caruso söng- ^námið hjá Vergine, sem að þvi er Caruso sagði sjálfur, kendi hon- úm að syngja eðlilega og þannig, að áheyrandinn tæki ekki eftir að hann hefði fyrir því. Erfiðast veittist Caruso að ná háu tónunum. Röddin brast. Hann kunni ekki heldur að leika á neitt hljóð- færi, og iðkaði því aldrei fræðilega hlið tónlisiarinnar. Eri þrátt fýrir vankunnáttu sína i tónlist, þá söng Caruso með meiri listfengi en marg- ur „lærður“ söngvari og hafði eyra fyrir hrynjandi og tón, sem aldrei brast. Caruso vann sem bókhaldari með- an á náminu stóð. Það var ekki fyr en hann var orðinn 21 árs og liafði lokið stuttri herþjónustu, að hanu sagði lausri skrifstofuvinnunni, til þess að gela helgað söngnum alla krafta sína, og liann söng hvar sem hann gat komist höndunum uridir til þess að hafa ofan af fyrir sjer. Einu sinni söng hann á heimili Zezza baróns í Majori. Hann söng þar í 8 tíma og fyrir það átti hann að fá 10 lírur. Það var komið fram á nótt, þcgar hann fór heim og veðrið napurt og kalt, og Zezza bar- ón, sem var hrifinn af söngnum gaf honuin gamlan frakka og sagði hon- um að eiga hann lil minja. En pen- inga fjekk hann enga! Mörgum ár- um seinna, árið 1913, er Caruso söng á Covent Garden í London, fjekk hann brjcf frá Zezza barón, með fyrírspurn um, hvort hann væri saini maðurinn og sá, sem hefði sungið heima hjá honum fyrir meira en 20 árum. Ef svo væri þá langaði hann til að vita, hversvegna Car- uso hefði ekki skilað aftur frakk- anum, sem hann lánaði honum! Bað hann um frakkann undir eins. Caruso svaraði, að það liefði ver- ið hann sem söng forðum á heim- ili barónsins, en hann ætti ekki lengur frakkann, sem hann hefði fengið gefins. „Ef þjer viljið fá ann- an frakka, eða andvirði þess gamla, verðið þjer að senda mjer kaupið,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.