Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1938, Page 2

Fálkinn - 11.06.1938, Page 2
2 ' I F Á L K i N N ----- GAMLA BÍÓ ---------- Hálsfesti brúðarinnar Afar f.iörug og skemtileg leyni- lögreglumynd. Aðalhlutverkin leika: ROBERT CUNNINGS. SHIRLEY ROSS, MARTHA RAYE Það er mynd sem öllum mun líka. / Paramount-kvikmyndin „Hálsfesti brúðarinnar" verður sýnd í Gamla Bíó innan fárra daga. Aðalhlulverkin eru leikin af vel kunnu leikfólki svo sem Shirley Ross Martha Raye og Robert Cunnings. Tjaldið er dregið til hliðar. — Bíll þýtur eftir þjóðveginum með ofsahraða. Við stýrið situr ung og falleg kona. Það er augljóst að hún er í æstu skapi. Hún er í brúðar- kjól og þegar hún ekur inn á fáfar- inn skógarveg nemur hún staðar og skiftir um húning. W : mm, í> x || ISgiP , , jt1 THOR JENSEN átti sextíu ára dvalarafmæli hjer á landi í þessari viku. Það verður ekki um það deilt, að um langt skeið var hann helsti brautryðjandi á sviði íslensks athafnalífs. Og enginn einn is- lenskur atvinnurekandi hefur hvorki fyr nje síðar veitt svo miklu fjármagni inn í landið sem liann. — Fyrir framtak hans og dugnað var útgerðinni hjer á landi hleypt í nýtt horf, svo að lirein tímamót myndast á þvi sviði. Siðar beindist áhugi hans mest að jarðræktinni, og ber búrekstur hans á Korpúlfs- stöðum og víðar best vitni um hverju hann hefur áorkað i þvi efni. Thor Jensen er ekki íslend- ingur að ætt, eins og nafnið ber með sjer, en leitun mun vera á manni, sem ber hag Islands meira fyrir brjósti en hann. ----------------x---- Nokkrum mínútum áður hal'ði Dixon lögreglufulltrúi fengið vit- neskju um að hálsfesti, 50 þúsutid dollara virði, sem de Montaigue greifi ætlaði að gefa hrúði sinni nefði verið stolið og á sama tíma hafði horfið bíll, er staðið hafði skamt frá höll greifans. Hálsfest- i'n hafði verið ásamt mörgum öðr- um skrautgripum í sjerstöku her- bergi, er leynilögreglumaður gætti. Honum sagðist svo frá að rjett á sama augabragði og greifahjónin og gestir þeirra komu úr kirkjunni að lokinni hjónavígslunni, hefði ung kona komið inn í skrautgripaher- bergið. Hún hefði verið i brúðar- skarti og hefði hann ])ví talið vist að þetta væri brúður greifans og hefði þvi ekki skift sjer frekar af þessu. En rjett á eftir kom í ljós, að hálsfestin var horfin og vörð- urinn var í engum efa um hver þjófurinn væri. Og nú hefst elt- ingarléikurinn. Það er best að bíó- gestirnir fylgist með honum óund- irbúnir um það hvernig honum lýk- ur. t Drekkiö Egils-öl J Senator Ellinder frá Louisana hef- ir sett met í ræðumensku, er hann flu.tti nýlega ræðu um svertingjana í Bandaríkjunum. Hann talaði 5 daga og nætur og þagnaði aldrei svo lengi, að hægt væri að taka af honum orðið. Þó var hann altaf að gleypa i sig bita við og við og drekka saftblöndu, því að 300 stykki af smurðu brauði og 40 lítrar af blöndu fóru ofan í hann meðan á ræðunni stóð. 1. þ. m. áttu hin þjóðkunnu hjón í Birtingaholti, þau Ágúst Helgason og Móeiður Skúladóttir, gullbrúðkaup. ------- NÝJA BlÓ. ------------- Rússnesk orlðg Efnisrik, áhrifamikil og spenn- andi ensk kvikmynd er gerist í Rússlandi fyrir og eftir bylting- una. — Aðalhlutverkin leika af mikilli snild hinir frægu leik- arar. MARLENE DIETRICH og ROBERT DONAT. Eftir frumsýningu myndarinnar í Grand Theater í Kaupmanna- höfn skrifaði hinn frægi rithöf- undur og listdómari Svend Bor- berg eftirfarandi ummæli í „Ber- lingske Tidende“: „Nýja Marlene Dietrich kvikmynd- in, sem Grand kvikmyndaleikhús- ið sýndi í gær, er fjörleg, efnis- mikil og „spennandi“. Það má segja að rithöfundurinn, James Hilton, hafi ekki sparað púðrið i hana. Ung og' falleg rússnesk fúrstadóttir (Marlene Dietrich) og ungur, eriskur blaðamaður (Robert Donat) hittast í hliðargangi hrað- lestarinnar. Og siðan má segja að þau sjeu altaf á leið til lestarinnar. í lestinni eða utan á henni. Þetta er á keisaratímanum. Blaðamaðurinn er gerður landrækur fyrir grein, sem hann hefir skrifað. Hann verður njósnari fyrir Englendinga til þess að geta orðið kyr i Rússlandi. Sem njósnari verður hann byltingarsinni og sem slíkur er hann sendur til Síberíu, eftir að fjelagar hans hafa skotið á brúðkaupslest ungu fursta- dótturinnar. Þegar liann við bylt- inguna fær aftur að koma heim til Rússlands, verður hann ritari hja rauða fulltrúanum, sem á að fram- kvæma ráðstafanir bolsevismans á eignum furstafrúarinnar. Með þessu rnóti verður hún fangi hans. Hann hugsar nú um það eitt að flýja með hana úr landi. Ganga þeirra gegn um „rauðar“ og „hvítar“ lögreglu- stöðvar verkar eins og sterkt Mokkr,- kaffi á hjartað ......... Falin í visnu laufi skógarins, þar sem byssuhlaui) bolslievikanna vita að þeim úr öllum áttum, mætasl varir þeirra í fyrsta sinn. — Eftir langan flótta og miklar mannraunir komast ungu elskhugarnir í tartara- bát, er flytur þau til landamæra- bæjar, en þaðan komast þau með sjúkralest út til liins mentaða heims“. Eugen páfi þriðji kom eitt sinn í heimsókn ti) Parisar á föstudegi. En til þess að komast hjá föstunni, sem liefði komið sjer bagalega við móttökuhátíðina, úrskurðaði páfinn, að dagurinn skyldi vera fimtudagur. Og urðu því tveir fimtudagar í þess- ari viku. Þetta var árið 1447. -x-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.