Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1938, Side 3

Fálkinn - 11.06.1938, Side 3
F Á L K 1 N N 3 Skraddaraþankar. íslendingar eru ein mesta fram- leiösluþjóö veraldar í hlutfalli við slærðina. Þeir framleiða t. d. yfir 2000 kiló af i'iski á mann á ári, eða fimmfalt meira en Norðmenn gera. En engum verður eins lítið.úr afl- anum og íslendingum. Fyrir sama aflaniergð, sem íslendingurinn fær 40 kronur fær Norðmaðurinn 45, Færeyingurinn 50, Finninn 60, Sví- inn 140 og Daninn 200 krónur. Og þó er þess að gæta, að Norðmenn og Svíar liafa miklu meira af óverð- mætast fiskinum, síldinni, en við. Hún er meira en helmingur al!s sjávarafla bæði i Noregi og Svíþjóð, Það hefir verið lögð mikil áhersla á það undanfarið að auka fram- leiðsluna hjer á landi og nú er talað um auknar síldveiðar sém aðalbjarg- ræði þjóðarinnar. Fleiri sildar- bræðslur. En er ekki meiri ástæða. til að gefa því gaum, hve lítið verður úr aflanum hjer á landi og reyna að ráða bót á því? Það er ekki aða!- atriðið að drepa sem mest af fislc- inum; hitt virðist fult eins áríð- andi að koma honum í peninga. íslendingar hafa grætt mikið fje á því, að vanda verkun saltfisksins svo að hann fjekk orð á sig sem kostavara í Miðjarðarhafslöndunum og náði eftirspurn. Allir vita hvernig nú er um þann markað farið — af ástæðum, sem ekki ,var liægt að ráða við. En er ekki liægt að finna nýjar leiðir. Er ekki hægt að taka upp uýjar verkunaraðferðir, framleiða ákveonar tegundir af fiskmeti i stórum stil og afla þeim álits eins og saltfiskinum var aflað álits forð- um? Víst er það hægt. Það er viðurkení að íslenskur fiskur sje i sjálfu sjer kosiavara og þessvegna hlýtur að véra liægt að gera úr þeim fiski vöru, sem er betri en önnur. Er ekki hægt að koma á fót reglu- bundnum útflutningi á kældum og frosnum fiski til hinna ótæmandi ..íarkaðsstaða í Evrópu. Og er ekki hægt að koma upp niðursuðu i stór- um stíl á fiskafurðum og afla þeim álits og vinna þeim markað? Þannig spyrja allir, sem finst vansi að þvi, að islenskar fiskafurðir sjeu seldar fyrir lægra verð en lakari afurðir annara þjóða. Það er eitt- hvað bogið við það fyrirkomulag, eitthvað sem lilýtur að vera hægl að lagfæra, ef vit og vilji er með. Gleðitíðindi mega það heita i þessu sambandi, að nú loks virðist vera kominn skriður á íslenskt nið- utsuðufyrirtæki. Af því er góðs að vrenta. 1. Viö Leifsstyttuna.:2. Þátttakendur i stakkasiuuli. 3. Layður blómsveigur á leiöi óþekta sjómannsins. 4. Bátur aöstoðar í stakkasundinu. 5. Kappróður. 6. Á stakkasundi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Skrifstofa í Oslo: A n l o n Schjötsgade 14. Blaðið keniur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. AuglýsingaverÖ: 20 aura millim. Herbertsprent. SJÓMANNADAGURINN. Það má undarlegt heita, að ekki skuli fyr en nú hafa verið efnt til „sjómannadags“ lijer á landi, þegar lilið er til þess að íslendingar eru flestum þjóðum framar sjómannaþjóð. Engin einstök íslensk stjett hefur um langt skeið gefið þjóð sinni svo mikil verðmæti sem hún. Og það hefur kostað liana miklar mannraunir að höndla þau. Ó- sjaldan hefur Ægir heimtað sínar fórnir. Stór er sú fylking ungra og hraustra Islendinga, s.em fengið ltafa hinstu hvíldina í hafsins djúpi. — Ef til vill er mannfallið hjá íslensku þjóð- inni af völdum Ægis meira en mannfallið meðal liernaðarþjóð- anna, er heyja stríð hver gegn annari. Að íslenska sjómannastjettin nýtur mikilla vinsælda og að- dáunar af Reykvíkingum og Hafnfirðingum kom hest í ljós á annan hvítasunnudag (6. þ. m.) — liinn fyrsta „sjómanna- dag“. Dagurinn heþnaðisí mjög vel. Veður var gotl. Og fólk — bæði sjómenn og aðri1- —- gerði sjer alt far um að gera hann svo hátiðlegan sem unt var. Hátíðahöld liófust með þvi að sjómenn gengu fylktu liði undir fánum, frá Sjómanna- skólanum og að Leifsstyttu. Gengu skipstjórar i broddi fylk- ingar, þá stýrimenn og síðan ein af annari af hinum mörgu deildum sjómannastjettarinnar. Var það mál margra er á horfðu skrúðgönguna, að aldrei hefði hjer sjest glæsilegri fylking. Ólafur Thors talar Við Leifsstyttuna safnaðist saman óhemju mikill mann- fjöldi. Lúðrasveit spilaði þar nokkur lög, en því næst steig Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra í ræðustól og lýsti yfir þvi, að á þessu sama augna- bliki legði lítil stúlka hlóm- sveig á leiði hins óþekta sjó- maims suður i Fossvogskirkju- garði. Bað ráðherra alla nær- stadda að minnast druknaðra sjómanna og votta vandamönn- um þeirra og ættingjum samúð sína. Var síðan mínútu þögn. Mun ekki ofmælt þó að sagt sje að þá hafi hátíðin náð hámarki sínu. Eftir að söngflokkur sjó- Framh. bls. 14.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.