Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.06.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N SVÍAKONUNGUR ÁTTRÆOUR Á fimtudaginn kemur verður Gústaf V. Svíakonungur áttræður. Er hann elstur allra þjóðhöfðingja að aldri, þó bæði Victor Emanuel og Vilhelmina Hollandsdrotn- ing hafi ríkt lengur. Stjórnartíð hans hefir verið hin mesta blómaöld í Svíþjóð og Svíar bera mikla virðingu fyrir konungi sínum. Þegar (iustaf, núverandi kon- ungur Svía fæddist í þennan heim í Drottningholms-höll 16. júni 1858 höfðu Svíar um skeið borið kvíðboga fyrir frambaldi konungsættar sinnar. Oskar kon- ungur var mjög veikur og krón- prinsinn, er síðar varð Carl XV. bafði mist einkason sinn fyrir nokkrum árum. Við það liöfðu ríkiserfðirnar flutst til þriðja sonar Oskars I. eftir daga Carls XV., Oskars sem siðar varð II. með þvi nafni og varð fyrir- rennari bins núverandi Svía- konungs. Þegar það vitnaðist, að kona Oskars erfðaprins væri barnsliafandi var beðið fyrir henni af stólnum í öllum kirkj- um Svíþjóðar og þjóðin bað þess hátt og í hljóði, að bún eignaðist son. Það varð — Gust- af síðar V. Fimti konungur Svia af Bernadottunum frönsku og fjórði maður frá Karli Jóbanni eða Bernadotte hershöfðingja. Honum var valið nafnið Oscar Gustaf Adolf og nafnbótin her- togi af Vermalandi og var skírð- ur i ríkissalnum á Drottning- holm 12. júlí. Að skírninni lok- inni var bann lagður í vöggu Karls XII. og skírnarveisla liald- in fyrir 250 manns og var mikið um dýrðir í marga daga. Soffía erfðaprinsessa var þýsk og kend við Nassau. Hún fylgd- ist með tímanum og vildi haga uppeldi barna sinna öðruvísi en lítt var í konungahúsum. Rjeð bún því, að Gustaf og aðr- ir synir hennar voru látnir ganga á Beskov-skólann í Stoek- iiólmi með öðrnm unglingnm og meðal skólabræðra bans var þar piltur, sem síðar átti mikið saman við hann að sælda: Hjalmar Branting, hinn frægi jafnaðarmannaleiðtogi. Þar var Gustaf eitt ár, en síðan hjelt hann áfram námi i höllinni undir heimiliskennurum ásamt nokkrum „útvöldum“ drengj- um öðrum. Hermensku varð hann að nema líka og gegndi eingöngu herþjónustu i land- hernum. Hann varð stúdent 17 ára og var síðan þrjú missiri á háskólanum í Uppsölum og tók mikinn þátt í glaðværð og fjelagslífi stúdenta þar og hafði miklar mætur á útiverum og iðkaði mikið skautahlaup. Hann var í söngflokknum fræga „Orphei Drángar“ og varð meira að segja svo frægur, að koma- ast í „kvartetl", sem stundum söng opinberlega. Tvítugur fór bann frá Uppsölum og fór nú i árs ferðalag til þess að kynn- ast hirðum Evrópu. Svo gekk bann á hernaðarháskólann eitt ár og kvæntist að svo búnn Victoriu prinsessu af Baden, sem var dótturdóttir Vilbjálms keisara I. og af Vasaættinni sænsku. Er bún dáin fyrir nokkrum árum og lifði lengst- um suður á Ítalíu síðustu ár æfi sinnar, vegna beilsunnar. Þar var Axel Muntbe læknir bennar, sá sem nú er orðinn beimsfræg- ur fyrir bsekur sinar frá San Michele. Oskar I. dó árið eftir að Gust- af fæddisl og tók þá ríki Carl XV. og sat að völdum lil 1872. Þá varð Oskar II. konungur en Gustaf krónprins Noregs og Svi- þjóðar og er liann varð mynd- ugur, 1876, fór bann þó í smáu væri, að hafa afskifti af stjórn ríkisins. Hann var talinn mað- ur rólyndur, stefnufastur og rjettsýnn, en faðir lians var skapmaður mikill og ekki alt- af fastur í rásinni. Fann hann að sonur lians var skarpskygn og ráðhollur og bar ofl mál und- ir liann. Annars gaf Gustaf sig einkum að herþjónustu lengst af meðan bann var krönprins, en þegar bann mætti i ríkisráði fyrir föður sinn var hann jafn- an vanur að rökstyðja skoðanir sínar itarlegar en faðir hans gerði og óx í áliti stjórnmála- manna fyrir mikla dómgreind og glöggskygni. Oskar gamli hafði það til að reiðast illa og fór þá ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Gustaf var stillingin sjálf. Oskar II. var kominn að fót- uni fram þegar bann upplifði þá börmung , að honum fanst, að missa Noreg undan krún- unni. Hann náði sjer aldrei eft- ir það og dó tveimur árum sið- Gustaf V. Sviakonungur. ar, í desember 1907, eftir 35 ára ríkisstjórn. Og 8. desember 1907 tók Gustaf riki. Hel'ir hann því verið konungur Svía missiri bet- ur en þrjátíu ár. Hann skorti bálft ár á fimtugt og var vel undir starfið búinn. Það voru umbrotatímar í Svi- þjóð er liann tók við völdum. Vinstriflokkarnir voru farnir að gerast kröfubarðir í þessu forna íandi höfðingjavaldsins, þeir kröfðust almenns kosningar- rjettar lil þings og sveitarstjórn- ar og bafði gengið í þófi um þetla frá aldamótunum. Árið 1909 voru lög um almennan kosningarrjetl samþykt á 100 ára afmæli sænsku stjórnar- skrárinnar og var stjórn Lind- mans þá við völd. Eftir fyrstu kosningarnar með binum rýmk- aða kosningarrjetti misti það meiriblutann og nú tók við vinstrimannastjórn undir Karl Staaf og rauf efri deildina, því að bún var honum óþæg viður- eignar, likt og landsþingið danska var Stauning fyrir nokkrum árum. Nýja efri deild- in varð lijnirri og byrjuðu vinstrimenn nú ýmsar umbætur. Líklega befðu þær farið frið- samlega, ef Staaff-stjórnin hefði ekki ákveðið að nema úr gildi lög frá Lindmansstjórn- inni um byggingu nýs skips handa flotanum. Reis megn andúðaralda gegn þessu tiltæki og var nú hafisl banda um sam- skot í herskipið og vakti það athygli um alla Evrópu. „Sve- riges gáva till fosterjorden“ var þetta skip kallað og mun vera sjaldgæft, að efnt sje til frjálsra samskota til þess að kaupa her- skip. Snerist alt um hervarnirn- ar þessi árin i Svíþjóð. Stjórn- in vildi draga úr því á alla lund en J)jóðin var á móti. Og dró þelta lil eins merkasta við- burðarins í stjórnarsögu Gústafs konungs: bændaförin til Stokk- bólms 6. febrúar 1914, á fund konungs. 32.000 bændur víðsvegar að úr landinu komu til Stokkbólms þann dag til þess að krefjast aukinna hervarna. Og konung- urinn tók gestunum vel. Hann dró engar dulur á, að viðsjálir timar væru í vændum og taldi sig fylgjandi auknuin Iiervöru- um og sagði yfirleitt meira en stjórninni mátti gott þykja. Nefnd bænda fór einnig til stjórnarinnar,, en hún kvað her- varnirnar vera í fullu lagi og að hjalið um yfirvofandi stríðs- bæltu væri markleysa ein. Orð konungs til bændanna í hallargarðinum i Stokkhólmi vöktu bina mestu gremju vinstri flokkanna. Sama kvöldið hjelt Hjalmar Brantting ræðu i stærsta samkomuhúsi borgarinnar og vóg þar óspart að fyrverandi skólabróður sínum og mótmælti því, að konungur reyndi að liafa persónuleg áhrif á stjórn- n<ál þjóðarinnar. Og i „Folkets

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.