Fálkinn - 11.06.1938, Síða 7
I-' A L K I N N
7
andlilið lil þess að sýna hrygð
sína yfir atburðinuni.
Áform hans var framkvæmt eftir
ítarlegri áætlun. Nú átti það að
koma fram, hvort árangurinn yrði
sá, sem liann hafði gert ráð fyrir.
Sharlott datt ekki í hug að efast
um það. Þetta var ágæt hugmynd.
að meðganga að hann liefði drepið
Freddie hann ætlaði ekki að
neita þeirri staðreynd. Hann hafði
átt hendur sínar að verja, svo að
hann þurl'ti ekkert að óttast.
Lyftan kom upp aftur og hann
lieyrði fótatak i ganginum. Nú álti
ráðagerð hans að standast próf-
raunina. Hann leil liægl tipp og
heilsaði lögregluþjóninum með þján-
ingarsvip í andlitiiru.
„Jeg var á verði hjerna á götunni
fyrir utan," sagði lögreglumaJSur-
inn. ,,Þjer eruð hr. Sharlott, geri
jeg ráð fyrir? Hvað hefir gerst
hjer?“
Sharlott benti á líkið á gólfinu.
„Fjelagi minn Freddie Binns
jeg. . . . jeg er hræddur um að jeg
hafi skotið hann,“ hvíslaði hann.
T ÖGREGLUÞJÓNNINN beygði sig
^ yfir líkið. ,,Já hann er dáinn,“
sagði hann eftir stutta þögn. „Þið
hafið átt í handalögmáli, sje jeg“.
Hann leit á skammbyssuna, sem
dauði maðurinn krepti hnefann um,
og leit siðan yfir stofuna, sem bar
glöggar menjar um viðureignina.
,,Bíðið þjer augnablik", sagði hann,
þegar Sharlott bjó sig lil að segja
eitthvað. ,,Það er skylda mín að
segja yður, að alt verður notað sem
vopn gegn yður“.
„Jeg veit það“, sagði Sharlott
þreytulega. „Auðvitað verðið þjer
að taka mig fastan. En mig langar
til að skýra yður frá, hvernig jmtta
atvikaðist. Það er ekki mjer að
kenna. Jeg gat ekki við það ráðið“
,,Já. Þjer getið gjarnan skýrt mjer
frá þessu, ef þjer viljið“.
„Jeg hefi verið í Londöh í kauj)-
sýsluerindum“, hóf Sharlott máls.
„Eiginlega ætlaði jeg ekki að koma
aftur fyr en á morgun, en jeg varð
tilbúinn fyr en jeg bjósl við og fór
heim í dag. Jeg hafði verið að heim-
an i marga daga og ljek hugur á að
vita, hvort ekki hefðu komið brjef
tit mín á meðan, á skrifstofuna ....
Jeg
„Ekki svona hratt", sagði lögreglu-
þjónninn. „Hvenær komuð þjer?“
„Nálægt tuttugu mínútum yfir sjö,
geri jeg ráð fyrir. Lestinni liafði
ekki seinkað".
„Þá hafið þjer verið fljótur í
snúningunum. Klukkan er ekki nema
kortjer yfir hálf átta núna. Komuð
þjer hingað í bifreið?
„Já —“
„Og hve lengi hafið þjei verið
lijerna á skrifstofunnni? Líklega
ekki nema svo sem fimm mínútur?
Þjer getið ekki hafa verið hjer
lengi ?“
„Jeg ve.it það ekki. Mjer finst
heil eilífð síðan jeg kom“.
„Rúmar fimm mínútur", sagði
næturvörðurinn. „Jeg heilsaði hr.
Sharlott þegar liann kom, svo að
jeg veit það nákvæmlega".
„Jæja, haldið þjer áfram, hr. Shar-
lott“.
„Jeg opnaði dyrnar með lyklin-
um mínum, án þess að eiga mjer
nokkurs ills von', sagði Sharlott.
„En í sama l)ili og jeg ljet aftur
hurðina lieyrði jeg hljóð i myrkr-
ina. Jeg rjetti fram höndina lil
þess að kveikja, en áður en jeg
náði í hnappinn var ráðist á mig“.
„Þjer sáuð ekki hver það var?“
„Nei, það var koldimt hjerna og
þessi árás kom mjer á svo óvart.
Jeg barði vitanlega frá mjer eins
vel og jeg gat og af því leiddi, að
ándstæðingur minn svífðist einskis
og greip tit skammbyssunnar. Fyrra
FRÁ PRAG.
Eftir að Þjóðverjar höfðu lagl
undir sig Austurríki töldu Tjekkó-
slóvakar sjer hætt við yfirgangi af
Þjóðverja hálfu, því að innan landa-
mæra þeirra lifa um þrjár miljónir
Þjóðverja. Margir þessara manna
eru nazistar og hafa krafist heima-
stjórnar og sjerrjettinda fyrir sig,
undir forustu Conrad Henlein. Eru
það hinir svokölluðu Sudetaþjóð-
verjar. Tjekkneska þjóðin hefir nú
heitið þeim ýmsum rjettarbótum en
Frakkar og Rússar segjast munu
grípa til vopna ef á Tjekkóslóvaka
verði ráðist og einnig munu þeir
mega vænta stuðnings Breta. Mynd-
in er frá Prag, og sjesl þar hin
forna höll Bæheimskonungs, Hrad-
chin, sem nú er forsetabústaður.
skotið hitti ekki, en jeg varð dáuð-
hræddur, eins og eðlilegt var >g
barðist upp á líf og dauða. Jeg gat
náð hendi manhsins í myrkrinu og
reyndi að snúa skammbyssuna úr
hendinni á honum. Jeg véit ekki
hvernig það atvikaðist, en i sama
bili heyrðist hvellur . . . .“
„Hann hefir ef til vill skotið
sjálfur?“
„Jeg veit það ekki. Hvernig á jeg
að geta sagt um það? En nú tókst
mjer að kveikja á ljósinu og þá sá
jeg, mjer til mikillar skelfipgar, að
maðurinn sem jeg liafði barist við
var Freddie. Aldrei mundi jeg hafa
trúað því um hann. Hann var besti
vinur rninn".
„Álítið þjer, að hann hafi ætlað
að strjúka með sjóð skrifstofunnar?"
spurði lögregluþjónninn og leit á
opinn peningaskápinn.
„Jeg veit ekki hvað maður á að
halda?“ sagði Sharlott. „Hvað hefði
hann annars átl að vilja hjer i
myrkrinu? Og hvað hefði honum
gengið til að ráðast á míg, að öðr-
um kosti?"
„Nei, þetta er býsna grunsamlegt",
sagði lögregluþjónninn. „Sjerstaklega
þegar þess er gælt, að hann bjóst
ekki við yður heim fyr en á morg-
un“.
„Það hlýtur að liafa verið hann,
sem læddist hjerna inn fyrir hálf-
tíma eða svo“, sagði næturvörður-
inn. „Jeg var á leiðinni ofan i lyft-
unni þegar jeg sá einhverjum bregða
fyrir, sem læddist upp stigann.
Reyndar sýndist mjer það nú vera
kvenmaður". Hann deplaði augun-
um lil lögreguþjónsins — „og mjer
datt ýmislegt í hug. En ekki kom
það mjer við, svo að jeg skifti mjer
ekkert af því“.
Lögregluþjónninn leit á borðplöt-
una. „Þjer megið hrósa happi að
fyrri kúlan skyldi ekki hitta yður
heldur lenda hjerna, Sharlott", sagði
hann. Svo kom liann auga á leiða-
bókina, sem lá opin á borðinu, og
pírði augunum á hana. „Ha-ha
hann hefir athugað farartímana, sje
jeg“, sagði hann. „Þá er ekki neitt
að efast um framar. Þjer hafið auð-
sjáanlega komið á rjettum tíma.
Sharlott. Ef þjer hefðuð ekki komið
hjerna honum á óvart, þá hefði fje-
lagi yðar tæmt peningaskápinn og
strokið til útlanda. Væri jeg i yðar
sporum mundi eg ekki taka mjer
nærri það sem orðið er“, hjelt hann
áfram þegar Sharlolt andvarpaðí.
„Þetta var sjálfum honum að kenna.
Má jeg lána símann sem snöggvast?"
Sharlott kinkaði kolli en sagði
ekkert. Hann stóð og starði á dána
manninn og í andliti hans mátti
lesa djúpa sorg og sjálfsásakanir.
En innra með sjer hrósaði hann
sigri. Alt hafði farið eins og hann
hafði ætlast til. Þeir mundu finna
fingraförin á skammbyssunni en
það væri bara sönnun þess að hann
hefði náð um hendina á andstæðing
sínum í viðureigninni.
Hið djarfa áform hans hafði tek-
ist vonum framar. Síðar, er hann
yrði látinn laus aftur, gæti hann far-
ið og sótt verðbrjefin. Allir nntndu
lialda að Freddie hefði stolið þeim,
og samúðin mundi liverfa frá hon-
um og verða með Sharlott. Hann
hafði skolið fjelaga sinn til þess að
bjarga lífi sínu — í nauðvörn. Eng-
inn lifandi sál mundi nokkurntíma
komast að hinu sanna, því að
Freddie hafði ekki minst einu orði
á, að hann ætti að hitta Sharlott.
Og dauður maður ber ekki sögur.
svo að hann þurfti ekkert að óttast.
„Jeg neyðist vísl til að hafa yðui
á burt með ntjer, eigi að síður“,
sagði lögregluþjónninn og lagði af
sjer heyrnartólið. „En jeg geri ráfi
fyrir, að þjer fáið að fara aftur
undir eins. Þjer skuluð laga útgang-
inn á yður áður en þjer farið út á
götuna. Jeg sje mót á því, að þetta
hafi verið hörð viðureign“,
„Já, jeg er víst ekki sem best út-
lítandi“, sagði Sharlott og brosti
dauflega um leið og hann fór að
speglinum.
Hann ball hálshnýti sitt og greiddi
hárið. Honum lá við að skella upp
úr er hann sá uppgerðar-angistina
i andliti sínu. Hann var hreinn og
beinn snillingur. Honuin hafði tekist
að gabba bæði næturvörðinn og
lögregluþjóninn og siðan mundi alt
ganga fyrirhafnarlaust.
Hann hnepti að sjer vestinu, hægt
og vandlega. Ekkert lá á. Nógur var
tíminn. En um leið og hann hneþti
siðasta hnappnum heyrði hann lágt
hljóð bak við sig. Hann fjekk ákafan
hjartslátt. Því að hljóðið kom frá að-
alskrifstofunni, sem var til hliðar við
herbergið. Dyrnar voru opnar þang-
að inn, en það var dimt inni, og
honum hafði ekki komið til hugar,
að nokkur maður gæti veriðþar inni
Hann stóð um stund fyrir framan
spegilinn og starði tryllingslega á
andlitsmynd sína.Svitadropar spruttu
fram á andliti hans, og hann þurkaði
þá af sjer með skjálfandi hendi.
„Hvað er þetta?“ spurði lögreglu-
þjónninn og gekk inn i aðalskrif-
stofuna.
Skömmu síðar kom hann út aftur,
með unga stúlku í fanginu. „Jeg er
hræddur um, að það hafi liðið yfir
hana“, sagði hann og hnyklaði brún-
irnar. Komið þjer með vatn!“ sagði
hann við næturvörðinn.
Nú náði hræðslan fyrst valdi yfir
Sharlotl fyrir alvöru. Hann náföln-
aði í andliti og fór allur að skjálfa
og nötra. Því að unga stúlkan með
ljósa hárið og eldrauðu varirnar
var engin önijur en Gertie unn-
usta Freddie Binns. Þegar hiún opn-
aði augun og sá Sharlott, hljóðaði
hún upp af hræðslu.
Lögregluþjónninn lagði höndina á
öxlina á henni og spurði: „Hvað
eruð þjer að gera hjerna?"
„Ó ó“, hljóðaði stúlkan. „Ó.
að jeg het'ði aldrei koinið hingað!"
Hún færði sig ósjálfrátt nær lög-
regluþjóninum, eins og luin væd
hrædd um, að Sharlott mundi gera
henni meiii.
„Hvað er þetta? Við hvað eruð
þjer hrædd?" spurði lögregluþjónn-
inn forvitinn.
„Hann þarna!" hvíslaði slúlkan.
„Hann myrðir mig — alveg eins og
hann myrti Freddie"
„Iljer er enginn sem langar til að
gera yður mein“, sagði lögreglu-
þjónninn og reyndi að sefa hana.
„En þjer hafið ekki ennþá sagt mjer
ástæðuna til þess, að þjer komuð
hingað“.
„F'reddie Binns var unnusti minn“,
sagði stúlkan. „Hann hafði lofað að
koma út með mjer i kvöld, en i dag
síðdegis hringdi hann til mín og
sagði, að það stæði svo á fyrir sjer
að hann gæti það ekki. Hann vildi
ekki segja mjer ástæðuna og jeg
hjelt að hann ætlaði út með annari
stúlku. Jeg var að nauða á honum
þangað til hann sagði mjer, að
fjelagi hans hefði símað til.sin og
aftalað að hitta hann hjerna á skrif-
stofunni í kvöld. En við þetta varð
jeg enn tortryggnari, og til ])ess að
vera viss um, að hann færi ekki á
bak við mig fór jeg hingað til þess
að njósna um hann. Jeg faldi mig
inni á aðalskrifstofunni þegar hanti
kom inn —“. Hún benti á Sharlott
og ]iað fór hryllingur um hana. „Jeg
sá alt að hann skaut Freddie og
reif af honum hálshnýtið og flibb-
ann en jeg var svo hrædd, að jeg
þorði ekki að hreyfa mig“. Nú kom
ákafur grátur að henni. En Sharlott
heyrði ekki hvað hún sagði.
Hann heyrði aðeins hvernig blóð-
ið hamaðist í æðunum á gagnaug-
unum.á honum.
Það var eins og kalt vatn rynni
milli skinns og hörunds honum, en
hann fann, að lögregluþjónninn tók
i öxlina á lionum. Hann hafði tapað
leiknum, og liann vissi það.