Fálkinn - 11.06.1938, Side 13
F Á L K 1 N N
13
1 2 3 4 5 6 7 M 8 9 10
11 !M 12 M 13
15 16 17
M 18 19 m 20 21 m
22 M m 23 m 24
25 26 27 m M m 28 | 1 ■
29 30
tl jg m M 32 II í
13 m 34 35 m m
M 36 1 1 m 37 38 39 m
40 41 m 42 43 M 44 1 45
46 1 IMt 47 48 m 49
50 m 151 | 1 i
Krossgáta Nr. 280.
Lárjetl. Skýring.
1 í þínu nafni uppvakna&ur. 8 lend.
11 undir berum himni. 12 heyilát. 13
fugl (þf.). 14 matreiðsluaðferð. ltí
spurt. 17 ekki margt. 18 ræður oft
úrslitum í íþróttakeppni. 20 óopin-
skár. 23 trúðar. 24 snemma. 25 spýta.
28 vond. 29 falaefni. 31 asnast. 32
postuli. 33 tónn. 34 tröllið. 36 oft
nefnt í sambandi við Clausen. 37 tii-
iærsla. 40 einnig. 42 kusk. 44 grobb.
46 ræðulok. 47 meðal. 49 ríkjasam-
band. 50 iiijóð. 51 mjög ósannsögul.
Lúðrjett. Skýring.
1 dýr. 2 beinum. 3 skjálfa. 4 for-
setning. 5 segir mótstöðumaðurinn.
6 stúkusystir. 7 alveg á toppi. 8 ó-
soðinn. 9 með stuttu miilibili. 10
Skreying á tertu. 13 mjög. 15 ger-
ir suma ríka. 19 dans. 21 gengnar
til náða (um kýr). 22 á götuin i stór-
borgum. 24 fugl. 26 hafa flöktandi
augnaráð. 27 skel. 28 þef. 30 rafmagn
aðar smáagnir. 34 mikið áframhald.
35 hiuti af treyju. 36 skurn. 38 tott-
aði. 39 gælunafn á nauti. 41 þoka.
43 grindverk. 45 guð. 48 skammstöfun.
Lausn á Krossgátu Nr. 279.
Lárjett. Ráðning.
I kosningar. 8 lag. 11 ósk. 12 leir.
13 Lúle. 14 flag. 16 inn. 117 eins. 18
Ólöf. 20 nógir. 23 fariroð. 24 L. R.
25 týrur. 28 sei. 29 útigangshross. 31
tað. 32 vonin. 33 ur. 34 Gabríel. 36
Seraf. 37 rati. 40 gaut. 42 S. í. S. 44
níða. 46 umla. 47 afla. 49 nam. 50
rit. 51 örlagatrú.
SONUR D’ANNUNZIO.
ítalska skáldið d’Annunzio, sem
rjettu nafni hjet Gaetano Rapagnetto,
og nú er nýlátinn, Ijet eftir sig son
sem lieitir Hugo d’Annunzio og hefir
verið búsettur í Vesturhemi síðast-
liðin tuttugu ár og er starfsmaður við
Bellance-flugvjelasmiðjurnar. Hjer
sjest hann með kvikmyndavjel.
Lóðrjett. Ráðning.
1 hóf. 2 Osló. 3 skal. 4 il. 5 nei. 6
ginningarfífl. 7 Arnór. 8 lúir. 9 aln.
10 gestrisni. 13 leið. 15 göfug. 19
Faraóar. 21. goshver. 22 stútungur.
24 lesi. 26 ýtar. 27 rið. 28 son. 30
rolan. 34 geta. 35 basar. 36 sult. 38
tint. 39 iðar. 41 ami. 43 sla. 45 Amú.
48 Ag.
ÁRIÐ 1600 og 1938.
í Englandi er verið að taka kvik-
mynd, sem á að lýsa breytingum og
framförum hervarnanna á undan-
förnum öldum. Meðal annars sýnir
kvikmyndin þennan samanburð á
hermanninum frá 1600 og 1938.
Þau gengu hægt eftir stjettinni áleiðis út
i garðinn. Alt í einu staðnæmdist hann.
— Nora, hvenær varð yður fyrst ljóst að
jeg væri „Uglan“? spurði liann.
- Góðri stundu áður en mig langaði til
að trúa því, svaraði hún. — Annars var það
sömu nóttina og rúbínunum var stolið.
Kvöldið sem jeg kyntist yður! Hvern-
ig sáuð þjer það?
Það var eittlivað inni i mjer, sem sagði
mjer það, svaraði hún og roðnaði. Jeg
saknaði yðar líka einmitt, meðan þjófnaður-
ínn var framinn.
Hún starði út á hafið.
Jeg gat hafa verið svo margt annað
að gera þá slundina, sagði hann.
— Já, en þegar rúbínarnir voru sendir
Jim Longshaw þá var jeg ekki i neinum
vafa lengur.
Það var lika heimska af mjer, að
vissu leyti. Það var ]iað, sem vakti grun-
inn hjá Asgdown.
En það var fallega gert, sagði hún.
Þjer eigið dálítinn þátt í þvi líka.
Hefi jeg?
Já, þjer sögðuð að það væri hægt að
hafa samúð með glæpamanni eins og „Ugl-
unni“ ef hann gerði góðverk með því sem
hann stæli. Það var það sem gaf mjer hug-
myndina um að lijálpa Jim. En svo hafði
jeg líka gaman af því. Jeg hefi ekki hlegið
eins hjartanlega að neinu og því hvernig
brúðkaupið hans sir Jeremiah fór.
— Það var víst mjög misráðið, sagði
Nora. — En þegar maður sjer hve gæfusöm
þau eru, Jim og Díana, þá er liægl að
finna „málsbæturnar“ sem þjer voruð ao
tala um einu sinni.
Þau liöfðu sest á bekk, þar sem forvitin
augu sáu þau ekki.
— Jeg er ekki enn farinn að þakka yður
fvrir það, sem þjer gerðuð fyrir mig í nótt,
Nora, sagði hann. — Ef þjer hefðuð ekki
Iijálpað, sæti „Uglan“ í búri í dag.
—- Og ef þjer hefðuð ekki skorist í leik-
inn væri Humph morðingi í dag, svaraði
hún. — Þjer fórnuðuð möguleikanum til
að sleppa til þess að afstýra því að hann
gerði útaf við stúlkuna.
— Jeg vissi ekki annað en að jeg væri
með gimsteina maharadjains á mjer, þang-
að til jeg hafði verið rannsakaður. Jeg var
að því kominn að meðganga. Það hefði ver-
ið tilkomumikið að ganga fram og segja, í
sama bili og fulltrúaflónið var að fara
burt með Humph: „Jeg er „Uglan“! Hjer
eru gimsteinarnir!“ Sem betur fór gerði
jeg það ekki. En hvernig fóruð þjer að ná
í þá?
— Jeg vissi að þjer höfðuð þá i jakkavas-
anum og sætti færi að grípa þá meðan þjer
láguð ofan á Humph. Jeg varð að bíða um
stund úti á svölunum áður en jeg fjekk
tækifæri til að koma þeim í skrínið aftur.
Sem hetur fór fann jeg lykilinn að skrín-
inu í vasa yðar líka.
— Hvað þjer eruð snarráð, Nora! Hvers-
vegna gerðuð þjer þetta alt fyrir mig?
Hún horfði á hann og hann gat ekki mis-
skilið augnaráð hennar.
— Jeg hugsa, sagði hún lágt, — að þegar
kona gerir þesskonar fyrir karlmann þá
sje ekki nema einu til að dreifa.
— Nora, sagði liann og' tók um hendina
á henni. Jeg hefi aldrei liitt aðra eins konu
°,§ þjer eruð. Ef öðruvísi hefði verið ástatt
fyrir mjer liefði jeg beðið yður um að vera
konan mín. En þjer sjáið að það er ómögu-
legt, er það ekki?
— Gætum við ekki gleymt því, sem liðið
er og byrjað á nýjan leik? Það komu tár i
augu hennar þegar hún sagði þetta.
—- Það er ómögulegt, kæra Nora. Jeg þori
ekki að lileypa konu inn í tilveru mína.
Það væri ekki rjett. Jeg hefi sagt yður
hvernig jeg lenti í þessu. Þjer skylduð vísl
að jeg var að tala um sjálfan mig. Alt sem
jeg átti var tekið frá mjer, og jeg reyndi að
ná einhverju af þvi aftur.
— En nú getið þjer liætt.
— Jeg veit ekki. Það er ekki aðeins um
peningana að gera. Jeg lield að þetta sje
eitthvað sem liggur i eðli mínu. Jeg hefi
aldrei verið ánægðari með sjálfum mjer
heldur en þegar mjer hefir tekist vel mestu
þjófnaðirnir.
— En jeg hefi gert það sem rangt er líka,
Val, sagði hún með skjálfandi rÖdd. Var
það ekki fjárþvingun þetta sem jeg gerði
mig seka um í nótt þegar jeg ógnaði ma-
haradjainum með blöðunum ef hann horg-
aði ekki Humph þessi fimm þúsund pund?
— Blessi yður fyrir það, kæra Nora, sagði
hann og kysti hana á hendina. — Það er
eitt af því fallegasta sem jeg liefi upplifað.
Við skulum vona, að peningarnir færi lion-
um gæfu. En afbrotamaður getur aldrei
orðið góður eiginmaður, Nora. Konan hans
verður altaf eins og á eldgigsbarmi.
— Ekki ef hún veit að liann er hættur og
heldur honum ávalt á rjettum kili. Og jeg
ætla að hjálpa yður — altaf.
—- Getur konan hreytt úlfi í hlýðinn
hund? Eða uglu i kanarífugl.
Hún tók um hálsinn á honum og kvsti
Iiann á kinnina.
— Val. Lof mjer að reyna! Jeg held að
jeg geti það!
— Nora! Jeg elska þig! Jeg á þjer meira
upp að unna en nokkur maður má eiga
konu upp að unna. En að giftast þjer — það
væri slæm aðferð til þess að borga skuldina.
Láttu mig um það, Val. ENDIR.