Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.10.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 tannana og, kastað sjer fyrir borð. Pjetur haí'ði numið stað- ar — liann þorði ekki að lialda lengra. Hvaða tilfinningar hann hefir haft meðan hann lá þarna og beið — eftir liverju? — þvi get jeg ekki lýst og ekki liann sjálfur lieldur. Við sá- um ekkert — hvorki Tikuto nje „tígrisdýrið“. Allir hjeldu niðri í sjer andanum. Lolcs rauf skelfingaróp frá Pjetri þögn- ina. „Tígrisdýrinu“ skaut upp rjett hjá lionum og sjórinn lit- aðist rauður alt i kring. Ilákarl- inn bylti sjer sitt á hvað. Pjet- ur lá þarna alveg máttvana og hjóst við að liann mundi híta þá og þegar, en þegar kviður- inn á hákarlinum kom upp sást þar svöðusár, um meter á lengd og lágu innyflin úti. Hákarl- inn hyltist enn nokkrum sinn- um og livarf svo. En þar sem hann livarf kom Tikuto upp með blikandi sveðju milli tannanna. Hann tók Pjet- ur kunningj alega undir annan handlegginn og dró liann upp að skipinu. Nú hrópuðum við dynjandi liúrra fyrir honum. Hann horfði forviða á oklcur. Ivulek brosti til hans af þilfar- inu og mátti hæði lesa hrós og fyrirlitningu úr brosinu. Þrátt fyrir að sjórinn var 30 stiga heitur skalf Pjetur þegar hann skjögraði ofan í klefann til að hafa fataskifti. Þegar alt var komið í samt lag var haldið á- fram að lesta. Skipstjórinn sem hafði horft á alt þetta og' tekið eftir hinni ágætu köfun Tikuto stóð og var að tala við stýrimanninn. Úrslitin af þeirri viðræðu urðu þau, að stýrimaðurinn valdi einn negran úr, sem var nægi- lega sterkur til að taka við starfa Tikuto við lestaropið. Síðan var farið með kafarann aftur á, inn i skipstjóraklefann. Hjer var honum gert skiljan- legt með allskonar pati og fett- um, live „sjúkt“ skipið væri, og að sjúkdómurinn væri i botn- inum á skipinu. Síðan hefir Tikuto boðist til að verða lækn- ir. Þegar þeir komu út aftur var Tikuto með stóran svartan vindil í munninum. Aldrei hefi jeg sjeð vindli misþyrmt jafn hrottalega. Tikuto gerði að vísu heiðarlegar tilraunir til að reykja hann, en þó át hann langmest af honum. En það kom í sama stað niður. Nix var áhaldakassi skipsins opnaður. Þar valdi kafarinn sjer hamar og' meitil og batt hvorttveggja við sig, þannig að liann gæti unnið með því án þess að leysa það. Kaðalstigi var settur fyrir horð og lítinn hát fjekk liann til ixmráða. Er þeir höfðu talað saman Tikuto og Ivulek varð það úr að Ivu- lek fór í bátinn en Ijet okkur livítu mennina skilja, að hann væri ekki upþ á hjálp okkar kominn. Svo slökti Tilcuto í vindlinum, stakk stubhinum upp í sig og fór ofan í bátinn. Enn töluðust þeir hræður við en svo sveiflaði Tikuto liamri og meitli yfir liöfði sjer og hvarf ofan i sjóinn. Stýrimaðurinn leit á klukkuna. Ivulek sat hinn í’ólegasti á þóftunni og var á verði, svo að enginn hákarl gat nálgast án þess að hann sæi. Þegar tvær mínútur voru liðn- ar fór stýrimaður að horfa spyi’jandi augum á Ivulek. En hann hara brosti, hristi höfuð- ið og sagði eitthvað sem álti að þýða: „híddu hægur, Iiann kemur þegar honum sýnist“. Eftir þrjár mínútur sást á kol- svart hárið á Tikuto og hann lagði þrjár rifnar kopai’þynnur upp í bátinn. Skipstjórinn tók glaður við þeim — þetta var fyrsta slcrefið til þess að stöðva blóðeitrunina í skipinu lians. Svona hjelt kafaxánn áfram all- an fyrri part dagsins og um miðjan dag lágu fjórtán í’ifnar þynnur á þilfarinu. Um það leyti voru hákarlarnir farnir að færa sig nær. Þeir hjeldu sig ennþá undan, en smáfæi’ðust nær skipinu. Kafarinn hjelt áfram síðdegis. Hann kafaði báðumegin skips- ins og meðfram því endilöngu. Þegar liann kom upp aftur lýsti liann því eftir bestu getu að nú væru öll ,sár“ hreinsuð. Skipstjói’inxx gaf honum nýjan vindil, sem kafarinn fór þegar að jeta, án þess að kveikja í lxonum. Þegar stýrimaðurinn sýndi honum fjórtán nýjar og skínandi fallegar koparþynnur ásamt tilheyrandi nöglum hrosti kafarinn ánægður, eins og hann vildi segja: Með svona tækjum er vandalítið að lækna sárin! Hann var ólmur að komast í sjóinn aftur og hýrja. „Kopar- plástrana“ hengdi hann á brjóst ið á sjer og stakk svo mörgum nöglum sem lxann gat komið á milli tannánna, þær voru eins og gullband á svörtum grunni. Hann var fáránlegur. Hann fór niður í bátinn, rjetti út háðar hendur og hvarf. Stýrimaðurinn var því miður hætlur að taka tímann lxans, annars var þetta met, sem hann setti nú. Við hin- ir vorum farnir að vei’ða hi’ædd- ir um kafarann, það var blátt áfram ískyggilegt hvað hann var lengi niðri. En Ivulek sat á þóptunni og var liinn rólegasti. Loksins þegar Tikuto kom upp var erindið ekki annað en það, að hiðja um fleiri nagla og nýj- an „plástui’“. Hákaflarnir voru nú farnir að verða aðsúgsmeiri en áður og einn þeirra elti Tikuto er liann kafaði, en hann kom bráðlega upp aftur. Hvað farið hefir þeirra á milli má guð vita, en víst er um það, að hákarl- inn langaði ekki til Tikuto aft- ur. Þegar Tikuto hafði læknað sjö sárin livíldi hann sig og har ráð sin saman við Ivulek. Það endaði nieð því, að Ivulelc kom um horð og fór til brytans og gerði honum skiljanlegt, að hann þyrfti að fá allar matar- leifar, bæði nýjar og gamlar. Þetta varð full fata og fór hann með hana ofan í bátinn. Þeir rjeru spölkorn frá skipinu og heltu þar úr fötunni. Hákarl- arnir eltu. Þá sáum við Tikuto taka upp hnífinn og bregða honum milli tannanna, svo steig liann upp á þóftuna og varpaði sjer út — beint ofan í hákarla- gerið. Við horfðum á, steini lostnir. Áður en við höfðum fengið ráðrúm til að draga nokkrar ályktanir kom hann upp aftur við skipshliðina og enn var hnifurinn milli tann- anna. Hann hvíldi sig nokkrar mínútur og' hjelt svo áfram „læknisaðgerðinni", og nú Ijetu hákarlarnir hann i friði. Ivulek gat haft ofan af fyrir hákörlunum, svo að þeir sökn- uðu ekki Tikuto meðan leif- arnar entust. En „úti er vinátt- an þá ölið er af könnunni“ og nú fóru þeir að koma að slcip- inu, hver eftir annan. Ivulelc varð að elta. Stýrimaðurinn bað liann koma að stiganum og nú var 14. þynnan rjett ofan í bát- inn, síðasti plásturinn. Ivulek rjeri nokkrar bátslengdir frá skipinu og beið þar hróður síns. Hann hafði tekið inn árarnar en þá sá hann stóran liákarls- ugga fast við skipið. Ekki gát- um við sjeð neinn mun á þess- um hákarli og öllum hinum, en hitt sáum við, að nú varð Ivulek ói’ótl, aldi’ei þessu vant. Hann reyndi með öllu móti að hræða hákai’linn og koma honum burt þaðan, sem liann átti von á að Tikuto kæmi upp. En liá- karlinn sinti því ekki og beið eftir kafaranum. Loks misti Ivulek þolinmæðina. Hann rjeri hátnum alveg að hákarlinum, hrá linífnum og mældi fjarlægð- ina með augunum og tók svo undir sig stökk. Ilann lenti of- an á liákarlinum, fyrir aftan ugga. Nú var hákarlinum nóg hoðið, en áður en liann hafði getað fleygt riddaranum af sjer hafði Ivulek rekið lmifinn á kaf í hann. Hann stakk þrisvar og í þriðja skiftið sneri hann hnífnum i sárinu, svo rendi liann sjer aftur af honum og kafaði. Eftir fáeinar sekúndur komu háðir bræðurnir upp rjett hjá bátnum. Hákarlinn æddi kringum þá og hjóst til að liefna sín. Hann rendi á bátinn og áður en við höfðum sjeð hvernig það atvikaðist var bát- urinn kominn á hvolf en menn- irnir báðir á sundi rjett hjá. Við sáum, að Tikuto hjelt síðasta „plástrinum“ upp að bringunni og svo hurfu allir. Jeg hefi ekki liugmynd um live viðureignin þai’na í kafi stóð lengi, en öll- um sárnaði okkur að við skyld- um ekki geta sjeð hana. Ekki datt oklcur í liug, að hræðrun- um mundi hlekkjast á. En við breyttum um skoðun þegar við sáum Tikuto koma upp með Ivulek eins og lík í faiiginu — og nú brosti Tikuto ekki. Við hjuggumst við að sjá blæðandi sár eftir hákarlatennur á Ivulek en hvergi var nokkra skrámu að sjá. Nei, það var víst drukkn- un — Hann hafði treyst sjer of vel. Við tókum liann um horð í flýti og fórum að gera á hon- um lífgunartilraunir með okkar aðferðum-. En þegar Tikuto liafði lagl af sjer verkfærin ýtti liann okkur frá og fór sjálfur að eiga við Ivulek með sinni að- ferð. Hann harði stóru hrömmun- um í bakið á lionuni á víxl. Það minti á smiðju þar sem verið er að hrasa saman járn, en þarna sáust þó engir neistar. Svo velti hann lionum á hakið og Ijet nú höggin dynja á bring- unni á honum, siðan lagði hann hann saman um mittið og nú rann sjórinn upp úr honum. Svona hjelt hann áfram lengi vel. Við vorum sannfærðir um að Ivulek hlvti að vera dauður. En hráðum fór hann að gefa lifsmerki frá sjer. Og þá velti Tikuto honum eftir þilfarinu með svo miklum liraða að við gátum hvorki greint liendur nje fætur. „Hann drepur hann“, tautaði bátsmaðurinn, „ef þetta hefði verið einhver okkar vær- um við fyi’ir löngu dauðir, dauðari en hann var þegar hróðir hans tók til við hann“. Þegar skipstjórinn sá að Ivulek var með lífsmarki sótti hann koníakk og helti á glas og ætl- aði að láta hánii drekka, en Tikuto tók glasið og rendi út úr því. Aftur helti skipstjórinn á glasið, fjekk Tikuto það og henti á Ivulek. 4'ikuto liristi liöfuðið og drakk sjálfur úr glasinu og' horfði á sldpstjór- ann, eins og liann vildi segja: „Nei, svo lifandi er Ivulek ekki ennþá, að liann þoli þelta“. Þegar liann þóttist viss um, að Ivulek væri úr liættu sótti hann lóðlínuna og sýndi stýri- manni, að hann þyrfti að nota hana. Hann rakti upp línuna og bjóst til að kafa á ný. Stýri- maðurinn náði í nýja þynnu i slað nr 14, sem hafði glatast, en kafarinn virtist ekki hirða neitt um það. Hann hatt öðrum enda línunnar um sig og gerði okkur skiljanlegt, að við ætt- um að halda í hinn endann. Nú fór hann niður en hafði engin áhöld með sjer. Við höfðum ekki liugmynd um hvað liann ætlaðist fyrir, en gáfum út af línunni. Þegar við höfðum gefið út um tíu faðma slaknaði á lín- unni. Það mun hafa liðið svo sem mínúta en nú skaut kafar- Framh. á bh. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.