Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.10.1938, Blaðsíða 5
F Á L Ií I N N 5 Oscar Clausen : Frá liðnum dögum I. Seljalandsfeðgar berjast við Dani. má stundum heyra óþvegin orð, sem enda stundum í stymping- um, ef góðir og' friðsamir menn ganga ekki á milli. Þegar áhrif vínsins liafa náð að verka er flest látið fjúka, og hverju lcesknisyrði illa tekið. Mennirn- ir verða svo miklir meðan þeir eru þegnar Bakkusar, að þeir þola engum kögursveinum köp- uryrði og vilja koma handalög- málinu að. — Enginn skyldi lialda fyrir það sem hjer liefir verið sagt, að allur þorri rjettagestanna sje undir áhrifum víns, vitan- lega er það aðeins örlítill hluti, en þessir fáu eru mennirnir, sem mest ber á. — Það ber margt á góma í rjettunum. Bændurnir ræða um lieyskap- inn, versla með fje og tala um sláturverðið. — En öll sam- tölin kæfir niður að miklu leyti kliðurinn frá almenningnum, þar sem vart heyrist mannsins mál — og þessi kliður kann að fylgja rjettagestunum fram á næsta dag, liann hefir lagt und- ir sig hlustir þeirra. Jarmurinn í fjenu og köll og hróp dráttarmannanna bland- ast saman við hneggið í hestun- um utan rjettaveggjanna og geltið og ólætin í hundunum, sem eru þarna í hundraðatali. Það er sjerkennilegur hlær, sem hvílir yfir islensku rjetta- lifi og setur svip sinn á alt þjóð- líf okkar. Rjettadagurinn líður fljótt sem allir aðrir dagar. Og þegar fer að kvölda má sjá um alla sveitina stóra fjárrekstra, sem eru á leið heim til sín. Margur rekstrarmaðurinn er glaður og reifur, einkum þeir er vel hafa heimt og ánægðir eru með væn- leik fjárins. Svo má sjá aðra sem miður eru ánægðir, yfir Ije- legum heimtum. Og áfram mjak ast þessar livítu breiður af hungruðu og þreyttu fje, sem umkringt er af mönnum og gelt- andi hundum. Og rökkrið boð- ar nálægð sína. Breiðurnar liverfa ein af annari, enn um stund heyrist hundgá, sem þagn- ar síðan með öllu. Rjettadegin- um er lokið. Þeir sem fóru i rjettirnar eru komnir heim og hafa frá mörgu að segja. Fyriir börnin verður þetta ferðalag lengi i minnum liaft. Og það boðar annað nýtt á næsta hausti, sem strax er far- ið að hlakka til. Göngurnar og rjettalialdið er merkur þáttur i þjóðlífi okkar Islendinga. Göng- unum fylgir oft mikið erfiði og raunir, sem engum heiglum er Iient að mæta, og rjettahaldinu fylgir lif og fjör, sem að vísu getur stundum lent í nokkrum öfgum, en þó tiltölulega sjaldan. I sambandi við hvort tveggja hlanda menn geði hver við ann- an og af því hafa innibyrgðir Islendingar gott. Þeir gleðjast Skák nr. 45. Griinfeldsvörn. Leningrad 1938. Hvítt: A. P. fiokolski. Svart: M. M. Botvinnik. I.c2—c4, Rg8—fö; 2. Rbl—c3, d7— d5; 3. d2—d4, g7—g6; 4. Rgl—f3, (Rússneski skákmeistarinn Alatortsev álítur Bcl—f4 betri leik); 4...... Bf8—g7; 5. e2—e3, (Lokar drotning- arbiskupinn inni. Hvítt fer hjer leið, sem stórmeistarinn Bogoljúbov telur rjettasta. „En Rússar hafa sannfært sig um að þessi leið gefur hvítu ekki nemja jafnt tafl“, segir Alatortsev), 5......6—0; 6. Be2, e7—e6; 7. 0—0, b7—b6; 8. c4xd5, (Til þess að loka skálínunni b7—f3; 8. b2—b3 og síð- an Ba3 er talið betra); 8...e6xd5; 9. b2—b3, Bc8—b7; 10. Bcl—b2, Rb8 —d7; 11. Ddl—c2?, (Betra var Be2— d3 og síðan Ddl—e2, Hal—cl og Hfl —dl); 11......a7—a6; 12. Hal—cl, Iia8—c8; 13. Hfl—dl, Dd8—e7; 14. Dc2—bl, Hf8—d8; 15. Be2—fl, c7— c5!; 16. d4xc5, b6xc5; 17. Rc3—e2, Bg7—li6!; (Svart hefir þegar náð sókn. Með ómótstæðilegu afli beinir Botvinnik liði sínu að reitnum e3); 18. Bb2—<a3, Rf6—g4; (Ógnar 19 .... Bh6xe3; 20. f2xe3, De7xe3f; 21. Kgl —hl, Rg4—f2f; 22.Khl—gl, Rf2— h3tf; 23. Kgl—hl, De3—glt; 24. Rx gl, Rli3—f2 mát); 19. Dbl—d3, Rd7 —e5!; 20. Rf3xe5, De7xe5; (M.'.togn- un á h2 valdar peð á c5); 21. Re2— g3, De5—f6; (Ógnar bæði Df6xf2t og Df6—li4); 22. Rg3—hl!, (Ef 1. d. 22. Hcl-—c2, þá Df6—h4; 23. h2—h3, Rg4xe3; 24. f2xe3, Dh4xg3; o. s. frv.); 22.....d5—d4!; 23. Dd3—e2, Rg4— e5; 24. e3xd4, c5xd4; (Ef 24. Hclxc5, þá Bb7—f3! 25. g2xf3, d4—d3!; o. s. 26..... <14—d3!!; 27. De2—dl, (Ef Dd2xe5, þá Df6xe5; 28. HelxeS, d3— d2; o. s. frv.); 27..Bc8—g4!; 28. Ddl—al, d3—d2; 29. Helxeö, d2— dlD; 30. He5—e8t, Hd8xe8; 31. Dalx fö, Bg4—e2; 32. Rhl—g3, Bh6—g7; 33. I)f6—c(i, Be2—b5; 34. Dc6—cl, Ddlxcl; 35. Ba3xcl, He8—el; 36. Bcl—e3, Hdl—al; 37. a2—1>4, Bb5— (13; 38. f2—f4, Hal—bl; 39. Kgl—f2, Bd3xfl; 40. Rg3xfl, Hblxb3; Hvitt gaf. hver með öðrum og skemta sjer, svo að lífið verður þeim ljett- ara á eftir. — Þegar okkar þjóðlegustu rit- höfundar og skáld liafa skrifað sín frægustu verk hafa þeir tekið rjettalífið lil meðferðar. Má í þessu sambandi minna á tvö alkunn dæmi. Langur kafli í „Piltur og stúlka“ Jóns Thor- oddsen snýst um rjettirnar i þeirri mynd, sem þær voru á fyrri hluta 19. aldar. Og i „Fjalla-Eyvindi" Jóhanns Sig- urjónssonar gerist einn þáttur- inn í rjettunum. Dæmin sína að þessir tveir frægu höfundar mundu eftir rjettunum, er þeir vildu kynna íslenskt þjóðlíf. Um miðja síðastliðna öld, bjó Sigurður Hinriksson á Seljalandi, sem er skamt fyrir innan ísafjarðar- kaupstað. Hann hafði verið formað- ur við ísafjarðardjúp og talinn mik- ill aflamaður og fengsæll, og hafði þvi auðgast vel, en var nú sestur í lielgan stein og lifði á efnum sin- um. Sonur hans lijet Hinrik og voru þeir feðgar karlmenni mikil og Sigurður manna glímnastur, en báð- ir voru skapstillingarmenn, einkum þó Hinrik. — Það var snemma dags í ágúst- mánuði 1846, að Hinrik reið suður á Tanga, á Skutulsfjarðareyri, sem nú er nefnd ísafjarðarkaupstaður. —• Þar lágu þá á pollinum, margar útlendar fiskiduggur og kaupför. Hinrik brá sjer út í spekulantsskip eitt og dvaldist þar nokkuð við verslun, en á milli nóns og miðaft- ans kom hann aftur í land og fann þá ekki hest sinn og fór að leita að honum, en skömmu síðar kom dansk ur háseti ríðandi á klárnum og fauk þá í Hinrik. — Hann þreif heldur hvatskeytilega til þess danska og kipti honum af baki, varpaði til jarðar og hjelt hoiium niðri með annari hendinni. — Kom nú í ljós, að sá danski hafði týiit af reiðtýgj- um hestsins, bæði sessu og yfir- klæði, sem var í hnakknum og heimtaði Hinrik bætur fyrir þetta, en sá danski sagði að aðrir landar sinir hefðu verið búnir að ríða liestinum á undan sjer, og vildi ekkert fyrir svara. Ekki vildi Hinrik gefa neitt eftir og var þarna orðið talsvert hark, enda mun Hinrik hafa þjarmað eitthvað að þeim danska, sem hann átti alls kostar við. — í þessu kom Eiríkur Olsen, danskur kaupmaður, þar að og bað Hinrik að vægja hásetanum, og fyrir milli- göngu Eiríks og fyrirbænir, slepti Hinrik honum. Svo reið hann á stað heim og fann þá á leiðinni sessuna og yfirklæðið. — En þessi viðureign þeirra liafði sin eftirköst. — Sá danski sagði fjelögum sinum frá skærum þeirra Ilinriks og kvart- aði sáran undan meðferðinni á sjer og hjet á þá að hefna sin. Þetta bar þann árangur, að þeir tóku sig .sanian og fóru þrír til Seljalands um nóttina, en fjórða manni, sem var Ólafur nokkur Pjetursson úr Dýrafirði, mútuðu þeir til þess að fylgja sjer. — Á Seljalandi stóð nú svo á, að þaðan ætluðu menn snemma næsta morgun, ásamt fleirum af bæjunum þar fram frá, í grenjaleit, því að dýrbítur hafði verið þar mikill og þessvegna liafði Hinrik á sér and- vara og svaf þessa nótt fram í dyra- lofti bæjarins. Þegar svo var barið heldur óþyrmilega í bæjarþilið, uni nóttina, hjelt hann að þar væru refaleitarmennirnir komnir og klæddi sig í snatri. Hann heyrði nú mannamál á hlaðinu og að danska var töluð, en þá grunaði hann hverskonar heimsókn um væri að ræða. Þeir dönsku sendu honum ósnotur frýjunarorð og höfðu i frammi harðar heitingar og liávaða svo að Hinrik bjóst til varnar í skyndi, en staldraði lítið eitt við i bæjargöngunum og greip brotna ár og ætlaði að verjast með henni ef þeir brytu upp bæinn. — Sigurður faðir hans, sem hafði lieyrt hávaðann í þeim dönsku, kom nú fram i þessu og hljóp út úr bænum og Hinrik á eftir honum. Tveir vinnumenn voru á Seljalandi og' komu þeir feðgunum til liðs. Sá sem var mestur fyrir sjer af Dönunum og þreklegastur var með slóran lykil í hendinni og stóð haldið niður úr hnefanum. Hann sló til Sigurðar og ætlaði að hitta hann með lyklinum, en sló vind- högg, því að Sigurður var svo snar, þó að gamall væri, að hann vatt sjer undan högginu, en um leið brá Sigurður fyrir hann fæti og lá sá danski svoli á augabragði flatur. Svo ljet Sigurður vinnumenn sína hjálpa sjer til þess að binda hann, en þegar svona var komið, flýði Ólafur Dýrfirðingur, sem fætur tog- uðu og einn Daninn með honum. — Þá var aðeins eftir einn, sem Jens hjet, en hann staldraði eittlivað við áður en hann tók til fótanna og svo hljóp hann lika á stað. Sigurður kallaði þá til Hinriks að elta hann og hljóp hann á eftir honum, náði í öxl lians og sneri hann niður, en uni leið greip sá danski, Jens, hníf, sem liann var með á sjer og stakk Hinrik í lærið. Ekki fann hann þó til þessa áverka á meðan þeir feðg- ar voru að binda Jens, en svo fór hann að verkja í sárið og loks varð blóðrás svo mikil, að skór hans fyltist og siðan þrútnaði holdið kringum sárið og bólgnaði. ■— Um nóttina höl'ðu Danirnir skemt ýmis- legt á Seljalandi, áður en þeir gerðu vart við sig; skorið í sundur veiðarfæri og reipi o. fl. Sigurður á Seljalandi hafði svo þessa fanga sina i haldi bjá sjer það sem eftir var nætur, en daginn eftir ráku þeir feðgar þá á undan sjer, með hendurnar bundnar á bak aftur, niður í kaupstaðinn og kærðu fyrir Eggerti Briem, sem þá var sýslumaður ísfirðinga. — Sýslumað- ur víldi sem minst sinna þessu máli og kom á þeirri sátt, að þeir dönsku greiddu Seljalandsfeðgum 60 rd. fyrir spjöll og skemdir, en þó fengu þeir aldrei nema 40 dali og urðu þeir að láta sjer þau málalok lynda. Sár Hinriks hafðist illa við og grjeri ekki, en til læknis náðist ekki strax, þvi að hjeraðslæknirinn hafði verið sóttur norður á Strandir og var þvi ekki heima. Hnífsstungan í læri Hinriks var 7 þuml. djúp, svo að ekki var að furða þó að sárið hlypi ekki saman, enda varð liann aldrei alheill i fætinum eftir þetta og 10 árum síðar fór hann til lækn- inga suður að Hallbjarnareyri, til Þorleifs gamla, sem síðar var í Bjarnarhöfn, og fjekk einhverja bót hjá honum. LISTAMAÐUR OG FJÁRGLÆFRAMAÐUIÍ. Ivunnur listamaður pólskur, Sinj- an að nafni hefir nýlega verið náð- aður og slept úr fangelsi, þrátt fyr- ir ferleg fjársvik. Náðunina á liann eingöngu að þakka því, að liann er kunnur og vinsæll listamaður. Sinj- an er framúrskarandi aðlaðandi í allri framkomu, svo að ilt er að vara sig á honum eða trúa illu um hann, jafnvel þó maður hafi verið varaður við honum. Gekk lionum því vel að stunda pretti sína og svik, sem blátt áfram voru ótrúleg. Alræmdust af öllum athöfnum hans var sú, að hann seldi útlendum skemtiferða- manni höll utanríkisráðuneytisins í Varsjá. Fjekk hann 10.000 zloty út á höllina í kaupfestu. Hann hælti nú alveg að mála, en varði öllum sínum stundum til þess að uppliugsa nýja fjeglæfra. Loks var hann tekinn fastur og settur í tugthúsið. Það liafði þau áhrif að nú fór hann að mála aftur og gerði margar ágætar niyndir í tugtliúsinu, svo að ýmsum fanst lieppilegast, að hann yrði þar æfilangt — listarinnar vegna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.