Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1938, Side 8

Fálkinn - 12.11.1938, Side 8
8 F Á L K I N N Michael Totten: Til þess að flýja un'dan yfir- vofandi óveðri, liafði jeg geng- ið inn á götu, sem íá yfir enda- lausa sljettu að minsta kosti fanst mjer hún óendanleg i rökkrinu, sem var að skella á. — Jeg gek.c lengi, lengi og braust móti septemberstormin- um, og jeg dæmdi sjálfan mig liart fyrir þá heimsku, að iiafa lagt einsamall í langt ferðalag í hjeraði, sem jeg var algjörlega ókunnugur. Að vísu fann jeg ekki til lík- amlegrar þreytu livaða mað- ur gerir það, sem er aðeins þrítugur, heilbrigður og liraust- ur, en jeg var svangur, því mat hafði jeg ekki bragðað síðan mn morguninn, og heili minn var svo slappur, að ef jeg sett- ist að hvila mig og reykti sígar- ettu þá kendi jeg svima. Hvar var að finna gotl veitingarhús með matarlykt, sjóðheitri steik og góðu rúmi? Hvar? Sú spurning hafði vaknað hjá mjer ótal sinnum, þegar jeg sá að sljettan var að enda og jeg komst út á veg, sem líktist þjóð- vegi. Skapið batnaði, jeg tók stærri skref. 1 fyrsta liúsinu, sem yrði á vegi skyldi jeg berja að dyrum og spyrja eftir veit- ingaliúsi. Jeg stóð grafkyr og leit í kring um mig, og þá heyrði jeg fótatak að haki mjer, hratt fótatak. A næsta augna- bliki sá jeg skugga koma upp rjett hjá mjer og segja: — Óvenjulega kalt í kvöld- Ókunnur maður gekk við hliðina á mjer- Jeg sá andlit lians vel og greinilega i tungls- skininu. Hann hafði mikið hár, og hakan og munnurinn voru vaxin þjettu skeggi. Föt hans voru gamaldags, en hvað aldur snerti var hann naumast yfir fimtugt. Hann var mjög krafta- lega vaxinn og herðabreiður. — Já, sagði jeg, það er mjög « kalt. Jeg sá að hann leit á mig frá hvirfli til ilja með undar- lega glampandi augum, sem virtust sjá gegnum merg og bein. Hvert ertu að fara, ungi mað- ur? sagði hann. — Jeg ypti öxlum. Til næsta veitingahúss. Ef til vill getið þjer .... Hann greip fram í fyrir mjer. — Þjer eruð kanske svangur? spurði hann. Hann leil á mig aftur, en í þetta skifti vakti það hjá mjer mestu óþægindi, þó að jeg gæti ekki gert mjer grein fyrir hvers- vegna. Hann lagði höndina á handlegginn á mjer. — Viljið þjer koma heim og borða með mjer og konunni minni? Jeg bý skamt lijeðan. Þjer gelið verið i nótt, ef þjer viljið. — Æfintýri á gönguför. Það var eitthvað það í fari hans, þegar hann talaði og leil ó mig, sem gerði mig lortrygg- inn. En boðið var alt of freist- andi, og þar eð jeg var dauð- þreyttur og hungraður tók jeg boðinu með þökkum. Það er ágætt, sagði hann. Þá förum við þessa leið. Við höfðum gengið skamma stund, er við sáum móta fyrir liúsi i dimmunni. Þegar við komum þangað, tók ókunni maðurinn lykil upp úr vasan- um, opnaði útidyrnar, og bauð mjer að koma inn. Þegar við voru komnir inn, greip mig alt í einu óþægilegt hughoð, sem jókst við það er jeg tók eftir, að hann læsti vandlega dyrunum, og stakk lyklinum í vasann. Án þess að segja nokkuð, brá hann upp eldspýtu og kveikti á gasi og í ljósinu sá jeg að salurinn hafði einu sinni verið vel útbúinn að húsgögn- um. En nú var alt úr sjer geng- ið og þakið ryki og' óhreinind- um. Og það var óþægilegt raka- loft í húsinu. Ókunni maðurinn gekk niður í kjallarann, og þar opnaði hann dvr. Jeg fjekk hjartslátt. Hvað var i vændum? Um leið oghann opnaði dyrn- ar steig hann lil hliðar og ljet mig ganga inn á undan. Það var kjallari, sem var útbúinn að húsgögnum eins og dagstofa. Á miðju gólfinu var borð með dúk á. Það var moldargólf og ekkert teppi á þvi. í baksýn hjekk gamalt „rykt“ tjald. Skemtileg, litil stofa, finst yður ekki? sagði hann hlæjandi. Setjisl þjer niður, ungi maður, meðan jeg finn kvöldmatinn. Jeg settist á stól meðan liann týndi matinn fram á borðið út úr skáp, sem þarna var. Digur viðardrumbur hrann á opnum arni. Hann setti fat með kartöflum ó horðið, dálitinn hita af kindakjöti, brauð, lmíf og gaffal. Þegar þvi var lolcið, settist hann niður við hliðina á m j er. Svo að þjer eruð á göngu- ferð, sagði hann, og þjer eruð ekkert kvíðinn fyrir því að nokkuð komi fyrir yður? Veit fjölskylda vðar hvar þjer dveljið? Soltinn starði jeg á matinn. Jeg á enga fjölskyldu, aðeins systkini, og þjer vitið að jeg er einhversstaðar í Skotlandi. — Hvað ætti svo sem að koma fvrir mig Augnaráð hans varð skugga- legt, og mjer datt í hug að lík- lega hefði jeg lent hjá geggj- uðum manni. En sama um það, ef jeg gæli satt hungur mitt, þá legði jeg upp aftur. Jeg hrökk við. Það var eins og einhver ræki upp stunu eða andvarp. Og það var ekki gesl- gjafi minn. Hljóðið kom frá tjaldinu. Hann stóð á fætur, sótti pípuna sína og fór að troða í hana. Nú fyrst tók jeg' eftir hve dauðahljótt var í kring um mig, að sleptu andvarpinu, sem við höfðum heyrt. Jeg hal'ði hingað til veitt manninum og ein kennilegri framkomu hans alt of mik.la athygli til þess að jeg gæti nokkuð tekið eftir um- hverfinu. En þessi dularfulla kyrð. Hvað átti þetta að þýða? Gest- gjafi minn stóð grafkyr og sneri bakinu að veggnum. Hann starði á mig eins og hann vildi lesa allar mínar hugsanir. Jeg sat hreyfingarlaus með augun á matnum á horðinu. Hvers- vegna bauð hann mjer ekki að eta? Jeg var svo hungraður, að það kostaði mig mikla sjálfs- stjórn að ráðast ekki á matinn. Loksins sagði hann: — Það er kominn mátmóls- tími. Jeg ætla að sækja konuna mína. Hann leit einkennilega á ■ mig. Hún getur ekki gengið, sjáið þjer til. Jeg verð að hera hana, svo að þjer verðið að af- saka mig augnablik. Jeg gekk fram og aftur í her- herginu og liugsaði um hvað jeg ætti að gera. Mjer fansl ó- viðeigandi að fara. Og hvaða sönnun hafði jeg fyrir því að jeg væri í hættu staddur? Enga. Maðurinn var einkennilegur, það var alt og sumt. Jeg ákvað að verða kyr. Gestgjafinn hafði aðeins verið stutta stund i burtu þegar jeg heyrði að hann kom niður tröppurnar. Hann talaði ofur hlýlega við einhvern, svo að mjer varð strax rórra. Elskan mín, muldraði hann, jeg hefi tekið ungan mann heim með mjer. Og vertu viss um að þjer getst eins vel að honum og Charles Wynton. Og nú skaltu fá að sjá hann, elskan mín. Má jeg kynna. Jeg stóð á fætur til að heilsa húsmóðurinni. Dyrnar opnuð- ust, og gestgjafinn minn kom inn. í örmum sjer har hann konu, - nei, gríðarstóra brúðu. Hann læsti dyrunum og stakk lyklin- um i vasann. Hann setti byrð- ina af sjer á stól, meðan jeg gekk út að dyrunum. Hann kom á eftir mjer. — Nei, nei, ungi maður, þjer megið ekki fara. Þjer horðið kvöldmat með okkur hjónun- um. Það var eins og hann livæsti orðunum út úr sjer. — Opnið þjer dyrnar, og hleypið mjer út, æpti jeg. — Þjer fáið ekki að fara, ungi maður. Það er langt síðan við höfum haft nokkurn til l)orðs með okkur. Ivonan min er mjög hrifin af ungum mönn- um. Jeg kipti í hurðina eins fast og jeg gat, en án árangurs. Hann hjelt áfram að tala. Þjer getið ekki komist út. Þjer getið ekki komist út. Hlust- ið þjer nú á. Jeg vil aðeins gæta yðar. Gæta yðar fyrir vonsku kvennanna. Þjer eruð myndar- legur og heiðárlegur unguú mað ur, — alveg eins og' jeg var þangað til jeg gifli mig þessari konu. Hann benti á brúðuna. Litið þjer á hana, sagði liann i skipunarróm. Hún var ung og falleg hjer á árunum. Jeg hjelt að hún væri heiðarleg eins og jeg sjálfur. Jeg elskaði hana, jeg treysti á hana. Jeg dáðist að lienni. Jeg' vann baki hrotnu, aflaði mjer peninga til þess að ltaupa handa henni alt sem hún girntist en. . . . Hann haðaði út höndunum. Hún ól barn og í fæðingar- hríðunum hrópaði hún nafn annars manns, ekki mitt nafn, altaf annars manns nafn. Cliar- les Wynton. Vinar míns, besta vinar míns frá bernskuárunum. Jeg yfirheyrði hana. í neyð sinni játaði hún alt saman. Alt, Heyrið þjer það? Jeg kinkaði kolli, þegjandi og ólundarlegur. Hún játaði alt. Alt, um sam- band sitt við Wynton Wyn- ton vin minn og ásl þeirra. Besti vinur minn hafði rænt henni frá mjer meðan jeg hafði verið önnum kafinn við að afla henni peninga, svo að liúú gæti notið lífsins i fylsta mæli. Þegar jeg sat við rúmstokkinn hennar með höfuðið í hönduni mjer, fullur örvæntingar, hað hún mig fyrirgefningar. Gró'- bændi mig. Og á sama augna- bliki dó hún. Hevrið þjer ungi maður? Hún dó. Jeg kinkaði aftur kolli, og jeg sá hvernig tárin streymdu nið- ur kinnar lians. — En áður en hún var jörð- uð, tók jeg mynd af henni, og sú mynd hefir fengið Iif. Nú sef- ur hún, en hið .... Sultur minn var horfinn, jeg vildi aðeins komast burt frá vitleysingnum. Nú heyrði jeg aftur andvarpað og stunið bak við tjaldið. Hann faðmaði Irrúð- una. Þá sór jeg', hjelt liann á- fram að einhverju sinni skyldi ungur maður, heiðarlegur ung-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.