Fálkinn - 20.01.1939, Page 8
8
F Á L K I N N
Saga frá Sankti-Gotthard.
ÞaÖ er laugardagskvöld í Göschen-
cri í fylkinu (kantónunni) Uri. Norð
an megin við Sankt-Gotthard, þar
sem germönsk tunga er töluð og þar
sem býr kyrlátt, vingjarnlegt fólk,
sem er sjálfs sín ráðandi, þar sem
„skógurinn helgi“ er eins og vörður
gegn snjóflóðum og aurskriðum, ligg-
ur smábær við dálítinn læk, sein
knýr kvarnarhjól og fóstrar silunga.
Á laugardagskvöldunr, þegar angel-
us' ómar safnast þorpsbúarnir sam-
an við brunninn undir stóra val-
hnotutrjenu. þangað kemur póst-
meistarinn, amtmaðurinn og jafnvel
ofurstinn, allir með ljái um öxl. Þeir
koma frá slættinum til þess að þvo
Ijáina, því þarna er vinnan höfð í
heiðri, og holt er heima livað. Svo
koma unglingspiltarnir með Ijáina
sina, og stúlkurnar á eftir með mjólk-
urskjólurnar; að lokum safnast svo
kýrnar, þessar risavöxnu kýr, sam-
an. Landið er frjótt; en vínviður vex
ekki norðan megin við Gotthard,
ekki olífur, ekki mórberjatrje, ekki
mais. Grænt gras og gulleitt korn,
há valhnotutrje og feitt sauðfje, er
það sem fólkið lifiir þarna á.
Veitingahúsið Gullni hesturinu
liggur rjett við brunninn, undir
hengibröttum Sankt-Gotthard; og í
trjágarðinum við langborðið sitja þeir
nú sláttumennirnir að loknu dags-
ins erfiði, allir við sama borð, án
manngreinarálits: amtmaðurinn, póst
meistarinn, ofurstinn og unglings-
piltarnir; verksmiðjueigandinn, er
býr til hálmhattana og verkamenr
hans, litli skósmiðurinn, skólameist-
arinn, og svo allir hinir.
Þeir tala um jarðargróðann og
mjaltirnar; og þeir syngja saman, al-
þýðusöngva, sem minna á seljahorn-
ið og hjarðbjöllurnar. Þeir syngja
um vorið og hina hreinu gleði þess,
um vorið vonablátt og trygðagrænt.
Og þeir drekka ljóst öl.
Þvi næst stendur ungdómuri rn
upp til að leika sjer, glíma, og
stökkva, þvi á morgun er skotkepni,
og þá er nú betra að vera fimur.
Og þessvegna er blásið snemma i
lúðrana um kvöldið, svo að enginn
skyldi koma syfjaður og dasaður til
skothátíðarinnar, þar sem heiður
bæjarins er í veði.
Sunnudagurinn rann upp með
ldukknahringingu og sólskini; há-
tíðisklætt fólk safnaðist saman frá
nærliggjandi bæjum, og allir litu út
fyrir að vera útsofnir og nývakn-
aðir. Nú höfðu karlmennirnir næst-
um undantekningarlaust skift á ljá
og byssu; stúlkurnar og giftu kon-
urnar gáfu þeim rannsakandi og örf-
andi augnaráð, því að það var vegna
húss og heimilis að þeir lærðu að
skjóta, og skotmeistarinn vissi að
hann átti að byrja dansinn með
fallegustu stúlkunni.
Nú kom gríðarstór vagn, er dreg-
inn var af fjórum fjörlegum hestum,
er skreyttir voru böndum og blóm-
um. Allur vagninn var einn stór
laufsalur með bekkjum; fólkið, sem
sat, þar sást ekki, en það heyrðist
söngur innan úr salnum, fallegur,
hljómsterkur söngur, um Sviss og
Svisslendingá, fallegustu og hraust-
ustu þjóðina í heiminum.
Svo var skrúðganga barnanna;
þau gengu saman tvö og tvö og
leiddust, eins og þau væru góðir
vinir, eða eins og litlar brúðir og
brúðgumar.
Og þegar klukknahringingin byrj-
aði, gengu allir upp til kirkjunnar.
En þegar guðsþjónustunni var lok-
ið byrjaði hátiðin; og við skot-
brautina, sem lá upp að Sankl-
Gotthards hengjunum, ómuðu skotin
eitt af öðru.
Sonur póstmeistarans var skol-
meistari bæjarins og það var enginn
efi á því að hann mundi taka verð-
launin í þetta skiftið.
Nú kom röðin að honum. Hann
skaut sex sinnum og fjórum sinnum
í mark.
En þá heyrðist uppi í fjallinu há-
vaði og gauragangur; steinar og möl
valt niður brekkuna, og grenitrjen
i verndarskóginum helga nötruðu
eins og fyrir stormi. Rjett í sama
hili sást maður með byssu um öxl
upp á gríðarstórum kletti. Hann veif-
aði hattinum. Þetta var gemsuskytt-
an fræga, Andrjes frá Airolo, ítalska
bænum í kantónunni Tessin, sem var
hinumegin við l'jallið.
— Farðu ekki inn í skóginn! hróp-
uðu allir skotmennirnir.
Andrjes skildi þá ekki.
— Farðu ekki inn i skóginn! fjall-
ið hrynur þá yfir okkur! æpti amt-
maðurinn.
— Jæja, látið þið það þá koma!
svaraði Andrjes og brunaði sjer með
ofsahraða niður snarbrattann. Og
hjer er jeg!
— Þú kernur of seint, sagði amt-
maðurinn.
— Jeg hef aldrei komið of seint,
endurtók Andrjes, og gekk að skot-
brautinni, bar byssuna sex sinn-
upp að kinninni og skaut sex sinn-
um í mark.
Nú var hann sigurvegarinn; en
fjelagsskapurinn hafði sín lög, og
fólkinu þarna geðjaðist ekki að dökk
leita, velska fólkinu hinumegin við
fjallið, þar sem vínviðurinn óx og
silkið var spunnið. Það var erfða-
fjandskapur á milli og það mátti
ekki taka skot Andrjesar gild.
En Andrjes gekk til fallegustu
slúlkunnar, sem var dóttir aml-
mannsins. Hann bað hana með mestu
kurteisi að dansa við sig fyrsta dans-
inn.
Geirþrúður fagra roðnaði, þvi að
henni leist vel á Andrjes; en hún
varð að neita honum.
Það þyknaði í Andrjesi. Hann
beygði sig lítið eitt 'o.g hvislaði í
eyru hennar, svo að hún blóðroðn-
aði:
— Þú skalt verða konan mín, þó
svo það dragist í tíu ár. Jeg hef
farið átta stunda ferð yfir fjallið til
að hitta þig, jeg varð of seinn; en
i næsta skiftið skal jeg koma nógu
snemma, þó svo að jeg verði að fara
í gegn um mitt fjallið.
Hátíðin var á enda og dansinn
líka. Allar skytturnar sátu fyrir utan
Gullna hestinn, og Andrjes var með
í hópnum. Rudi, sonur póstmeistar-
ans sat í hásæti, þar sem hann var
skotmeistarinn, samkvæmt skotregl-
unum, en Andrjes var það i raun
og veru.
Rudi langaði i orðasennu.
— Þú Andrjes, sagði hann, erl
duglegur veiðimaður; en það veistu
að það er ekkert að skjóta gems-
una móts við það að ná í hana.
— Skjóti jeg hana, næ jeg í hana
auðvitað, svaraði Andrjes.
— OJæja! Margur hefir nú skotið
á hring Barbarossa, en enginn liefir
náð i hann enn! endurtók Rudi.
— Hvað er hringur Barbarossa?
spurði ókunnugur maður, sem ekki
hafði verið fyr í Göschenen.
— Þarna geturðu sjeð hann! sagði
Rudi. Og í sömu andránni benti
hann upp í fjallvegginn, þar sem
stór eirhringur hjekk á krók. Síðan
hjelt hann áfram:
— F’riðrik Barbarossa keisari var
vanur að fara hjer um á ieið sinni
til Ítalíu; hann fór þangað sex sinn-
um og ljet krýna sig, bæði í Mílano
og Róm. Og þar sem hann var þýsk-
rómverskur keisari ljet hann setja
þenna hring i fjallið Þýskalands-
megin til merkis um að hann hefði
tengt saman Þýskaland og Ítalíu.
Og sagan segir, að þegar þessum
hring verði náð af króknum, þá
verði hjónabandið, sem aldrei var
hamingjusamt, leyst upp.
— Þá skal jeg leysa það upp strax,
sagði Andrjes, eins og feður rnínir
leystu mitt fátæka Ticino undan
harðstjórunum í Sviss, Uri og Unter-
walden.
— Ert þú ekki Svisslendingur?
spurði amtmaðurinn strangur á svip.
— Nei, jeg er ítali, úr svissneska
ríkjasambandinu.
Er hann hafði þetta mælt hlóð
hann byssuna. Hann miðaði og
skaut! Hringurinn lyftist upp; og
laus af króknum datt hann niður,
hringur Hohemtáfa, hringur Barbar-
ossa.
— Lifi hin frjálsa Ítalía! hrópaði
Andrjes og sveiflaði hattinum.
En enginn svaraði.
Andrjes tók hringinn upp, fjekk
hann amtmanninum og sagði:
-— Geymið hringinn tii minnis
um mig og um þann dag, þegar þjer
sýnduð mjer órjett.
Svo gekk hann til Geirþrúðar og
kysti á hönd hennar. Að því húnu
þaut hann upp fjallið og hvarf;
hann kom aftur í Ijós og hvarf í
skýi. Eftir dálitla stund kom hann
enn i augsýn og þá nokkru hærra
í fjallinu. Það var ekki hann sjálfur,
því það var risavaxinn skuggi hans
í skýjunum; og hann stóð þarna með
steyttan hnefa, yfir þýska smábæn-
um.
— Þetta var djöfullinn sjálfur,
sagði ofurstinn.
— Nei, það var ítali! greip póst-
meistarinn fram í.
— Þar sem er orðið áliðið kvölds,
sagði amtmaðurinn, ætla jeg að
skýra frá stjórnarráðstöfun, sem
kemur i blaðinu á morgun!
— Heyr! Heyr!
— Jú, það hefir komið skeyti um
það, að síðan keisari Frakka var
lekinn til fanga við Sedan, hafi ítal-
ir rekið frönsku hersveitirnar frá
Róm og að Viktor Emanuel er á leið
þangað.
— Það voru mikil tíðindi. Þá.er
úti um skemtigöngur Þjóðverja til
Róm. Það vissi líka Andrjes, eins
og hann var drýldinn.
— Hann hlýtur að hafa vitað eitt-
hvað meira! sagði amtmaðurinn.
— Hvað þá? Hvað þá?
— Það fáum við að sjá! Fáum við
að sjá!
Og þeir fengu að sjá.
Dag nokkurn fengu þeir að sja
ókunnuga menn koma með áhöld sin
og kíkja á fjallið; og það var alveg
eins og þeir væru að kíkja eftir
Barbarossahringnum, því að einmjtt
þangað beindu þeir kikinum. Og
þeir litu á áttavitann, alveg eins og
þeir vissu ekki hvar norður og suð-
ur væri.
Síðan var haldinn mikill miðdag-
ui á Gullna hestinum, sem amtmað-
urinn tók þátt í. Við eftirmatinn var
taiað um miljónir og aftur miljónii.
Skömmu síðar fengu þeir að sjá
Gullna hestinn rifinn; kirkjan var
borin burt í smástykkjum og bygð
aftur á ný nokkurn spöl þaðan; þeir
fengu að sjá hvernig hálfum bænum
var umturnað, hermannaskálar voru
hygðir, lækurinn breytti rás sinni,
kvarnarhjólin voru rifin í sundur,
verksmiðjunni var lokað, skepnurn-
ar seldar.
Og svo komu þrjú þúsund dökkra
verkamanna, sem töluðu ítölsku.
Þá þögnuðu fallegu söngvarnir um
gamla Sviss og um vorsins hreinu
gleði.
í staðinn heyrðist skarkali dag og
nótt; og þar sem Barbaro&saliringur-
inn hafði verið, var steinbor rekinn
inn, og þvi næst hyrjaði sprengingin,
því að þarna áttu göngin að liggja
gegn um fjallið.
Það var nú engum örðugleikum
hundið, eins og menn vissu, að bora
holur í bjargið, en það átti að bora
og sprengja frá báðum hliðum; og
liolurnar áttu að mætast nákvæm-
lega, og því trúði enginn, þvi að
það þurfti að sprengja hálf-aðra
mílu. Hálfaðra mílu!
— Hugsa sjer, ef þær nú ekki
mætast! Þá verða þeir að byrja aft-
ur! En yfirverkfræðingurinn hafði
sagt: Þær skulu mætast.
Og Andrjes, sem var Ítalíumegin,
trúði á yfirverkfræðinginn; þvi að
hann var markviss náungi eins og
við vitum. Þessvegna gekk harin í
verkamannahópinn og varð yfir-
maður.
Þetta var nú starf, sem átti við
liann. Sólarljósið, grænar brekkurn-
ar og hvíta alpatindina fekk hann
nú eklci að sjá, en honum fanst hann
vera að sprengja sjer leið til Geir-
þrúðar, þá loið gegn um fjallið, sem
hann á hrifningaraugnablikinu hafði
heitið að koma.
í átta ár dvaldi hann í myrkrinu
og þrælaði. Oftast nær var hann
nakinn, því að það var 30 gráða
heitt. Stundum lentu þeir í vatnsæð,
og þá stóð hann í vatni; stundúm
lentu þeir í leirjörð, og þá stóð
hann í bleytufor. Loftið var altaf
vont og fjelagarnir fjellu í valinn
en nýir komu í þeirra stað. Loks-
ins bugaðist Andrjes líka og var
lagður inn á sjúkrahús. Þá greip
hann sú hugsun, að göngin munda
aldrei mætast, og það olli honum
mikils hugarstríðs. Aldrei mætast!
Það lá einnig Uribúi á sjúkrahús-
inu og ól með sjer allskonar hug-
myndir. Spurningin þeirra, þegar
þeir voru hitalausir, var altaf sú
sama:
— Heldurðu að við mætumst?
Aldrei hafði Tessinara og Uribúa
langað eins mikið til að hittast eins
og hjerna, inni í fjallinu. Þeir vissu,
að ef þeir hittust þarna, mundi þús-
und ára óvinátta liverfa og þeir
mundu falla í hvor annars faðm,
fullsáttir.
Andrjes varð heilbrigður og fór
aftur að vinna. Hann tók þátt í verk-
fallinu 1875; kastaði grjóti, var sett-
ur í fangelsi, en slept aftur.
Árið 1877 brann Airolo, fæðing-
arbærinn hans.
— Nú lief jeg brent skipin að baki
mjer; og nú verð jeg að komast
áfram, sagði hann.
19. júlí 1879 var sorgardagur. Yf-
Saga eftir Augrust Ntrindberg*.