Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1939, Page 9

Fálkinn - 20.01.1939, Page 9
F Á L K I N N 9 Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. VI. Rauður Jóns Hallvarðssonar. irverkfrœðingurinn fyrir öllum jar'ð- göngunum hafði farið inn i fjallið til að mæla og reikna út; og meðan hann var þar fekk hann slag og dó! í miðju fjalli! Þar liefði gröf hans átt að standa, eins og Faraó, í stærsta steinpýramídanum, sem finst; og nafn hans, Farve, hefði átt að vera rist þar. Á meðan: árin liðu. Andrjes safn- aði peningum, reynslu og krafti. — Göschenen heimsótti liann aldrei, en einu sinni á ári heimsótti hann skóg- inn helga og horfði á eyðilegging- una, eins og hann kallaði það. Hann sá Geirþrúði aldrei, skrifaði ekki til hennar; þess þurfti hann ekki með; því að hann lifði með lienni i huganum, og hann fann á sjer, að hún var hans. Á sjöunda ári dó amtmaðurinn, í fátækt. — En sú hamingja, að hann skyldi vera fátækur! hugsaði Andrjes; þannig hafa ekki allir tengdasynir hugsað. Á áttunda ári kom dálitið ein- kennilegt fyrir. Andrjes stóð fremst- ur í göngunum Ítalíuinegin og barði á borinn. Loftið var þungt og óholt, svo að honum var þunpt i höfði. Þá heyrði hann ofurdauft hljóð, eins og í trjámaðki, sem kallaður er feigðarúrið. — Er þá mín hinsta stund komin? hugsaði hann. — Þín hinsta stund! svaraði eitt- hvað inni í honum eða utan við hann. Og hann varð hræddur. Daginn eftir heyrði hann aftur hljóðið, og þá greinilegar, svo að hann hjelt að það kæmi frá úrinu, sem hann bar á sjer. En svo næsta dag, sem var helgi- dagur, heyrði hann ekki neitt, og nú hjelt liann að það væri bara eyr- að; þá varð hann hræddur og gekk tiJ altaris; og í hljóði harmaði hann hverfleika lífsins. Vonin hafði svikið hann, vonin um að mega lifa hinn mikla dag, vonin um að fá hin miklu verðlaun fyrir fyrsta borinn, sem opnaði fjallvegginn, vonin um að fá Geirþrúði. Á mánudeginum var hann enn fremstur með borinn sinn, en kjark- urinn var bilaður; því að nú hafði liann mist trúna á það að þeir mundu liitta Þjóðverjana i fjallinu. Hann hamraði og hamraði að vísu, en þó mjög hægt, alveg i takt við hjarta sitt, sem hafði slappast inni i fjallinu. Þá heyrði hann skot alt i einu og feikna mikinn gný, en inn í fjallinu, hinu megin. Og nú rann upp ljós fyrir honum, að þeir væru loks að mætast. Fyrst fjell hann á knje og þakk- aði guði; síðan stóð hann á fætur og byrjaði að hamra. Hann hamraði í sífellu — morgunverður, miðdag- ur, hvíldartíminn og kvöldverður liðu lijá, og altaf hamraði hann. — Hann liamraði með vinstri hendinm, þegar sú hægri bilaði. Við vinnu sína hugsaði hann um yfirverkfræð- inginn, sem hafði dáið við berg- vegginn; og liann söng söng þre- inenninganna í glóandi ofninum, því það var eins og loftið brynni í kring um hann, meðan svitinn bog- aði af honum og fæturnir voru á kafi í aur. Klukkan sjö, 28. febrúar 1880, fjell hann fram á borinn, sem rann gegn um miðjann bergvegginn. Glymjandi húrraliróp hinumegin frá vakti hann, og nú vissi hann að þeir höfðu mæst, að hinsta stund erfiðis hans var upprunnin, og að hann hafði eignast tíu þúsund lírur. Þegar hann hafði gert bæn sína til guðs, lagði hann munninn við bor- holuna og livíslaði svo að enginn heyrði: Geirþrúður; og því næst hrópaði hann nífalt húrra fyrir Þjóðverjum. Klukkan ellefu um kvöldið heyrð- ist mikill hávaði ítaliumegin og með ógurlegum gný hrundi berg- veggurinn. Þjóðverjar og ítalir fjellu í hvor annars faðm og grjetu, og ílalarnir kystu hver annan, og allir fjellu á knje og sungu Te Deum laud- amus. Það var hrífandi augnablik, og það var 1880, sama árið og Stanley lauk Afríkuför sinni og Nordenskjöld Vegaferðinni. Þegar lofsöngurinn til guðs hafði þagnað, gekk einn Þjóðverjinn fram og afhenti ítölum áletrað skjal. Það var heiðurs- og ininningarskjal um yfirverkfræðinginn, Louis Favre. Hann átti fyrstur að fara gegn um göngin. og Andrjes átti að bera skjalið með nafni hans á í hópgöngu verkamannanna til Airolo. Það gerði Andrjes með mestu sam- viskusemi, þar sem hann sat einn á vagni fyrir framan eimvagninn. Þetta var merkisdagur! Og ekki stóð nóttin honum að baki. Það var drukkið vín í Airolo, ítalskt vín; og flugeldum var skotið. Ræður voru haldnar fyrir Loms Favre, Stanley og Nordenskjöld; það voru haldnar ræður fyrir Sankt- Gotthard, hinum leyndardómsfulla fjallvegg, sem i þúsundir ára hafði verið skilveggur milli Þýskalands og Ítalíu, milli norðurs og suðurs. Já, vissulega sundrari en um leið safu- ari. Þvi að Sankt-Gotthard hefir stað ið þarna og deilt út vatni sínu sam- viskusamlega milli þýsku Rínar og frönsku Rhónar, milli Norðursjávar- ins og Miðjarðarhafsins. Og Adriahafsins, greip einn Tessin- búi fram í. Gleymdu nú ekki Ticino, sem byrgir upp stærstu á Ítalíu, hina miklu Pó, að vatni. Bravó! Ágætt! Lifi Sankt-Golt- hard, Þýskaland hið mikla, hin frjálsa Ítalía og hið nýja Frakkland! Það var merkileg nótt eftir merki- legan dag. Morguninn eftir kom Andrjes á verkfræðingaskrifstofuna. Hann var í ítalska veiðimannabúningnum sin- um, með fjöður í hattinum, byssu um öxl, og mal á bakinu; nýþveginn í andliti og, á höndum. — Svo þú ert þá búinn að fá nóg af jarðgöngunum, sagði gjaldkerina, eða peningainaðurinn, eins og þeir kölluðu hann. Nú það láir jijer eng- inn, og svo er ekkert eftir nema múrvinna. Nú, heildarreikningurinn! Peningamaðurinn fletti upp bók, skrifaði á brjefmiða og taldi fram tíu þúsund lírur í gulli. Andrjes skrifaði nafn sitt og heim- ilisfang, tróð gullinu í malinn sinn og fór. Hann stökk upp í lest, og eftir tiu mínútur var liann kominn að skil- veggnum, er nú hafði verið brotinn niður. Eldar loguðu inn í fjallinu beggja megin teinanna, verkamennirnr húrruðu fyrir Andrjesi og veifuðu húfunum. Það var gaman! Eftir aðrar tíu mínútur var hann Þýskalandsmegin. En þegar hann sá dagsljósið i opinu, nam lestin staðar og, hann steig úr. Svo hjelt hann móti grænni biri- unni, og sá bæinn á ný, sólbjarta í, i nrænu skrúði; bærinn var nýb”"ð- ur, hvítur, ljómandi, fegri en fyr. Og þegar hann, gekk hjá heilsuðu verkamennirnir sínum fremsta manni. Hann beindi sporum sínum að litlu húsi; o" undir valhnolutrje hjá býflugnabúunum stóð Geirþrúður, liljóðlát, fögur og blíðleg, alveg eins og hún hefði staðið þarna og beðið eftir honum í átta ár. — Þá kem jeg, sagði hann, eins og jeg átli að koina, í gegnum mitt fjallið! Kemurðu með mjer til míns lands? — Jeg kem með þjer, hvert sem þú vilt. Eirikur hjet bóndi Guðmundsson og bjó á írafelli i Skagafirði, á 18. öid. Hann fór á hverju sumri lesta- t'crð suður á land að sækja skreið. Hann var hestamaður mikill og kær að hestum, eins og margir Skagfirð- ingar. Eitt sumar fór hann suður og var kominn á áfanga þann, á Kjal- vegi, sem heitir Gamburmosar. Þar hittir hann lest að austan og var einn austanmanna Jón nokkur Hall- varðsson úr Rangárvallasýslu. Hann reið rauðum hesti, sem Eiríkur lýsti þannig, að hann væri þykkur að framan og reistur, en að öðru leyti krangalegur, kviðstrengdur og há- fættur. Þeir Eiríkur og Jón fóru að tala um klárinn, en Eiríki leist vel á hann og sagði, að hann myndi vera vakur. Jón kvað nei við þvi og sagði, að ekkert hýruspor væri i honum. Eiríkur hjelt nú samt fast við það, að Rauður væri vakur og kvaðst hafa svo vel vit á hestum, að Jóni væri óhætt að trúa því og bauð að veðja við hann um þetta. Svo bað liann Jón að lofa sjer að koma Rauð á bak, dálitinn spotta, og var Jón tregur til, en ljet þó til leiðast og lofaði Eiríki að skreppa á bak klárnum. — Þegar Eiríkur var komin á bak Rauð, hljóp klárinn á augabragði á stað og fór ekki á öðru en hreinum kostum. Það sagði Eiríkur, að ferðin á Rauð hefði verið svo mikil, að sjer hafi sortnað fyrir augum og svimað þegar hann var búinn að lcggja alt fram, sem liann átti. — Þegar Eiríkur stje af baki, sagði Jón við liann: „Reiðfær munt þú og eng- an hef jeg sjeð ná slíkum spretti úr Rauð, en jeg bið þig að fala liann el ki af mjer“. Eiríkur Ijet sjer held- ur ekki detta það í hug og svo skyldu þeir með mestu vináttu. — Fáum vetrum eftir að þetta gjörð- ist, kom Jón einu sinni í Bátsenda- kaupstað og ætlaði að versla þar í búðinni, en þar var fógetinn á Bessa- stöðum staddur. Jón lagði pening eða krónu á búðarborðið, en kaup- maður leit á myntina og ýtti lienni til Jóns aftur og sagðj honum að hirða hana. Þetta gekk nokkrum sinnum og reiddist þá kaupmaður og fleygði krónunni hart á borðið, en þá hrökk hún i fjóra hluti og kom þá i Ijós, að hún var svikin. — Jón var smiður góður og var sá orð- rómur kominn á, að hann mundi svíkja peninga og steypa þá. — Bessastaðafógetinn var staddur í búðinni og sagði mönnum að taka Jón fastan, en fyrir utan búðin i skíð Rauður með tauminn uppi á makka og hafði Jón vanið hann á, að standa þannig og býða sín, hvar sem hann þurfti að koma eða staldra eitthvað við. — Þar sem Rauður stóð var lilaðið borðastöflum að, á þrjá vegu, svo að klárinn var þarna eins og kvíaður. — Jón fekk ekki að fara út úr búðinni og sá sjer engrar undankomu auðið. Hann greip því það ráð, að biðja um leyfi til þess að fara út þarfinda sinna og var honum leyft það, en ]iá hljóp liann — Hringinn hefurðu fengið, er hann ekki vís? — Jú, hann er víá. — Þá förum við strax! - Nei, ekki snúa við, þú færð ekki að taka neitt með þjer! Þau leiddust! En þau fóru ekki gegn um jarðgöngin. — Upp fjallið! sagði Andrjes, g lagði af stað upp gamla skarðið yfir fjallið. Gegn um dimmuna lá leið mín til þín, nú vil jeg lifa í ljósinu með þjer, fyrir þig! á bak Rauð, sló i hann og hóf hann sig þegar yfir einn borðastaflann og kom hvergi við. — Svo hleypti hann Rauð, sem mest hann mátti, en fógetinn Ijet G menn elta hann á hestum og áttu þeir að ná honum og srtja í bönd. — Jón hleypti klárnum yfir Reykjanes þvert, yfir öll bruna- hraunin og allar götur suður i Krisu- vík, en bóndinn þar var góðkunn- iiigi hans. — Þegar þangað kom, sagði Krísuvíkurbóndinn Jóni að sleppa Rauð í túnið, en sjálfur skyldi hann leggjast til svefns og hvíla sig, en þvi lofaði hann Jóni, að vekja hann, ef liann sæi mannareið. — Það hafði dregið taisverl sundur með Jóni og sveinum fógetans, svo að bæði hann og Rauður nutu góðr- ar hvíldar i Krísuvík, en það stóð heima, þegar sást til manna fógei- ans á Sveifluhálsi, var Jón að stíga á bak Rauð, á lilaðinu i Krísuvík. Hann bleypti svo klárnum og linaði ekki á fyr en við Ölvusá, og hafði þá riðið um Herdísarvikurhraun, Selvog og Selvogsheiði. — Þar stans- aði Jón, stje af baki, lo’saði um gjarðirnar á hnakknum og Ijet Rauð kasta mæðinni. — Bessastaðamenn bar þar þá að í því og ætluðu þeir að króa hann og ná honum við ána, en Jón stökk aftur á bak llauð, setti hann liiklaust i ána og ljet hann synda með sig yfir ána. Enginn Bessastaðamanna treysti hesti sínum eða þorði að veita Jóni eftirför og sneru þeir þar frá og riðu heim tii Bessastaða. -— Jón reið áfram og getur ekki um ferð hans fyr en hann var kominn austur að Móheiðarhvoli. Þar bjó þá Þorsteinn sýslumaður Magnússon og bauð hann Jóni til stofu. Sýslumann hafði langað til þess að eignast Rauð og oft falað liann af Jóni, en nú gaf Jón sýslumanni hestinn, sagði hon- um vanda sinn og bað hann ásjár. - Sýslumaður færðist undan í fyrstu og kvað niikil vandkvæði á því að hann kæmi nálægt máli Jóns, en að lekum ljet hann þó til leiðast. — Jón leyndist svo um tíma hjá Þor- sleini sýslumanni, á meðan liann seldi bú hans, en svo kom sýslumað- ur honum vestur á Mýrar og þar bjó Jon eftir það og var fyrirmyndar- bóndi, en duldi altaf sitt rjetta nafn og uppruna*). *) Með hliðsjón af Lbs. 2005 4to. KVENRÁÐHERRA INDLANDS. Fyrsti ráðherra Indlands úr kvenna hóp, mrs. Vinjayalakshmi Pandit kom t»l Englands á dögunum. — Mynd- in er tekin, þegar hún var að stíga út úr flugvjelinni á Croydon flug- vellinum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.