Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1939, Síða 15

Fálkinn - 20.01.1939, Síða 15
FÁLKINN 15 Framh. af bls. 3. ÖRNEFNI í SAURBÆ Á HVALFJARÐARSTRÖND. í gamalli frásögn er þannig getið um goðsdýrkun Guðríðar: „að hún (Guðríður) hefði goð eitt með sjer úr Alsír, er hún vildi ei afláta að dýrka á laun, hversu sem prestur (síra, Hallgrímur) talaði snjalt fyrir lienni og leitaði með öll- um liætti að telja úr villu þeirri. Var það þá einn drottins dag, að hún ljest mundi ganga í kirkju, en kom ei út, er þá sagt að hann grunaði um atferli hennar, hlypi því inn úr kirkj- unni, og kæmi að henni er hún tilbað goðið, og gripi hann það af henni og er sagt, hann brendi það, en hún yrði þá allæf við hann um liríð síðan ....“ 1 þessu tilfelli liefur Guðríð- ur ekki tilbeðið goðið á Prjóna- strák. —^ Annars er sögnin um skurðgoðadýrkun Guðríðar ó- sennileg, þar sem hún var Múhameðstrúar, en Múhameðs- trúarmenn eru frábitnir allri skurðgoðadýrkun. Hvort nafnið Prjónastrákur stendur í ein- hverju sambandi við sögnina um skurðgoð Guðríðar skal hjer ósagt látið. — 20 beinbrot á 25 árum. Ungfrú Betty Parry, sem er 27 ára, var nýlega flutt á sjúkrahús í Wales vegna fótbrots. Var þetta í 20. skiftið sem hún beinbrotnaði síðan hún var tveggja ára. Og altaf er það annar- livor fóturinn sem brotnar. Bifreiðaa kstursbrantlr Þjúðuerja. 1 haust voru liðin fjögur ár síðan Þjóðverjar hófu byggingu hinna nýju bifreiðabrauta (autostrada) um land- ið þvert og endilangt, og er þet*a eitt hið fullkomnasta vegakerfi, sem nokkurntíma hefir verið áformað í Evrópu. Þessar nýju brautir ryðja bifreiðunuin til rúms til samkepni við járnbrautirnar, ekki aðeins á stuttum vegalengdum, heldur löng- um lika. Því að þessar nýju brautir leyfa miklu hraðari akstur og haí'a í för með sjer minna gúmmíslit og minni eldsneytiseyðslu en gömlu vegirnir, sem eru miklu ójafnari og brattameiri en hinar nýju brautir. Til þess að geta haft ökuhraðann sem mestan er brautunum þannig hagað, að þær skera hvergi jivervegi nje járnbrauir, heldur liggja þeir ýmist undir þeim eða yfir. Samkvæmt áætluninni eru það tíu þúsund kílómetrar, sem leggja skal af þessum nýju brautum. Þar af hafa 1553 km. verið fullgerðir þeg- ar, 1652 km. eru hálfgerðir og fyrir nýjár verður byrjað á 2014 km. í viðbót. Af 14.000 brúm, sem verða á þessum 10.000 km. brautum, eru 3223 fullgerðar. Fjöldi manna hefir atvinnu við jiessar vegalagningar. Hafa 250.000 manna unnið að þeim þegar flest var. Og kostnaðurinn við það sem búið er af vegalagningunni hefir orðið 1700 miljón ríkismörk. íþróttavöllur um borð. „Queen Elisabeth", hið nýja stór- skip Cunard-White Starlínunnar, sem nú er í smíðum á Clydebank við Glasgow, verður með iþróttavelii á efsta jiilfari. Þar er golfbraut, knattspyrnuvöllur og tennisbrautir. Og kringum völlinn er grasigróinn geiri handa hundum farþeganna að leika sjer á. Skíðaskór. Allar stærðir fyrirliBBiandi. — j í V erksmið juútsalan GEFJUN - IÐUNN Aðalstræti. ■ MUNIÐ að leita tilboða hjá okkur, áður en þjer pantið vörur yðar. ÚTVEGUM: Allskonar efni og vjelar til iðnaðar, vefnaðar- vörur, búsáhöld og margt fleira. Fjölbreytt sýnishornasafn. FRIÐRIK BERTELSEN l C0. H.F. Lækjargötu 6. Símar 2872, 1858. straujArn SEM HUGSAR! Rafmagnsjárn með hita- stilli. Sterkur straumur fyrir þykt og blautt efni, minni fyrir þunt og viðkvæmt tau. Hit- inn helst ávalt jafn og er því brunahætta úti- lokuð. Nýjasta nýtt á þessu sviði. SIEMENS er drykkur hinna vandlátu. — Fæst í næstu búð. ÓLAFUR R. BJÖRNSS0N l C0. Sími 1713.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.