Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Oscar Clausen: Frá Iiðnum dögum. XL Frá Sigurði Breiðfjörð og Eiríki föður hans brekknaver. Þegar er komið móts við Hrútafell iniianvert sveigir Fúlakvísl til norðvesturs inn með fellinu, en áður en leiðin skilur við kvíslina gefst færi á að sjá kvislina byltast í hyldjúpum bergstokk en svo mjóum að of- an, að stíga má yfir þetta mikla vatnsfall. Þjófadalirnir sjálfir eru prýðilegur staður og Hrúla- l'ell með skriðjöklum sínum svo lignarlegt, að cigi munu mörg fjöll á íslandi standast saman- l)urð við það. I austri sjást Kjal- fell og Strýtur en að baki þeim Hofsjökulbungan. Leiðin áfram norður með undirfellum Lang- jökuls er tilbreytingarík og fjöll- in auðug að litum og formi. Þeg- ar kemur norður í Tjarnardali fer landinu að lialla norður og leiðin þaðan til Hveravalla er fremur tilbreytingalítil. Það er ekki liægt að lirósa Hverávöllum fyrir fallegt útsýni. Staðurinn er fremur ömurlegur og bið eina, sem dregur þangað eru hverirnir sjálfir. Ef hægt væri að tala um „postulínshveri“ nokkursstaðar á landinu þá eru þeir þar. Steinefnin, sem fellast úr hveravalninu kringum upp- gönguaugun, eru mestmegnis bláhvít á litinn og mynda liúð kringum hverina, sem er líkust gljáhúð á postulíni. Hverirnir eru þvi sjerstaklega fallegir, þeir eru eins og haglegt dvergasmiði i samanburði við t. d. hverina í Hveragerði og flesta aðra bveri landsins. Hin gamla leiðin, og sú sem oftar var farin, vegna þess að bún var styttri en Þjófadalsleið- in, liggur austan Kjalar, en er ógreiðfærari en sú fyrnefnda. Út- sýnið er tæplega eins fallegt og á vestri leiðinni, en þessa leið verða menn þó helst að fara, því þar er Grettisbælj, hraunhellir- inn mikli og þar er beinahóllinn minnisvarði Reynisstaðar- bræðra. Og eigi getur sá sagst þekkja Ivjalveg fyllilega, sem ekki hefir gengið á Strýtur og skoðað gígina þar og fengið yfir- Iit yfir umhverfið í lieild. Með þvi fullkomna sæluliús- kerfi, sem komið er i nágrenni Kjalar, er staðurinn orðinn sá hentugasti, sem völ er á í óbygð- um, til sumardvalar. Því að nátt- úran hýður þar fram svo marg- víslega dægradvöl, að enginn þarf að láta sjer leiðast en hefir nægilegt að skoða eina viku eða tvær. Og sje sunnanátt og rign ingartíð við Hvítárvatn þá eru miklar likur til, að besta veðr- átta og heiðrikja sje þegar kom- ið er „norður í land“ — það er að segja á Hveravelli. Og i norð- anáttinni öfugt. l'rúin: Og komið þjer nú ekki ínjög seint heini, Maja. Þjer munið að þjer eigið að fara klukkan sex á fætur í fyrramálið. Maja: Sei, sei já. Jeg skal á- reiðanlega vera komin heim fyrir þann tíma. Það er sagt um Sigurð Breiðfjörð, að þegar hann skyldi við fyrri konu sína í Vestmannaeyjum, hafi hann „afstaðið" liana til annars manns. íyrir fallegan danskan liund. — Hundur þessi var afar vel vaninn og hjet Pandór þegar Breiðfjörð eign- aðist hann, en hann breytti þegar i.'afni hans og kallaði hann Halldór. Hundurinn var mesta gersemi og tryggur sem tröll, svo að Breið- fjörð vildi ekki gjöra hann falan þó að boðnar væru í hann 10 specí- ur, og fylgdi liann skáldinu i mörg ár. — Halldóri hafði verið kendar ymsar listir; þannig gekk liann t. d. upprjettur með tóbakspípu í trant- inum. Hann tagði framlappirnar upp á borð, og ef bók var sett fyrir hann horfði hann á línurnar og hallaði höfðinu eftir þeim, líkt og liann væri að lesa. — Ef Breiðfjörð lagði lvkil á borðið og ruglaði innan um fleiri lykla, leitaði hann altaf uppi hans lykil og fekk honum. — Ef Breiðfjörð týndi snýtiklút sínum eða öðru, á milli bæja, gat hann sent Halldór eftir þvi. — Þegar Breiðfjörð kom á bæi, eða var einhversstaðar inni i lierbergi, hjelt Halldór vörð við dyrnar, þann- ig að hann stóð á afturlöppunum, en setti framlappirnar upp á hurð- ina, þar sem Breiðfjörð var inni. Það var því ekki auðvell að komast inn í herbergi þar sem Breiðfjörð var, eða nálgast rúm hans, ef hann hastaði ekki sjálfur á hundinn, því að hann var grimmur fnjög og ó- frýnilegur ef hann vildi svo við hafa. •— Aðrir hundar voru svo hræddir við hann, að þeir fleygðu sjer niður í. mestu auðmýkt þegar þeir sáu hann koma og þó var hann aldrei grimmur við þá. Það var eins og eldur brynni úr augum lians þegar hann leit til þeirra og mun hann hafa krafist skilyrðislausrar virðingar þeirra, smá-seppanna. — Það er sagt, að þegar Sigurður Breiðfjörð var kominn i mestan ræfildóm sinn i Beykjavík og hann svalt þar heilu hungrinu, þá hafi hann látið Halldór stela fyrir sig vistum og lifað á þeim þegar hann átti ekki annað til þess að jeta. — Svo er líka sagt, þó reyndar ótrú- legt sje, að hann hafi að lokum selt þennan ágæta hund sinn, jafn- vel til þess að geta fengið brenni- vin, en það var víst satt, að svo var Breiðfjörð ofurseldur vín-nautn, að hann seldi af sjer fötin til þess að geta veitt sjer vínið. — Síra Fr. Eggers, sem þekti Sigurð Breiðfjörð persónulega, segir þetta um hann: „Hann var liðugt skáid og kvað sjaldan iila, og að náttúru- fari hafði hánn margar góðar taug- ar fólgnar i hjarta, en ilt uppeldi og vondir menn, og mátalaus drykkjuskapur spiltu hans betra manni. Svo skáldmæltur var Breiðfjörð, að ekki var hann lengur að yrkja en tala. Einu sinni gisti hann nokkr- ar nætur hjá síra Friðrik í Búðar- dal. Þá týndist þar lykill og var kallað inn í herbergið þar sem hann sat og spurt hvort lykillinn væri þar. Hann greip þá lykil, sem lá þar á borðinu og mæíti: Hjerna liggur lykill stór, látum svona vera, öll nú gáfan úr mjer fór, um Ásaþór að gera. Fór lnin út að fiska á bát, að flestum verkum iðin, heila Miðgarðsorminn át, alteins nýtti sviðin. Þar af fekk hún þarmahlaup, það má líka skrifa, trúðu mjer, það kostar kaup, á kræsingum að lifa. Eiríkur Sigurðsson i Bíldsey, sera talinn var faðir Sigurðar Breiðfjörð, var gáfaður maður, en glettinn og keskinn. Síra Sæmundur Hólm á Helgafelli bygði honum einu sinni Helgafellsstað í 1 ár og var þá sjálf- ur þar í húsmensku. Sambúð þeirra gekk heldur bögulega og varð úr henni fullur fjandskapur. — Þeir voru báðir mjög vel hagmæltir og kvað þá Eiríkur nokkrar vísur um prestinn og er þessi ein þeirra: Loðband fimm faðma um liálsinn hef, hengingar nógan vað, á merarhá svartri margoft sef, iná nokkur lasta það? í visu þessari sigtar Eiríkur til sjervisku prestsins, sem m. a. hafði Kvíknyndaheimnrinn. Ný Itemarque-kvikmynd. Franchot Tone, Robert Young, Robert Taylor og Margaret Sullavan í „Fjelagar". Nýlega hefir Metro-Goldwyn lok- ið við að kvikmynda bók Ericli Maria Remarque (höfundur „Vjer hjeldum heim“ og „Ekkert að frjetla af vesturvígstöðvunum) „Fjelagar“, sem gerist eftir stríðið. Kvikmynda- stjórinn Frank Borzage hefir lagt áherslu á kjarna bókarinnar: hina innilegu vináttu hinna þriggja ungu striðsfjelaga, Ivöster, Lenz og Loh- kamp. Þeir hverfa heim úr stríðinu, vængbrotnir og vonlausir um alla framtíð sína, en þeir eru tengdir svo nánum böndum að þeir halda saman i öllum örðugleikunum og neyðinni, er býður þeirra. Eitt að- alefni bókarinnar er ást þeirra Lohkamp og hinnar ungu Patriciu. Hlutverkunum er meistaralega niðurraðað. Robert Taylor, friðill Kamelíufrúarinnar draumsjúku, leik- ur Lohkamp og Margaret Sullavan er Patricia. Hugsjónamaðurinn Lenz, sem drepinn er í götuóeirðum er leikinn af Robert Young. Franchot Tone er þriðji fjelaginn, Köster. Þessi fjögrablaðasmári gefur góð- ar vonir um myndina, þrír ólíkir þann sið, að liafa hrosshúð undir, i sæng sinni. Sira Sæmundur var ekki áleitinn að fyrra bragði, en nú sárnaði honum við Eirík, af því að hann þóttist hafa verið honum vel. Þegar fauk í síra Sæmund var hann kaldlyndur og nornalegur, og þá kvað hann þessar visur um Eirík: Iskariot ótryggur; illa launar þú gæða hag, leynt undir steinum liggur, að liðka banvænt tungunag, móti þeim er þjer sig gefur, auðinn, seim og alt hvað liefur, með lygakeim og vjelunum alt um vefur. Liturinn reiknast rauður, raskað liann bólan liafa með, svipurinn blakkur, blauður, blaktir sem fysið kvikult geð, laghentur, lipur á fæti, Iundslægur, menn sín gæti, víðfrægur fyrir listug kvennalæti. Það er sagt að Eiríki hal'i ekki verið neitt um, þegar þessar vísar síra Sæmundar komust á gang. ungir menn, liver snillingur á sínu sviði, og ein af allra bestu leikkon- um Ámeríku. Remarque er hverjuni rithöfundi fremri í því að lýsa atburðum þannig að þeir grípi les- andann, enda er hann heimsfrægur maður, svo að hann kemst ekki á vonarvöl, þó að hann hafi mist þýskan ríkisborgararjett. Góður api. í borginni Kovno kom fyrir grát- broslegur viðburður ekki alls fyrir löngu. Lithái einn, er lengi hafði verið búsettur í Brasilíu flutti heim og hafði með sjer lítinn apa. Hann var skirður Dolores del Rio, sem Lítháinn dáðist mjög að. Dolores litli apaði alt eftir húsbónda sinum — eins og hver annar api. — Litliá- inn var mesta góðmenni, og ljet engan betlara tómhentan frá sjer fara. Og oft kastaði hann skildingum til götuspilaranna, er þeir fóru fram hjá íbúð lians. Apinn hafði veitt þessu athygli, ljek þetta sama einu sinni að húsbónda sinum fjarver- andi. Apinn tók alla smápeninga úr peningakassanuni og kastaði þeim einum á fætur öðrum út um glugg- ann lil liruspilarans er stóð fyrir utan og skemti fólkinu með hljóm- list sinni. — Þegar Litháinn kom aftur, hafði peningakassinn verið rændur, en líruleikarinn hneigði sig djúpt og fór á burt liið bráðasta. Úítbreiðið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.