Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 10
10 FALKINN BLÚNDUBLÚSA. ESPRITTEfc OG PAILLETTER. Madame Schiaparelli finnur altaf eitthvað nýtt upp — aldrei leiðinleg altaf ný. í þetta skifti eru það tveir gríðarstórir pailettuskildir, sem prýða kvöldkjólinn. Það er ekki vert að taka of hátíðlega hringana þrjá sem eru á litla fingrinum. Pessi Diusa er ur svortum og gut- hvítum kniplingum, með litlum pípukraga i hálsinn. FALLEGUR, RAUÐUIt SILKI-VELOURSKJÓLL. ÞAÐ KVENLEGA ER RÁÐANDI. „Sport“-stílIinn verður nú að víkja fyrir hinni kvénlegu tísku, einmg hvað ullarkjólunum viðvíkur. Takið eftir hinu breiða rikta mitti, ská- skorna pilsinu og litla rikta flibba- kraganum, sem klœðir vel við háu hárgreiðsluna. Þessi stílfallegi kjóll er mjög efn- ismikill og er víddin tekin saman i mittinu með ótal rykkingum. — Ermarnar, sem eru opnar, eru sömuleiðis mjög efnismiklar. Drekkiö Egils-öl HATTUR FRÁ ALDAMÓTUM. Þessi hattur er l'rá London og er óhætt að segja að hann gefi'Parísar- hötluhum ekki eftir. Annars lítur helst út fyrir að fuglinn muni stinga af með hattinn. NÝJASTA HÁRGREIÐSLA. Það'gengur illa að fá háu hár- greiðsluna til þess að „slá í gegn,“ líklega vegna þess að hnakkasvip- urinn er svo óklæðilegur. En nú er það nýjasta að hafa langa búklu niður úr hnakkanum, sem tekin er sanian með spennu. „SPORTSETT“ HANDA TELPUM. Það er ágætl ráð til þess að duþba upp á gamlan prjónajakka, að sauma í liann tneð krosssaum með mislitu ullargarni. ÚR ÝMSUM HEIMUM. Framh. Inn af því var svefnherbergið og þar inn af stofan. í nóvembermánuði 1924 bar það til að Jörgen .1. Hansen framkvsémd- arstjóri á Laufásvegi (il misti jtilt- barn á fyrsta ári. Hjet hann Áxel Yilhelm eftir manni Þórdisar. Þá var það eitt kvöld milli klukkan átta og hálfníu, að Jörgen eða kona hans hringja til Þórdisar og biður hana að Ijá sjer kertastjaka til þess að láta kerti loga á við húskveðjuna, sem halda skyldi yfir barninu. Þór- dís segir það sjálfsagt og biður mig að skreppa með stjakann til Jörgens þá um kvöldið. Stjakinn var altaf látinn standa á litlu borði í stofunni ásamt öðrum kertastjaka, og voru þeir aldrei hreyfðir þaðan, nema þegar borðið var gert hreint. Þetta voru koparstjakar. Rjett á eftir að hringt hafði verið til Þórdisar upp á stjakann, fórum við báðar inn í stofuna til þess að sækja hann. En okkur brá dálítið i brún, þegar við komuni inn í stof- una, því að á borðinu var nú aðeins annar stjakinn, en hinn sást hvergi, hvernig sem við aðgættum. Þórdisi fanst þetta svo kynlegt, að hún föln- aði upp. Við gengum svo fram i svefnherbergið, sem var milli eld- hússins og stofunnar. El'tir á að giska fimm mínútur fer jeg aftur inn i stofuna til jtess að lita enn eftir sljakanum, því að mjer fanst þetta svo undarlegt, að jeg trúði varla okk- ar eigin augum. Þegar jeg kem inn í stofuna, stendur stjakinn á borðinu, jtar sem hann var vanur að standa, og var hann þá allur drifinn þjettri og afarfínni dögg, eins og títt er um málm, sem borinn er úr kulda inn. í hita. Þetta fanst mjer svo andstætt öllu eðlilegu, að jeg tók að athuga hinn stjakann, hvort hann væri þá ekki líka döggvotur. En á honum fanst hvorki nje sást nein væta. Jeg er alveg viss um, að hjer gat enginn venjulegur menskur máttur verið að verki, því að eins og áður segir, þá varð að fara gegnum eld- húsið og síðan svefnherbergið tii þess að koinast inn i stofuna, en við vorum í eldhúsinu, þegar hringt var eftir stjakanum og eftir það ýmist i cldhúsinu eða svefnherberginu. (Skrásett 9. febrúar 1935 eftu' stúlkunni, sem var hjá Þórdísi, Mar- grjeti Jóhannesdóttur hjúkrunarkonu á Landspitalanum, og síðan lesið upp lyrir Þórdísi 19. febrúar 1936, og kvað hún rjetl frá sagt. Af eigin reynd veit jeg það um Margrjeti, að hún er skynsöm stúlka og að allra dómi sannorð og ráðvönd). PRJÓNATÍSKAN. Það er hreint ekki slæm hugmynd að nota prjónaðan jakka yl'ir erma- lausu peysuna. Jakkinn er þrílitur og með isaumuðum doppum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.