Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.04.1939, Blaðsíða 8
8 K Á L K 1 N iN Þú verður að fara Margriet. — Það er barið, mamma! Á jeg að fara og opna? — Nei, vertu hjerna hjá iitla bróður — hjerna er snuðið hans, ef liann skyldi vakna. — En lokaðu ekki dyrunum alveg, mamma! Uss-ss Margrjet þú mátt ekki tala svona hátt. Barnið get- ur vaknað. Líttu nú eftir honum rjett á meðan. Það var þreyta og tómleiki í orðum hennar, eins og hún væri eitthvað veik. Móðirin rís upp úr rúminu, þar sem hún hefir legið i öllum fötunum með dálítinn reifa- stranga við hlið sjer. Margrjet styður höndinni á húninn og fylg ist með hverri smáhreyfingu móður sinnar meðan hún er að leita að skónum undir rúminu. — Nú er barið aftur! Já, jeg lieyri. Nú kem jeg. Hún tók af sjer bláröndóttu svuntuna og bengdi liana yfir stólbakið og gekk svo út í eld- liúsið. Hurðin að baki hennar stóð opin í hálfa gátt. — Kom inn! Dyrnar opnast og inn kemur væskilslegur maður í dökkum frakka. Hann stendur fyrst graf- kyr í dyragættinni og skimar Um eldhúsið, svo gengur liann eitt skref áfram og lokar hurð - inni. — Góðan daginn. Er Karlsen ekki kominn enn? — Nei, hann er ekki kominn ennþá. Iíonan hristir höfuðið lít- ið eitt og verður niðurlút. — En jeg býst við honum á hverju augnablikinu. — Jeg hjell að hann hætti klukkan 5? Þjer munið, að þegar jeg kom hingað seinast, samdist svo um að hann skyldi borga í dag. Að minsta kosti eitthvað. Það eru orðnar 120 krónur .... Hún leil upp eitt augnablik og hjelt að liún mundi iialda það út að liorfa á hann meðan hún svaraði honum, en það tóksl ekki. Hún kom auga á rifna smábrúðu, sem lá á gólfinu og nú mundi hún það, að liún hafði lofað Margrjeti litlu að hekla sokka á brúðuna hennar. Hún hafði að vísu haft tima til þess í eftirmiðdaginn, en þá hafði hún sofnað. Þegar verkirnir i vinstri síðunni urðu sárir var svo gott að hvíla sig svolítið. — Viljið þjer ekki setjast nið- ur og biða dálítið? Hann kemur ef til vill bráðum. — Nei, þakka yður fyrir, það getur nú dregist að Karlsen komi heim. Hún hafði engin orð á taktein- um. En hvað átti hann við með þvi að það gæti nú dregist að Karlsen kæmi. Vissi hann þá að Karlsen hafði „farið á túr“? Lík- lega. Magnussen átti tal við svo marga og vel gat einhver liafa sagt honum að Karlsen hefði drukkið óslitið í heila viku. — Og það er lieldur ekki víst að hann hafi nokkuð til að borga með þegar hann kemur. Innheimtumaðurinn stóð graf- kyr og hjelt á hattinum i hend- inni. Hann liorfði niður i gólfið. Veslings frú Karlsen, i raun ög veru kendi hann í brjósti um hana. — Ilún gerði ^reiðanlega eins og hún gat, en maðurinn hennar var svín. Hún var líka veik eftir því sem fólkið á hæð- irtni fyrir neðan sagði. Það voru gallsteinar. Þegar köstin komu í hana ldjóðaði hún stundum svo hátt, að það heyrðist á liæðina fyrir neðan. Jú henni var sann- arlega vorkunn, hún hefði ekki átt að giftast Karlsen. Henni átti Karlsen það að þakka að liann, Magnussen, sagði þeim ekki upp, þegar þau höfðu ekki greitt húsa- leigu fyrir tvo mánuði. Þvi ekki skorti þá sem vildu fá íbúðina. Það voru ekki nema nokkrir klukkutímar síðan að ung og á- reiðanleg hjón höfðu verið lijá honum að fala ibúðina. Nei, þetta dugði ekki lengur. Það var ekki liægt að græða fje á því að leigja út svona fólki. — Jeg veit að þjer skiljið það, frú Karlsen, að svona getur það ekki gengið. Jeg get blátt áfram ekki biðið lengur, þó jeg væri allur af vilja gerður. Hann tók hattinn i aðra hend- ina. — Jeg kem hingað upp fyrri partinn á morgun,og fái jeg þá ekki peninga, minst sjötíu og fimm, þá verðið þið að flytja þann fyrsta. Jeg sje ekki önnur ráð. Heilsið þjer Karlsen frá mjer og segið honum þetta, þeg- ar hann kemur. Verið þjer sælar! Hún stóð alveg lireyfingarlaus í sömu sporum, heyrði þegar bann gekk niður tröppurnar, skelti aftur liurðinni og gekk út í garðinn. Bara að hann liitti nú engan. Nei, nú gekk hahn út portið. 1 sumar hafði alt gengið svo vel. Þá hafði Karlsen tekið utan um liálsinn á lienni og sagt henni að hann ætlaði að byrja nýtt lif. Hann bafði lofað því að taka hana með sjer á samkomur. Og svo ætlaði hann að kaupa út- varpstæki. -----.— Hún hylur andlitið í höndum sjer og sígur niður á stólgarminn hjá ofninum. Það var ekki liægt að taka mark á því sem hann sagði. Einu sinni hafði hún haldið, að þau væru svo hamingjusöm — og þá brosti lífið við þeim. En nú var alt breytt. Hún varð meira og meira einmana, allir liöfðu gleymt henni. Og Margrjet litla var far- in að eiga sín leyndarmál. — Þú mátt ekki vera að gráta, mamma! Stúlkan b\rrgði andlitið við barm móður sinnar og fór að gráta. Jeg ■—heyrði — alt- saman — jeg — jeg stóð í dyr- unum. Við verðum rekin út — ef — ef við getum ekki borgað. 0 — mamma! - Er hann sofnaður aftur? — Já. Mamma :— getum við ekki farið út að leita að honum? — Við getum ekki farið frá litla bróður, Margrjet. — Lof mjer þá að fara einni, gerðu það ? Jeg er ekki vitund hrædd, og svo veit jeg hvar liann er vanur að vera. — — Þá er betra að jeg fari. Móðirin stendur á fætur og geng- ur að herbergisdyrunum. Þá fær hún enn þenna hræðilega verk undir síðuna. Ilún gripur í dyra- karminn, andlitið er öskugrátt, afmyndað af sársauka — svo linígur hún niður og liggur á gólfinu með hendurnar kramdar utan um rúmstólpann eins og hún væri með krampa. — Þetta er ekki hættulegt, þetta líður bráðum frá. Geturðu sótt mjer vatn. Þegar Margrjet litla stóð við vatnskranann úli i eldhúsinu lijet hún sjálfri sjer því að ó- maka ekki móður sína, en þegar hún hjelt glasinu upp að vörum liennar gleymdi hún sjer. — Það var í dag, sem hann átti að fá 90 krónur, mamma. Þú manst að liann stundaði vinn- una svo vel vikuna sem leið. — Jeg veit það, barnið mitt. Móðirin lá með lokuð augu. — Bara að hann drekki það nú ekki alt saman út, eins og hann gerði þegar þeir komu með liann heim. Á jeg ekki að sækja læknir, mamma, þú ert svo blaut í andlitinu. — Þú mátt ekki sækja læknir, barnið mitt, þeir gera ekki ann- að en segja mjer að fara á sjúkra hús. Klukkan sló níu högg og enn- þá heyrðist ekkert til lians. — Geturðu lagt koddann undir höfuðið á mjer? Jeg kemst ekki upp í rúmið fyr en þetta er liðið hjá. Ef hann kæmi nú ekki heim fyr en einhverntíma um nóttina, drukkinn og peningalaus. Það hefði enga þýðingu, þó að liún hefði getað farið út og skimað eftir honum, liann gæti orðið svo reiður, ef hann rækist á hana úti. Bara að Margrjet væri svo- lítið stærri, hún var eina mann- eskjan sem liann hlustaði á, þeg- ar hann var í þessum ham. — Bara að liann verði nú ekki settur inn, mamina! Það var leiðinlegt að þú skvldir verða veik rjett núna. — Kvalaköstin höfðu minlcað í hili, en nú komu þau aftur. Hún greip svo fast um rúmstólpann, að hnúarnir hvitnuðu .... — Þú — verður — að — fara — Margrjet! , Hún var búin að leita i þrjá tíma. Hún hafði verið viss um að finna hann, þar sem hún og mamma liennar höfðu fundið hann seinast, en þar var hann ckki. Fyrst hafði hún staðið í portinu lijá veitingahúsinu af j)ví að hún hafði ekki þorað að fara inn, og þá hafði hún tekið eftir því að gluggatjöldin náðu ekki alveg niður. Og þegar eng- inn var á götunni fyrir framan liafði hún gægst inn um glugg- ana. Það voru ekki nema sex— sjö menn inni. Svo hafði hún gengið niður Stórgötuna, Drotn- ingargötuna og Skipparagöluna, og svo hafði hún gengið um margar aðrar götur, sem hún vissi ekki livað hjetu, og hún hafði spurt marga um Peder Karlsen, en enginn hafði kannast við hann. Hún kom að dyrunum á litlu kaffiliúsi, þar sem á var málað „Ö1 og vín“. Hún hitti þjóninn, en liann kannaðist ekk- ert við hann. Það liafði rignt allan tímann og nú var hún l'arin að liósta. Hvar gat pabbi verið? Henni lá við gráti, en hún herti sig upp og fór að hlaupa. Þetta dugði. Verst var ef lögreglan kæmi auga á hana. Börn máttu ekki vera leng- ur úti en til 8 um þetta leyti vetrar. — Austur-járnbrautarstöðin. Að henni skyldi ekki hafa látið sjer detta þetta fyr í hug! Pabbi hafði kanske verið orðinn þreytt- ur og þvi hvilt sig þar á einhverj- um bekknum. Hún byrjaði að hlaupa í áttina til baka. En ekki var hann þar. Þegar liún er kominn aftur upp í Brú- argötu dettur lienni i lnig: „Ör- in“! Það gat vel verið að hann væri farinn að venja komur sínar þangað aftur. Það var ekki nema ár siðan 5aga írá Dslo oítir 5tEinar Maurstad.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.