Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Alice Brown: Gráklædda konan. ETTA hafði verið mjög langur og nijög lieitur dag- ur. Jeg var þreyttur og mátt- vana, ])egar jeg ók bifreiðinni minni upp að Taylor House um sex leytið, en þar ætlaði jeg að hvila mig yfir helgina. Jeg hafði átt við nokkra erf- iða sjúklinga um daginn, og á spítalanum — þar sem jeg var yfirlæknir höfðu ver- ið Iagðir inn nokkrir sjúkl- ingar; sem höfðu bilað á taug- unum vegna hitans. Jeg var ])ess vegna talsyert inæddur, þegar jeg kom til Taylor House eftir að hafa ekið i tvo tíma, og það fyrsta sem jeg jeg bað gamla Zandt um — á- stúðlega brytann, sem hafði verið þarna svo lengi sem jeg vissi — þegar jeg kom til Taylor House, var glas af ísköldu whisky með ofurlill- um sóda saman við. Jeg drakk glasið i botn i einum teig. Zandt stóð og horfði á niig og brosti: „Þjer ættuð ekki að drekka svona ört, sir! Sem læknir hljótið þjer að vita að það er óholt.“ Zandt hafði jafnan leyfsl að segja við okkur það sem honum datt í lmg. Hann var kominn á efri ár, þegar við James Taylor hittumst sem stúdentar i Oxford. En hann notaði sjer þessi forrjettindi með mestu hæversku, svo að við höfðum aldrei ástæðu til að kvarta. „Nei, jeg veit það, Zandl minn góðúr. En hitinn og erf- iðið hafa gért samsæri á móti mjer i dag og lagst á taug- arnar i mjer. Jæja, en þetta liefir bætt úr skák. Mjer líður undir eins miklu betur. Hvar er James?“ „Hann er í herberginu sínú, sir Bright. Hann bað mig um að sýna yður, hvar þjer eigið að vera. Það er í guía her- berginu á annari hæð, þriðja herbergi til vinstri.“ „Þakka yður fyrir, Zandt! Þjer þurfið ekki að fylgja mjer — jeg ])ekki gula her- bergið, og farangurinn minn er vísl kominn þangað, ef Egon hefir vitað hvar jeg átti að vera. Eru margir gestir hjerna núna?“ Við stóðum inni í stóru, í- burðarmiklu borðstofunni niðri. Sólin bakaði niðurdreg- in vindutjöldin og það var megn iykt af hitanum og geraníublómunum, sem átti að skreyta borðið með. „Þeir eru fimtán, sir. M. Ellington með frú, sir Walter Lytton, Jimmy og Leif Bur- ton, frú og ungfrú Dawson og svo einhverjir nýir, sem þjer þekkið víst ekki.“ „Jæja, jeg ætla þá að vita, hvort jeg get ekki hvílt mig dálitla stund fyrir miðdegis- verðinn. Annars verð jeg vísl ekki á marga fiska sem borðherra. Er það kvenfólk, eitthvað af þessum nýju géstum?1 „Tvær, sir. Einhver ungfrú Nora Clarkton og frú Ellinor Benneth. I'ekkið þjer þær, sir?“ Mjer varð orðfall sem snöggvasl. llngfrú Nora var ung og kunn leik- kona i einu slórleikhúsinu i London. Hún hafði vakið mikla athygli síð- asta árið íyrir fegurð og ótvíræða leikgáfu. Blöðin liöfðu getið um hina konuna, sem var frá Suður-Ameriku, ung og rík ekkja eftir námúkong i Argentínu. Jeg hafði aldrei sjeð hana sjálfur, en heyrt eitthvað um hana, meðal annars það, að lnin væri skapmikil og setti ekkert fyrir sig, þegar karhnenn væru annars- vegar. Mig furðaði á því, að James Taylor, sem annars var mjög vand- ui að því fólki, sem hann umgekst, skyldi hafa boðið þessum tveimur konum heim. Jeg hafði að vísu ekki hitt James nema sjaldan síðasta missirið, svo að jeg vissi ekki nema að hann væri orðinn óvandfýsnari en áður, en liitl vissi jeg frá fornu fari, að hann var ekki vanur að draga sig eftir leikkonum. Og að því er snerti Argentinufrúna, |)á óttaðist jeg að sú klækjakind gæti haft óholl áhrif á vin minn. „Jeg þekki ekki neitt sejn lieitir til þeirra. Eru þær komnar, Zandt?“ „Já, þær eru i herbergjunum sín- um, held jeg.“ „Jæja, nú kæmi sjer vel að fá sjer bað og hvíla sig stundarkorn á eftir. Er ekki borðað klukkan átta?“ „Jú. Sjálfsagt, sir!“ Jeg gekk hægt stigann upp á aðra hæð. Nú fann jeg fyrst greinilega, hve þreyttur jeg var. Fæturnir eins og staurar og augnalokin voru að hníga. Jeg staðnæmdist augnablik á ganginum, sem lá eftir endilangri lræðinni. Það var skuggsýnt þarna og birlan af lampanuin í borðstof- unni og forstofunni var enn í aug- um mjer, svo að mjer fanst dimt þarna uppi, þar sem aðeins lagði birtu gegnum glugga með Iituðum rúðum. Jeg vissi, að dymar að herbergi mínu voru spölkorn inni i gangin- um til hægri. En þessa slundina horfði jeg inn í ganginn til vinstri, þangað sem stofa James var. Jeg hjelt fyrst að jeg sær ofsjónir, þvi að nú sýndist mjer gráklædd kona slanda í ganginum fyrir utan dyrn- ar hjá James. Ekki sá jeg hana nema ógreinilega, enda var skuggsýnt. Mjer sýndist hún vera að mynda sig til að berja á dyrnar. En þegar jeg hreyfði mig sneri hún sjer i áttina ti! mín, stóð svipstund eins og hún hikaði, en kom svo fram ganginn, gekk framhjá mjer og ofan stigann. Jeg stóð i skugganum í ganginuni til hægri, en ekki gat jeg sjeð framan i hana, þegar hún fór hjá, því að hún leit i sömu áttina, sem liún hafði komið úr. Mjer fanst óljóst, að eitthvað kyn- legl væri við þessa konu. Eftir klæðnaðinum að dæma gat hún vel Jeg ýtti hurðinni upp og kveikti, en vildi ekki Idta James komast inn. verið vinnukona á heimilinu. En mjer fanst fas hennar og framkoma svo einkennilegt, að jeg einsetti mjer þegar, að spyrjast nánar fyrir um liana og hvað hún hefði þarna að gera. Jeg fór ósjálfrátt á eftir henni ofan stigann, en hún hlýtur að hafa flýtt sjer, þvi að nú var hún horfin. Hún mun hafa farið inn um einhverj- ar dyrnar úr anddyrinu. „Var það eitthvað, sem sir Bright vantaði ?“ Gamli brytinn kom fram i borð- stofudyrnar, en fyrir innan voru ]»jónarnir að leggja á borðið. „Já, yður kemur l)að kanske skríti- Iega fyrir sjónir. En mig langaði til að vita hver hún er, þessi gráklædda kona, sem stóð fyrir utan dyrnar hjá sir James áðan og var að fara niður stigann núna. Hún er horfin.“ Mjer stórbrá, er jeg sá áhrifin, sem þessi orð liöfðu á gamla bryt- ann. Hann varð náfölur i andliti og litli silfurbakkinn, sem hann hjelt á i hendinni, datt með miklu glamri á gólfið! „Grá — gráklædda konan?“ stam- aði hann og starði á mig.“ Hafið ])jer — sjeð gráklæddu konuna, sir? Við herbergisdyrnar hjá hús- bóndanum? Drottinn minn! —“ Hann stundi. „Drottinn varðveiti okkur fyrir öllum háskasemdum“. „Heyrið þjer, Zandt. Hvað gengur eiginlega að yður? Þetta hefir verið einhver af vinnukonunum, Zandt. Haldið þjer að jeg sjái afturgöngur um miðjan daginn?“ „Sir,“ sagði hann og dró mig á jakkaerminni út i horn. „Þjer megið ekki hlæja að mjer, sir. Jeg þekki 'I'aylor House svo vel, að jeg veit vel, hver gráklædda konan er. Hún var tvívegis fyrirboði ógæfunnar meðan sir Thomas Taylor lifði. í fyrra skiftið ])egar ungi Willy Taylor druknaði lijerna á vatninu á vjelbátnum sínum. ()g i seinna skift- ið þegar lafði Taylor veiktisl af lungnabólgu og dó. Sir Thomas mun hafa sjeð hana i þriðja skiftið, áður eii hann dó, því að seinustu orðin hans við mig voru |)essi: „Hugh, jcg vissi það. Jeg sá liana, þó að jeg hjeldi, að það væri bara skugginn minn.“ „Sir Bright, jeg er í öngum mín- um. Hvað eigum við að gera? Við höfijm aðeins sjö daga frest. Já, þáð er vant að koma fram eftir sjö daga. Og þjer sáuð hana við dyrnar hjá sir James. Drottinn minn.“ Gamli maðurinn stundi af sálarkvöl. „Er ekki hægt að afstýra þessu? Þetta á að ske í stofunni hans. Hjálpið þjer mjer, sir, við verðuin að finna ein- hver úrræði.“ : Jeg reyndi að hughreysta hann, eins og jeg best gat. Jeg hafði ekki vitað fyr cn nú, að gráklædda konan var fyr- irboðinn á heimilinu. Og jeg efað- ist auðvitað stórlega um, að slikar heimilisvofur væru til. En mjer var ómögulegt að róa gamla manninn fyr en jeg lofaði honum, að jeg skyldi koma aftur um næstu helgi, og helst á föstudaginn, svo að jeg gæli kynt mjer Taylor House áður en ógæfan dyndi yfir. „Zant minn góður, þjer megið treysta því, að það gerist ekki neitt. Núliminn leyfir afturgöngum ekki lilverurjett. En eitt get jeg leyft yður að gera, ef yður lítst — að gera mjer orð að koma, ef eitthvað kemur fyr- ir, hvort sem afturgöngur koma þar við sögu eða ekki.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.