Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 13 Setjiðþið saman! /. 2. 3. h. 5. r>. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. lh. Útbreiðið Fálkann! 1. ísl. eldfjall. 2. Frönsk borg. 3. kvenheiti. 4. Kantu? 5. Fjármark. (i. Nískur. 7. Bær við New York. 8. Blæs á siinnan. 9. Illkynjuð gigt. 10. Klettur og smíðatól. 11. Var loðinn. 12. Býli við Reykjavík. 13. Mannsnafn. 14. Ofstopamaður. Samstöfurnar eru alls 35 og á að búa til úr þeim 14 orð, er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðaii frá og upp eiga að mynda: Nöfn þriggja l'jalla á Snæfellsnesi. Slrikið yi'ir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. a—u—a—al—ald —án—ar—as —ban —en—es—ey—gu ð—get—geir—ha n n —hekl—i—isk—i—jón—land—laug —naum—rou rún—rok—ribb—stýfl —sunn—u -urð—ur—ú—ý. Itáðning á 151: Hvannadalshnúkur — Tindaslóll. * Allt með íslenskum skipum! * KÓLUMBUS. Framh. af bls. II. hann hafði búist við. Margar eyjar i Vestur-Indium fundust. En gagnrýnin Ijet ekki á sjer standa. Kólumhusi var ekki lagið að stjórna landi og þjóð. — Spanskur leiðangur ljet taka Kólumbus til fanga, samkvæmt konunglegri tilskipun, og flutti hann með sjer heim til Spánar. — Ennþá einu sinni fór hann yfir Atlants- hafið. En þegar fsahella dó hafði engin lengur neinn áhuga fyrir þvi að hjáljia honum. Kólumbus hefir hlotið hina ólik- ustu dóma hjá þeim mörgu, er orð- ið hafa til þess að skrifa um hann. Marius André heldur þvi fram, að ICólumbus hafi ekki verið duglegur sjómaður, enginn foringi, enginn landkönnuður, en aðeins sjerstæður, ósvífinn svikari, ímyndúnarfullur náungi, sem skorti persónulegau kjark, en maður, sem hafði sjerstaka hæfileika til að villa fólki sýn og til að varpa á sig rómantiskum ljóma. Það eina, sem André telur lionum til gildis er það, að hann hafi átt ímyndunarafl skáldsins og hæfni listamannsins, til þess að vekja stemningu og hrífa fólk með sjer. Var Kólumbus Spánverji eða ít- ali? Á því hefir aldrei fengist full- komin lausn. En svo mikið er víst, að livorki Kólumbus eða sonur hans, sem skrifaði bók um æfi l'öður síns, gefa neinar skýrar upplýsingar um ætt hans eða æskustöðvar. Pérsónu- legir eiginleikar hans benda til þess, að Kólumbus hafi verið Gyðingur, og kringumstæðurnar voru þær á þessum tíma, að einn Gyðing gat aldrei dreymt um að koma því í fram- kvæmd, er vakti fyrir Kólumbusi. André segir, að Kolumbus, er var fæddur i Genúa, hafi verið vefari eins og faðir hans. Annars er ait i óvissu um líf hans, þangað til hon- um skýtur upp í Lissabon. Var hann þá rúmlega fertugur að aldri. Þar segir hann kunningjum sínum frá ýmsum æfintýrum, er hann hafði ratað í. Einu sinni hafði hann, er hann var á portúgölsku skipi, heimsótt Porto Santo, þar sem mágur hans var landstjóri, og á þeirri ferð hafði hann liitt hafnsögumann nokkurn, Alsonso Sanches, sem lá fyrir dauð- anum. Hafnsögumaðurinn sagði hon- um frá Antillunum, eyjahvirfingu, sem ekki hafði þá verið liægt að sanna að til væru. Sanches hafði kom- ist þangað og trúði Kólnmhusi fyrir þessu. í Portúgal hafði Kólumbus ekki frjálsar hendur; þar var hann alt of þektur til að geta sannfært stjórnina þar um það, að hann væri rjetti mað- urinn til að takast landköiinunar- ferðir á hendur. K'astilíuhirðin var miklu betri starfsvettvangur fyrir hann. Þar var hann minna þektur og hafði þvi betri aðstöðu til að blekkja, segir André. Eiturnautnin í Egyptalandi. Egyptar hat'a löngum verið i 11- ræmdir fyrir að nota mikið af nautnaeitri og fer notkun þess sí- vaxandi. Var áður algengast að nota heróín, en nú eru menn hættir við það og þykir ópíum betra. Spraula þeir því inn í sig. Það er til dæmis um notkun læssara lyfja, að á sið- asta ári voru fluttar inn í Egypta- land 7Ö.000 sprautur. Af þeim fóru aðeins 18.000 til lækna og sjúkra- húsa. fram salinn og töluðu saman hlæjandi, fóru fram hjá sæli .Tacksons en settusl í liæginda- stóla skamt frá. Drury sneri að þeim bak- inu og liafði gaman af Jackson, sem barðist við freistinguna lil að líta við. Hann sá að bann gægðist varlega undir brúnina á lilað- inu, fyrst ofur varlega, en síðar betur, er liann sá að bonum var óhætt bak við blaðið. Fvrst var forvitnissvipur á andliti hans, síð- an skrítið sambland af furðu og vandræðum og loks var hann eins og liann tryði ekki sín- um eigin auguin. Alt í einu ljet hann hlaðið detta og skildi Drury það svo, sem þau hefðu litið undan. En nú tók hann það upp aftur og byrjaði atlnigun sína ó ný, en gaut vand- ræðalega hornauga til Drury. Drury gat ekki túlkað þessar svipbreyt- ingar Jaeksons. í fyrstu lijell hann að til- raunin liefði orðið árangurslaus, en svo þóttist hann geta lesið úr andlitinu, að Jack- son hefði þekt manninn. Ef hann hefði ekk- ert kannast við liann, muridi lionum liafa verið nóg að lita á hann einu sinni. En efinn í andliti Barbaven-mannsins gaf þó ein- hverja von. Frú Laidlaw og fylgifiskur liennar revklu út sigarettuna og stóðu upp og mynduðu sig lil að fara. Myndablaðið lntldi enn á ný and- lil mannsins í horninu og Purley stakk píp- unni sinni i vasann og fór að atluiga loft- þyngdarmælirinn, sem var skaml frá dyrun- um. Drury beygði sig tii þess að kveikja á eldspýtu á skósólanum sínum og hvístaði um leið: ~ „Haldið þjer upp blaðinu. Þau koma þessa leið.“ Hann kveikti á eldspýtunni og kveikti svo í pipunni sinni. „Nú er alt í lagi.“ Vinduhurðin hælti að snúast og Jaekson skautst fram úr stólnum eins og leikbrúða, sem hefir fengið slag: „Þjer haldið víst, að jeg sje geggjaður, þegai' þjer heyrið mig segja hver maðurinn sje. Jeg var ekki alveg viss fyrst í stað, vegna þess, að hann hafði litað á sjer hárið og vegna þess að mjer fanst þetta svoddan fjar- stæða —“ „Hver er það?“ spurði Drury og var að springa af forvitni. „En þegar jeg heyrði málróminn lums, lá við að jeg dytti úr stólnum," hjelt Jackson áfram og flýtti sjer ekkert. „Jeg' horfði betur á liann aftur og er ekki í neinum vafa. .leg þekki hann ofvel lil þess að mjer geti skjátl- ast. Það getur ekki verið liann, en samt er það hann.“ „Já, liver er jiað j)á, maður?“ öskraði Drury. „Það er Laidlaw læknir sjálfur," svaraði Jackson. VII. kapítuli. „LÖGREGLAN HEFIR HANDTEKIÐ.“ Drury glápti á lögreglumanninn, sem var rjóður af geðshræringu og síðan á tómu glös- in, sem stóðu ó borðinu. Ein flaska af ljettu öli gal varla liafa lfáft álirif á þennan risa, og þó —. Nú datt honum skýring i hug. „Atli Laidlaw bróður?“ spurði hann. „Nei, lierra, og j)ó hann hefði átt bróður ])á var j)etta ekki liann. Við höfum átt heima í sama bænum í átta ár og jeg lieli sjeð liann að kalla daglega. Jeg sje hann oftar en aðra lækna, því að liann var læknir lögreglunn- ar. Jeg veit að ])etta er ómögulegt, en jeg veit lika, að mjer hei'ir ekki skjátlast!“ „En ])jer sögðuð sjálfur, að j)jer hefðuð verið i vafa framan af og að ])jer álítið að hann sje brevttur i andliti.‘“ „Hann hefir ekki breytt sjer svo mjög í andliti, og jeg befði ekki verið i vafa hálfa sekúndu, ef mjer liefði ekki verið sagl, að hann væri dauður. Jeg skal sverja fvrir rjetti, að ])að er hann,“ sagði Jaekson loks alvar- legur. „Jæja, ef þjer hafið rjett að mæla, ])á er alt annað rangt, mjög rangt. En þó “ Drury þagnaði eins og lionttm hefði skvndi- lega dottið eitthvað nýtt í hug, sem varpaði skíru ljósi vfir málið. „Ef þjer liafið rjett að mæla,“ hjelt liann áfrgni með semingi, „þá liafið þjer hjálpað til að fletta ofan af hræði- legum og níðingslegum glæp, og jeg bið yð- ur afsökunar á að hafa rengt vður. Laidlaw er dauður, en þjer segið að hann sje lifandi mjer fanst þetta svo kátbroslcgl í fyrstu, en nú sje jeg, að það gefur skýringu á ýmsu. í raun og veru er einmitt þelta eðlilegasta skýringin á öllu málinu. Jeg verð að ná í Ridley undir eins. Jeg býst við að honum þyki tíðindi að heyra þetta.“ Hann beið tíu minútur eftir símanum og lionum fanst hver mínútan vera eins og heil öld. „Halló!“ heyrðist loks sagl í lækinu. „Nú, ert það þú, Drury? Nokkuð nýtl að frjetta?" „Býsn!“ svaraði Drury glaður og snerlaði lnirðiimi að símaklefanum. „Jeg þarf að biðja þig að fá leyfi til að grafa upp lik dr. Laidlaws. Hvernig list þjer á það, karl minn, svona til að bvrja með?“ Hann heyrði undrunarandvarp í símanum. „Drottinn minri dýri! Laidlaw? lil hvers?“ „Datt mjer ekki i hug, að þú myndir verða hissa. Það er heilmikið um að vera, núna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.