Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.08.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Nú á næstunni sýnir Gamla Bíó Metro-Goldwin-Mayer kvikmyndina: Gamall bragðarefur. Aðalhlutverkin leika: Wallace Bury, Janet Beecher, Eric Linden og Belty Turness. Clem Hawley og kona hans, Mat- ilda, búa ásamt tveimur uppkomn- um börnum sínum — Lucy og Clem- mie — í litlum bæ í nánd við New York. Clem. er mesta meinleysis- skinn, en all drykkfeldur, og þar að auki mjög latur til vinnu. — Fjöl- skyldan býr því við lítinn kost. Hús- móðirin ó reyndar nokkur hluta- brjef, sem hún liefir fengið í arf eftir föður sinn. Dag nokkurn fer hún til frænda síns, sem er banka- stjóri, og biður liann að virða hluta- brjefin. Hann býður henni í þau 1400 dollara, en hún ákveður, þrátt fyrir fátækt sína, að bíða um stund með að selja þau, i þeirri von að þau hækki. Að kvöldi þess sama dags, kemur Clemmie sonur hennar heim frá New York og segir henni, að sjer vanti nauðsynlega peninga, þvi að hann geti komist í kauphallarbrask, sem miklar líkur sjeu til að stór- græða á. Heppnist þetta ætlar hann að nota gróðann til þess að halda virðulegt brúðkaup, því hann er ein- mitt á þeim buxunum, að festa sjer konu. — Hann reynir að fá móður sína til að selja hlutabrjefin og lána sjer peningana, sem hún fái fyrir þau. En gamla konan lætur ekki snúa sjer og neitar honum um það. — Hann fer síðan á fund frænda síns, bankastjórans, sem virti hluta- brjefin, og segir honum, að það vanti í kassann hjá sjer, þar sem hann vinni, og biður hann að lána sjer jafnháa upphæð, svo hann þurli ekki að missa stöðuna. En frændinn tekur þurlega í það, en segist skuli kaupa af honum hlutabrjefin henn- ar mömmu hans, ef hann geti náð þeim. Seint þetta sama kvöld kemur dótt- irin heim með unnustann sinn i fyrsta skifti. Móðir hennar kemst i sjöunda himinn og ætlar að gleðja hana með því að gefa henni skraul- grip, sem hún á. En þegar hún ætlar að ná i hann verður hún þess á- skynja, að hlutabrjefin eru horfin. — Böndin berast vitanlega að Clem- mie. En að baki þesspsem nú hefir skeð, er merkileg og eftirtektarverð saga. — Hlutabrjefin hafa stígið upp í tíu þúsund dollara. — Nú leggur gamli Clem af stað til þess að ná hlutabrjefunum aftur. Honum finst sómi fjölskyldunnar i veði og hann reynist nú annar og meiri, en ætla hefði mátt. Myndin er prýðisvel leikin og að ýmsu leyti mjög athyglisverð. Útbreiðið Fðlkann. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifslofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. _______HERBERTSprenf.________ SkraddaraMar Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að fram- farirnar í sveitunum hafa aldrei orðið eins miklar, og síðan fólk- inu hætti að fjölga þar. Á tæp- um tuttugu árum hefir ræktað land aukist um meira en þriðj- jng og heyfengur mn meira en helming. Þetta er árangur rækt- unarinnar og vjelanotkunar við heyskapinn. Hinsvegar verður að líta á það, að þetta hefir kostað fje. Ríkið ver stórum fúlgum til jarðabóta á hverju ári, og varð að verja of fjár til þess að leysa fjölda bænda af skuldaklafan- am, sem voru að þvi komnir, að flosna upp. — Aðeins tveir lireppar á öllu landinu komust af, ón þessarar hjálpar og þeirra sómi er meiri, en ma^ur ef til vill gerir sjer grein fyrir. Þeir skoðuðu kreppulánasjóðinn sem einskonar sveitastyrk og vildu ekki þiggja hann, en börðust sjálfir. Og það er virðingarverð- ur hugsunarháttur á þeim tím- um, sem svo algengt er að sníkja út styrki.------ Það er staðreynd, að bændur þurfa miklu meira aðkeypt en áður. Bæði til sjólfrar fram- leiðslunnar: útlendan áburð og fóðurbæti og þó einkum til sjálfs sín. Þeir þurfa betri híbýli en áður. Þeir hafa ekki tima til að vinna á sig klæðnaðinn, en kaupa hann mestallan í kaup- staðnum. Og þeir nota útlenda fæðu íil matar, miklu meir en áður. Og nú er spurningin: Stendur hin aukna ræktun og l'ram- leiðsluaukinn, sem af henni leiðir, ui:dir þeim auknu gjöld- um, sem hið nýja búskaparlag hefir í för með sjer. Nægir af- urðasalan til þess að borga auknu útgjöldin — vörukaup, og hið stórhækkaða kaupgjald? — Svar þessarar spurningar er svarið við þvi, hvort hin nýja öld landbúnaðarins verði blóma- öld eða ekki. Ástandið er gjörbreylt. Fyrr- um nægði fjárbóndanum ullin til þess að greiða með alla að- keypta kaupstaðurvöru. Fyrir nokkrum árum var liaft orð á því, að hjá einum fjárbóndan- um í mikilli fjársveit, hefði ullin 3kki gert betur en hrökkva fyrir kaupi eins kaupamannsins! Sumir bændur eru farnir að halda búreikninga, en þeir munu vera fóir, og þetta reikn- ingshald er ekki komið á þann rekspöl enn, að fult gagn sje að því. En meðan undirstaðan undir rjettu búreikningsformi er ekki fundin, þá er bóndinn í blindni. Hann veit að visu eftir árið, hvort hann hefir grætt eða tapað, en liitt veit hann ekki, á hverju hann hefir grætt, og á hverju hann tapaði. Hann rekur búskapinn sem happ- drætti, en ekki sem atvinnu. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um síldveiðar fyrir Norðurlandi. — Frá heims- sýningunni í New York. — Tvær sögur. — Grein um tón- snillinginn Brahms. — Frjettamyndir. — Skrítlur. — Barnadálkur — Litli og Stóri. — Sagnir af Guðmundi Bergþórssyni — o. m. fl. Laun betlaranna. Það er ekkert smáræði, sein betl- ararnir geta unnið sjer inn með því að gera ekkert annað allan daginn, en standa svo að segja í sömu spor- um og bera sig nógu vesaldarlega. Það er ekki að undra, þótt menn falli i stafi, er þeir heyra sagt frá því, að árslaun allra betlara i Eng- landi sjeu 270 milljónir króna, en svo telst ensku lögreglunni til að þau sjeu. Þessi upphæð er vitanlega eklci ná- kvæm, en eigi að síður er jiað stað- reynd, að i hópi betlaranna eru rnargir vel efnaðir menn. Nýlega var t d. einn betlari tekinn fastur, er átti banlcabók, sem í voru 7800 krón- ur. Annar betlari viðurkendi það fyrir lögreglunni, að hann ynni sjer inn 400 kr. á viku, aðeins með því að standa tötralega klæddur fyrir utan eina járnbrautarstöðina. Að dagsverki loknu klæddi hann sig í fín föt og fór út á kvöldgöngu með konunni. í sumum hjeruðum hafa betlar- arnir með sjer samtök, og hafa þeir skiplagt starfsemi sína þannig, að þeir hafa sjerstaka menn, sem safna saman hjá þeim peningunum mörg- um sinnum á dag, svo að þeir þurfi ekki að hafa á sjer mikið fje, ef þeir komast í hendur lögreglunnar. Pen- ingunum er svo safnað í einn sjóð, og allir betlararnir, sem tilheyra þessuin samtökum, koma á hverjum föstudegi og hefja sín vikulaun, sem oft eru um 300 krónur og sjaldnast minni en 100 krónur. 600 yfir Atlantshaf. Þegar Pan-American Airways hóf flugferðir sínar yfir Atlantshaf i lok júní, lágu fyrir 600 pantanir um far í fyrstu ferðinni. En sumar þeirra voru gamlar og úr sjer gengn- ar. Sú elsta var frá Will Rogers, hin- um alkunna skemtihóp Bandaríkj- anna, sem fórst i flugslysi árið 1935. Næsta pöntun var átta ára gömul, frá manni sem heitir W. J. Eck. Hann fjekk far í fyrstu ferðinni. NYJA BIO Nýja Bíó sýnir núna um helgina eina af stærstu sögulegum myndum, er gerðar hafa verið i Ameríku síð- ari árin. Myndin heitir „Gull og jörð“ og er gerð eftir hinni frægu skáldsögu Clements Ripley, er lýsir svo aðdáanlega vel baróttu mann- anna um auðlegð jarðarinnar, eða, eins og jafnframt mætti orða það, togstreytunni milli hinna margvís- legu afla jarðarinnar, um mennina. — Gull er hljómríkt orð, í þvi felst svo stór heimur — heimur máttar- kendarinnar, heimur hinna mörgu möguleika, sem líf þjóða og ein- staklinga rekur rætur sínar tíl. En snúum okkur að sögunni hans Ripley’s. „Það er gull í fjöllunum!“ Þessi setning hljómaði viða um heim um miðja öldina sem leið. Hún olli róti í hugum einstakling- anna víðast hvar í heiminum. Fólk- ið þusti af stað í óttina til landsins, með gullið í fjöllunum. Ferðin lá yfir dali og fjöll, liöf og eyðimerk- ur. Æskan hló og söng, fyrir stafni hugði hún land hamingjunnar. Eu gæfan fjell í skaut örfárra, flestir týndust, soguðust með straumköst- um erfiðleikanna niður í djúp gleymskunnar. Þessi öld gullsins, var svo að segja horfin úr hug flestra, þegar nýjir „gullgrafarar" hjeldu í vestur ótt, til þess að leita að Sacramentosdalnum. Hann var svo frjósamur, að þar draup smjer af hverju strái. Þessir gullleitarmenn voru ungir hermenn, sem verið höfðu á vígvöllunum í fjögur ár. Þeir leituðu friðar í skauti náttúrunnar, þar var hægt að vinna í sátt og engin þörf á að vera altaf að stjaka við einhverjum. Þeir unnu frá því að morgunsólin breiddi rauð- leita kirtilinn sinn á fjallatindana og þar til kvöldsett var orðið. Nægju- semin átti heima i hveju koti. — Árin liðu — ávextir iðjuseminnar og framtaksins báru allstaðar við auga. Hveitiakrarnir teygðu sig um dalinn, nýbyggjakotin hurfu fyrir stórum og reisulegum húsum. Þegar uppskerutíminn stóð yfir, blandaðist hinn hressandi hlátur fólksins við skrölt uppskeruvjelanna. Kornvagn- arnir fóru í löngum röðum til þreski- verksmiðjanna, og fluttu síðan' gull- ið til íbúanna í Sacramentosdalnum. En svo dró ský fyrir sólu. í fjall- inu fyrir ofan dalinn fanst gull. Og nú snerist alt um gullið. Öll verktækni beindist að því að geta náð sem mestu gulli úr fjallinu. Yfir alcrana frjósömu lagðist nú leireðja og möl, sem vatnið, er skolaði gullið, veitti þangað. Þannig hafa átökin orðið í Am- eríku, milli hinna ólíku afla jarðar- innar, um fólkið. Striðið milli bænd- anna og gullgrafaranna. En það er fleira gull, heldur en það sem unnið er með námugreftri. Gull er á vissan hótt blóð þjóðanna og því geta menn ekki verið án þess, en jörðin er þó sál þeirra og hiarta. — Á jörðu og í er nægilegt handa öllum, en okkur er bara eins farið og forfeðrunum, við gétum ekki orðið ásátt um skiftingu auðs- ins. Efni sögunnar er fagur óður til vinnunnar, til móður jarðar, sem alt gefur og alt fær. Aðalhlutverkin í myndinni leika George Brent, Claude Rains og Oliva De Havilland. Myndin er tekin með eðlilegum litum eftir nýjustu upp- findingu — Multiplane Technicolor. — Hjer er um að ræða mynd, sem allir þurfa að sjá. Hún er lærdóms- rík og göfgandi. Dómrinn: Þjer heitið Friðrik Jó- hannes Gunnarsson? Vitnið: Já, herra dómari? Dómarinn: Fæddur? Vitnið: Já, herra dómari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.