Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.08.1939, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Karl Delzer: Málshöfðun ástæðulaus. PURTAIN KAPTEINN! Þjer hafiö lieyrt ákæruna og eiðfesta skýrslu Goldens um, að 10. mars hafið þjer að yfirlögðu ráði barið, sparkað og — hm — bitið hann, i þeim tilgangi, að veita honum áverka. Ennfremur, að þjer hafið hoppað á myndavjel- inni hans, sem var 160 dollara virði, og mölbrotið liana. Önnur vitni hafa staðfest þetta. Undir þessum kring- umstæðum telur rjetturinn, að ef þjer takið aftur staðhæfingu yðar um, að þjer sjeuð sýkn, þá muni sami rjettur taka fult tillit iil allra málsbóta, sjerstaklega með tilliti til hinnar vösku framkomu yðar, áður en þjer rjeðust á mr. Golden. Hvað kjósið þjer?“ Akærði: — Jeg er ekki sekur, og hefi aldrei verið það. Dómari: •— Óskið þjer að koma með skýringu. Á.: — Já, einmitt. D.: — Hve gamall eruð þjer, Curtain kapteinn? Á.: — Fimmtíu og fimm. Það vitið þjer áður, dómari. D.: — Þjer eigið bátinn, sem flyt- ur póst tvisvar i viku til Fox Is- land, og stýrið honum? Á.: — Rjett er það, dómari. D.: — Og daginn, sem þetta gerð- ist, fluttuð þjer póstinu, eins og vanalega. Á.: — Ekki eins og vanalega. Jeg lagði upp daginn áður. ísinn hafði rekið upp að landi í þrjá daga. Jeg liafði beðið eftir að finna einhvers- staðar opið sund. D.: —- Og þegar þjer frjettuð um opið sund, lögðuð þjer upp. Þann níunda mars. Og einn? Á.: — Nei. Vinnie Thomas var með mjer. Hann sá um vjelina. D.: — Stjórnin borgar yður fyrir hverja ferð, Curtain skipstjóri? Á.: — Rjett. Fimm dollara 95 cent. Ferðirnar eru boðnar út, til eins árs i senn. Lægsta tilboðinu ev tekið. D.: — Jeg skil. En þennan umtal- aða dag reynduð þjer að komast til Fox Island, þrátt fyrir rok og rekís. Það var ekki eingöngu um- hugsunin um þessa fimm dollara 95 cent, sem ýtti á eftir, heldur. . . . Á.: — Afsakið, dómari. Vinnie Thomas fær tvo dollara. Þá verða eftir 3.95. Og af þvi gengur til ben- síns og olíu. D.: — Jeg skil. Þrír 95. En svo voruð þjer haldinn af hinni rjettu skyldurækni? — Pósturinn varð að komast. Og til þess að koma honum —‘ viljiS þjer ekki segja okkur sjálf- ur hvað gerðist? Á.: — ísinn hrannaðist kringum bátinn minn. Þar sat jeg — um miðja nótt. D.: — Hvar? Á.: — Ekki á neinum ákveðnum stað. F'jórtán kílómetra frá landi, geri jeg ráð fyrir. Um það bil miðja vegu. D.: —■ Enginn reyndi að hjálpa yður, skipstjóri? Á.: —■ Það var ekki liægt. Strand- vörðurinn á eyjunni sá okkur í kast- ljósinu, en það var ómögulegt að koma út báti, fyrir ís. Þetta var um klukkan niu. Jeg er viss um það, því að það var þá, sem Vinnie fjekk fyrsta kvalakastið. D.: — Kvalakast, skipstjóri? Á.: — Já, botnlangakast, dómari. Hann hafði fengið það áður. En það var bara verra núna. D.: — Hvað gerðuð j)jer við hann? Á.: — Auðvitað ekki neitt, nema jeg fór úr duggarapeysunni og prjónavestinu og vafði því um hann. Annað gat jeg ekki gert. Hvergi hlýju að fá. D.: — Enginn ofn, skipstjóri? Á.: — Um borð? Ónei, síður en svo. Þegar kalt er, ornum við okkur við vjelina. En í þetta skifti hafði ísinn brotið fjöl úr vjelarúminu, svo að það næddi inn. D.: — Eitt vitnið hefir borið, að kuldinn hafi verið nálægt 0. Er það rjett? Á.: — Það get jeg ekki sagt um. En það var svo kalt, að það fraus í krananum fimtu hverja minútu. Það var mesta bardús við að bora úr honum. D.: — En þrátt fyrir þetta mund- uð þjer, að pósturinn varð að kom- ast sina leið. Á.: — Nei, hr. dómari. Jeg mundi ekki eftir póstinum. Jeg hafði engan tima til að muna slíkt. Ekki einu sinni eftir þessum þrem 95. Að minsta kosti ekki eftir að bensin- rörið sprakk. D.: — Hvað gerðuð þjer þá, skip- sljóri? Á.: -— Jeg dyttaði að því. D.: — Og svo? Á.: — Svo misti jeg pípuna mína. Vindurinn bljes henni út úr túlanum á mjer. Og þá varð jeg reiður. D.: — Og um morguninn? Á.: — Var jeg enn að glíma við isinn. D.: —Hvenær sáuð þjer fyrst á- kærandann, herra Golden? Á.: — Flugvjelina hans? Það var um klukkan tíu. D.: — Hann tók myndir af yður úr loftinu. Á.: — Já, herra dómari. Mjer stóð á sama um það. Fyrst í stað. Jeg hugsaði ekki um annað, en að kom- ast út í eyjuna. D.: — Þjer álítið, að það hafi verið skyldurækni póstmannsins, sem knúði yður áfram enn, eftir alt, sem skeð hafði? Á.: — Jeg get engu svarað um það. Það eina sem jeg vissi, var, að Vinnie var að versna, og um miðjan dag varð hrönnunin verri en áður í ísnum. Hvergi nokkur smuga. — Þessvegna stefndi jeg á jaka og setti fulla ferð á vjelina. Báturinn vipp- aðist upp á jakann. Mig langaði ekki til að yfirgefa liann, en jeg mátti til, því að Vinnie var svo veikur. Jeg tók sleðann af stýrishúsinu og lagði Vinnie á liann, ofan á póst- pokana. Og svo lijelt jeg á stað út á isinn, til eyjunnar. D.: — Hvað er það langt? Á.: — Sex kilómetrar í beina línu. En þrjátíu i kringum vökina. Jeg var lengi að venjast því, að draga sleðann með vinstri hendi. Jeg hafði nefnilega meitt mig á henni, þegar jeg var að eiga við bensínrörið. D.: — Sáuð þjer ekki flugvjel Gojdens nema einu sinni? Á.: — Jú, tvisar sinnum til. D.: — Hvað var klukkan, þegar þjer komuð til Fox Island? \.: — Jeg veit ekki, dómari. Það var orðið dimt. D.: — Að kvöldi annars dags? Á.: — Alveg rjett, dómari. D.: — Hvað gerðist svo? Á.: — Jeg dró Vinnie heim til Sparrow læknis, og hann tók úr honum botnlangann, og svo fór jeg á pósthúsið, og fjekk Duke Kenney póstinn. D.: — Kenney póstmeistara, sem hefir borið vitni? Á.: — Alveg rjett. Og svo settist jeg við ofninn hans til að hlýja mjer, og bræða úr mjer. D.: — Voru fötin yðar frosin? Á.: — Auðvitað. Eilt klakastykki. Og jeg var einmitt að reyna að losa af mjer húfuna, án þess að rífa hárið af mjer um leið, þegar þessi peyi kom inn. D.: — Þjer meinið ákærandann — hr.^ Golden? Á.: — Rjett. Hann byrjaði að spyrja mig i þaula, eins og flón. D.: — Og þjer svöruðuð? Á.: — Nei, jeg svaraði ekki. — Hvernig átti jeg að geta svarað því, sem hann spurði um? Ilvernig það væri, að frjósa í hel. Og hvernig manni fyndist, að vera tvo daga á rekís og draga veikan mann. Og hve gamall jeg hefði verið, þegar jeg bjargaði fyrst mannslífi, og hvaða skoðun jeg hefði á Byrd aðmírál og þessháttar. En jeg mátti ekki vera að svara þvi; jeg þurfti að liugsa um hvernig jeg hefði unnið mjer inn þessa þrjá dollara 95. D.: — Og hvað svo, skipstjóri? Á.: — Já, svo opnaði Duke Kenn- ey póstlúkuna og segir: „Þú hefir haft í póstinum böggul til sjálfs þín, póstur,“ segir hann, og jeg segi: , Hverskonar böggull er það?“. Og hann segir: „Það er vist gjöf frá konunni þinni. Bók!“ D.: — Og það var alt og sumt, sem sagt var? Á.: — Nei, jeg sagði bara „oho“. Þvi að jeg þurfti ekki á bókum að halda, eins og á stóð. En þessi deli .... D.: — Herra Golden? Á.: - Rjett. Hann segir: „Þetta getur orðið falleg mynd.“ Svo tekur hann böggulinn og opnar hann og rjettir mjer bókina, og segir: „Nú verðið þjer að lesa, skipstjóri!" D.: — Og ])jer gerðuð það? Á.: — Nei, jeg gerði það ekki. Jeg leit á nafnið á bókinni og Duke kallar til mín og þessi ljósmyndari segir: „Brosið þjer nú ofurlítið". En þá þaut bókin úr hendinni á mjer og beint í hökuna á honum. Hichael Faraday. í lok 18. aldar var öðruvísi uin- horfs í London, en nú er. Þeir 28 borgarhlutar, sem nú eru ein sam- vaxin heild, voru þá sundurlaus hverfi, og meðal þeirra var Ber- inondsey. Þar voru í éinu strætinu hesthús ríkra manna, og á hesthús- loftinu hafði verið gerð íbúð. Járn- smiður frá Yorkshire tók þessa íbúð á leigu árið 1796. Hann átti fjóra krakka og hjet einn þeirra Michael, og var á sjötta árinu. En járnsmið- urinn, faðir hans, hjet Faraday. Þessi snáði varð einn af skörpustu athugenduin mannkynsins, hann er enn meðal fremslu vísindamanna heimsins. Hann er höfundur raf- magnsvísindanna. En jafnframt var liann einn af ástúðlegustu og göf- ugustu mönnum, sem mannkynið hefir átt. Michael Faraday fæddist ekki með gullpening á tungunni. Hann leið sult i uppvexti, þvi að maturinn var dýr, en járnsmiðskaupið lágt. Um skólagöngu gat ekki verið að ræða í bernsku, þvi að Michael varð að fara að vinna fyrir sjer, undir eins og hann gat vetlingi valdið. Þess er vert að geta, að þessi maður, sem varð einn af lærðustu mönn- um Englands, hafði aldrei sjeð Ox- ford, fyr en hann kom þangað til þess að taka við prófessorsstöðu. Þegar hann var þrettán ára, datt hann í lukkupottinn. Hann varð þá sendill hjá bóksala við Bakerstreet. Þar fjekk liann í fyrsta skifti á æf- inni að sjá bækur og blöð. Og ári síðar rakst hann á kver, sem hjet Efnafrœði, og með kynnunum við þetta kver hófst vegur hans. Hann fór að gera tilraunir á kvöldin i kytrunni, sem hann bjó i hjá bóksalanum. Og þegar hann var 21. árs fjekk hann gjöf, sem var honum meira virði, en alt gull Englandsbanka. Það var aðgöngu- skirteini að fyrirlestraflokki hjá sir Humphry Davy, mesta efnafræðingi þeirra tíma. Hann sótti hvern ein- asta fyrirlestur og fólk tók eftir hon- um, því að hann var yngsti áheyr- andinn, mjór og visinn. Hann skrif- aði hjá sjer og teiknaði og bjó til fallega myndabók um efnafræði. Og svo sendi hann sir Humphry bók- ina og bað um að fá að verða að- stoðarmaður á rannsóknastofu hans. Það tókst. Og Faraday fjekk 25 shillinga byrjunarlaun á viku. Nú var honum borgið. Eitt af þvi fyrsta, sem hann gerði var að fara með sir Humphry í tveggja ára ferðálag um Evrópu. Kyntist hann vísindamönnum i Par- ís, Genua, Firenze, Róm, Neapel og Framh. á bls. 14. D.: — Þjer játið, að þjer hafið kastað bókinni í Golden? Á.: — Alveg rjett. Og svo rjeðst hann á mig með hnefunum. Munnur- inn á mjer var opinn og jeg ætlaði að loka honum, en þá varð lúkau á honum á milli. D.: — Jeg skil. Er bókin hjer í rjettinum, skipstjóri? Á.: — Nei, jeg brendi hana í ofn- inum hjá Duke Kenney. D.: — Án þess að lesa hana? Á.: — Jeg las nafnið á henni. Hún hjet Æfintýr i heimskautaisnum. Mig langaði ekki í nein æfintýri. Auk þess var Duke að kalla i mig, og svo var jeg að hugsa um alt þetta, sem jeg hafði haft fyrir að vinna mjer inn þessa þrjá 95. D.: — Bíðið augnablik, skipstjóri. Hvað var það sem Iíenney pósl- meistari kallaði til yðar? Á.: — Að bókin hefði verið send með póstkröfu, og jeg ætti að borga fyrir hana þrjá 95, og svo burðar- gjald. Svo segir þessi Ijósmyndari: „Brosið þjer nú ofurlílið." En þá þaul bókin úr hendinni á mjer ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.