Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.08.1939, Blaðsíða 4
Á útleifí. Tilbúmr afí kasta. Nótiri ,,snurpufí“ saman. „KLÁRIR í BÁTANA!“ Við erum á útleið, nýlega búnir að landa 800 málum. Jeg ligg í „koj- únni“ minni og er andvaka. Jeg er að hugsa um þjóðina mína, sem er eins og lítil fjölskylda, þegar hún er borin saman við stórþjóðirnar. Hvernig fer fyrir henni, ef síldin hregst? Hvernig fer fyrir okkur sjó- monnunum og landfólkinu, sem safn- ast hefir saman í síldarverstöðvun- um og bíður óþreyjufult, dag eftir dag, eftir að síldin komi? Jeg get vitanlega ekki svarað þessari spurn- ingu, en hún er íhugunarverð og oft kemur hún í hug mjer. Hugur minn beinist að körlunum, sem jeg er með, og „lúkarnum" okk- ai'. Jeg ligg i neðstu „koju,“ en i næstu fyrir ofan mig er miðaldra náungi, sem verið hefir togarajaxi í 18 ár, og siglt á öll þau lönd, þar sem íslenskir togarar hafa selt ísfisk. Jeg hefi oft spurt þennan náunga frjetta og hvernig honum liði og altaf fengið sama svarið. Fyrst hefir liann rjett úr sjer, dregið að sjer and- ann að sið ræðumanna og loks sagl hálfbrosandi, með mátulegri áherslu á fyrsta orðinu: „Oh, I say, you are very had man to day“. Þetta er alt og sumt, sem jeg fæ að vita um heilsufarið og frjettir hjá honum. Stundum hleypur gigt í mjóhrygg- inn á honum og þá þarf jeg ekki að spyrja um líðanina. — Fyrir of- an þennan náunga er þriðja „kojan“ og þar er einnig sofið. Þar sefur „blók“, sem jeg þekki sama og ekk- ert. Jeg veit jú, að maðurinn heitir Guðmundur Sigurðsson og þar með er þeirri persónulegu vitneskju, sem jeg hefi um hann, lokið. Máske hefi jeg einhverntíma talað dólgslega í áheyrn Guðmundar um fyrstu eða þriðju konuna hans, eða máske hefir hann aldrei eignast neina konu. Þjer finst þetta kanske einkenni- legt, en það er langt frá því að vera það, þvi að á sama skipinu eru oft menn úr öllum fjórðungum lands- ins, menn, sem aldrei hafa sjest fyr nje heyrl um hvern annan getið. Jeg virði fyrir mjer „kojurnar", þessi bæli, sem karlarnir sofa í. Þau eru öll heldur tætingsleg, en þó er þar talsverður munur á, eftir því hver á i hlut. Fram í „hosi- ló“ sefur Stóri-Páll á rekkvoðarlausri hálmdýnu, með óhreinan koddableð- il undir hausnum. Verlausu sængur- ræksninu hefir hann sparkað aflur i horn, en þar geymir hann ýmsa fieiri muni, eins og spariskóna sina, gúmmíslöngu og „nankinsgalla“. — í höfðalaginu hefir hann fingravetl- inga, hálfróna sjóvetlingsputta, sokka og nærföt. En undir koddarýjunni er veskið hans og kærustubrjefin. í efra horninu er þriggjapela flaska hún stendur þar eins og drotning í ríki sínu með skorið neftóbak i miðjar axlir. Undir neðra kodda- horninu, sem veit að „koju“-bríkinni, er lítill hlutur, sem Stóri-Páll skilur aldrei við sig. Þegar hann rumskar, ræskir hann sig jafnan talsvert, stingur hægri hendinni undir kodda- hornið og fær sjer stóran „snúss“ úr I.ítilli og haglega gerðri pontu. I annari „koju“-röð miðskipa, bak- horðsmegin, er snyrtilegasta bælið, )>að er hreinasta paradis. Þar eru drifhvít rekkjuföt, stór koddi og þar að auki svæfill, sem í er saumað: „Guð gefi þjer góða nótt“. En það er ekki alt búið þar með, því að þrjár fjölskyldumyndir hanga á ó- ryðguðum „tútommum" í „koju“- þilinu. Þarna er ekkert ruslaskot til fóta og þar með nær eigandi þess- arar litln paradísar hámarki sínu í nostursemí og þrifnaði. „Kojurnar" eru allar ólíkar hver annári, af þvi að hjer búa menn af ýmsum sauðahúsum mannlegrar list- hneigðar og þrifnaðarkenda. — En þrátt fyrir alt, þori jeg að leggja hausinn undir öxina upp á það, að hjer í „lúkarnum" fara lýsnar ekki á stað með brekánin, Jjví að hjer fyrirfinst ekki ein, jeg segi og skrifa ein. — Lúkarsgólfið er að þessu sinni ó- vanalega hreint og þrifalegt. Fjöl- margar „bússur“ liggja um það, hing- að og þangað. „Bússurnar“ eru alla- vega litar, auk þess eru sumar þeirra nokkuð skellóttar, og allar hafa þær það sameiginlegt, að vera meira og minna þaktar síldarhreistri. — Gólfið lítur því út eins og stórt „stileriserað“ málverk af einhverju, sem jeg get ekki gefið nafn. — Á miðju gólfinu sje jeg ofninn eða „hóruna“, eins og hann er nefndur, j.'egar hann fær ekki að njóta þeirrar virðingar, sem honum ber. En það er einkum þegar drepst í honum og illa tekst að lífga upp. Jæja, það er aðeins hálf önnur stund eftir af „kojuvaktinni" og mjer hefir ekki komið dúr á auga. Daul' dagsglætan reynir að smeygja sjer niður um „skælettið", það eru þau einu kynni, sem karlarnir hafa af sólinni, meðan þeir dvelja í „lúk- arnum“. Eigi að siður þykir öllum vænt um „skælettið" eða kýraugað, eins og það er nefnt á hátiðarmáli. Máske verður bráðum kallað ,,klárir í bátana!“ og þá verður ekki griður gefinn. Engri skipun á íslensku er eins tafarlaust hlýtt sem þessari. Þessi þrjú stuttu og auð- skildu orð verka sennilega skjótar til þeirrar athafna, sem í þeim felst, en nokkur önnur í íslensku máli. Engu máli skiftir hvar eða hvenær er kallað „klárir í báta“, því er sam- stundis hlýtt. Hjálparkókkurinn er oftast nær skoðaður sem eins- konar undirmálsmaður, en þegar hann hrópar „klárir í bátana“, þá er hann alt í einu orðinn á borð við voldugan hershöfðingja, sem getur látið hundruð hlýða sjer með einni bendingu. — Á stærstu togur- ura sem minstu „þrílembingum" ís- lenska síldarflotans, hljómar þessi þriggja orða skipan fyrir öllu Norð- urlandi dag og nótt, meðan lengstur er sólargangur. Jeg heyri alt í eiriu að einhver hleypur ljettilega fram eftir dallin- um og þykist fara nærri um hvað sje á seiði. Niður um „skælettið“ gægjist lítið og góðmannlegt andlit og um leið er hrópað með ákveð- inni og háværri röddu: „Klárir i bátana!“ Karlarnir kastast samstund- is fram úr ,,kojunum“ og nú er lúkarinn iðandi af „blókum“, sem hafa jiað eitt í huga að smeygja sjer í „bússurnar" og jakkann, vefja treflinum um hálsinn og tylla á sjer húfupottlokinu. Upp stigafnn þýtur liver á fætur öðrum, sumir með ó- hneppt að sjel- og sumir með trefl- ana i höndunum og óróna sjóvell- inga hálf lafandi út úr buxnavös- unum. Aftur eftir plönkunum, sem liggja yfir síldarkassana, hlaup.a 10 karlar í halarófu. Það er stundum grátleg sjón að sjá þessa halarófu, þegar jaxlarnir eru þreyttir og grúl- syfjaðir, þá getur það borið við, að einn og einn skondri niður í síld- arkassana, en það verður aðeins til þess að hann vaknar til fulls og hendist með enn meiri liraða aftur dekkið. Á augabragði eru allir komn- ir í olíustakka með vetlinga á hend- ur. Hver maður fer á sinn ákveðna stað, því að hjer hefir sjerliver silt verksvið, nema eitthvað sjerstakt beri við. Nú er aðeins beðið eftir skipun úr „hólnum“ um að láta bát- ana í sjóinn. Það er hálfgerður dumbungur og hryssingsnepja. Kláf- urinn skríður með „slóferð“ í ótal tíúnir aö ,,þurka“ aö síldinni. Um þessar mundir eru nokkuð á þriðja hundrað ísl. skip við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Á hverjum degi heyrist spurt: „Hvernig gengur með síldina?“ Og engan undrar þótl spurt sje, því að allir vita, að þessi litli, sprettharði og gljáandi fiskur, gstur miklu um það ráðið, hvernig fer um búhag landsmanna. — „Fálkanum“ hefir borist grein frá manni einum á síldveiðiflotanum. Hún er skrif- uð í síldarleysinu. Málið á greininni er hrsint sjómanna- mál, og þykir ekki ástæða til að breyta því að neinu leyti. ■Síldin er háfuö upp í skipiö.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.