Fálkinn - 18.08.1939, Side 2
2
F A L K I N N
GAMLA BIO
Gamla bíó sýnir mjög bráðlega
bina sprenghlægilegu gamanmynd
Adolf sem þjúnn. Aðalhlutverkin leika
Adolf Jahr, Eleanor de Floer, Arthur
Cederborg og Anna Hillberg.
Hjer er um að ræða fyndna og
bráðskemtilega mynd. Ljettleiki,
hnyttni og gamansemi eru eins og
rauður þráður gegnum alla myndina.
Adolf Jahr er einn þektasti gaman-
leikari Svía, sem nú er uppi.
í þessari mynd liggur hann ekki
á liði sínu til jjess að leiða fram
óþvingaðan hlátur áhorfenda.
Adolf kemur hjer fram í gerfi
þjónsins og sýnir þar mikil sniðug-
heit og iægni. Hann liefir látið skrá
sig á vinnumiðlunarstofu og fær
ýmiskonar atvinnu. Hann ræður sig
sem barnfóstru á stórt barnaheimili
og ferst það starf vel úr hendi sem
fleiri. Börnin elska hann og mæð-
urnar lika. Hann ræður sig til þess
að ganga daglega út með griðar stór-
an hund. Einn daginn sem hann er á
slíkri reisu, mætir hann ungri lag-
legri stúlku með iitinn kelturakka.
Þá grípur stóra hundinn eitthvert æði
og hann vill ráðast ú litlu hund-
skömmina. Adolf ræður ekkert við
hundinn og stúlkan hleypur sem húu
má, þar til hún kemst heim og lok-
ar við nefið á Adolf. Hann sjer þá
að þetta hús er höllin „Ville Suzette“,
og dregur þá ályktun að þetta hafi
sennilega verið heimasætan. Hann
finnur nú alt i einu, að hann er orð-
inn bálskotinn í heimasætunni. En
hvernig á hann að komast í kynni
við hana?
Jú, vinnumiðlunarskrifstofan hjálp-
ar honum seni fyrr. Hann kemst að
því, að það vantar bryta i „Villa
Suzette", og getur með lægni ráðið
sig þangað, þótt hann hafi aldrei
kynst slíku starfi fyrr. Hjer byrjar
bailið og grínið. Hann gerir alt til
þess að koma sjer vel í brylastöð-
unni, en vitanlega er hugurinn meiri
en hálfur hjá heimasætunni. Eu
hvernig á hann, bara bryti að geta
náð ástum hennar. En hann hefir
ráð undir rifi liverju og rekur af
höndum sjer alla þá erfiðleika, sem
verða á vegi hans. Og allstaðar kem-
ur hann sjer vel og allir dá hann.
En blessuð börnin, sem hann hafði
einu sinni gætt, voru af einhverri
slysni nærri orðin háll þröskuldur
á vegi hans, en hann rann ekki svo
á honum, að hann dytti um koll.
Adolf sem þjónn, er einhver sú
bráðfyndnasta mynd, sem hjer hefir
lengi verið á ferð.
Fjársjóðir á hafbotni.
Við Quillebeeuf nálægt le Havre
liafa kafarar fundið þrjú sprek og
akkeri frá franska skipinu „Tele-
maque“, sem sökk þarna 3. janúar
1790, er það var að leggja upp til
Englands með fjölda flóttamanna og
mestan hluta af fjársjóðum Lúðviks
XVI. innanborðs. — Sagnfræðingar
telja, að í „Telemaque“ sjeu verð-
mæti, sem nema mörgum miljörð-
um franka, og þessvegna hefir það
oft komið til tals, að reyna að ná
skipinu upp. Skipið lagði upp frá
Rouen og tókst að komast undan
skipum óvinanna, en lenti í of-
viðri. Ljek það orð á, að fjár-
sjóðir þeir, sem Lúvík XVI. átti i
skipinu, mundu vera um 800 miljón
franka virði. Þar> á meðal var háls-
festi Maríu Antoinette, sem virl var
á 40 miljón franka.
Heimsmet í morðum.
Lögreglan í Valencia hefir tekið
fastan Spánverja einn, sem lieitir
Antonio Lopez. Hann er grunaður
um, að hafa framið, hvorki meira
nje minna, en 111 morð í Valencia
og nágrenni.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Lúðvík Kristjánsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á úrsfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.'
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Aughjsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprení.
SkradðaraMar
Peningaleysi almennings hjer
ú landi, alt fram að heimsstyrj-
öld var skiljanleg ástæða til
þess, að bókakaup voru þá
næsta lítil. Húspostillan og bibl-
ían voru dýrgripir, en entust
hinsvegar lengur en venjuleg
bæjarhús til sveita og kverið
handa börnunum kostaði ekki
nema nokkra aura, en varð |ió
stundum að duga handa heilli
röð af systkinum. Þó voru bæk-
ur keyptar, ef þær voru nógu
ódýrar. Útgáfa Sigurðar Krist-
jánssonar á Islendingasögum
kringum síðustu aldamót voru
þrekvirki, sem tókst af þvi að
þær voru látnar koma út smátt
og smátt. Og þeir sem voru byrj-
aðir að eignast safnið vildu
nauðugir hætta. Þó var það vel
efnaður oddviti, sem sagði frá
þvi i margra áheyrn, að íslend-
ingasögukaupin væru að setja
sig á liausinn og varaði menn
við þeirri fjárhagslegu hæt.tu,
sem leiddi af þ ví að kaupa
bækur.
Nú er mikið gefið út af bók-
um, bæði golt og ljelegt og fólk
kaupir meira af bókum en áður,
því að það hefir meiri auraráð.
En það skiftir talsvert í tvö
liorn um þessa bókaútgáfu. Ann-
arsvegar eru vönduð og merki-
leg rit, sem flest fjalla um svo
sjerstæð efni, að almenningur
telur l3au ekki koma sjer við, en
hinsvegar ómerkilegt rusl, ýmist
þýtt eða frumsamið, sem er selt
ódýrt vegna þess að efnið er
ýmist stolið í skjóli þess að ís-
land er ekki í Berner-samband-
inu, eða alveg vita verðlaust.
Fólk kaupir pappír og hann er
ekki einu sinni hreinn.
En hið stóra skarð milli þess-
ara bókmenta er ófylt. Almenn-
ingur á ekki kost á góðum sögu-
bókum, jafnvel ekki nágranna-
þjóðanna, á sínu máli. Hann
þekkir ekki Verner von Heiden-
stam, Martin Andersen-Nexö eða
Olaf Duun. Þetta er afturför, því
að á „peningaleysisárunum“
komust þó út á islensku ritverk
eftir Topelius, Sienkiwitz og
Björnson. Og mestu ágætisverk
stórþjóðanna fara hjá garði ís-
lenskra lesenda. Við liöfum nægt-
ir af Carles Garvice og Edgar
Wallace, Oppenheim og Övre
Richter Frich á íslensku, en ekk-
ert af Kipling, Galsworthy eða
Sinclair Lewis.
Og með tilliti lil alþýðlegra
fræðibóka er þjóðin öreigi, þessi
þjóð, sem hlotið hefir hróður fyr-
ir sjálfmentun. Á hverju ári kem-
ur út sægur af allskonar bókum
um sjervisindi, í formi, sem allir
geta tileinkað sjer, á öllum menn
ingarmálum nema íslensku.
Sú fátækt er skaðsamleg ekki
síst nú, þegar sjermentunin er
öllum nauðsynlegri en fyr.
1 NÆSTAiBLAÐI FÁLKANS:
Grein um verðlaunaskáldsögur. — Tvær sögur. —
Frjettamyndir. — Yfirgangur útlendra sjómanna á
Langanesi, eftir Oscar Clausen. — Litli og Stóri. —
Barnadálkur. — Setjið þið saman. — Skrítlur. — Grein
um tónsnillinginn Peter Hyitch Tchaikovsky o. m. fl.
NYJA BIO
Frú Guðrún Angantýsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Karla-
Óðinsg. //., uarð 50 ára 12. f. m götu 21, varð 50 ára 17. þ. m.
Núna um helgina sýnir Nýja Bíó
Columbía-kvikmyndina Frjálslynd
æska.
Frá efni þessarar myndar var sagt
i seinasta blaði „Fálkans“ og verður
nú sagt frá þeim leikurum, er hafa
aðalhlutverkin með höndum.
Katharine Hepburn er fyrir löngu
orðin heimskunn, fyrir hina dásam-
legu túlkun og leikni í þeim hlut-
verkum, sem hún hefir haft með
höndum. í jiessari mynd fær Kat-
harine Hepbúrn uppfylta margra
ára gamla ósk. Þegar hún var á
leiksviðinu í Broadway, óskaði hún
að fá ])að hlutverk, sem hún hefir
nú fengið — þessvegna var hún þá
i marga mánuði tvískipa í hlut-
verki sinu við Hope Williams. —
„Hope Williams hlýtur að hafa verið
óvenjulega dugleg leikkona, þvi að
jeg fjekk aldrei tækifæri til að taka
að mjer hlutverk hennar,“ segir
Hepburne. — En nú liefir hún feng-
ið það.
Hin fágæta slagharpa, sem Lew
Ayres leikur á í þessari mynd, er
sú sama, er notuð var lil að leika
undir söng „Sænska næturgalans"
— Jenny Lind, þegar lnin söng i
Ameríku. Slagharpa þessi var lánuð
til notkunar í þessari mynd, af
hljóðfærasafni.
Árið 1921 sá Edward Everett Hor-
ton fyrst sjálfan sig í kvikmynd.
Ilann varð þá fyrir svo miklum
vonbrigðum, að hann ákvað að
hætta sem kvikmyndaleikari. — En
síðan hefir hann þó aðeins leikið i
7(i kvikmyndum!
Gary Grant er sá fyrsti, sem leik-
ið hefir oftar en einu sinni á móli
Katharine Hepburn. Þetta er i þriðjá
sinn, sem þau leika saman.
Margir af aðstoðarmönnunum á leik-
sviðinu í þessari mynd, eru jafnframt
einkaleynilögreglumenn, sem vátrygg-
ingarfjelagið heimtaði að væru þar íil
staðar. Hinir dýrmætu gimsteinar,
sem aðstoðarleikararnir bera, voru
mjög hátt trygðir fyrir þjófnaði, og
vátryggingarfjelagið vildi þessvegna
ekki eiga neitt á hættu. Nokkuð. af
skrautgripunum voru spanskir gim-
steinar, en alls voru ])eir skrautgrip-
ir, sem þarna voru notaðir, virtir
fyrir 21/, miljón króna.
Til þess að hægt væri að lýsa upp
Selon heimilið, eins og gert er í
myndinni, þurfti að nota jafn sterk-
an rafmagnsstraum, og þarf til að
lýsa upp Reykjavík.
Litla spiladósin, sem Katharine
Hepburn leikur á, er hennar eigin
eign, en lnin hefir lánað fjelaginu
hana til þess að nota hana í mynd-
inni. Spiladósin er búin til í Wiei
á 17. öld og er ennþá i besta lagi
Þegar búið er að trekkja hana upp
getur hún spilað látlaust í 2 stundir.
Lew Ayres hefir sjálfur búið til
brúðuleikhúsið, sem notað er i mynd-
inni. Hann hefir einnig útbúið það,
hvernig brúðurnar hreyfast. Sjálfur
hefir hann búið til allar brúðurnar,
neina eina, sem hann liefir keypl í
Paris, og er sagt að hún hafi einu
sinni verið í eign Napoleons.
Ekki svefnstyggur.
Paul R. Rea í Indíana er 55 ára,
og bjó einn i dálitlu húsi, sem hann
átti. En húsið var orðið gamalt og
eina nóttina hrundi það í rúst. Ná-
grannarnir náðu í lögreglu og
slökkviIiðið, til þess að grafa Paul
upp úr rústunum og loks fanst hann
ofan í kjallara. En líkbörurnar, sem
lögreglan hafði haft með sjer, fóru
fýluferð. — Gólfið í svéfnherbergi
gamla mannsins hafði sigið ofan í
kjallarann og fjalir úr loftinu lagst
yfir, en Paul hafði ekki einu sinni
vaknað. Hann hraut. Og þegar hann
var vakinn, varð hann mjög forviða
yfir gauraganginum kringum sig.